Ísafold - 19.07.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.07.1921, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD að síðara efni miðans: Eg las i einhverja blaði eftir yður (eg man ekki hverju) ummæli um ritgerð eft- Sæm. heit. Eyjólfsson, að hún (rit- gerðin) væri þunn og mögur og allar hans ritgerðir hefðu verið létt- meti. Þetta var meiningin — eg man ekki efnið. En þessi dómur finst mér mjog ósannqjarn, og þér ættuð sannlega að leiðrétta hann sjálfur. Sæm. rit- aði fróðlega og skemtilega fyrir al- menning um almenna og þjóðlega hluti og fræði. Hann var enginn spekimaður og hvorki stórskáld eða visindamaður, en hann var islenskur fróðleiksmaður i besta lagi (jafnung- ur), ritaði og hugsaði barnslega fag- urt og stillilega og var einkar vel heima í flestum alþýðlegum fræðum. Þessi er og skoðun og »smekkur« allra þeirra bestmentuðualþýðumanna og kvenna, sem eg hef talað við. Satt að segjar eg er sannfærður um að þér hafið ritað þannig af fljót- færni. Athugið þetta, og ef þér viljið nokkurs nýta mín ráð, þá mildið þér úr nefndum ummælum — S. E. átti marga vini, og kæmi þeim þvi vel að þér sýnduð honum jöfnuð — i gröfinni. Eitt er enn: hér er ónýt prent- smiðja, en til er dálítill prentsmiðju- sjóður, sem peymdur er manni, sem reyna vildi að koma hér upp nýrri smiðju—helst með nýju blaðium leið. Yæri eg nú i yðar sporum ogþætt- ist hafa úr litlu að spila, mucdi eg leita til ríkis i gamla Eyjafirði — eins og þeir á Sturlungaöld. Nú um árslokin verður fundnr haldinn af eigendum Stefnis, sem ekki getur þrifist — hann eiga svo margir — eða réttara: enginn, og prentsmiðjan sem sagt ónýt og hennar stjórn. Eg var nauðugur settur í ritnefnd blaðs- ins í fyrra, og ætla enn á ný að segja lausu, og mun eg ráða til að bjóða yður blaðið og mun E. Lax- dal þvi hlyntur. Ef þér nú skylduð vilja gefa kost á yður eða á ein- hvern hátt reyna til að komast hér að, þyrftuð þér annaðhvort að brjót- ast hingað norður (sem best væri) nú fyrir jólin, eða skrifa okkur Lax- dal (og kannske Stefáni á Möðruv.) og fara þess á leit, að taka við Stefni (gratis eða fyrir slikk) móti því að þér fengjuð jafnframt styrk til að stofna nýja pressu. Eg kasta þessu fram, því bæði tel eg yður helst færan i því efni, og svo ann eg yður alls góðs tima, enda flyttuð þér þá Snnnanfara með yður. — Eg hefi ónýtm penna, og hripa i myrkri. Með bestu kveðju yðar einl. Matth. Jochumsson. Lifði eg, mundi eg gjaman styðja yður það sem eg til ynnist. ------0—------ Uti um heinii Yfirlit. Nú er einna mest um irsku mál- in talað og samninginn um þau í London og segja seinustu skeyti að þar séu samkomulagshorfur, Lloyd George hafi fallist á kröfnr íra, þó þannig, að rikistengslin verði ekki slitin. Harding forseti Bandarikjanna boðaði nýlega til stórveldafundar, sem halda á I haust, til þess að ræða um afvopnun þjóðanna. Al-ar Þjóðirnar, sem boðið var, aetla að sækja fundinn. Láta margir vel yfir þessu og telja, að þetta geti orðið miklu fremur til að tryggja friðinn f framtiðinni, en þjóðbandalagið. Aðr- ir líta efunaraugum á þetta og kalla það aðeins glamur. — Þjóðverjar hafa nú fengið 150 milj. gullmarka lán hjá Hollendingum til þess að geta staðið í skilnm með fyrstu greiðslu sína til B mdamanna, 1. sept. n. k. — í Grikklandi hefur verið hálfgert vandræðaástand undanfarið, einkum i sambandi við ófrið þann sem Grikkir hafa átt i. Hefir nú Gunaris forsætisráðherra kvatt sam- an þingið n. k. fimtudag. Frá Rússlandi hafa komið fáar fregnir undanfarið. I seinasta skeyt- inu segir, að sovjet-stjórnin hafi nú leyft einstökum mönnum að safna fé og er eignarrétturinn á þvi frið- helgur og má ekki gera það upp- tækt, nema að undangengnum dómi. Féð á að leggjast á hlaupareikning í bönkum, sem rikið rekur. Yms- ar fleiri tilslakanir eða breytingar hefir bolsjevikastlórnin gert smásam- an. Hafa andstæðingar hennar úti- frá legið henni á hálsi fyrir það, en hún heldur þvi fram, að þar sé ekki um stefnubreytingu að ræða, heldur aðeins tilhliðrun sem nauðsynlegar séu í »praktisku« lífi. Irland. Nú sem stendur eru það eflaust irsku málin, sem draga að sér mesta athygli allra stjórnmála, sem úr- lausnar biða. Ef nú tekst að binda enda á þau mál á sæmilegan hátt, er ráðið fram úr þvi máli, sem f augum útlendinga hefir verið ensk- nm stjórnmálum mest til vanvirðu og jafnframt eitt mesta vandræða- mál þeirra inn á við. Baráttan nm irsku málin hefir nú í rauninni stað- ið í nokkur hundruð ár, eða svo að segja frá þvi að Englendingar lögðu landið undir sig. En það var um 1660. En þá höfðu þeir verið að smibrjóta undir sig landið f nærri 5 aldir og farið fram raeð oíbeldi og sviknm. En upphaf afskifta þeirra af irskum málum voru að nokkru leyti innanlandsdeilur i írlandi (eða Erin, eins og það er lika kallað), þannig að einn smákonungurinn þai, Diarmaid i Leincter, leitaði fullting- is Englakonungs um 1168 til þess að sigrast á andstæðingum sinum. En stjórnarfari íranna var þá svo háttað, að þeir skiftust í ættbálka (clans), sem voru að flestu leyti sjálf- stæðir og hver öðrum óháðirogréð konungur yfir hverjum bálki og var hann kallaður ri og er talið að af því sé dregið nafnið rigur i Rigsþulu. Þó gengu samskonar lög um alt landið og sama tunga og snemma á öldum var landinu skift i 4 riki, eða S, og yfirkonungur yfir hverju, en stórkonungnr yfir öllum saman, þó hann hefði oftast Htil vðld. Svo var þessu háttað i upphafi vikingaaldar- innar, þegar norrænir menn fóru að venja komur sinar til írlands um og eftir 800. Attu þeir svo allmikil ítök í vestrænu löndunum þangað til eftir Brjánsbardaga (1014) og er, eins og kunnugt er, oft getið um viðskifti norrænna manna og kelt- neskra i islenskum fornritum og var um eitt skeið gert mjög mikið úr þeim áhrifum, sem Keltar hefðu haft á norrænt, einkum islenskt, þjóðerni og menningu. Keltar áttu annars eldgamla og ágæta menningu og sérstaka tungu, sem um eitt skeið var all-útbreidd, enda voru Keltar þá, fyrir um 2 þúsund árum, einhver voldugasti og þróttmesti kynbálkur álfunnar. Seinna glataðist tungan hjá alþýðu fyrir ýmsar orsakir, þó lœrðir írar, einkum i útlöndum, héldu henni og rannsóknum hennar við. Þeir stofn- uðu t. d. á miðöldunum keltneska skóla og fræðafélög bæði í Róm og Löwen. Og nú er aftur risin áköf hreifing til viðreisnar tungunni og þjóðerninu, samfara stjórnmálabar- áttunni, borin fram af Sinn-Fein- flokknum. En s;nn-fein er irska og merkir: við sjálfir. — Jafnframt þessuro þjóðerrisdeilum hafa trú- mál ofist mikið inn í írsku deilurn- ar. Bretar eru eins og knnnugt er mótmælendur, en Irar eru lang- flestir katólskir og votu. trúhneigðir menn og fastheldnir. Þeir tóku kristni á a. öld og komu á hjá sér sérstakri kirkjuskipun og voru fyrst lengi vel óháðir páfanum. En eftir að Englakonungar fóru að blanda sér i mál þeirra, létu þeir kirkjuna heldur ekki afskiftalausa og 1172 komst írska kirkjan, fyrir þeirra íhlutun, undir forræði páfans. Það er irsku kirkjunni og klerkunum öllum öðrum fremur að þ3kka, að irskt þjóðerni og menning varð ekki aldauða. Klaustnr voru mý- mörg á írlandi og voru við þau ágætir skólar og fjölsóttir snemma á öldum. T. d. er getið um 3 þús. nemendur við einn slikan skóla þegar á 6. öld. Þessir skólar voru að ýmsu leyti með svipuðu sniði og háskólar nú. Ólust þar upp og störfuðu margir ágætir fræðimenn og foringjar. Einna frægastur þeirra er Kokilli og er hans getið í Land- námu. Margir höfðingjar Kelta voru lika mjög vel mentaðir menn og unnu og útbreiddu bóklega fræði, t. d. er getið um einn kringum 900, sem kunni 6 tungumál, auk móðurmáls sins: hebresku, grísku, latinu, kymrsku, engilsaxnesku og norrænu. í klaustrunum voru þannig ekki aðeins stunduð venjuleg kirkju- ieg miðaldafræði, heldur einnig þjóð- leg fræði. Fjöldi handrita hefir þá og lengi siðan verið skrifaður i klaustrunum. Munu nú vera til um 200 irsk handrit, en þau ern öll frá því eftir 11. öld, aðeins ein 4 eru til eldri, og hefir rann- sókn þeirra og útgáfa verið einn liður hinnar þjóðlegu viðreisnarbar- áttu og sðmuleiðis allskonar söfn- un þjóðkvæða og þjóðsagna. Hefir alt þetta svo aftur haft áhrif á nýj- ustu irskar bókmentir. En á þvi sviði mun þektastur út i frá skáldið Yeats. Englendingar gerðu frá upphafi alt, sem þeir gátu til útrýmingar irsku þjóð- erni og tungu. Þeir bönnuðu hjóna- bönd íra og Englendinga brendu irsk handrit, gerðu upptækar írskar eign- ir og seldu Ira jafnvel mansali. Einu sinni gerði Cromwall t. d. upptækar 11 milj. ekra, og öðru sinni voru 20 þús. írar seldir i þrældóm til Ameriku. Bretar höfðu stöðugan her i Irlandi og létu íra borga brús- ann. I þeim skærum eyddist t. d. einu sinni hálf önnur miljón Ira á 30 árum, — á stjórntimum Elísa- betar. Á þeim öldum var líka ó- venju róstusamt, því þá var verið að reyna að kúga íra til mótmælenda- trúar, Cromwell sagðist ætla að hrekja þá alla — helst til helvftis — fyrir villutrú. Bretar féfléttu Hka íra beinlínis fram á siðustu ár, létu þá gjalda tugum miljóna meira i skatta, en þeim bar. Má t. d. geta þess, að 1907 greiddu þeir yfir 220 milj. kr. i skatta, en voru þó að 4Va milj. að tölu. Búskaparlagið var þannig, að enskir stóreignamenn áttu mestalt landið og ríktu þar með harðri hendi. Einu sinni, um miðja siðustu öld, hröktu þeir um 20 þús. ■ 1 Hvftárbakkaskólinn starfar frá yeturnóttum til sumarmála eins og að undanförnu. Um- sóknir séu komnar I hendur undirritaðs fyrir 1. sept. n. k. Fylgi þeim bólusetningar-, skírnar- og heilbrigðisvottorð. Ábyrgð, sem skólastjóri tekur gilda, um skilvísa greiðslu á öllum kostnaði, þurfa umsækjendur að leggja fram um leið. Skólagjald er 40 kr. Kenslubækur allar og ritföng fást keypt á Hvítárbakka. Far- angursmerki: Hvítárbakki pr. Borgarnes. Allar frekari upplýs- ingar gefur undirritaður. Hesti 1. júlí 1921. Eiríkur Albertsson. DET NYE NORD Mánaðarrit fyrir skanbinavisk þjóðfélagsmál. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Oscar Smith. Ritstjórnarskrifari: Canð. polit. L. Estrup. Maí-heftið: Canð. polit. L. Estrup: Foreningen Norðen í 1920. — Björn Simon: Skole- ðressur — Menneskeuðvikiing. — *: Det politiska láget i Finlanð. — Dr. ]ök Alfr. Mjöen: Negativ racehygiene III. — Kaptain C. F. Lðkkegaarð: Norðisk Entente. Júní-heftið: Dr. Gustav Stolper: Finanspolitik i ðe östrig-ungarske Arvtager-Stater. — Pro- fessor, Dr. jur. Knuð Berlin: Folkenes Forbunð og Norðen. — Professor Eðv. Lehmann: Den svenske Kirke. — Komponist Fritz Crome: Den anðen norðiske Musikfest i Helsingtors. — Bibliotekar Julius Clausen: Fantasi og Verðens- historie, — Paul v. Klenau: Nationalistiske Strömninger i Musiken og Freð. Delius’ Ruquiem. — Dr. Reinharð Carriere: Forebyggelse av Tuberkuiosen. irska bændur af hjáleigum sinum fyrir skuldir. Um líkt leyti varð uppskerubrestur og féllu þá úr hungri yfir miljón íra. Irland hefir verið formlega sam- einað Englandi frá því 1801 og átt rúma hundrað fulltrúa i neðri mál- stofu Lundúnn-þingsins. En upp úr 1870 fer fyrst að koma verulegur skriður þar á irsku málin. Þektustu Iraforingjarnir voru Butt, Parnell, Redmond og Dillon, og nú de Val- era. Af enskum stjórnmálamönnum, sem hliðhollir hafa verið írum, eru kunnastir Gladstone og Asquith og sömuleiðis Wyndham ráðherra, sem kom á landbúnaðariögunum skömmu eftir aldamótin. Hefir það mjög orðið til þess að fjölga sjálfseignar- bændum og bæta búnaðarhætti. Margar og mismunandi tillögur hafa komið fram um úrlausn írsku málanna á síðustu árnm. En Bret- ar hafa aftaf tekið stirðlega undir það og hefir samkomulagið versnað við það og æsingar og skilningsleysi aukist á báða bóga — einkum þó fyrir i’nlutun Carson-flokksins í Ulst- er. En nú eru, eftir siðustu skeyt- um að dæma, horfur til samkomu- lags. Hér skal svo að lokum að- eins sagt stuttlega frá einu riti, sem um þetta frska mál fjallar, af því að það snertir Islendinga nokkuð. Það er eftir írskan mann Alex. Mc Gill, gefið út i Glasgow 1921 og heitir: The IndependaDce of Iceland — A Prraleli for Irland, og er um það, að sjálfstæðiíslands og samningur þess við Danmörku gæti verið fyrirmyndtil úr- lausnar á deilu íra og Englendinga. Rekur h5f. í stuttu máli stjórnmála- sögu íslands, segir frá deilunum við Dani og vefur sumstaðar inn i at- hugunum sínum á irsku málunum. Er yfirleitt rétt og skipulega sagt frá íslensku málunum, enda stuðst við góðar heimildir. Þó er t. d. villandi sagt frá »The Fishery Polise Service* á bls. 31 og ef til vill fleira smávegis. Loks er svo ensk þýðing á sambandslögunum frá 1918. Tíminn flytur nýlega hógvær- lega ritaða grein um Spánarsam- inginn og vill ekki taka endanlega afstöðu til málsins að svo stöddu. Hér í blaðinu hafði áður verið reikn- að út, að tollhækkunin spánska kost- aði fiskútflytjendur hér 7l/t milj. kr., en Tímanutu reiknast svo til, að hún kosti ekki nema 2 milj. og 600 þús. kr. Villan hjá honum felst í því, að hann telur aðeins þann fisk, sem talinn er i hagskýrslum hér flnttur beint til Spánar héðan, En tollurinn kemur niður á öllum fiski, sem veiddur er og verkaður hér, en seldur á Spáni, eins þótt salan fari fram með útlendum, ensk- um eða dönskum, milliliðum. Og þegar þessa er gætt, kemur út sú tala, sem nefnd hefir verið í blað- inu. Það er ekki rétt, sem í Timan- um stendur, að Norðmenn hafi neit- að, að verða við kröfu Spánverja um afnám aðflutmngsbanns á spönsk- um vinum. Það standa einmitt nú yfir samningar um málið milli Norð- manna og Spánverja, segir í nýlegu fregnskeyti frá Einari H. Kvaran til framkvæmdanefndar stórstúkunnar hér, og hann segir, að þeim samn- ingum sé enn haldið leynilegum. En hr. E. H. K. var fulltrúi bann- manna hér á norræna bindindisþing inu, sem nýlokið er i Khöfn. í norskum bl. segir, að Norðmenn hafi samið við Frakka og fært upp áfengishámark franskra vina, sem innflutningur er leyfður á til Noregs, úr 12% í 14%, og einnig hafa þeir samið við frönsku stjórnina um kaup á ákveðinni tölu litra af sterkum drykkjum. Má telja vist að Norð- menn gefi einnig eftir í samningun- um við Spánverja. Samningurinn milli Norðmanna og Frakka er undirskrifaður i Paris 23. april, en ekki birtur i norskum blöð um fyr en 18. júni. -----—0 1»-^ &.I

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.