Ísafold - 05.07.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.07.1921, Blaðsíða 2
t ÍSAFOLD þeirra, að svo mikln leyti sem það hefir notið sin til þessa, hafa rann- sóknirnar anðgað ýmsar greinir vís- indanna, Og þó mun enn skorta á skilning alls þorra manna á Græn- landi — bæði á fortíð þess og framtíð. Einn þeirra, sem á síðnstn [árum hefir mest feugist við rannsóknir á Grænlandi, er KnudRasmussen, dansk- ur maður, en fæddur i Norður- Grænlandi. Hann liefir stofnað Thule-stöðina svonefndu í Kap-York ög stjórnað tveimur rannsóknarleið- angrum, sem kendir eru við þá stöð. En áður hafði hann tekið þátt í för Mylius-Erichsen 1902—04. A þessum ferðalögum sinum hef- ir K. R. m. a. safnað allmiklu af ýmiskonar sögum og sögnum Skrælingjanna og er nú byrjaður að gæfa þær út í danskri þýðingu (Gyldendal — Ars. Arnason 1921). Flestar sögurnar i þessum fyrsta hluta — en i honum eru sögur frá Austur-Grænlandi — eru hafðar eftir þremur eskimóakonum og einum manni, Kárale, og hann hefir einnig teiknað margar skritnar og skemti- legar myndir, sem bókinni fylgja. K. R. skrifar sjálfur létt og lipurt, eins og sjá má á inngangi þeim, sem hann hefir skrifað að þessari bók, en um þýðingu hans á sög- unum verða fræðimenn að dæma á sínum tima. Þó má geta þess i þessu sambandi, að hann hefir auk þeirra bóka, sem hann hefir skrifað á dönsku, áðnr þýtt úr grænlensku og frutrsamið bækur á því máli, t. d. Sermerssuakut tunuliarnilerssarutit, eins og sú sið- asta heitir, svo að menn fái ilitinn »forsmekk af fegurð* grænlenskrar tungu. Annars er þvi miður ekki færi á þvi i þetta skifti að rekja efni bók- arinnar. Þjóðsagnaheimur eskimó- anna virðist stundum undarlega víð- ur og einkennilegur — þó hann sé ekki að sama skzpi glæsilegur. Sagn- irnar minna stundum á það, sem Hamsun sagði einhverntima um norsku þjóðsögurnar, að þær væru »et plumpt foster af en skindbukset fantasi«. En yfirleitt gefa sögurnar svo ágæta innsýn i hugsanalíf, trú ng þrá eskimóanna, og baiátta þeirra við lífið og fyrir lífinu, að allir þeir, sem ánægju hafa af þvi, að kynna sér slíkt, ættu að afla sér bókarinn- ar til lesturs, Þvi auk þess gildis, sem hún hefir fyrir Grænlandsrann- sóknirnar sérstaklega, er hún merki- legur liður í almennri þjófsagna- fræði og eftirtektarvert sýnishorn þess, hvernig frumlegur þjóðflokkur og ósnortinn af menningu umheims- ins hefir snúist við ýmsnm gátum lifs og dauða. Eða eins og skrælingi einn sagði við K. R.: Eg veit ekk- ert. En látlaust setur lifið mig and spænis öflum, sem eru sterkari en eg sjálfur. Við höfum reynslu kyn- slóðanna fyrir þvi, að það er þung þraut að lifa. vp?. 4- Það er mikil ofdirfska þegar menn skrifa um málefni og lýsa landshátt- um, þar sem þá brestur kunnugleika og góðar heimildir. Ritsmiðar hr. Guðmundar Daviðssonar nm Þing- völl bera þess ljósan vott, því fátt eða ekkert, sem hann skrifar um Þingvallaland og ásigkomulag þess, er rétt. Veldur þvi nokkuð altof glæsileg hugmynd um blóma þess á fyrri öldum. En þar sem hacn hafði farið dálitið um Þingvallahraun áður, get eg naumiSt efað, að hann að nokkru leyti fari mað rangt mál naót betri vitund. Til samanburðar við fyrstu ritg. hans i Lögiéttu 7. maí 1919 vil eg greina það, sem eg best veit um ástand Þingvallahrauns eftir 60 ára kunnugleik. Eins og mörgum er ljóst, varð mikil breyting á kjörum skóganna um og eítir 1870, þegar kolagjöið hvarf úr sögunni, og er það sem G. D. segir um brúkun skóganna fram að þeim tíma minst öfgað. Faðir minn bygði Hrauntún 1830, áður var hann 2 ár á Þingvöllum, annað það ár taldi hann af Mosfelisheiði 18 kola- elda i efii hluta hraunsins. Þau 42 ár er hann bjó á Hrauntúni, sagði hann skóginn mikið hafa aukist, mun þó hafa notað hann hlifðarlaust, en möig- um betur um hann gengið. Siðan um 1880 hefir skógurinn yfirleitt aukist og surostaðar mikið, helst i Armannsfelli. Fyrir siðtstu aldamót eyddist skógurinn meira og minna af maðki á stóru svæði í efri hluta hraunsins, en er nú sumstaðar í framför enda notið þar hlífðar. 1863 brann skógur á töluverðu svæði. Eftir að hreinsaðar höfðu veiið af því brunaleifar, var það langt til að sjá sem grasflöt en er nú svo vaxið kjarri að það sker sig ekki úr skóginum í kring til að sjá. Að skógur er mestur á niðurhraun- inu og milli bæjanna og þar minst kalinn sem sauðfé gengur mest að vetrum, bendir ekki á að sauðfé eyðileggi skóginn, enda er það fjarri öllum sanni að skógurinn sé að eyði- leggjast eða hraunið að blása upp, þvi alla leið neðan frá vatni og upp að Skjaldbreið sést nálega ekki flag og víða þykkur jarðvegur, og á hverri klöpp og hverjum steini sést gróður, mosar og skóf. Það var óheppilegt af hr. G. D. að fara að fletta upp jarðabók Á. M. til að sanna að landið hafi þá verið blómlegra en nú og býlin fleiri, fyrst hann tekur það fram um mörg af þeim, að þau hafi ekki verið bygð nema 1—8 ár, og jarðabókin lýsir flestum jðrðum svo, að þær hafi verið mikið verri en nú og borið færri fénað, og býlin voru hvert öðru til þrengsla og niðurdreps. Gekk þetta svo langt að jafnvel skógamir hzfa sumstaðar verið minni en nú. Þessi eyðibýlafjöldi sannar þvi ekki meiri búsæld, heldur að á roörg- nm þeirra hafi ei verið llfvænlegt, enda hafa síst þurft fleiri býli eftir 1700, því 1707 var fólkstala á öllu landinu J4000 og á næstu árum féll þriðjungur landsmanna úr hungri og harðrétti (Þ. Th. Arferði á íslandi). Þið eru vist ekki til heimildir fyrir búsæld Þingvallasveitar á söguöldinni, en siðan á 13. öld hafa að Hkindum ekki verið samtimis fleiri bygð býli en á siðustu öld og í það rninsta á hraunbýlunum bestnr búnaður um og eftir miðja öldina slðustn og þá voru tún á Skógarkoti ankin og bætt um kýrfóður og Hrauntún bygt úr eyði og grætt út tún, sem um 70 ár hefir oftast fóðrað 2 kýr, ogrækt- aðar engjar, sem oftast hafa gefið af sér melra og minna á annað hundr- að hesta, og þar með var rikinu sama sem gefin jörð, sem búið er að borga af þúsundir króna En þetta telur hr. G. D. landeyð- ingu. Það munu nú margir álita þann mann þarfari landinu, sem að þessu vann, heldur en hinn, sem ekki sparar öfgar og ósannindi til þess að véla þjóðina út á þá braut, að leggja fleiri jarðir í eyði og þar með gera heilt sveitarfélag ósjálf- bjarga, og nefna það svo níðings- hendur sem að þessu hafa unnið. Flestum mun það fullljóst, að hraunin eru avo ung, að þau eru á uppgróðrarstigi, og eins hitt, að vindur blæs ekki grasi og kvisti gióinn jarðveg af svo ósléttu Iand;, þegar haun ekki ber sand eða eyð- ingarefni með sér, enda eru sann- anirnar fyrir hendi, það eru forn- aldarvegirnir, sem voru fjöifarnir fleiri hundrað ár, bæði Eyfirðinga- vegur upp hjá Skjaldbreið og Prests- vegur af Hofmannaflöt austur hjá Hrafoabjörgum. Eru þeir allir upp- grónir þar sem jarðvegur er og sýna, að jarðvegur hefir ekki verið meiri en nú. Sömuleiðis vegirnir á Þiug- völl. Þeir sýna, að grjótklyf og klappir hafa verið berar, það er sýni- lega siitið af umferðinni miklu meira en þeir vegir, sem notaðir hafa verið á seinni öldum. Það er nokkuð djörf ályktun hjá hr. G. D., að hraunið hafi alt ver- ið skógi kiætt, þ\ í alla leið niður að vatni eru svæði með fremur litl- um gróðri nema grámosa, þótt sum séu i besta skjóli, sem sýnilega hefir aldrei verið skógur á. Þá er það öfugt við hans ályktanir, að víða á lægri hlutum hraunsins er skógur á hæðum, þó þar sé ekki mjög djtip- ur jarðvegur. En i lægðum, þar sem jarðvegur er margfalt dýpri, er skóg- arlaust. Það virðist vera náttúrnnn- ar verk, og ekki rétt að saka menn eða skepnur um það. Þá hafa nöfnin Fífilvellir og Eiríks- vellir færst úr stað hjá hr. G. D. Fifilvellir eru fyrir norðan Skjald- breið en Eiiiksvellir fyrir austan Skjaldbreið. Það er æðidjarft, að kalla það býli, enda munu ekki vera til nýtilegar heimildir fyrir því, og nokkurn vegin vist, að þar hefir aldrei bygð verið og hvergi norðar en undir Hrafnabjörgum og i Litla- Hrauntúni. — Ölkofra, sérstakt sem örnefni, er ekki til og hafa þar ekki verið býli nema Þórhallastaðir og Skógarkot, og aldrei bygt nema eitt býli i senn. Það er annars undar- leg hugmynd hjá hr. G. D., að verið hafi mjög þéttbýlt í skóg- unum, þar sem ekki voru neinar slægjur í nánd, þvi þar var þá sann- arlega litið til að lifa af. Rótólfs- staðir hafa naumast getað verið býli, því þar hefir ekkert verið ti’ að lifa við, og ekki einusinni skógarangi i nálægð, þvi alt glamur um víðáttu skóganna í Þingvallahrauni er á engu bygt. Þeir munu vera nú um x >/a □ mila, og engar likur til að þeir hafi nokkru sinni verið við- áttumeiri, og það er ekki skiljan- legt þeim, sem lengi hafa verið á þeim stað, að skógar hafi getað þrif- ist, í þvi veðráttufari sem verið hefir slðan land bygðist, hærra en þeir eru nú fyrir illviðrum og snjó- þyngslum. Af því sem að framan er sagt má sjá, að ekki séu brýnar ástæð- ur íil þess að friða Þingvallahraun á þann hátt, að leggja bygðina í eyði og girða landið. Það er ekki líklegt að árangurinn yrði blómlegur, þó hr. G. D. telji mönnum trú um það. Það er fjarstæða, að sauðíé eyðÍ leggi landið. Það hafa menn sagt, að hver skepna ræktaði fóður sitt og bæti þannig fyrir það, senl hún eyðir. A skóginn hefir það þau ein áhrif, að hann verður lima fleiri og nær seinna stofnvexti, að öðru leyti er Iítil von um að svo stór giiðing hefði gott eftirlit og viðhald. Þar sem þessar 4 símagirðingar, sem áður eru komnar, eru eyðilagðar af hirðuleysi. Það er nokkuð móðins hér að koma ýmsu i framkvæmd með kappi og kostnaði, en minna gett til að hirða um það og við- halda þvf, svo það beri ávöxt. Það mundi kosta mikið, fyrst girðing, svo árlegt eftirlit og viðhald, eftir- gjald, jarðaskattar til rikissjóðs og hreppa og sýslusjóða og ræktunar- sjóðslán, sem niður mundu falla. Þó þjóðgarðs-hugmyudin útaf fyrir sig sé falleg, þá held eg að hún eigi lítið erindi hingað cg þjóðgarður á Þingvelli yrði mest fyrir Reykja- víkurfólk, sem bæði níðir og eyði- leggur Þingvöll. Það hefir nú i nokkur ár eyðilagt 30—40 hesta slægju á Þingvöllum. Það er því hreint ekki nema mont, oflæti fyiir þessa fámennu þjóð, uppi við heim- skautsbaug, að apa eftir flugrikri, 100 miljóna þjóð suður við hitabelti. En það lítur helst út fyrir að þeir, sem eru að burðast með þessar hug- sjónir, haldi að ísland sé koroið með þá suður í hitabelti. Frh. ■ '■ii 0 im nútt EvlEnt tímarit. »Das deutsche Bcch« heitir nýtt tímaiit, sem hóf göngu sína um sið- ustu áramót á Þýskalandi. Tlmarit- ið kemur út I mánuði hverjum, 12 tveggja til þriggja arka hefti á ári, og er aðallega bókfræðilegs efnis. Það flytur i hverju hefti skipulega skrá allra helstu bókanýjunga á yms- um sviðum, en jafnframt stuttar greinar eftir kunna rithöfunda, þýska Demants-brýnin » bestu IJábrýnin » eru komin aftur í Þingholtsstr. 16 eða erlend?, eða kafla úr merkum ritum. Mér hafa borist 4 fyrstu heftin og fjalla þau hveit um sig að mestu um;;sérstakt efni. í fyrsta heftinu er umræðuefnið aðallega heimspeki og þar meðal annars getið hinnar merku bókar Spenglers: Un- tergang des Abendlandes, sem marg- ir munu kannast við af fyrirlestri dr. Hoftmeyers í Stúdentafélaginu siðastliðið haust og af ágripi þvl, sem Lögiétta síðar flutti af fyrir- lestrinum. Annað hefti er um Aust- urlönd og bókmentir þeirra, flytur meðal annais kafla úr nýju riti eftir hið fræga indverska skáld Tagore og greiu um hann. Þriðja heftið ræðir um Einstein, kenningar hans og skyld efci, og fjórða heftið fjall- ar eingöngu um bókmentir Norður- landa. 1 því eru ritgerðir um Bran- des, Strindberg, nýjungar I bók- mentum Dana og Finna, og loks g ein eftir dr. Paul Hermann um ísland í þýskum bókmentum 1920. í hverju hefti er auk þessa mynd af einhverjum frægum rithöfundi. Eg get um tímarit þetta, af því að eg hygp, að fyrir mörgum öðr- um kunni að vera líkt ástatt og mér. Eg hefi oft fundið til-þess, að okk- ur hér norður í höfum breatur mjög vitneskju um nýjungar I bókment- um stórþjóðanna, vitum Htið um verk og viðleitni andans mestu manna, fyr en þá löngu á eftir, og erum margir næsta ófróðir, jafnvel hver um nýjungar í sinni fræðigrein. Úr þessu gæti þetta timarit nokkuð bætt og önnur lík hjá öðtum þjóð- um, ef einhverjir vitdu verða til að geta þeirra. Að mitista kosti er vor- kunnarlaust að vita, hvað út kemur af bókum, ef slik timarit eru keypt. Af þessum ástæðum fanst^mér þörf að beina athygli þýskufróðra manna nm land alt og þeirra lestrafélaga, sem hafa gagn af þýskum bókum, að límariti þessu. Það er ódýrt mjög, að minsta kosti á meðan gildi peninga verður svipað þvi sem nú er; það kostar aðeins 10 mörk á misseri, án nokkurrar álagningar, og má panta það hvort heldur vill hjá bóksölum eða beint frá útgef- anda: Deutsche Gesellschaft för Auslandsbuchhandel, Kreuzstrasse 3 b, Leipzig- J. Of. -------0—,------ Fréttir koma i nœsta bladi. Til konungs. Tvö kvæði, sungin og flutt á stúdentafund- inum 27. júní 1921. Eftir Einar Benediktsson. Kveðja stúdcnta. I. Vor konungur, heill! Sit heill vora Bali! Svo hljómar um íslands firði og dali. Heyr börn yorrar foldar frá bygðunum víðu, með brúði og örfum hér kveðja þig öll. — — Og landið vort sýnir þér fjöllin sín fríðu, sem falda nú tindsins mjöll. Þú fyrst komst hér, eiginn vor fylkir, til stranda og fagnandi réttast þér þúsundir handa. í styrkleik þíns trausts á vorn stofn og vorn stendur þin konungshöll. Þitt fjallríki heilsar — og glitrandi gnæfir þar greina sig álfur, loftslög og sævir. Þú horfðir á framtíð vors hauðurs og niðja; og hafstorðin mikla þinn kærleik vann. í sjón þinni hófst vor ætlun og iðja, þar útskautsins stjarna brann. Með hjarta vors óskum i huga þú fylgdir; i hljóði og fjarlægð þú vissir og skildir. Vort fólk það ól vonir — og frjálst þú það vildir. Frón man og jöfri ann. Þú leitst á hvað þrautseiga þolið hér geymdi, hvað þjóðin hér mundi, er heimurinn gleymdi — og skipaðir örugt í lýðanna lögum þvi landi, sem átti Snorra og Njál, sem lifði um aldir í ljóði og sögum, sem leiftra sá Gunnars stál. Þú trúðir á kyn, sem á frægð þeirra fjala, er fremst sóttu vestur, álfunnar kjala, anda sem ættfest i Vínlandi enn kann að tala Eiriks og Þorfinns mál.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.