Ísafold - 13.06.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 13.06.1921, Blaðsíða 4
ISAFOLD Ferðapistlar. Eftir Bjarna Sæmundsson. . Frh. Dagurinn leið seint og sandarnir ætluðu aldrei að enda; þeir eru leið- inlegir, en eru þó merkilegir, f>ví að freir eru, rétt séð, land í myndun og eiga íyrir sér að verða bygt land og blómgast einhverntima. Um hátta- tlma grilti i Ingólfshöfða; svo vissi eg ekkert i þenna heim íyrri en eg vaknaði um miðsmorgunsleyti út af Vestra-Horni, var þá komið sól- skin og heiðríkja, þvi að suðvestan súldið náði ekki lengra en að Ör- æfajökli. Sá eg þvi jökulinn og Hornafjarðarfjöllin i allri sinni morg- nndýrð, en flestir farþegar sváfu eins og rottur og sáu ekkert af henni. Annars varð besta veðnr allan dag- inn norður með Austfjörðum og eru altaf mikil hlunnindi á þeirri leið. Það er altaf gaman að horfa á Fjarðafjallgarðinn með öllnm hans tindum, skörðum og skriðum, dröng- um og dðlum, og nú gerðu allir hinir miklu snjóskaflar eftir þann mikla snjóavetur tilbreytnina enn þá meiri. Farþegarnir fóru nú smámsaman að sýna sig ofan dekks, fremnr dauf- ir i dálkinn sumir hverjir eftir sjó- sóttarþrautirnar, en hrestust brátt i góða veðrinu og sjóloftinu, þessari hres^ingar lind, sem þvf miður marg- ur sjófarandinn af farþegatæginu fer herfilega á mis við, vegna sjósóttar- innar, sem heldur honum rúmföstum dögum saman, og eg held að Mör- landinn sje þar ekki eftirbátur ann- ara, siíur en svo, og sé hann frískur, vill hann helst sitja inni við spil og söng i svælu og reyk, unga fólkið iika, i stað þess að leika sér úti þegar veður leyfir. Leiðin frá Eystra Horni til Seyð- isfjarðar er löng og Sterling fór nú hægt, firðirnir opnast og lokast hver á eftir öðrum og fjallamúlarnir liða fram hjá og breyta útliti, hægt og seint. Búlandstindur gnæfir eins og tröllaukinn pýramidr inni yfir Beru- firðinum. — Hin tindóttu Strandar- fjöll noiðan við fjörðinn og Streiti — Breiðdalsvikin og Breiðdalur, eitt fegursta héraðið eystra, Súlutindarn- ir og Gvendarnes með Hvalnesskrið- um vekja gamlar endurminningar frá ferð minni þar um skriðumar 1898 — naumur vegur, eins og víðar i þessum sér-austfirsku torfærum,háska- leið á vetrum. — Stöðvarfjörður, Kambanes, Fáskrúðsfjörður, Reyðar- fjall með Halakletti, þar sem Nadd- oðr sá fyrst land, Reyðarfjörður — Snæfuglinn, Vaðlavík og svo ytst Gerpir, austasti höfði landsins, hár og brattur, hlaðinn upp úr eitthvað 70 gömlum basalt hraunlögum, dökk- um og skuggalegum, og nppi við efstu brún er afarþykt stuðlabergs- lag. öll leiðin sunnan fiá Eystra Horni að Gerpi er ein af hættulegustu sigl- ingaleiðum hér við land, full af boð- um og blindskeijum, sem ilt er að varast í þoku, myrkri og sléttum sjó; mörg sker standa upp úr og svo hinar alþektu eyjar: Papey, Þvottáreyjar 0. fl. fyrir Hamarsfirði, Breiðdalsvikur eyjarnar, Andey í Fá- skrúðsfjarðarmynni, Skrúðurinn og Seley. Allar eru þær líkar, lágar, svart- ar og sviplitlar basalteyjar.nemaSkrúð- urinn, sem hefir sig hátt yfir þennan flata fjölda, svipmikill og sagnauð- ugur, en auðugastur þó að lunda og svartfugli og skrúðgrænn á pörtum. Geirfuglasker eða Hvalsbak sést ekki af skipum, sem skriða með landi, til þess er það of lágt og Iangt úti, 30 Ðenzinrafstöð. 1 kw. (ca. 1000 kerti) 32 Wolt með rafgeymi og öllu til- heyrandi, einnig ljósperum, selst með tækifæris verði. Menn snúi sér til kaupm P. J. Thorsteinsson. Hafnarstræti I511 km. undan Streitishvarfi. Nafnið Hvalsbak er nú orðið lifandi í munni íslenskra fiskimanna, þvi að botn- vörpnngarnir sækja hin síðari árin besta verafla sinn »austnr á Hvals- bakc, sem fyrst táknaði mið eða »banka* S A af skerinu, en er nú látið ná yfir öll botnvörpungamið úr þvi kemur austur fyrir Lónsvik d: álika stórt svæði og Selvogsbankann og alt austur að Vestmanneyjum. Við stönsuðum í Reyðarfjarðar- mynninu og losuðum okkur við nokkura farþega og einn bíl; tók mótorbátur við þessu, en ekki var hann fyrr laus við skipið, en þvi var snúið i áttina, og brátt höfðum við Gerpi að baki, en Barðsneshorn, þessa tröllauknu lfparithlein, sem gengur norður úr Gerpisfjallinu, á hlið. Stinga hinir ljósu, gulu, grænu og rauðu litir þess mjög í stúf við dökt básaltið i hinum fjöllunum. Svo opnast Norðfjarðarflóinn milli Hornsins og illúðlegrar Nípunnar (Norðfjarðarnípu) og bak við hana Mjóafjörður, en Húsgaflar blasa við fram undan á bakborða og Dala- tangavitinn beint fram undan, og lengra bnrtu hvítur þokubakki, tnein- leysislegur, eins og vattbreiða á sjón- um, og eftir stutta stund voru.o við iuni í þokunni. Hún lá eins og girð- ing fyrir Seyðisfjarðarmynninu, en Sterling klauf hana eins og ekki neitt og leiðin inn með Skálanes- bjargi er hrein; við Skálanes vorum við komnir inn úr henni og núvar auðratað inn fjörðinn. Við lögðumst við Liverpoolsbryggju kl. 4. Ekkert hafði borið markvert við allan daginn, nema einvigi það er þeir háðu prófessor einn og læknir frá Reykjavik og safnaðarfulltrúi einn og likkistusmiður frá Winnipeg, út af heimsstyrjöldinni, hverir hefðu átt sök á henni og hvernig hún hefði verið háð og fleira þar að lútandi; prófessorinn varði Tyrkjann og Mið- veldin og allar þeirra óperatíónir, en safnaðarfulltrúinn bar blak af Entente- rikjunum, sem góður bretskur al- rikisþegn. Lögðu þeir hvor til annars með hárbeittum orðum og oddhvöss- um röksemdum af hinni mestu fimi, en stóðu báðir jafnfastir fyrir, svo ekki mátti á milli sjá. Þótti oss hlut- leysingjum að þessu hin mesta skemt- un. Er ekki gott að vita hve einvígi þetta hefði staðið lengi, ef hlutleysið sjálft hefði eigi komið til sögunnar í mynd sjóþokunnar. Hún lagði sig eins og mjúkur ullarflóki um alt á skipinu, svo að ekki sá skil á neinu, einnig hugsanir manna; þær urðu óljósar og þokukendar, og eins fór um hugsanir riddaranna, er einvígið háðu. Þokan verkaði á þær eins og eitrið, sem sagt er frá í gömlum riddarasögum, eitrið sem deyfði allar 'eggjar. Hinar oddhvössu röksemdir hættu að bita, orðin urðu sljó, alt lenti fyrir þeim i þoku, — þeir þögnuðuI Það er annars miskilningur þetta um Austfjarðaþokuna, (og aðra sjó- þoku), að hún komi aðeins þar sem hafís bráðnar. Til þess þarf vitanlega engan is; enda þótt hún sé einnig honum oft samfara. Hún kemur þar sem rakt loft kælist svo, að rakinn þéttist, eÍDS og fyrir austan þegar hlýr og rakur vindur fer yfir kald- ann sjóinn. Viðstaðan á Seyðisfirði var mjög stutt, svo að það var rétt timi til þess að heilsa upp á gamla kunn- ingja. Það var nú langt siðan eg hafði komið þar siðast (1911), en Seyðisfjörður er altaf sjálfum sér lik- ur, og fólkið altaf jafnelskulegt, að minsta kosti það sem eg þekki. Ný- ir menn eru þó komnir þár á sjón- arsviðin: Hagalin og Schlesch. — Tijárækt hefir aukist þar nokkuð i görðum og voru reynitrén hjá Tho- strups-húsunum mjög efnileg, enda þótt væru gengnir tveir afskapavet- ur, annar með frostum og hinn með snjóum — snjóskaflar lágu nú alveg □iðri undir sjó út með firðinum og i Austdalsfjðllunum var jökull. KI. 10 var farið af stað aftur. í fjarðarmynninu tók eg á mig náðir, fól mig i annað sinn forsjóninni og Einari og vissi ekki i þennan heim né annan fyrri en eg gáði út um gluggann kl. um 8 og sá þá Langa- nes aftur undan. Við vorum á Þist- ilsfjarðarflóanum i norðvestan nepju (5—6° hita) og fórum yfir heim- skautsbauginn liðandi dagmálum og svo fyrir nyrstu odda landsins, Hraun- hafnartungu og Rifstanga; biÖir eru þeir jafnlágir, en hinn siðari hefir vinninginn f þvi að teygja sig lengra í áttina til pólsins. Nú er hann lika búinn að fá verðlaun: vitann. Stina litla reis nú upp með veikum burð- um til þess að sjá þriðja landshorn- ið, tvö hafði hún séð daginn áður. Hún vildi praktisera sina nýlærðu Islandslýsingu, enda er það óefað besta aðferðin við að læra landafræði að fara nm allan heim og sjá stað- ina sjálfur, en hún er þvi miður flestum of dýr. --------0-------— Lögrétta. í síðastl. viku kom út af henni tölubl. i Félagsprentsm. og eins verður í þessari viku. Prestkosninqar hafa nýlega farið fram i Prestbakkaprestakalli í Hrúta- firði og í Miklabæjarprestakalli í Skagafirði. Að Prestbakka er kos inn prestur síra Þorsteinn Astráðs- son, en að Miklabæ sira Lárus Arn- órsson, er þar hefir verið aðstoðar- prestur præp. hon. Björns Jónssonar. Kosningin varð lögmæt á báðum stöðum. Byltin^in í Rússlandi heitir ný út- komin bók, eftir Stefán Pétursson stud. jur. Segir hún frá stjórnar- háttum í Rússlandi og þeim tima, sem kom byltingunni af stað. Koma þar helstu menn byltingarinnar við sögu. Bókin er samin og gefin út til þess að gefa mönnum hér kost á sannri mynd af Rússlandi nú. Misprentað er í ræðu Ghiíj. aljTm. Ghrðlaugssonar um sýsluvegasjóði í síð- ustu Lögrj. og ísaf. 6 tveimnr stöðum % fyrir %i, „IXION“ Cabin Biscuits (skipsbrauð) er búið til af mörg- um mismunandi tegundum sérstaklega hentugt fyrir íslendÍDga. í Englandi er „IXION“ brauð aðalfæðan um borð í fiski- skipum. Fæst i öllum helztu verzlunum. Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hverri köku. Vörumerkið „IXION“ á kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXION“ Lunch og „IXION“ Snowflake Biscuits ósætt er óviðjafnanlegt með kaffi og te. Hafsíld veidd frá Siglufirði og aðgreind og útbúinn með 100 kíló í hverri tunnu, handa Ameríku, en vegna þesa að hún náði aldrei að kom- ast þangað með með s.8. Lagarfoss í vetur, verður hún seld hér til skepnufóðurs, henni hefir verið haldið við með pæklun, og er öll í vel bentum tunnum. Slíd þessi verður seld fyrir mjög lágt verð, flutt á skip hér á höfninni. Ennfremur fæst vanaleg úrgangssíld fyrir enn þá lægra verð. Upplýsingar á skrifstofu P. J. Thorsteinssonar. Hafnarstiæti 15. H. I. S. Frá 4 júní síðl. var skrifstofum vorum, Tjarnargötu 33, lokað á laugardögum kl. I. e. h. Afgreiðslan á Amtmannstíg verð- ur opin til kl. 5. e. h. Hið Islenzka steinoliuhlutafélag- Simi 214. Gerduft HiC nafnfræga ameriska. Langbesta-efni sem nútíminn þekkir til þess að geta búið til góðar kökur og kex. Með því að nota það verður heimabökun hæg og ódýr. Að- eins selt í dósum, er ætíð ferskt og heldur full um krafti. Selt í heildverzlun Garðars Gislasonar og í fleetnm matvöruvenhxnnm.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.