Ísafold - 19.07.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.07.1921, Blaðsíða 1
Vikublað. Verð: 5 kr. áirg. — G-jalddagi 1. júlí. Símar 499 og 500. Rit8tjórar: Vilhjálmur Finsen og Þorsteinn Gíslason.. Afgreiðsla og inn- Iheimta í Lækjargötu 2. — Talsími 500. ísafoldarprentsmiðja h.f. XLVIII. árg. Reykjavik, Þriðjudaginn 19 júli 1921. 29. tölublað. H.f. „Völunöur“ Timburverslun — Trésmidja — Tunnugerð Reykjavík. Smiðar flest alt, er aö húsbyggingum (aðallega hurðir og glugga) og tunnugerð (aðallega kjöttunnur og sílðartunnur) lýtur Selur flestar algengar tegunðir af timbri (furu og greni) hús, húsgögn, báta og amboð. Ábyrgist viðskiftavinum sínum nær og fjær þau bestu við- skifti, sem völ er á. Fljót afgreiðsla. Símnefni: Völunður. Sanngjarnt verð Auglýsingar þær, sem sendar eru Lögréttu eða ísafold, birtast i báðum blöðunum og ná þannig mestu útbreiðslu um landið, sem fáanleg er — Verðið þó hið sama og áður var i öðru blaðinu. Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík. hafa venjulega fyrirliggjanði mikl- ar birgðir af fallegu og enðingar- góðu veggfóðri, margs konar pappfr og pappa — á þil, loft og gólf — og gipsuðum loftlist- um og loftrósum. Talsími 420. Símnefni: Sveinco. Meðan Reykjavík var á öðrum endanum útaf konungskomunni gerð- ist sá merki atburður hér i bænum, að fyrsta landbúnaðarsýningin, sem haldin hefir verið hér á landi, var háð. Sýningarstaðurinn var við Lauf- ásveg sunnarlega, sumpart i Gróðrar- stöðinni og að nokkru leyti í Kenn- araskólanum. Það er gleðilegur vottur nm nýj- an áhuga og kjark stjórnar hins ís- lenska Búnaðarféíags, að ráðist hefir verið í að halda sýningu á búsáhöld- um nú á þessum síðustu og verstu tímum, þegar barinn er lómur á hverju landshorni. Og sýningin bar þess vott, að aðstendur hennar höfðu ekki reist sét hurðarás um öxl. Hún var til sóma og hugsandi mönnum lærdómsrík. A búnaðarþinginu 1919 var fyrst tekin ákvörðun um sýningu þessa. Og á siðasta iri var fyrir alvöru farið að vinna að undirbúningi henn- ar. Boðsbréf voru send út um all- ar sveitir og til útlanda og skýrt frá væntanlegri tilhögun sýningar- innar. Var sýningargripum skift í II deildir: jarðyrkjaáhöld, garðyrkju- áhöld, heyvinnuáhöld, flutningatæki, reiðskap, girðingarefni, mjólkur- áhöld, matreiðslugögn, áhöld við hirðingu búfjár, raftæki og ýmisleg áhöld. Af ýmsum orsökum, bæði vegna húsnæðisleysis en þó einkum vegna þess, að ýmsir af stærri sýn- endunum vildu hafa sína muni út- af fyrir sig í sérstökum deildum, var ekki hægt að halda hinni áætl- uðu flokkun til fullnustu á sýning- unni. Það sem maður rak fyrst augun I er komið var inn á sýningarsvæðið í Gróðrarstöðinni var safn mikið af jarðyrkjuáhöldum. Þar var Ólafsdals- plógurmn gamli, margar tegundir herfa, ekikum frá Hugo Hartig í Stokkhólmi, hestarekut, spaðaherfi og mikið safn af útlendum plógum úr ýmsum áttum. Einnig tréslóði íslenskur frá Hvanneyri. Næst var vagnasýning frá Moelven Bruk. Sendi verksmiðjan mann hingað með munum sínum og virðast marg- ir þeirra munu vel hæfa íslenskum staðháttum. Þar var heyvagn, sem einkar hentugur mun til þess að flytja súrhey á, fjaðrakerra, vinnu- kerra, flutningsvagnar og sleðar. Eru vagnar þessir allir sterklegir en þó ekki þungir, og verðið fremur lágt. Sunnar á svæðinu voru vinnu- áhöld ýms, margar tegundir sláttu- véla, sem nú hafa verið reyndar á Vífi sstöðum, rakstrarvélar og sDÚn- ingsvélar af tveimur mismunadi gerð- um. Þar voru einnig forardælur og heyþurkunarvél Þorkels Clementz. Vöruflutningabifreið frönsk vár enn- fremur á sýningunni, að ógleymd- um togurum (traktorum) tveimur, sem mjög drógu að sér athygli gesta, einkum þegar þeir voru að verki við plægingatilraunir sem gerð- ar voru í Gróðrarstöðinni og ná- grenni hennar. í tjaldi einu stóru á sýningar- svæðinu var safn mikið af ýmsum áhðldum, einkum jarðyrkju og garð- yrkjuáhöldum. Mest bar þar á út- lendum sýnendum, einkum Brödre- ne Brincker frá Greisdal, sem höfðu mjög mikið safn af allskonar áhöld- um, svo sem: hökum, rekum, skófl- um, stungukvíslum, garðhrífum, og heykvislum, og ennfremur má minn- ast á fjölbreytt úrval af líkum á- höldum frá Hermann Raffel í Kaup- mannahöfn, Chr. Olsen i Oden- se, og Thomas Scott i Glasgow. í áhaldahúsi Gróðrarstöðvarinnar höfðu Natan & Olsen sýningu fyrir ýms útlend verslunarhús, er þeir hafa umboð fyrir hér á landi. Varð þar fyrst fyrir sýning frá The Whitecross Co. á vírtegunum ýmis- konar og vírnetum. Þar var hinn svonefndi Gauchada-gaddavír, er hann úr svo haldgóðu efni, að hann hefir meira þol i hlutfalli við gild- leik en flestar eða allar gaddavfrs- tegundir er hingað hafa flutst áður. Ennfremur voru þar sýndir vír- kaðlar og þar var vél er sýndi þan- þol hinna ýmsu virtegunda og var margur spottinn i henni prófaðnr meðan á sýningunni stóð, en allir stóðust þeir það þolmark sem lofað hafði verið og flestir miklu meira. Eftirtektarverð var einnig sýning N. A. Christeusen í Nyköbing F., á ofnum og eldavélum, einkum þóttu miðstöðvarofnar og eldavél- arnar einkennileg og munu áreiðan- lega ná mikilli útbreiðslu, ef tækin verða ekki of þurftarfrek á eldivið, því þægindi hafa þau mikil i för með sér. Frá sama firma voru ýms- ar aðrar steypuvörur, pottar og pönn- ur, straujárn, o. þ. h. Þá var einnig á sama stað sýning á ýmsum olíu- og áburðartegundum, smjör- lit og ostalit frá L. C. Glad & Co. i Kaupmannahöfn, og sýning á primusum og smánm suðupottum frá »Radius« i Stokkhólmi. Suðu- pottarnir voru með einkennilegri, nýrri gerð að þvi leyti að þeim fylgdi laust skaft sem taka má af og setja á eftir vild. Uppi á lofti í sama húsinu var allmikið af ýmsum innlendum tækj- um. Þar gaf til dsemis að lita dún- hreinsunarvélar, dengingarvélar, reipi, brýnsluvélar, hnakka, söðla, reiðinga, hnappeldur, skeifur og ljái. Þar var einnig skurðplógur Eggerts V. Briem, sem aliir munu minnast er sáu í notkun og telja má hið mesta þing. Endist enginn til þess að telja upp það af munum, sem þarna var sam- an komið, en fátt var þar, sem vakti sérstaka athygli. Ræktunarfélag Norðnrlands hafði flutt snður nokkrar trjáplöntur úr Gróðrarstöðinni á Akureyri og gróð- ursett i reit á sýningarsvæðinu. Þar gaf að líta reyni, birki, skógfuru, ýmsar grenitegundir, lerkir o. fl. og var sýning þessi hin snyrtileg- asta og bar þess ljósan vott, að ræktun útlendra trjátegunda befir miðað betur áfram á Norðurlandi en hér. í Kentiaraskólanum höfðu nokkur herbergi kjallara og á fyrstu hæð verið tekið undir sýninguna. Þar urðu fyrst fyrir hagfræðilegar töfl- ur til skýringar búnaði á íslandi, svo langt aftur í tímann, sem hag- skýrlur ná til, yfirlit yfir tölu hesta, nautgripa og sauðfénaðar frá ári til árs, dráttmyndir yfir veðráttufar á ýmsum árum, jarðabætur búnaðarfé- laganna og þess háttar. íslandsupp- dráttur var þar og, sem vegamála- stjóri hefir markað á þéttbýli á Is- landi, á þann hátt að grænn hringur mismunandi stór var utan um hvern kirkjustað á landinu sýndi mann- fjðldann i hverri sókn og var upp- dráttur þessi ágætur til yfirlits. Þá var i Kennaraskólanum sýning á ýmsum tilbúnum áburði og töflur yfir reynslu þá, sem fengist hefir af honum við ræktunartilraunir. Þar bar einkum á sýningu frá Norsk Hydro, saltpétursverksmiðjnnum nor- sku við Rjukan, er vinna áburð úr loftinu og frá Dansk Gödningskom- pagni. Gunnlaugur Kristmundsson sandgræðslumaður sýndi mel og blöðku og áhöld sem notuð eru við sandgræðslu, Haraldur Arnason prjónavélar og saumavélar og Berg- ur Einarsson sútuð skinn. I sér- stðku herbergi hafði klæðaverksmiðj- an Alafoss sýningu á nær 30 teg- undum af dúkum, ullarteppi, peysur, band og lopa og sápuverksmiðjan Seros í öðm. 1 einu kjallaraherberginu voru sýnd- ar margar tegundir af skilvindum, sem sumar hafa verið notaðar hér á landi, en aðrar voru nýjar, eink- um þýskar tegundir. Þar voru enn- fremur önnur mjólkuráhöld, strokk- ar, fötur og ker o. fl. Raftækjasýningin mun hafa verið sú deild sýningarinnar, sem dregið hefir að sér athygli Reykvikinga, enda er ekki að furða þó þeir vilji kynna sér notkun þess nú þegar raf- stöðin nýja er að taka til starfa. Voru það einkum rafmagnsfræðing- arnir hér, sem lagt höfðu til þess- arar sýningar, Halldór Guðmunds- son, Guðm. Hliðdal, Jón Sigurðsson og P. Smidt. Þar voru lampar alls- konar og ljósakrónur, ýmsar teg- undir af »perumc, rafmagnsofnar, suðuplötur, straujárn, rafmótorar og margt annað af áhöldum, sem gera rafmagnið hinn mesta aufúsugest á hverju heimili. Var sýnd notkun flestra þessara áhalda, og einn dag- inn sýndi G. J. Hliðdal þessi áhöld sérstaklega og var margt um mann- inn. íslenskir sýnendur, sem þátt töku í þessari fyrstu landbúnaðarsýningu á íslandi, voru 76, danskir 20, norsk- ir 7, sænskir 6, franskir 1, þýskir 6, breskir 5, þar á meðal var fjöl- breytt sýning á baðlyfum frá Coop- er og Nephews í Bekhamstedt, ame- rískir 3. Þannig hafa yfir hundrað sýnendur staðið að þessari sýningu og margir þeirra með fjölda muna. í sambandi við sýningana fóru fram ýmsar tilraunir með áhöld og efni. Einn daginn var reynt nýtt norskt sprengiefni til þess að sprengja með sknrði. Er sprengiefnið sett niður með litlu millibili og er það svo næmt að ef eitt skotið springur kveikir það á því næsta og þannig koll af kolli. Tilraun þessi hepnað- ist ekki sem best, og mun það hafa stafað af því, að jaiðvegurinn sem reynt var i var nokkuð gljúpur. Tilraunir voru einnig gerðar með togarana og þeim beitt fyrir plóga og herfi. Þá voru einnig sýndar kvikmyndir af ýmsum jarðabótaverk- færum og landbúnaði erlendis. Og fyrirlestrar búnaðarlegs efnis voru haldnir á hverju kvöldi í sambandi við sýninguna. Þar flutti forseti Bún- aðarfélagsins fyrirlestur um þýðing búnaðar, Metúsalem Stefánsson um fóðurræktartilraunir, Halldór Vil- hjálmsson um heyverkun, Páll Zop- honíasson um bændaskólana, Valtýr Stefánsson um ræktun landsins, Arni Eyland búfræðingur um notkun verk- færa, Einar Reynis um Ræktunar- félag Norðurlands, Guðmundur Hannesson um bygging sveitabæja, G. J. Hlíðdal um rafmagn, Th. Arn- bjarnarson um hrossarækt, Jón Þor- bergsson um sauðfjárrækt, Sigurður Sigurðsson ráðunautur um naut- griparækt og Gisli Guðmundsson um meðfeið mjólkur. Voru það eink- um aðkomumenn sem hlýddu á þessa fyrirlestra, en Reýkvíkingar fjölmentu þangað eigi sem skyldi og var það einkum konungskomunni að kenna. Sýningarnefndin hafði einnig séð fyrir að gestum yrði sýnt það sem markverðast er hér i bænum og fylgdi Sigurður ráðnnautur þeim á söfnin, sýndi þeim Sláturhúsið og Smjör- líkisgerðina, hafnarvirkin og raf- magnsstöðina. Aðkomumenn á sýn- ingunni voru hlutfallslega margir af Norðurlandi, en austan úr sveitum voru ekki eins margir eins og bú- ast hefði mátt við. Forstöðu sýningarinnat hafði stjórn Búnaðarfélags íslands, og fórst ágætlega úr hendi. Ráðunautar fé- lagsins og búnaðarskólakennarar ut- an af landi voru hér í bænum all- an sýningartimann og voru oftast til taks tál að veita mönnum leið- beiningar og skýra frá meðferð og notkun hinna ýmsu muna. í hverri deild var sérstakur umsjónarmaður. í yfirdómnefnd sátu Anton Christea- sen dósent, Guðmundur Finnboga- son prófessor og Sigurður Sigurðs- son forseti, en undirdómnefndir fyr- ir hverja deild, skipaðar sérfróðum mönnum. Samtímis því að sýningin fór fram var búnagarþing háð og sam- bandsfundir. Dómnefndirnar hafa ekki lokið störfum sinum enn, enda er verk þeirra mikið og vandasamt. Nákvæm- ar prófanir verða að fara fram á hverjum hlut og dómurinn að bygg- jast á þeirri reynslu, er við þær fæst. En sá dómur getur iika á eft- ir orðið mönnum áreiðanleg visbend- ing um, hvaða tegundir áhalda þeir eigi að nota i hverjn eÍDStöku til- felli, og á þann hátt nær sýningin tilgangi sinum og ssmur einnig þeim að gagni, sem ekki höfðu tæki- færi til að sjá hana með eigin aug- um. Hér hefir aðeins verið drepið á fátt það af munum, sem sýningin hafði að bjóða, enda væri þýðing- arlanst að rekja það út i æsar, en hins vegar hefir þá einnig láðst að geta margra nýtilegra muna og ný- stárlegra. Viljum vér ráðleggja þeim, sem afla vilja sér frekari vitneskju um, hvað sýnt hefir verið á sýning- unni, að kaupa sýningarskrá þá, sem gefin hefir verið út af Búnað- arfélaginu og kostar aðeins eina krónu, þvi þar er alt talið og af henni geta menn gert sér í hugar- lund, hve umfangsmikil sýningin var. Hinn ötuli forseti Búnaðarfélags- ins, Sigurður Sigurðsson, á heiður skilinn af öllum landslýð og eigi hvað síst af bændum og búandaliði, þvi honnm mun það að þakka ðll- um ððrum fremur, að sýningin komst i framkvæmd og varð jafn myndar- leg og raun bar vitni. fe.'_öuii-a Oi < t- 'i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.