Ísafold - 19.07.1921, Síða 2

Ísafold - 19.07.1921, Síða 2
ÍSAFOLD Mótmæli. Eftir Sk. 1 horarcnsen. Eins og kunougt er, hefir eitt af •vikublöðum vorum, »Tíminn«, kent sig við hina islensku bændastétt og nefnt sig »bændablað*, síðan það fór að koma út, og gert það senni- lega í þeim tilgangi að afla sér álits og fylgis, þar eð ætla má að enn hafi bændastéttin mikið að segja í stjórnarfarslegum efnum, þar sem hún á annað borð lætur til sin taka. Það er ekki nema eðlilegt að menn meðal bændastéttarinnar öm- uðust ekki við þessa heiti eða eink- unnarorði blaðsina í byrjun á með- an stefna þess var ekki verulega farin að sýna sig og menn höfðu ástæðu til að ætla að innihaldið kynni að svara til nafns og bera þess merki að ritstjórn og aðrir nán- ir aðstandendur mundu láta sér ant um hina sönnu hagsmuni bænda- stéttaricnar. En nú þegar það er orðið auðsætt að tilgangurinn er ekki annar en sá að gera blaðið að pófitisku kllkumálgagni, og það þeirra manna, sem telja má að standi ekki á nokkurn hátt bændastéttinni nær en aðrir, heldur ætli sér aðeins að nota sér hana með fláttskap og fagurgala, og láta hana í einfeldni sinni lyfta sjálfum sér upp í valda- sætin, þá tjáir ekki að þegja lengur, heldur hefja mótmæli gegn því að blað þetta kenni sig lengur við bændastétt vora, enda hygg eg að fleiri munu vera innan bændastétt- arinnar likrar skoðunar og eg og telji s!ík mótmæli oið i tima talað. Þvi þótt viðurkenna megi að vér bændur séum ekki svo mentaðir, sem skyldi, þá er samt ekki liklegt að piltungum þeim, sem hér eiga hlut að máli, verði kápan úr þvi klæðinu að vér sjáum ekki hvert stefnt er fyr en það er orðið um seinan. Þeim góðu mönnum hefir sem sé gleymst að hin islenska bændastétt hefir til að bera skarp- skyggni og góða greind, sem getur orðið þvi til fyrirstöðu að þeim takist að leiða hana út á fullkomna glapstigu. Og því fiemur má ætla, að þessi meðfædda greind bænda- stéttarinnar fái bjargað henni frá að falla i greipar þessara manna, sem eru augsýnilega að reyna til þess að ginna hana, þar sem þeim, þrátt fyrir fleðulætin tekst ekki sem best að dylja úlfinn undir sauðargærunni. Þvi þegar blaðið er lesið ofan i kjölinn þá dylst, að eg ætla, fáum, hve allur hugsanagangur þeirra, sem helst standa að því, og stefna í að- almálunum er andstæð þvi, sem horfir bændastéttinni til hagsmuna. Þau mál, sem einna mest varða oss bændur nú sem stendur eru vitan- lega atvinnuviálin, samqonqumálin, skattamálin og vcrslunarmálin. En að þvi er öll þessi mál snertir, er aðalstefna »Timans« annaðhvoit beint eða ó- beint andstæð hinum sönnu hags- munum bændastéttarinnar, eins og eg skal hér i stuttnm dráttum leit- ast við að sýna fram á. Eg hygg nú að visu að »Tímans«- menn telji sig beytta ósanngirni, ef því væri haldið fram að þeir hefðn beinlinis unnið á móti bændastétt- inni í atvinnumálnnum, en óbein- línis og ef tílvill á stundum óafvit- andi bygg eg þó að þeir hafi gert bændastéttinni ógagn en ekki gagn með afskiftum sinum af þeim mál- um. Eg býst við því að þeir vilji láta mig og aðra skoða það sem merki þess, hve mjög þeir beri landbúnaðinn fyrir brjósti, að þeir hafa ósleitilega unnið ?ð þvi að fá styrkinn til Búnaðarfélagsins hækk- nðan mjög mikið frá þv), sem áður var. Og þótt þeir eigi engan veg- inn einir þakkir skyldar fyrir það, heldur eÍDS vel menn, sem þeim eru í öðrum efnum andstæðir, þá er það jafnt fyiir það góðra gjalda verr, ef sá styrkur kæmi i raun og veru landbúnaðinum að verulegom notum. En svo virðist því, því miður, ekki háttað. Megnið af þess- um styrk virðist fara til þess að launa einstaka menn. Búnaðarfélag- ið sjálft tekur sér svo og svo marga ráðunauta — nú eigi færri en 5 — er það verður að láta hafa sæmileg laun til þess að lifa af. Svo fá Búnaðarsamböndin hvert fyrir sig nokkrar fjárupphæðir, er þau síðan nota til þess að greiða sinum ráðu- nautum. Myndast þannig heill hóp- ur af starfsmönnum við Búnaðarfél. beint og óbeinf, sem eta mikið af styrknum upp svo litið verður eftir til að starfa með. Enda sýna merk- in verkin þvi ekki er meira unnið nú af Búnaðarfélaginu heldur en meðan styrkurinn var mun lægri og færri ráðunautarnir. En það láta »Tima«-mennirnir sig sýnilega litlu skifta. Þeir virðast telja það nóg að sem flestar slikar stöður séu stofn- aðar, enda þótt fé vanti til að vinna með fyrir þá menn, er þær stöður skipa, hugsa ef til vill sem svo, að ef þeir hafi ekki annað nýtilegt að starfa, þá geti þeir á einhvern hátt greitt götu þeirra, sem þeir eiga einna helst Hfsuppeldi sitt að þakka. Það, sem okkur bændurna varðar mestu, að þvi er atvinnumálin snertir, er á aðra hliðina það, að við getum l'engið sem mest fyrir afurðir land- búnaðarins og á hina hliðina að eigi þurfi að gefa of mikið fyrir vinnu- kraftinn. En í hvorugu þessu efni hefir »Tíœinn«, enn sem komið er, orðið okkur að liði. Að vísu býst eg við þvl, að þeir herrar eigni sér það fyrirkomulag, sem nú er á hrossasölunni og heimti þakkir fyr- ir, annað mál er hvort við Sunn- lendiugar erum sérlega ánægðir með það eins og stendur. Og hvað hitt atriðið snertir, að stuðla að því að við bændur getum fengið sem ódýr- astan vinnukraít, er sist hægt að segja að »Tfminn« hafi lagt sig nokk- uð i framkróka með það. Þvert á móti má vlst fullyrða það um suma þá er standa »Tímanum« einna næst, að þeir hafi verið og séu stöð- ugt í beinu sambandi við verka- mennina og forsprakka þeirra og heyrast að minsta kosti aldrei slá á hinar óeðlilegu kaupgjaldskröfur þeirra. Og kemur þetta sennilega bæði af þvl að þeir vilja ógjarnan missa hylli þeirra er ráð hafa svo margra atkvæða og að þeir i hjarta sinu standa verkamönnum nær en bændum, sem fylgjendum jafnaðar- manna stefnunnar, sem margar grein- ar þeirra »Tímans«-manna bera vott um. Og sem slikir hafa þeir eng- an rétt til þess að kenna sig við bændur, því ef greina skal menn hér á landi i tvo aðalflokka eftir hagsmunaaðstæðum, sem sé vinnu- veitendur og vinnuþiggendur eða eignamenn og öreigalýð, þá getur enginn vafi leikið á því hvorumegin bændur eiga heima, því þeir eru i raun réttri allir nndantekningarlitið vinnuveitendur og eignamenn, þótt í smáum stíl sé hjá flestum, en á móti þeim flokki hefir »Tíminn« unnið eins og kunnugt er. Að því er samgöngumálin snertir þá þarf ekki langt mál til þess að færa rétt rök fyrir þvi, að þar er »Timinn« og hans menn í and- stöðu við hagsmuni bænda; þeir hafa »Timans«-mennirnir á svo- nefndum Þingva'lafundi 25.—27. júni 1919 rætt áhuganrál sin og samþykt tillögur i þeim, en i fund- argerðinni (sbr. »Timinn«, 5. jú!í 1919) sést ekki járnbraut nefnd á nafn, ekki einusinni sem framtiðar- samgöngutæki, og þykist eg þvi léttilega álykta að »Tima«-mennirn- ir séu andstæðir járnbrautarlagningu hér á landi. — En járnbrautarmálið hlýtur eftir eðli sinu að vera eitt- hvert helsta áhugamál bænda, sér- staklega þeirra er byggja Suður- landsundirlendið og eiga vegna hafn- leysis svo örðuga aðstöðu hvað alla flutninga snertr. Járnbraut um Suðurlandsundirlendið, frá öruggum hafnarstað, hljóta allir bugsandi menn að sjá að er eina ábyggilega undirstaðan undir efnalegum fram- förum bænda á þvi svæði. Með henni væru þeir ekki að eins losað- ir við hina erfiðu og dýru aðdrætti, heldur mundu afurðir þeirra jafn- framt st'ga i verði og þarfnast það ekki skýringa. Og þegar, eða ef sú mikla samgÖDgubót fengist, þá muDdu aðrar framfarir i búnaðinum koma eins og af sjálfu sér með þvi að þá fyrst gæti landbúnaður hér borg- að sig og borið þær uppi. í stað þess að allar framfarir i búnaðinum og jafnvel vatnsveitufyrirtæki eins og t. d. Flóaáveitan hafa litla þýðingu án járnbrautar eða máske verri en enga. En þessu stórkostlega nauð- synjamáli, að minsta kosti fyrir bændur á Suðurlandsundirlendinn, hafa »Timans«-menn sýnt sig and- stæða en telja þó eftir sem áður blað sitt bændablað. Getur nokkuð hugsast fjarstæðara? Þá verður held- ur ekki sagt að »Timinn« hafi reynst sérlega hliðhollur oss bænd unum i skattamálum, eða tillögum sÍDum og samhygðum á því sviði. í Tímariti kaupfélaganna árið 1919 var ritgerð eftir J. Gauta Pétursson þar sem hann lýsir kenningum Henry George. George þessi hélt þvi meðal annars fram að jarðeignir einstaklinga væru þjóðarböl og orsök fátæktarinnar. Vill hann því að rikið taki allar jarðeignir i sínar hendur annaðhvort beinlínis eða þá með svo háum skatti að sem næst allnr arður af þeim renni i rikis- sjóð. Höfundur ritgerðarinnar mælir sterklega með þassum kenningum George, sem hentugum til fram- kvæmda hér, og ráðleggur þvi land- skatt, eða sem hér mundi nefndur verða ábúðarskattar, sem einkaskatt. En menn munu nú miske spyrja hvað þetta komi í raun og veru •Tímanum* við, eða þeim mönn- um, sem að honum standa. Jú, þegar timaritið kom út, þá gat »Tim- inn« þess með nokkrum orðum og þá einnig þessarar greinar með mik- illi aðdáun og taldi hana frábærlega merkilega og verðskulda sérprentun, sem og varð. Ef nú »Timinn« hefði verið bændablað i raun og verD, en ekki jafnaðarmannablað, þá hefði hann hlotið að snúast önd- verður gegn þessari grein og sér- staklega varað menn við kenning- um George, hinum svonefnda »Georgeisma«. En »Tímans«-menn- irnir voru ekki að hugsa um það þótt bændur, hvort sem þeir byggju sem sjálfseignarbændur að nafninu eða sem leiguliðar, væru rúnir með svo háum landskatti inn að skinni, þeir voru sýnilega að »Timans« áliti réttir til að borga. Sem raun- verulegir jafnaðarmenn fundu þeir þefinn f þessum kenningum George og þess vegna var sjálfsagt að mæla með þeim, hvað sem hagsmunum bændanna leið, í »Tímanum«, þessu svonefnda bændablaði. Að þvf er verslunina snertir, þá er það kunnugt að »Tíminn« held- ur eindregið fram verslunarsam- vinnu, svona ofaná. Og er auð- vitað ekki nema gott eitt um það að segja, sé versluniu með þvi fyrir- komulagi rekin á hinum uppruna- iega rétta grundvelli, sem skuldlaus og fijáls verslun. En þvi mun nú varla að heilsa. Samvinnuverslan- irnar munu snmar hverjar vera ekki siður skuldaverslanir en gerist og gengur um verslanir yfirleitt. En það má nú máske segja að »Tím- anum« verði ekki gefin sök á því. En hvað hitt atriðið snertir, hvoit verslunin skuli frjáls eða ekki, þá leynir sér tæplega afstaða »Tímans« til þess. Beint og blátt áfram hefir hann að visu ekki enn sem komið er lýst því yfir að verslunin ætti að verða ófrjáls. Eu flestir, sem sjá ofurlitið gegnum rykið, vita að að þvi marki er stefnt. Það er orðið alllangt síðan einn af »Tímans« nánustu, eða i það minsta telur hann sig það sjálfur, lét það ótvirættuppi við mig að umfram alla hluti ósk- aði hann eftir að öll verslun yrði rikisstofnun og allir starfsmenn henn- ar þar af leiðandi embættismenn ríkis- ins. Siðan hef eg nokkurnveginn vitað að hverju stefnt er, enda þótt eigi hafi verið berum orðum sagt i dálkum blaðsins. Af þessum ástæð- um hafa Hka »Tíma«-mennirnir um- fram alt viljað fá sinn sérstaka skóla — samvinnuskóla —, til þess að undirbúa jarðveginn undir breyt- inguna. Að minsta kosti er þetta alls ekki ósennileg tilgáta. Þvi nú sem stendur þýðir ekki að bera slikt upp. Hugsunarhátturinn þarf til þess að breytast. En honum er ekki hægt að breyta nema með »agi- tation*, en til slíkrar »agitationar« mundu þeir reynast mjög hentugir sem dvalið hefðu á þessum jafnað- armenskuskóla. — Að þetta sé hin eiginlega stefna »Timans«, »bænda- blaðsins«, í verslunarmálinu tel eg ekkert vafamál. Það er óbLndin jafnaðarstefna. Rikið alstaðar með hendurnar uppi en einstaklingurinn ekkert. Sjáanlegt er það, að með þessum hætti mundu opnast mögu- legleikar fyrir nokkra meðalmenn til sæmilegrar og áhyggjulausrar af- komu, menn sem væru liðugir að smjúga og hefðu geð til þess að kné- krjúpa valdhöfunum, þagar embætt- um við verslunina yrði úthlutað. Jafn- vist er það lika, að ef svo færi að verslunin bæri sig illa, eins og vildi brenna við um gömln einokunar- verslunina, þá færi hún þó ekki al- gerlega yfirum fyr en landsmenn allir værn orðnir öreigalýður, i orðs- ins fylstu merkingu. En ef hún skyldi fyrir einhverra hluta sakir hætta fyr, — segjum eftir nokkra áratugi —, þá er það samt sem áð- ur sýnt, að landsmenn yrðu að byrja aftur á ný alveg eins og börn í verslunarsökum, eins og fyrir hundr- að árum. Og þá mætti segja að sporið væri þarft, eða hitt heldur, ef það hrinti þjóðinni heila öld eða meira aftur á bak. — En mundi nú þessi jafnaðarstefna geta verið eftir eðli islenskra bænda, mundi þetta banatilræði við einstaklingseðlið og atvinnufrelsið vera framtíðarhugsjón alls þorra þeirra? Nei, slikir volaðir vesælingar eru þeir, að eg hygg, enn þá ekki orðnir. En þá getur heldur ekki »Timinn«, sem styður slika stefnu, ýmist beint eða óbeint verið þeirra málgagn, heldur hljóta þeir ásamt mér að mótmæla þvi, að hann framvegis kenni sig við þá og kalli sig »bændablaðið«. En auk þess sem »Tíminn« hef- ir með framkomu sinni í hinum áðurnefndu fjórum stórmálum brot- ið af sér allan rétt til þess að geta talist blað sjálfstæðra, frjáishugsandi bænda, þá geta þeir heldur ekki lát- ið sér sæma að málgagn, sem hag- ar sér líkt og »Timin« gerir á ýms- um öðrum sviðum, kenni sig við þá. Má i því sambandi minna á það hversu hann hefir ráðist á menn með uppnefnum, óþverradylgjum og flutt langar greinar, er hafa í sér svo nauðalitinn skamt af sann- leika að vart má auga á festa. Eða hvernig hann ekki blygðast sin fyr- ir það, að róa nú að þvi öllum ár- um að fá þeim steypt úr vaJdasæti er hann fyrir liðugu ári síðan taldi mjög vel hæfa til að skipa þann sess. Eg meina þá Jón Magnússon og Pétnr Jónsson, sjálfan formann hinna islensku samvinnufélaga, er »Tíminn« þykist þó unna öllu framar. Fyrir skömmn átti eg tal við greindan og skilgóðan bónda um »Timann«, sagði hanu að leitt væri hverjir labbakútar að blaðinu stæðu og réðu því, þar eð það væii tals- vert útbreitt meðal bænda og mætti verða að gagni, ef þeir menn stæðu að, er bæru sjálfsagða stefnu bænda fyrir brjósti. Hygg eg þetta mála sannast, að gera þyrfti hreint við blaðið áður en það með nokkrum rétti geti talist bændablað. Gildir einu hvað það nefnir flokk þann er það þykist vera að steypa, hvort heldur það nefnir hann vinstri, framsókn eða miðflokk, þvl sá flokk- ur getur aldrei orðið bændaflokkur nema að nafninu til með þeirri stefnu i framantöldum málum, er »Timinn« hefir sýnt. Og þar sem »Tíminn« þannig að stefnunni til stríðir á móti hags- munum bændastéttarinnar og óvirð- ir hana að öðru leyti með framkomu sinni, þá mótmæli eg því sem einn meðlimur hennar að hann fram- vegis sé kendur við, eða kenni sig sjálfur við hana og kalli sig »bænda- blaðið*. Móeiðarhvoli, 25. maí 1921. ----O---—l IM NHb ina. Nokkun bnéf til Þ. G. II. 30. okt. 1896. Góði vinur og Collegal Til framhalds á þeim þakklætis- linum, sem eg sendi yður um daginn, tek eg pennan, og itreka það þakk- læti, þvl eg las aftur áðan yðar grein um mig qua póeta & homo — geri eg það ekki oft að marglesa það, sem um mig er sagt og sungið. Grein yðar er afbragð, hún er hu- moristisk, hnyttin, heppin, hlý og hreinskilin, öfgalaus og rökstudd með ýmsum dæmum og »correctiv- es« ■— alt currenti calamo auð- vitanlega vegna rúmsins, en alt mælt og vegið á rétta reislu — nema máske heldur velvildarlega (riflega). Nú — eg elska þesskonar dóma, og vil vara alla mína vini við að »dæma hart« — ekki persónul., ekki harðara en sannleikurinn sjálfur mundi dæma vilja. Og nú kem eg

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.