Ísafold - 12.07.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 12.07.1921, Blaðsíða 1
Vikublað. Verð: 5 kr. árg. — Gjalddagi 1. jtlí. Símar 499 og 500. Afgreiðsla og inn- ihemita í Lækjargötu 2. — Talsími 500. ísafoldarprentsmiðja h.f. XLVIII. árg. Reykjavík, Þriðjudaginn 12. jiilí 1921. 28 tölublað. Auglýsingar þær, sem sendar eru Lögréttu eða ísafold, birtast í báðum blöðunum og ná þannig mestu útbreiðslu um landið, sem fáanleg er — Verðið þó hið sama og áður var í öðru blaðinu. Islandsbanki. Aðaifundur. Aðalfundur bankans var haldinn 5. þ. m. kl. 9 f. h. i húsi bankans. Formaður bankaráðsins las upp skýrslu fulltrúaiáðsins og skýrði ítarlega frá starfsemi bankans síð- astliðið ár. Samþykt var að verja ársarðinum fyrir 1920 þannig: 1. Lagt var í varasjóð kr. 207. 427.66. 2. Lagt til hliðar fyrir tapi 1.200. 000.00. 3. Greitt til hluthafa 6°/0. Samþykt var að fallast á lög síð- asta alþingis um seðlaútgáfuréttinn og bankastjórninni falið að útnefna tvo matsmenn fyrir bankans hönd til að meta hlutabref bankans. Til að gera nauðsynlegar breyt- ingar á skipulagsskrá bankans i sam- ræmi við lög siðasta alþingis var kosin 3ja manna nefnd og hlutu kosningu: forsætisráðherra }ón Magn- ússon, hæstaréttardómari Lárus H. Bjarnason og bankastjóri Eggert Claessen. í bankaráðið var endurkosinn í e. hlj. Statsgældsdirektör P. O. A. Andersen. Sömuleiðis var endur- kosiun i e. hlj. sem endurskoðandi landiitari Klemens Jónsson. Reikningur íslandsbanka fyrir ár- iðfti920 er kominn út fyrir rúmri viku. Síðasta árið hefir ekki verið annað eins Jveltiár og 1919 var, þó ekki verði “ annað sagt, en líka hafi vel árað fyrir bankann á sið- asta ári. Reikningur yfir ábata oghalla sýnir tekjumegin vexti, diskonto og provisioní 1.934.600 kr. 21 aur. og arður af útbúunum hefir verið 156.190'kr. 20 aur., svo samtals verða tekjurnar 2.110.790 kr. 41 aur. Gjaldameginji'eru helstu upphæðirn- ar laun *bankastjórnar og starfs- manna 75.405 kr. 57 aur., dýrtíðar- bætur 89.900 kr. 67 aur., ljós, eldi- viður, ræsting og skrifstofukostnað- ur 103.940 kr. 65 aur. og seðla- gjald til rfkissjóðs 74.743 kr. 27 aur. en hreinn arður er til skifta kemur er 1.740.961 kr. 73 aur. Arið 1919 var arðurinn 2.224.817 kr. 67 aur. eða nærri hálfri miljón meiri. Jafnaðarreikningur bankans og út- búa hans sýnir að veltan í árslok hefir veriö 52.343.867 kr. 21 aur. |>ar af eru vfxillán langhæsti liður- inn, 32.^63.57^ Kr. 5S aur. og þá reikningslán 9-251.136 kr. 49 aur. en sjálfskuldarábyrgðarlán 1.779-194 kr. 73 aur. Skuldir við erlenda banka voru við áramót 7.704.233 kr. 62 aur. Iunstæðufé á hlaupa- reikningi nær n miljónir og inn- stæða með sparisjóðskjörum tæp- ar tvær miljónir króna og inn- lánsfé 87a miljón, og ýmsir skuld- heimtumenn áttu hjá bankanum tæpar 3 miljónir. Varasjóður bank- ans var í árslok 1920 3.792.587 kr. 37 aur. Af seðlum voru I umferð í árs- lok 8.586.180 kr. Mest var úti af seðlnm mánuðina ágúst: 9.132.660 kr., september: 10.409.440^., októ- ber; 10.830.980 kr. og nóveinber: 9.942.545 kr. Málmforðinn var f árslok 4.094.376 kr. Þar af í gull- peningum 3.030.300 kr. og inni- eign hjá bönkum 1.040.000 kr. -------0--------- HeimllisiðiiMiiiiiii. Reykjavik hefir haft margt til sins ágætis undanfarna tima, og sumt af þvi ivarir enn. Hér hefir staðið yfir fyrsta landbúnaðarsýningin íslenka, listasýning og ennfremur jyrsta is- knska hcmilisiðnaðarsýninf'in, auk margs annars, svo sem synodusar, læknafundar, að ógleymdri sjálfri konungskomunni. Höfuðstaðurinn hefir þvi aldrei lifað aðra eins tíma og nú, bæjarlífið aldrei verið eins fjölbreytt og margháttað. Og sýn- ingarnar allar eiga ekki minstan þáttinn í því. Heimilisiðnaðarsýningin hefir bæk- is.öð sina i Iðnskólanum. Það hús- rúm, sem þar var um að ræða, að- eins 5 stofur, er alt of Htið fyrir sýninguna. Munirnir njóta sýn ekki fyrir þrengslum, auga sýningargests- ins hvarflar yfir alla þessa mergð hlutanna án þess að geta notið hvers einstaks til fullnustu, nema þá að- eins þeirra, sem úr skera að fegurð eða sérkennileik. En það er áreiðanlega ekki til einskis farið samt sem áður, að koma á sýninguna. Það er í raun og veru stórmentandi. Maður stend- ur þar frammi fyrir áþreifanlegum votti þess, hve islenskar hendur geta afkastað 1 heimahúsum, hve vinnu- hæf og “starfslægin þjóðin er enn. Það skfn vinnugleði og vinnuáhugi af ðllum þessum mörgu munum, misjöfnum að list og prýði, frágangi og endingu. Og það mun varla koma svo nokkur á þessa sýningn, að hann undrist ekki, hve mikið þjóðin getur gert sjálf, hve verk- byggm °8 verklaagin hún er, og hve miklum forða hún ræður yfir i heimilisiðnaðarstarfi sinu, sem getur gert heimilin fegurri, þægilegri og vistlegri. Alt saman með höndunum, og alt saman unnið innan heimilis- veggjanna, i friði og ró, ekkert af þvi sótt i sótugar verksmiðjur eða fengið með vélavinnu. Þessar fimm stofur í Iðnskólanum með alla hina mörgu muni, sem þar eru saman- komnir, eru i raun og veru þögul lofgerð til islensku heimilanna og íslensku iðnu og starfhögu hand- anna, Sýningunni er skift í dei’dir. I fyrstu deild er prjónles alt. Er það lang stærsta deildin. Má þar sjá: sokka, vetlinga, sjöl, þríhyrnur, trefla, handstúkur, skotthúfur, illeppa, dúka, baDd, pils, o. s. frv. Sumt af þess- um muDum er mjög vel gert, sumt aftur á móti i meðallagi, og jafnvel þar fyrir neðan. Fólk hefir auð- sjálanlega sent munina eins og þeir eru vanalegast unnir hjá því og ekkert til þeirra vandað venju frem- ur. Aftur hafa aðrir að eins sent úrvalið. Og er gott að hafa þetta hvorttveggja til samanburðar. í þess- ari deild má bend« á auk annars framúrskarandi fint og vel unnið bami, þrinnað. Litur það út fyrir að vera að eins éinfalt og þó hár- smátt. Er bandið spunnið af Bríeti ísleifsdóttur á Kamphóli i Eyjafjarðar- sýslu. Það sem mesta athygli dregur að sér í þessari deild, er þó áreiðanlega handspunavélin eftir Bárð Sigurðsson frá Höfða i Mývatnsveit. Spinnur hann þar daglega á hana og gefst mönnum tækifæri að sjá hverju hún afkastar. Eru á henni 25 snældur og á hún að vinna á við 12 stúlkur og og er þvi mesti töfragripur. Tvinn- ingaráhald og hesputré fylgir henni, Kestar hún með öllu 800.00 kr. Þessi vél er áreiðanlega hið mesta þarfa þing og ætti að vera til alstað- ar þar sem tóvinna er stunduð að nokkrum mun. En það ætti að vera sem viðast i þessu kalda landi. Þá má sjá þarna band með ýms- um litum,v all litað úr grösum. Eru sumir litirnir einkar fallegir og að- laðandi. Þá er i annari deildinni vejnaður alskonar. Þar er meðal annara fall- legra og vel gerðra hluta bckkibrciða glitofin (nr. 42) eftir Helgu Eysteins- dóttir frá Karlsstöðum i Dalasýslu, mjög vönduð að allri gerð og frá- gangi. Ennfremur sjal ofið (nr. 152) eftir Þórdisi Stefánsdóttir á Akur- eyri, kostar það 250 kr., mjög vand- aður hlutur og eigulegur. Þá er þar og stólrcjill (nr. 166) eftir Margréti Sölvadóttir frá Arnheiðarstöðum i Múlasýslu, fallegur og vandaður, dyratjöld (nr. 191) unnin á vefnað- aruámskeiðinu á Akureyri. í þriðju deildinni er hvitsaumur. þar eru margir ágætlega vel gerðir hlutir. Fjórði flokkurinn er litsaumur og baldýritiq. Eru i honum ýmsir munir vel unnir og sjálegir mjög, svo sem scssa (nr. 50) eftir Sigrúnu Rósenberg Vatnsstíg 4 hér i Reykjavík, ktoss- saumuð qólfábrciða (nr. 87) eftir Ing- unni Eggertsdóttur frá Breiðabóls- stað í Fljótshlið, veggmynd (nr. 90 eftir Þorbjörgu Friðriksdóttir Óðins- götu Rvik, vegqábrciða (nr. 95) eftir Þorbjörgu Bergmann í Hafnarfirði, bekkdbreiða (nr. 95) eftir önnu Sig- urjónsdóttir Austurhlið Húnavatns- sýslu og að siðustu ágætlega ve saumuð veqqmynd frá Mývatni, eftir Svanfriði Hjartardóttir, Suðurgötu 4 hér i Reykjavík. Er sú mynd óefað sú besta af því tagi á sýningunni. Þá er í 5 flokknum bast-, tdqa- hrosshársvinna, burstagerð 0. fl. Eru það einkuœ munir frá handavinnu- námskeiði á Eyrarbakka þetta :r, eftir börn frá 9—15 ára. Þá er skinnavara. Má þar sjá mjög vel sútuð skinn, skó úr stein- bitsroði, hákarlsskráp o fl. I sjö unda flokknum eru smíðaðir munir úr tré, beini og málmi. Er í tré- smiðadeildinni eiukum tvent, sem vekur athygli manns: lítið skit> eftir blindan mann, Kristján Símonarson til heimilis hér í bænum. Er það f sjálfu sér engin dvergasmíð, en þó merkilegt fyrir þær sakir, að það skuli vera eftir blindan manD. Hitt er litið skatthol eftir ólærðan mann, loga Magnússon frá Skarði i Dala- sýslu. í áttunda flokkknum er: bókband, pappavinna og leikjöng, og i þeim niunda og siðasta áhöld og efni til heimilisiðnaðar. Hér er ógerningur að minnast á alla þá muni á sýningunni, sem eru maklegir umtals. Auk þess verður íér ekki farið út i þá sálma að linna að þeim munum, sem ekki geta talist sýningarhæfir. Þeir eru eins og gefur að skilja ma’-gir. En engu að síður ætti sýningin að geta náð tilgangi sinum: að sýna mönnum hvað islenskar hendur geta framleitt, og hvetja menn til að búa að sínu. Það er markmið þessar iðnsýningar. Og áreiðanlega geta menn margt af henni lært. Hún ætti að vera, og verður efalaust, öflug hvatniug lands- mönnum til þess að leggja frekari stund á iðnað heimilanna. Það sýnir- sig þarna, að hann er þess verður. Að lokum má geta þess, að lýs- ingar af sýningum gefa hvergi nærri fullnaðaryfirlit yfir þær. Menn verða að fara sjálfir og sjá þær. Eins er með heimilisiðnaðarsýaing- una. Menn verða að fara þangað sjálfir til þess að sannfærast um starfsþrótt og fjölhæfni islensku heimilanna. Geisimargir hafa þegar gert það. Og þeir sem enn hafa ekki komið þvi við, ættu að gera það strax. Það mun engan iðra þess. Sýningarnetndin hefir unnið óhemju- statf við að koma öllu fyrir. Og henni má að miklu leyti þakka það, hve gott er að fá yfirlit yfir mun- ina, þó húsakynni séu ónóg fyrir svo mikið safn. ■0- flatlis ub Nokkur bréf. Nafn séra Matthíasar Jochumsson ar mun lengi lifa hjá þjóð okkar, og margt mun verða um hann skrif- að, ekki síður hér eftir en hingað til. Hann mun hafa skrifast á við marga og hljóta þvi bréf frá hon- um að hafa geymst allviða. Eg hef fengið frá honum fjölda bréfa, og við leit að þeim nú hef eg fundið mörg. Þessi biéfaskifti hófust löngu áður en eg hafðí nJikur »persónu- egt kynDÍ af séra M. J. Eg sá hann fyist vorið 1887, þegar eg var að ganga inn i latlnuskólann, og man enn vel, hvar það var. Eg var inni á forngripasafni og þar var margt fólk. Kom þá inn m. a. gild- ur maður og stórskorinn, töluvert ’ rábrugðinn öðrum i ytra útliti og l’asi. Hann gekk að Mariulíkneskinu stóra, sem var nálægt miðjum sal og skotið fram á gólfið, tók ofan og hneigði sig djúpt. Leit svo hlæj- andi til Sigurðar fornfræðings, sem stóð þar nærri, og sagði um leið og hann heilsaði honum: »Eg meigi mig altaf fyrir henni«. Spurði eg þá einhvern, sem hjá mér stóð, iver þessi maður væri, og svaraði íann, að það væri »séra Matthias — Odda«. En séra M. J. var þá ein- mitt að flytja sig frá Odda til Akur- eyrar og varð eg honum samferða á »Laura« norður um land, en hann :ór af skipi með fjölskyldu sina á Sauðárkróki, þvi fregnirnar sögðu Eyjafjörð fullan af isi. Engin kynni hafði eg af honum á þessari ferð né nokkur af okkur skólapiltunum, sem með voru. En siðar sagði hann mér langa sögu af þvi ferðalagi inn- an um hafísinn, og þar i margt skrltið, sem alveg hafði farið fram hjá mér þá. — Nokkrum árum síð- ar, eftir að eg var kominn á há- skólann í Kaupmannahöfn, skrifaði hann andmæli gegn einhverju, sem eg hafði sett í »Sunnanfara« um trúmál og skáldskap, og man eg, að eg fékk þá bréf frá honum. En það bréf finn eg ekki nú. Elsta bréf frá bonum, sem eg finn hjá mér, er frá haustinu 1896. Þá hafði eg sett af honum mynd i »Snf.« og skrif- að grein með. Hún er i júliblaðinu 1896, siðasta tbl. »Snf.«, sem prent- að er i Kaupmannahöfn. Það bréf er svohljóðandi: I. Akureyri 9. okt. 1896. Hr. ritstj. »Sfa« og — vinurinspe! »Slæmur hef eg verið, en aldrei hef eg þjófur verið* — segir al- þýðan eftir Melkólfi þræl, og datt mér sviplíkt í hug þegar eg leit fram- an i mína, »monstrusu« ómynd í »Sfa«. En slikt hefir litla þýðing og er alls ekki yðar sök. Eg verð líka allur á lofti yfir hinni andlegu skuggsjá, sem þér fyrir málsins íþrótt látið fylgja skrípamyndinni. Það er sú langbesta og listamann- legasta »mynd«, sem nokkur hefir af mér »tekið«, vissi eg það löngu fyr að þar voruð þér fremsti mað- urinn af þeim, sem nú fást við literæra krítík hjá oss, og þessvegna var það, að mig langaði til að sjá mig presenteraðan i bl. yðar. Þvi að ö. I. hef eg þá skoðun, að eg venjulega sé fremur herra en þræll hégómaskaparins. Grein sú sem >Dagskrá« færði um mig þótti mér — héma að segja — bull, eða að hinn gáfaði höf. hefði þar ekki geng- ið til »rökstuddrar dagskrdrt —eins og menn kalla á alþingismáli. Þó er cómt skjall verst og verra að

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.