Ísafold - 26.07.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.07.1921, Blaðsíða 1
Vikublað. Verð: 5 kr. árg. — G*jalddagi 1. júlí. Símar 499 og 500. XLVIII. 'árg. j Ritstjórar: Vilhjálmur Finsen og Þorsteinn Gislason.. Reykjavik, Þriðjudaginn 26 júlí 1921. Afgreiðsla og inn- Ibeimta í Lækjargötu 2. — Talsími 500. ísafoldarprentsmiðja h.f. ."0 tölnblað. Auglýsingar þær, sem sendar eru Lögréttu eða ísafold, birtast i báðum blöðunum og ná þannig mestu útbreiðslu um landið, sem fáanleg er — Verðið þó hið sama og íður var í öðru blaðinu. Fágæiii* fuglan og eyðing þeirra. N. P. Nielsen á Eyrarbakka hefir rannsakað fuglalíf i landi voru og þar á meðal tilveru arna. Hann hefir spurts fyrir um allar sýslur og komist að þeirri niðurstöðu, að nú séu (hafi verið s. 1. ár) þrenn arnahjón alls í »íslenska rikinu*. — Auk þess heldnr hann, að geldfugl- ar séu fáeinir. En um það er erfitt að fullyrða, því að ernir eru vlð- fleygir og getur sami fugl sést á ýmsum stöðum. Um þetta mál hefir Nielsen ritað í Lögréitu. Og á hann þökk og heiður fyrir áhuga sinn um þessi efni. Nú hefir stjórnin sent fyrirspurn- ir út um allar sýslur um vali og erni, hve algengir muni vera og um brúsa (himbrima). Toppandir eru eigi nefndar, þær eru, þó undarlegt sé, ófriðhelgar að lögum, fiskiendur, af þvl að þær eta sili og bröndur. Stóra-toppönd er, þar sem eg hefi spurnir af, mjög fágæt og má ætla að hún sé á þrotum. Sá fugl er^einhver fegursti og til- komu mesti fugl og væri skömm að gereyðingu þeirrar tegundar. Minni- toppönd er (algengari, hér í sýslu a. m. k. Brúsi er og fágætur þar sem eg veit um. Og er hann dýrðlega fag- nr fugl og stórmyndarlegur, veð- urspár og merkilegur á allar lundir. Þá er fálkinn, valurinn, haukur- urinn. Hér í Þingeyjarsýslu mun hann vera all-algengur og fer þó fækkandi. Llklegt þykir mér, að hér sé hann tiltölulega algengari en i öðrum sýslum, af þvi að hér eru rjúpnalönd í besta lagi og mikið um gil og hamra. Valir eru mjðg skotn- ir (hafa verið) í rjúpnagöngum á haustin og að likindum jafnt þó að friðaðir séu. Ungir menn, sem eru 1 vígahug, hugsa naumast um laga- helgi, enda eru engir til frásagna um þess háttar víg. Stundum leggjast valir að anda- vörpum og gera í þeim óþolandi usla. Bæði drepa þeir þá eggjamæð- ur og hræða hinar svo þær afrækja. Þess háttar vágestur hefir hann orð- stundum hér á Sandi og er það einkis manns þol að horfa aðgerða- laus á þann ræningja — hvað sem lögin kunna að segja. Undantekningar má það kalla, að valir leggist að andavörpum svo að þeim sé bani búinn af þeim sökum. Andavörp eru svo strjál og fá. Og ekki er mér kunnugt um, að þeir sæki að æðarvörpum. En um erni er það að segja, að þegar svo ber við, að þeir svifa yfir æðarvarpi, verður kollan svo hrædd, að alt varpið er vitstola á samri stund af skelfingu við hetkonung fuglanna. Þá flýgur hver eggjaæður á sjó út til að forða sér. Það er meira en hagsmunaatriði fyrir varpbóndann, að fá dauðadóm yfir þennan vágest. Það er auk þess tilfinningamál, að sigra ræningja, sem veldur slikum óskunda. Ursla arnanna í varpi er lýst i sögu eftir Ben. Þ. Gröndal og svo ráðkænsku varpeiganda að sigra óvininn. Nielsen hyggur, að eitur muni hafa grandað örnum, það sem refum er ætlað. Og hann ætlar eins og fleiri, að eiturdauði sé illur og ó- sæmilegt að stofna til hans. Eg hefi drepið Svartbak á eitri og hrafna og kjóa og séð þá detta nið- ur af flugi eins og skotna, ný flogna frá agninu. Eg held að sá dauðdagi sé ekki voðalegur, ef sæmilega er skamtað hvita duftið: ekki ákaflega nánasarlega. Vera má að örnum hafi eitur að bana orðið. En aðallega munu varp- eigendur hafa ráðið niðurlögum þeitra og svo byssan sú almenna, sem völunum grandar jafnt og þétt. Veiðimenn standast ekki þá raun að sjá val eða örn i færi, þykir og veiðispjöll að þeim fuglum í rjúpoa- verinu. Vafasamt er að þessum fuglum verði bjargað með lagavernd. En þó verður að reyna það og leggja stór- sektir við drápi þeirra. . Hitt er vonlegra: að meinlausum fegurðarfuglum svo sem brúsa og stóru-toppönd mætti bjarga frá ger- eyðingu með þvi að leggja stórsekt- ir við drápi þeirra, sem allar skyldu renna til uppljóstrnnarmanns. Og þar að auki væri reynandi að láta sýslumenn Og lögreglustjóra brýna fvrir alþýðu að þyrma fuglunum. Annars eru friðunarlög fugla i landi voru illa haldin viðsvegar og er sú skömm meiri og verri en svo, að þolandi sé i landi, sem hefir fegurð sina og nyíjar af fuglum í rikulegum mæli sem vér höfum ís- lendingar. Menningin svokallaða er stórsyndug i þeim efnum. Mér er sagt að rétt við Reykjavík sé legið i leyni fyrir álftunum og þær skotn- ar á friðunartíma. Og svo mun vera víðar um land. Æðarfuglinn er drepinn umhverfis alt land og andir sömuleiðis. Enginn kærir lögbrjót- ana. Og svona draslar þetta ár frá ári. Nú hefir rjúpan verið náðuð um stund — þessar örfáu sem til eru i landinu, og er sú miskun viður- kenningar verð. Fuglar ættu að njóta meiri hlifð- ar en þeim er fengin. Þeir eiga reyndar sama rétt á lifinu og mað- urinn. Og ef skytturnar fengju opin augu fyrir grimdinni, sem feht i skotum þeirra er oft særa og kvelja fuglana skotnu, þá myndu þeir hika meira en þeir gera, þegar þeir leika sér að þvi að skjóta úr leyni á þessi fögru börn náttúrunnar. 30. júni 1921. Guðmundur Friðjónsson. ■---—0——i— Spánarsamningurinn. Khöfn, 20. júlí 1921. •Sendiherran danski í Madrid tilkynnir símleiðia að ekki sé enn formlega lokið samningum um framlenging verslunarsam- komulags milli Danmerkur, íslands og Spánar, þess sem rennur út í dag. Það lítur þó vel út að næstu dagana náist samkomulag um að danskar og íslenskar afurðir njóti lægsta tolls í tvo mánuði til 20. september þetta ár og haldist svo þar eftir uns annarhvor aðilja segir upp samkomulaginu með mánaðar fyrirvara. Þann tíma sem gera má ráð fyrir að taki að Ijúka samningnum verður hærri tollur ekki settur á danskar og íslenskar afurðir«. Þvi má bæta hér við, eftir upplýsingum frá stjórninni, að líklegt er, að ekki þurfl að kalla saman aukaþing út af málinu. Gera menn sig alment ánægða með þessa bráðabirgðalausn á málinu, og er hún skilin svo sem uppsögn geti ekki farið fram fyr en 20. sept. og þvi ekki fengið gildi fyr en i fyrsta lagi 20. okt. við því er samt búist, að alt megi við kvrt sitja fram til reglulegs þings í febrúar. Sildveiðarnai*. Norsk blöð segja, að óvenju’ega margir ætli að stnnda sildveiðar við Island j sumar af Norðmanna hilfu. En veiðar þessar verða með nokk- uð öðrum hætti en verið hefir undan- farið. Til veiðanna verða nær ein- göngu notuð stór skip, og hafa þau með sér salt og tunnur. Er ætlunin að salta síldina um borð án þess að koma að landi og komast á þann hátt hjá kvöðum þeim, sem á út- veginum hvila samkvæmt islenskum lögum,- Frá Gautaborg eru fjögur skip á leið hingað til lands og ætla þauað stunda veiðar i sumar frá Siglufirði, með sænskum aðferðum. Sænska stjórnin hefir veitt styrk til þessara skipa, eða réttara sagt lofað að hlaupa undir bagga, ef veiðin borgi sig ekki, og er til 100 þús. kr. fjár- veiting i þessu skyni. Verður dr. Rosen fiskifræðingur eftirlitsmaður stjórnarinnar með skipum þessum og ætlar hann jafnframt að kynna sér fiskigöngur hér við land og ýmislegt sem að útgerð lýtur. Samkvæmt upplýsingum, sem Curt Atderson kaupmaður í Gautaborg hefir gefið oss, ætla skip þessi að nota sænskar veiðiaðferðir f sumar. Verða skipin hér við land fram i septembermánuð. A hverju skipi eru 12—14 manns. Miðað við meðal markaðsverð þurfa skip þessi að afla alt að 3000 tunnur hvert til að borga allan kostnað. Anderson verð- ur á Siglufirði 1 sumar og ætlar að kaupa þar síld fyrir »Sveriges Förenade Konservfabrikker« f Göte- borg, til niðursuðu. Norsku skipin, sem verða við sildveiðar hér i sumar eru 500—700 smálestir að stærð og lesta 2—300 tunnur. Fóru 10 þeirra á stað frá Haugasundi i byrjun þessa mán- aðar. 4X Dirnar l ia. Atburðir þeir, sem sifelt eru að gerast i Vesturlöndum byrgja það sjón- um manna, sem fjær er. Af þesm stafar það, að tíðindi þau sem orð- ið hafa á siðustu árum og síðustu mánuðum i elsta riki jarðarinnar, hafa að miklu leyti farið fyrir ofan garð og neðan hjá sumum Vestur- landaþjóðunum, svo sem ídending- um. Og þó eru tiðindi þessi svo stórfeld, að þau mundu á venjuleg- um timum setja heiminn á annan endann. Eins og nú standa sakir, eru sem sé allar horfur á að hið eldgamla austræna menningarriki sé að liðast í sundur. Siðan keisaraæitinni var steypt af stóli fyrir nær 10 árum, hefir ætlð verið los á allri stjórnar- skipun, upphlaup og byltingar tiðir viðburðir og sleifarlag á fle^tu. Með lokum keisaradæmisins slitnuðu rammar taugar og los komst á lands- lýðinn svo mikið, að eigi hefir enn tekist að skapa festu i stjórnarfyrir- komulagi i landinu. Hér er eigi rúm til að rekja langa sögu. Þó verður eigi hjá því kom- ist að fara nokkur ár aftur i timann, til ársins 1917, og minnast viðburða þeirra, er þá urðu. Forseti sá, sem þá sat að völdum í kíaverska lýð- veldinu, Li-Yuan-Hung, var settur af umsvifalaust, þingið, sem kosið hafði verið samkvæmt bráðabirgða- stjórnarskrá lýðveldisins var rofið og byltingamenn settu hervald i land- inu og tóku við völdum í Peking. 'Höfðu þeir tögl og hagldir i öllum norðurhluta rikisins, en Suður-Kin- verjar gripu til vopna gegn þessari ofbeldisstjóm og stóð borgarastrið milli Suður- og Norður-Kína i þrjú ár, og stendur i raun og veru enn. Þessi grimma styrjðld hefir kostað landið ósköpin öll af mannslifum og fé. Stórveldin lánuðu Kinverjum i fyrstu fé til þess að standast her- kostnaðinn, en hafa nú kipt að sér hendinni. Fjárskortur er eina á- stæðan til þess, að borgarastyrjöldin er ekki háð með eins miklu ofur- kappi nú eins og áður. Stjórnin i 'Peking er ávalt að leit- ast við að láta Hta svo út, sem frið- ur og full eindrægni sé i Kina, og að hún ein ráði yfir öllu landinu. En stórveldin vita betur. Það er kunnugt að fjandskapurinn milli stjórnarinnar I Peking, eða Norður- Kinverja, og stjórnarinnar i Kanton, Suður-Kínverja, hefir aldrei verið magnaðri en nú. Nú i vor lýsti héraðið Kuangtung með höfuðborg- inni Kanton sig lýðveldi og tók forseti þessa lýðveldis, Sun Yat-Sen, við völdum 20. april. Stjórn þessi hefir reynt að fá fullveldisviðurkenn- ingu sendiherranna útlendu í Peking og ætlar að senda fulltrúa sina t:l stjórna stórveldanna úti i heimi. Héraðið Kuangtung, sem er þunga- miðja hins nýja lýðveldis, er með frjósömustu hlutum Suður-Kina og liggur að hafi norðanvert við Suður- kínahaf. Er stærð þess rúmlega helmingi meiri en íslands og Ibúar 22 miljónir. Kina sjálft skifflst i 18 héruð og er þetta eitt hinna merkustu. Þessi héruð hafa einnig tjáð sig fylgjandi bandalagi við lýð- veldið i Suður-Kina: Sze-Chuan, Hunan, Kwei-Chan, Yunan og Ku- ang-Si. En þó er þar ekki um ein- dregið fylgi að ræða, þvi flokkarig- ur er mikill i flestum þeirra og vilja margm haga seglum eftir vindi. Héraðið Fukien hallast fremur á sveif með syðra lýðveldinu og hér- aðið Kiangsu, sem ligpur að Kuang- tung að norðanverðu, berst þeim megin sem meiri er herfangs von i þann svipinn. Önnur héruð fylgja stjórninni i Peking, að minsta kosti í orði kveðnu, en þó er þar ekki neinni eindrægni að fagna. Héraðs- stjórinn i Mukden, sem ræður yfir héruðunum Sheng King, Kirin og Halungkiang, hefir mest ráðin i stjórninni i Peking. En embættis- bróðir hans, héraðsstjórinn í Chihli, er keppinautur hans um völdin. Til þess að tryggja sig í sessi hefir hér- aðsstjórinn í Mukden reynt að gera illræmdan stuðningsmannsinn, Chang Hsun hershöfðingja, að hæstráðanda i héruðunum umhverfis Yangtse, en herforingjarnir i þessum héruð- um snérust öndverðir gegn þvi, svo að það komst ekki í framkvæmd. Shantung héraðið getur ekkert látið til sin taka eins og nú standa sakir og Shensi héraðið er ræningjabæli, sem engum lögum hlýðir. Þannig er ríkiseiningin kinverska nú. Þessi tvídrægni heima fyrir er orðin svo mikil, að jafnvel þótt sameiginlegir hagsmunir norður- og suðurhluta landsins séu í hættu, geta Norðurbúar og Suðurbúar ekki kom- ið sér saman um að afstýra henni. Má ljósast sjá þetta af uppreisninni i Mongólíu i vetur. Hún ber vott um svo einstakt getuleysi og am- lóðaskap af Kinverja hálfu, að vert er að minnast hennar að nokkru. Varð byltingin með þeim hætti, að flokkur Rússa og nokkurra vopnað- ra Mongóla, als 6 þúsund manns, tóku höfuðstaðinn í landinu, Urga, umsvifalanst 4. febr. í vetur. Kin- verska herliðið gafst upp og lagði á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.