Ísafold - 28.06.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 28.06.1921, Blaðsíða 1
VikublaS. VerS: 5 kr. árg. — Gjalddagi 1. jnlí. Símar 499 og 500. Rit8tjórar: Vilhjálmur Finsen og Þorsteinn GMason.. Afgreiðsla og inn- heimta í Lækjargötu 2. — Tateíini 500. ísafoldarprentsmiðja h.f. XLVIII. árg '¦¦' Keykjavík, Þriðjndaginn 28 jiiní 1921. 26 tölublað. Konungskomani Frá þvi fúllvist varð um það, að konungur vor og drotning ætluðu sér að koma hingað til lands i sum- ar, var oft i þann atbnrð minst. Og síðuri hluta fyrri viku sáust þess ljós merki hér 1 bæ, að icnan stundar mundu þessir tignu gestir vorir heim- sækja hðfuðstaðinu, því ötularhend- ur voru hér og hvar að búa alt undir komu þairra. Skreyting hafði farið fram aðfara- nótt hins 26. þ. m. á gðtu þeirri er konungsfjöiskyldan átti að fara um, Pósthiissrræti, frá landgöngu- bryggjunni að konungsbústaðnum, Mentaskólanum. Flaggstengur voru reistar með jöfnu millibili frá stein- bryggjunni og alla leið app að skóla og sömuleiðis meðfram Austnrvelli. Við steinbryggjuna hafði verið reist- ur heiðursbogi, skreyttur fánum og þremur kórónum, og fánar blöktu á öllum stengum á húsum og út úr gluggum. Um kvöldið seint þ. 25. þ. m. sáust konungsskipin koma af hafi. Sigldu þau norður fyrir Viðey 02 lágu þar yfir nóttina. En á níunda timanum, morgunin eftir, héldn skip- in áleiðis inn á ytri höfnina. Voru þar saman komin mörg þúsund manna niður við höfnina að horfa á, er konungur, drotning, prinsarnir og fylgdarlið þeirra stigi fæti á land. Stnndvíslega kl. 10 að morgni þ. 26. lac[ði konungsbáturinn að stein- bryggjunni. Gekk forsætisráðherra þá fram á brygpjuna og heilsaði .gestunum og bað þá vera velkomna til íslands. Karlakór söng þá kvæði eftir ritstj. þessa blaðs, Þ. G., undir laginu »Þú álfu vorrar yngsta land«. En samtímis kváðu við fallbyssuskot frá öllum heiskipunum úti á höfn- inni. Á bryggjunni stóðu 30 smá- meyjar, og stráðu þær blómum fyr- ir fætur konungs, er hann gekk upp bryggjuna. Heilsaði nii konungsfjölskyldan forsetum Alþingis, sendiherrum, ráð- herrunurri, móttökunefndinni o. fl. Síðan var haldið inn fyrir heiðurs- bogann, en þar beið borgarstjóri, og bauð hann konungsfjölskylduna vel- komna í islenska rikið. Talaði þa konungur nokkur ávarpsorð til fólks- ins og mælti á íslenska tungu. Frá bryggjunni var haldið upp að Mentaskólanum. Kl. 12 gekk konungur í Dóm- kirkjuna og hlýddi þar guðsþjónustn. Prédikaði biskup. Fór guðsþjónust- an hátiðlega fram en með venjulegu sniði. Var henni lokið kl. 1. Kl. 2 fór hin opinbera móttöku- hátíð fram 1 Alþingishúsinu. Sátu þá hátið á þriðja hundrað manns. Hófst athöfnin með því, að fjörntíu manna blandað kór undir stjórn Páls ísólfs- sonar söng fyrsta fiokk hinnar nýju kantötu eftir Þ. G., með lögum eft- ir Sigfús EinarssoD. Að því loknu flutti forsætisráðherra ræðu og bauð konungsfjölskylduna velkomna. Að henni lokinni var hrópað nifalt húrra fyrir Kristjáni konungi og ætt hans. Konungur svaraði strax og mælti fyrir minni íslands. Arnaíi hann is- lensku þjóðinni allrar gæfu og geng- is. Hófst þá söngur á ný og voru sungnir þrir síðustu flokkar kantöt- unnar. lands og Danmerknr, og óskaði, að vinátta og samstarf mættu eiga sér stað framvegis milli landanna. A eftir lék hljóðfærasveit þjóðsöng íslands. Þá afhenti konungnr forseta sam- einaðs þings gjöf til Alþingis, skraut- ker/ . En forseti þakkaði gjðfina. Þessu næst talaði Sveinn Björns- son sendiherra fyrir minni Dan- mena utan af landi, er hér voru gestkomandi. Formaður Sttidentrfélags Reykja- víkur, dr. A. Jóhannesson, bauð korung velkominn. Var þá sung- inn hluti af kvæði eftir Einar skáld Benediktcson, sem siðar mun birt- ast hér í blaðinu. Rektor hiskólans, dr. Guðm. Fianbogason, steig þá í ræðustól og áva<piði konung með ræðu. t& í* ¦' - ....... v. •... .,,- ¦¦-...M ,| ^sP§F ¦¦* í\ vf ^í k-r- asMv 1 ^mSmSÍ ':¦¦¦:¦'-¦$(¦ -".' - "¦' Bfck--,., ¦ ¦Bfe 1 - . . «.... . ......:... ¦ - :'"*í&.,....... Krisíján konungur X. og Alexanörína ðrotning. Þá gekk konungur út á svalir Al- þingishússins og ávaipaði fólkið. Var alt Kirkjustræti, Pósthússtræti og Thorvsldsensstræti þéttskipað fólki, og svo allur Ansturvöllur. Kvað konungur sér gleðiefni, að geta nú, eftir margra ára bið, fetað í fótspor föður síns og afa og kom- ið i framkvæmd heimsókn sinni til íslans, sem ákveðin hefði verið fyr- ir löngu. En mannfjöldinn svaraði með húrrahrópum. Gekk þá konr ungur aftur inn í salinn, en söcg- flokkurinn söng: »Ó, guð vors lands«. Siðan héldu konungshjónin, prins- arnir og fylgdarlið konungs aftur heim i Mentaskólann, en mannf]ö!d- inn dreifðist um bæinn. En þó var altaf þyrping nálægt bústað konungs. Frá því móttökuhátíðinni lauk í Alþingishiisinu og þangað tii ki. 7 um kvöldið, var haldið kyrru fyrir. En þá hófst landsveislan í Iðnaðar- mannahúsinu. Sátu hana um 250 manns. í þeirri veitslu var drotning í hinum nýja skautbúnirgj, er Is- lendskar konur gáfu henni. Forseti sameinaðs þings bsuð gesti velkomna. Þá talaði hann og stuttu síðar fyrir miuni konungs. A eftir var sungið kvæði eftir Hannes S. Blöndal. Konungur tók því næst til máls og þakkaði viðtökurnar í sinu nafni og drotningarinnar. Mintist hann og nokkrum orðum á samband ís- merkur, en á eftir var sunginn þjóð- söngur Dana. Þá talaði Jón biskup Helgason fyrir minni Suður-Jótlands, en Suður-Jóskur söngur var sunginn á eftir. Var þi borðhaldinu slitið, en gengið út í fremri salinn og menn kyntir konungi og drotningu. Veislunni var lokið litlu fyrir mið- nætti. Og var þá lokið fyrsta mót- tökudeginum. í gærmorgun ária dags fór kon- ungur og drotning ásamt bæjar- stjórn og gestum hennar inn að Elliðaám. Stóð til vigsla og opn- un hinnar nýju rafmagnsstöðvar Reykjavikur. Hafði konungur lofað að opna stöðina. Var gestum sýnd stöðin undir leíðsögu veikfræðinga og borgarstjóra, en því næst drukkið kaffi. Hélt þá borgarstjóri ræðu, og rakti sögu verksins. Að henni lok- inni, setti konungur og drotning túrbínurnar i gang. Litlu siðar fór konungsfólkið heim, þvi rikisráðsfundur itti að hefjast i Mentaskólanum. Undirskifiói kon- ungur þar i gærdag lagafrumvörp siðasta Alþíngis, en þau voru 71 talsins. Kl. 3 í gær kom konungur á sameiginlegan fund i Stúdentafélög- um Reykjavikur. Voru þar saman- komin um 200 stúdentar eldri og yngri. Þar á meðal margir embættis- Svaraði konungur henni og þakk- aði, að sér hefði verið gefið færi á að koma á fund með islenskum stúdentum. Hvatti hann þá mjög til starfa og dáða fyrir land og lýð. Steig þá Einar Benediktsson í ræðustól og flutti konungi drápu mikla og vandaða. Mun hiin einn- ig birtast hér í blaðinu. En Eggert Stefánsson söng síðari hluta Stú- dentakveðjunnar. Tekið var á móti konungi og hann kvaddur með dynj- andi húrrahrópum. Var svo haldið kyrru fyrir það sem eftir var dagsins. I morgunkl. 9 var Isgt á stað i austurferðina. Hefir ýmsum verið boðið í hana og mun fjöldi manns taka þátt í henni.-------- Lengra er móttökufagnaðurinn ekki komin enn. Hér i Reykjavik hefir hann tekist mjög sæmilega. Hafa konungur og drotning alstaðar mætt hinum hlýjustu viðtðkum af fólkinu og þau verið hylt á makleg- an hátt sem fyrstu konungshjónin, er bera heitið konungur og drotn- ing Islands. Sjálf hafa þau og gert sitt til að vinna fólkið, alstaðar sýnt alúð og vilja til þess að kynnast þvl. Og takist ansturferðin vel, verði náttúra vor svo nærgætin að sýna sig i allri sinni dýrð og stór- fengleik, þi má vænta þess að för konuugsfjölskyldunnar til Islands verði henni hin ánægjulegasta og þjóðinni sjálfri til gagns og sóma. Kanungskoman 1921. Híunnjór siigdi sunnan Sindrasmið að strindi för sú's glæsileg frera fólknárung með ungan. Hlógu stikaði háar hnarrreistur knör rastir foldar Heklu mót hilding hlíðar og sund víðis. Eigi fór of ægi öðlingur í víkingu öld með ofurvaldi Ingólfsgrundar að þvinga. Fuilveldi lét falla frami verður það grami ósmárr í skaut vorri óðalsstorð huga góðum. H. S. Blöndal. --------0—----- Eftir þingið, Smápistlar eftir Jón Þorláksson. VI. Flausturslöggjöf. Þingið afgreiddi þrjá stóra laga- bálka, sem fengið höfðu svo ónógan undirbúning, og fengu svo litla at- hugun á þinginu sjálfu, að það verð- ur að teljast furðanlegt happ, ef ekki eru stór missmíði á þeim. Hér er átt við Iðgin um ríkisveðbanka, um hlutafélög og um samvinnufélög. Þetta eru alt mjög stórir og þýð- ingarmiklir lagabálkar, en því miður enginn þeirra fengið þá meðferð, að forsvaranlegt væri að afgreiða þá á þessu þingi. Rikisveðbankalögin eru svo til- komin, að þingið 1919 hafði skorað á stjórnina að undirbúa og gera til- lögur um lánsstofnun fyrir landbun- aðinn. Astæðan vitanlega sú, að Veðdeild Landsbankans hefir ekki þótt koma landbúnaðinum að næg- um notum. Mælt er að þáverandi ráðherra (Sig. J.) hafi eitt hvað leit- að fyrir sér erlendis, og fengið þá ráðleggingu, að hugsa ekki um sér- staka lánsstofnun fyrir iandbúnaðinn^ heldur almennan fasteignabanka fyrir sveitir, sjópláss og kaupttin. Slðan gerði stjórnin Böðvar Bjarkan mála- flm. á Akureyri út til að rannsaka og undirbúa málið, ekki lánsstofn- un fyrir landbúnaðinn sérstaklega, heldur almennan fasteignabanka. Skömmu fyrir þing tilkynnir hann stjótninni, að verkinu sé lokið, og segist geta sent álit sitt og til- lögur með næsta pósti, en stjórnin svarar honum, sem rétt og sjátfsagt var, að timinn aé orðinn svo naum- ur, að ráðuneytið muni ekki geta kynt sér svo mikilvægt mál nægi- lega vel til þess að hún geti lagt það fyrir þetta þing. En slikt vildi höf. frumvarpsins ekki láta bjóða sér. Hann fer til Reykjavikur, legg- ur málið fyrir peningamálanefnd N. d. og fær meiri hluta hennar (3 og 5) til að taka frv. til flutnings. Ekki þótti ástæða til að sýna málinu þann sóma, að prenta skýrslu höfundar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.