Ísafold - 09.08.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 09.08.1921, Blaðsíða 1
Vikublað. Verð: 5 kr. árg. — G-jalddagi 1. júlí. Símar 499 o? 500 XLVIII. árg Ritstjórar: Vilhjálmur Finson og Þorsteinn Gíslaaon.. Afgreiðsla og inn- heimta í Lækjargötu 2. — Talsími 500. ísafoldarprentsmiðja h.f. Reykjavik, Þriðjudaginn 9 ágúst 1921. 32 tölublað. Auglýsingai* þær, sem sendar eru Lögréttu eða ísafold, birtast 1 báðum blöðunum og ná þannig mestn litbreiðsln um landið, sem fianleg er — Verðið þó hið sama og aður var i öðru blaðinu. Norðurlanda. liiai uifl Maniis larsson dðralÉDl. I. norræna dýralæknsmótið var haldið i Khöfn 1902. Drátturinn i |>vi, að næsta mót væri haldið, mun fyrst hafa stsfað af ósamlyndi milli Norðmanna og Svia út af skilnaðar- málinn, en síðan af ófriðaristaadinn. Annað mótið var ekki haldið fyr en nú i sumar, dagana 6.—9. júli og var það 1 Stokkhólrm, í sambandi við 100 ára minningarhitíð dyra- læknaháskókns þar. ÖDum Norðurlöndum var boðið að eiea þitt i mótinu, 02; fór Magn- iís Einarson dýralæknir þangað sem fulltrúi Islands. Frti hans var með honum í ferðioni. Alls voru þarna 321 dýralæknir frí Sviþjóð, 73 frá Danmörku, 42 frá Noregi, 2 áttu að vera fiá Finnlardi, en komu ekki, og einn frá íslandi. Konur margra dýralæVnanna sóttu einnig mótið, alls 108, svo að samkoman var fjölmenn, og var þar að suki boðið til hennar við ýms tækifæri heiðursgestam, utan dyralæknastétt- arirnar. Mótið hófst með hítiðahaldi 4 dýralæknaháskólanum, og voru boðn- ir þangað fulltriiar fyrir ymsar stétt- ir. Þar var kcnungur og drotning og prinsarnir. Ræður héldu formað- ur skólanefndT og rektor skólans, prófessor dr. J. Vennerholm, er kos- inn var forseti mótsins. Var þessi samkoma mjög hátiðleg. Minnispen- ingur var sleginn úr silfri vegna tækifærisins og honum útbýtt til nokkura stofnana, dýralæknaskóla og dýralæknafélaga, þar á meðal einum, sem M. E. fekk, til dyralæknafél. íslands. Alls var þeim útbýtt um 20. Mótinu var hagað 4 þ4 leið, að fyrri hluta daganna voru fundahöld og fyrirlestrar um ymsa dýrasjúk- dóma, mest næma sjúkdóma, flnttir af sérfræðingum. Voru fleiri fyrir- lestrar fluttir í senn og mótinu þann- ig skift i deildir, en fundastjórn var skift milli landanna, og stýrði M. E. einum fundinum. Fandirnir voru haldDÍr i rikisþingshúsinu, sölum beggja deilda þess, og ern ralirnir hringmyndaðir, með hækkandi sæt- um til vegejanna, en alt ljós kemur að ofan. Komu þarna fram margir merkir fyrirlestrar, sem síðar verða prentaðir. Siðari 'hluta daganna v?r varið til skemtana og kynninga. M. E. var i fylgd með dönskum dýralæknum til Stokkhólms. Þegar þeir komu þang- að, voru reist 4 stðngum frar^an við járnbrautarstöðina flögg allra Norður- hnda. Einnig voru þau framan við þinghúsið oar dýralæknahiskólann meðan fandahöld eða hátíðahöld fóru þir fram. Sömuleiðis var skreytt með þeim í ðllum veitslunum. Á járnbrautarstððinni var tekið á móti dýralæknunum af sérstakrinefnd, kðrlum og konum. Var þeim M. E. og frú hans þá boðið til morgnnverðar, ásamt nokkr- um öðrum, af rektor dyralæknahá- 'kólans. Þrjár stórar miðdegisveitsl- or vorn haldnar meðan 4 mótina stóð. Fyrsta daginn á Strandhótel- inu og þangað boðið sem gestum öllum titlenda dyralæknunum. Einn- ig voru ráðherrarnir sænsku þar boðnir og ýmsir fleiri, svo að veitsl- una sátu á 6. hndr. manns. Rvður vorn margar, talað fyrir minni Dan- merkur, Noregs og íslands. M. E. flutti þar ræðu og þakkaði fyrir ís- lands hönd. Veitingar voru s;óðar og gleðskapur i besta lagi. Annan daginn var ekki œiðdegisveitsla. En þriðja daginn var siglt niður Maler- en, út til Saltsjöbaden, ytst i Sker- garðinuro, og þar haldin stór mið- degisveitsla með ræðuhöldutr og gleðskap. Ef fagurt þar út í Sker- garðinnm, þéttar eyjar skó«i v*sxaa- með sketrtibústöðum, en mjó sund i milli. Fjórða og síðasta daginn var kveðjumiðdeeisveitsla haldin 4 Hotel Kontinental og tók fjöldi manna þátt i henni. Þar hafði for- seti mótsirs, Vemerholm prófessor, fni Astu Einarson til borðs. Msrgar ræðor vom haldnar, ein sérstakl-ga fyrir M. E. og f ú hans af dr. Wall 03 býrjaði hann raeð tilvitnun í Hávamál. M. E. flutti þar ræðu, þakkaði viðtökurnar i íslands nafni og bað menn að drekka skil stóra bróðursins norræna þ. e. Svfann?. Við miðdegisveitslurnar skemtu hljóð- fierasveitir og stúdentasöngflokkur. Lagið við isl. þjóðsÖDginn kunni hnnn ekki, en söng í þess stað: »Yderst mod Norden*, er íslands var minst. 1 lok mótsins var ákveðið, að næsta norræna dýralæknamótið yrði haldið í Kristianin eftir 5 eða 6 ár. I undirbúningsnefnd þess var kosinn einn maður frá hverri þjóðirni, sem þátt átti i þessu móti, og Firmura ætlað að velja 5. manninn. M. E. var kosinn fyrir Island. Varð hann að lofa að koma þangað með fyrir- lestar um bráðapest og bólusetning gegn henni. Konurnar tóku ekki þitt i funda- höldunum fyrri hluta mótsdaganna, en höfðu þá sérstakar dagskrár fyrir sig. Annan daginn komu þær sam- an hjá prófessorsfrú Vennerholm á dýralæknaháskólanum og skoðuðu siðan skólann og þjóðminjasafn rík- isins. Næsta d^g komu þær í kon- ungshöllina og Riddarahólmskirkjuna. Síðasta daginn i dýrafrarðinn og á Skansinn. Hafði frú Vennerholm aðalleiðsöguna alla dagana. M. E. lætur mjög vel yfir við- tökunum i Sviþjóð og öllu íyrir- komulagi bæði á fundahöldnnum og veitsluhöldunum. Sérstaklega tekur hann það fram, að auðfundið hafi það verið, að Sviar hafi viljað sýna íslandi allan sóma. Það má lika full- yrða, að Island hefir átt þarna á mótinu góða falltriia þar sem voru þau hjónin bæði. Þau fótu héðan 20. maí til Kaup- mannahafnar og vora þar um hrið. Fóru svo yfir til Tótlands, og þar heimsótti M. E. ýmsa dýralækna, sem hann þekti frá námsirunum i Khöfn. Hann hafði nú ekki komið til Danmerknr í 21 ár, en var alda- mótaírið á landbúnaðarsýningu i Odense. Lengst var hann á Jótlandi hj4 J. N. Jörgensen dýralæknir í Hammel, skamt fri Aarhus, og ferð- aðist hann með honum til og frá um landið, m. a. til Silkiborgar og Himmelbjærget. Þurkar voru miklir meðan hann dvaldi á Jótlandi og skemdu þeir jarðveginn, einkum þar sem sendin jörð er. — Um Norður- Sjiland ferðuðust þau hjónin einnig. Éftir að þau komu frá Stokkhólmi dvöldu þau aftur viku í K.höfn áður en þau héidu heimleiðis. ¦' - r : 0- r 1 — ÍI Nokkur bréf til Þ. G. 17. april 1901. Góði vin! Gleðilegt sumar — bara isinn hremmi ekki heila galariið, eg verð nervös, hvenær sem sá óvættur nálgast strendurnar. Enn er autt auítur fyrir. en hvað lengi —? Þökk fyrir Bjarka, sem oft er Iag- legur, þó skömmóttur sé með sprett um. Eg heyrði hjá lækni póst úr bréfi fri þér (confidentielt) og vildi eg sVjóta því að þér, að fari svo að Bjarki færði út kviarnar og duplicat han'' yrði hér gefið út (d: í nýrri pressu) gæti vel verið að eg (si vixero) gæfi kost á að starfa að því, að hann kæmi hér út almenni- lega redigeraður. Um það á sin- um tima, en Stefnir og hans pressa er sem niðurlagsfat og Utill sómi Norðurlandi. Hér riður Hfið á vilrum, réttsýn um, staðfðstum og sannfróðum blöð- um. Mórall ístands ætti ekki að sökkva dýpral Verst er þetta póli- tiska argafas, sem alt er orðið per- sópulegur idíótismus eða verra. Stillin^ í stjórnar- og þjóðmálum er það sem alt er undir komið — enda fyrir menn sjálfa, sem styra blöðum, þegar til lengdar lætar. Nú er Chanchinn, því flestir spakir menn eru orðnir jafnleiðir á Doctrinairis- mus Benediktskunnar sem Op- portunismus Valtýs, sem löngu er orðið vitlaust kappsmil, þó i sjálfu sér hafi margt til sins máls. í flaghasti þinn Matth. Jochumsson. Ekkeit múkk segið þið um Jón Arason, 0g er það ekki meðmæli með sölu ritsins. Seinna meir mun það kannske kynlegt þykja að flest blöðin hafa myrt karlinn með þegj andaskap. Nú sendir Östlund út nýprentuð »Aldamót« mín, og á eg von á sömu þökkunum, þó þar sé fóíki minni vorkunn að »vera með« í skilningnum. Þinn 1 Matth. Jochumsson. Bækur. Georg Brandes hefur lengi verið meðal allra afkastamestu rithöf. á Norðurlöndum og jafnframt sá, sem einna mest hefur verið lesinn, bæði þar og erlendis. Hano kom iika að ymsu leyti með nýtt blóð inní nor- rænt bókmentalif, þó áhrif hans nú orðið séu sjálfsagt nokkuð annars eðlis, en þau sem i öndverðu áttu að liggja i baráttu hans fyrir realism- anum. Það er ekki lengur það bardagaeðli G, B., sem dregur að sér mestu athygli, enda þarf ekki lengi að leita til að finna það, að hann hefur ekki sjilfur fylgt þeirri stefnu sinni út í æsar. Hann hefur leitað sér verkefna miklu viðar, smogið inn í miklu fleiri og fjöl- breyttari má efni og menn. Hann segir sjálfur í formila seinustu bók- ar sinnar, um Michel Angelo, að hann hafi helst skrifað um þær per- sónur, sem hann elskaði: »Eg byrjaði mjög ungur með Aarestrup, Palu- dan Mtiller, H. C. Andersen, Hauch. 1870 kom fyrsta bók min um Hippo- lyte Taine, en af þeim manni hafði eg mest lært á árunum 1864—70 og honum finst mér eg enn eigi mest að þakka. Svo skrifaði eg um Sóren Kirkegaard, þann rithöf., sem um tvítugsaldur vakti mig til sjilf- stæðrar hugsunar. Frá 1874 er fyrsta uppkastið að bók minni um Lasalle, sem eg þá, af góðum og gildum ástæðum, mat mjög mikils. Þar áður hafði eg skrifað nm Ibsen, sem dró mig mjög að sér, um Disraeli, sem heillaði mig, um Max Klinger, sem undraði mig með snilli sinni, og seinna um Nietzsche, sem vann mig með frumleik sinum. Um flesta þessara manna hafði enginn skrifað á undan mér. Siðan minnist hann á Höfuðstraumana og Sfiakespeare og loks á síðustu rit sin um Goethe, Valtaire, Cæsar, Michelangelo. Brandes segir svo frá upphafi þeirrar bókar, að 1860 hafi hann keypt fyrstu ljósmyndina af teikn- ingu eftir M., árið 1900 hafi hann farið að kynna sér hann fyrir alvöru og frá 1918 hafi hann sðkt sér al- veg niður i hann. Það er eins og að biia sig undir langferð, að leggja í lestur þessara tveggja stóru þykku binda. Fyrst er skýr og skemtilegur inngangur (overture) að sumu leyti best skrifað- af allri o-ókinni og siðan langir kaflar um Florens og Róm 4 end urreisnartimnnum og síðan æfi- og þroskasaga Michelangelos sjilfs og lýsing á verkum hans. Á norræn- um málum hefur tiltölulega lítið verið skrifað um M., áður. Bier- freund — sem lika hefur skrifað góða bók um Shakespeare, hafði í smíðum rit um hann, en dó frá því og sömnl. hefir verið þydd á norsku bók Rollands um hann. En í þessu riti kemur nú ýtarlegt og auðlesið yfirlit um xfi haDs ogstarf og menningu samtímans. Og Mich- elangelo er eflaust einhver allra stór- feldasti andi endurreisnaraldarinnar, hann er eins og kristall, þar sem brotnar ljós og litskrúð heillar ald- ar, heillar menningar. Það er altaf undir hælinn lagt, hvernig aðrir dæma slika menn á eftir, ekki sist þegar í þeim berst eins mikið af andstæðum, eins mikið af brotum og og í Michelangelo. En það eru oft- ast menn sem vert er að reyna að kynnast, þó niðurstaðan fari oft eft- ir manninum, sem skoðar, þar eins og víða annarstaðar, þó dómarnir séu að ýmsu leyti bundnir af erfða- kenningum og vana. Þetta kemur hvorttveggja fram i bók Brandesar. Hún er í rauninDÍ ekki síður um B. sjálfan, en um Michelangelo, enda byrjar formálinn 4 því að »það sé tilgangur þess rithöfundar, sem ekki vinni eftir pöntun, að fi framris anda sínum og lysa hugsjónum sin- um«. Eftir þessari .forskriftf hefir Brandes svo skrifað um það sem mest ihrif hefir haft 4 hann í þetta eða hitt skiftið og afleiðing þessa er einnig það i ritmensku hans, sem ef til vill hefir haft mest 4hrif. Hana hefir gert norræna — og einkum danska ritskyringu að alþjóðareign og alþjóðarihugamali — fært hana út fyrir svið sérfræðinganna. Þetta hefir aftur 4 móti haft áhrif 4 form- ið — það verður »alþýðlegra« sem kallað er eða »óvísindalegra« — Brandes vitnar t. d. hér um bil al- drei til heimilda sinna og þó erfal- ið mjög mikið lestrar- og lærdóms- starf í bókunum. Þær verða stund- um nærri því eins og sögulegar skildsögur. En hvað um það. Það m4 sj4If- sagt finna margt að þeim. En þær eru skemtilegar, eins og flest sem Brandes skrilar, og fróðlegar viða, og ættu bókasöfn og lestrarfélög að eignast þær helstu þeirra (Gyldendal, Ársæll Árnason). Brandes hefirverið fundið margt til for4ttu i seinni tið, og ýmislegt með réttu. Hann hefii verið iifinn niður i heilum skamm- arritum og hafinn til skyjanna í öðr- um, eða reynt hefir verið að segja 4 honum kost og löst i sambandi við samtið hans. En þögn hefir sjaldan verið í kring um hann. Vb?. I

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.