Ísafold - 09.08.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.08.1921, Blaðsíða 3
f ÍSAFOLD fiinn bersyndugi. Skáldaaga eftir Jón Bjömsson. I. Kennari og lœrisveinn. •Ekkert er jafnóstöðugt eine og október- veðrið á lelandi og kvenlundin«, eagði Daniel, bóndinn i Holti, um leið og bann vatt eér inn úr norðanbylnum, enjóugur frá hvirfli til ilja og klökugur i skeggi. Hann kom frá gegningum. Kona hanB, Krietín, gekk á móti honum fram að dyrunum, og hjálpaði honum til að dusta af eér Bnjóinn. Hún lét einhver orð falla um, að kvenfólkið gæti nú#etundum verið nokkuð faet fyrir. Það væri ekki alt- af jafn hvarflandi og október-veðrið. Daníel var nýlega eetstur, búinn að þvo eér og borða, og Friðrik, sonur þeirrahjóna, 12 ára gamall, rétt að byrja aö leea fyrir hjónin nýkomna bók, þegar drepið var á baðetofuhurðina og henni lokið upp óðara. »Sælt og blessað fólkið!« komumaður var nágranni þeirra í Holti, og kom framan úr sveit og var með bréf til bónda. Krietín lagði frá sér prjónana, stóð upp og bauð gestinum til sætis. Kvað honum ekki veita af hreBsingu eftir gönguna móti bylnum. »Nei, þakka þér fyrir. í fyrsta lagi er stutt heim, svo varla tekur því að fara að verka af sér snjóinn rétt við heima- vegginn. Og í öðrulagi bíður nýi kennarinn eftir mér úti«. »Nýi kennarinn!* tóku þau öll upp eftir honum. Og Friðrik senti frá sér bókinni og hljóp fram í bæjardyr. Kennarann sinn varð hann að sjá! Daniel spurði nánara eftir honum. Komumaður kvaðst ætla að hýsa hann í nokkurar nætur meðan óráðið væri, hvar hann byrjaði að kenna. Þegar Friðrik kom fram i dyrnar, sá hann háan mann og herðabreiðan standa frammi á hlaðinu. Hann tók eftir litlu nefi, ávölum kinnum, þykkum vörum. Hakan var hulin undir uppbrettum frakkakraga og ennið undir niðurflettri húfu. En augu mannsins vörpuðu ljóma yfir hann allan. Óvænt leiftur flaug úr þeim inn í sál drengs- ins og snart hana. Hann fann, að þessum manni gæti hann hlýtt, unnað, barist með — gert alt fyrir. Kennarinn gekk að dyrunum til hans. •Komdu sæll, drengur minn!« Friðrik tók kveðjunni feimnislega. »Áttu hérna heima!« »Já«. »Hvað ertu gamall?« »Tólf ára«. Það varð þögn um stund. •Veitstu hver eg er?« »Þú ert nýi kennarinn«. »Og þú ert fyrsti lærisveinninn, sem eg sé hér. Eg veit, að eg muni fá að kenna þér«. Hann rétti aftur fram höndina. »Eig- ura við ekki að láta okkur koma ágætlega saman? Verða dugnaðarmenn að kenna og læra?. gJFriðrik varð undirleitur en tók þó i hönd kennarans og hvíslaði fram jái. »Hvað heitir þú? dirfðist hann að spyrja. »Já, hvað eg heiti, — hefi eg ekki sagt þér það? Eg heiti — já, hvað heldurðu? Nú skaltu geta!« Friðrik varð enn feimnari og steinþagði. »Eg heiti Skarphéðin — »ok er maðurinn ógiftusamligur* — veitstu hvar það stendur ?« »í Njálu*. •Geturðu sagt mér meira úr þeirri bók?« Friðrik svaraði þessu ekki en leit framan í kennarann og sagði: »Eg hefði heldur viljað, að þú hefðir heitið Gunnar*. Við þessi orð hvarf skyndilega gleðiblær- inn af andliti Skarphéðins, og alvörusvipur kom í staðinn. Hann leit út í bylinn og spurði eftir nokkura þögn: »Heldur þú að Skarphéðinsnafninu fylgi enn þá víg og blóð og hefndir?* Því gat Friðrik ekki svarað. En hann tók eftir svipbreytingunni á kennaranum og blaktandi geðshræringarglampa í augum hans. Rétt í þessu kom gesturinn, sem inni var, fram i dyrnar. Kennarinn tók í þriðja skifi á þessari stuttu stund i hönd Friðriks og kvaddi hann. »Við sjáumst vonandi bráðlega á einhverjum bænum í grendinni«, bætti hann við. Þeir lögðu út í bríðina. Friðrik stóð lengi og horfði á eftir þeim — og þó ekki nema á annan. Breiðar herð- ar Skarphéðins, stæltur líkaminn, höfuðburð- urinn, blærinn yfir allri persónunni — alt brendi sig inn í barnshugann á einu augna- bliki, skýrt, óafmáanlegt. í hvert skifti, sem hann hugsaði um hann slðar — og það var oft — sá hann hann jafnan þannig: Kringum hann var oftast kalt, stundum koldimm^hrið • 1 illvilja, misskilning8, jafnvel haturs, en hann gekk oftast glaður og djarfur móti öllu, hve ömurlegt sem útlitið var. Hann hljóp inn. En hann fékst ekki til að byrja á bókinni strax aftur. Hann hljóp á milli pabba síns og mömmu og hrópaði sífellu: »Eg sá kennarann! Hann talaði við mig! Hann heitir Skarphéðinn! Hann sagði eitt- hvað, sem stendur í Njálu! Hann talaði um blóð og víg og hefndir!« Honum fanst karl- mannlegast að enda á þessu. »Hvað segirðu, drengur? Fór maðurinn að tala um víg við þig, barnið?« Friðrik var töluvert hreykinn af þessum 12 árum sinum, svo honum fanst móðir sín tala óþarflega ónærgætnislega um aldur sinn. »Er nokkuð verra að tala um það við mig en láta mig lesa um það. Þið hafíð sjálf sagt mér að lesa Njálu og aðrar íslendinga- sögur*. Við þessari röksemd Friðriks gátu foreldr- arnir ekkert sagt. En ósjálfráður ótti við þennan ókunna mann læddist inn í hug þeirra. Þeim var sárt um áhrifanæma og ómótaða sál drengsins. Hver vissi, hvað þessi kennari kynni að innræta börnunum. Ef til vill var hann einhver víga- og blóðdýrkandi. Hann var sagður hafa ágætis meðmæli frá kennaraskólanum og vera fluggáfaður. En slíkum mönnum fylgdi oft mesta hættan fyrir börnin. Þeir opnuðu ýms útsýni, sem barnssálunum áttu að vera vandlega dulin. Hjónin litu hvort á annað og síðan á drenginn. Faðir hans gekk til hans. »Ætlarðu ekki að lesa meira fyrir okkur, Friðrik! Þú mátt ekki láta alt vitið í kenn- arann. Þú færð að kynnast honum, vertu VÍ88«. • En Friðrik heyrði ekki. Kennarinn hafði rýmt öllu úr hug hans, en komist þar sjálfur inn. Og barnshugurinn var frjór. Maður, sem átti að ljúka upp fyrir honum æfintýra- heimum þekkingarinnar, var honum meira en nóg umhugsunarefni. Hvað mundi þessi maður segja honum? Hvað mundi hann láta börnin læra! Hverju mundi hann halda leyndu fyrir þeim? Mundi hann biðja þau eða bjóða þeim að læra? Friðrik komst al- drei fyrir endann á spurningunum. Það rak hver aðra annari þýðingarmeiri, fanst hon- um. En svo lagðist að siðustu augnatillit kenn- arans yfir hann eins og heiður himin, sem þó gat verið allra veðra von úr. var haldið uppi eftir megni, einkum til Englands og Ameriku. Til Banda- rikjanna voru fluttar á árinu niður- snðuvörur írá Stafangri einum fyrir 25 milj. kr. Nú sem stendur er þó salan i Bandarikjunum erfiðleikum bundin. Það er kvartað um, að □orsku vörurnar séu ekki vandaðar, ekki vel frá þeim gengið, og þær dýrar. Niðursuðuverksmiðjumar i Kaliforníu og Maine gera sér lika alt far um að fá norsku vörurnar tollaðar. Alt útlit á þvi, að norsku niðursuðuverksmiðjurnar eigi fyrir höndum hart strið við erlenda keppi- nauta, Bandaríkjamenn, Portugalla og einkum Japana. A stríðsárunum komu ýmsar erlendar verksmiðjur niðursuðnvörum sinum á heimsmark- aðinn fyrir tiltölulega lágt verð og vilja nú halda þar velli. — Á árinu 1920 hafa ýmsar norskar niðursuðu- verksmiðjur hætt störfum alveg, aðr- ar hafa dregið úr þeim og nokkrar hafa afskrifað hlutafjárupphæð sina um helming. Likt er að segja um ýmsar af síldaroliuverksmiðjunum. Fyrir landbúnaðinn norska hefi' árið 1920 ekki verið meðalár. Þó hefir heyfengur um alt land verið góður. Kornvöxtur og rótarávaxta hefir verið mjög mismunandi í hér- uðum landsins, kartöflur sumstaðar nærri i meðallagi, en annarstaðar langt nndir þvi, svo sem á Roga- landi alt að 60% undir meðallagi. Fyrir timbursöluna hefir árið 1920 verið meðalár. Timburverðið var stigandi mikinn hluta ársins og eft- irspnrn mikil. í júnl varð stærsti skógarbruni sem menn vita til að átt hafi sér stað i Noregi, í Ytri- Reindalnum. Hæst var timburverðið i nóvember, en fór þá að falla hröðum skrefum. Líklegt, að skóga- eigendur verði að liggja með mikið af afurðum sínum vegna fallandi verðs á kolum og koksi. ------4j r Eftir cand. polit. Jón Dúason. I. Þvi miður hafa íslendingar séð hrakspár mínar rætast. Bölvun sú, sem hlýtur að fylgja óhæfilega mikl- um lánum 1 ótrygðum seðlum, hefir nú dunið yfir. Verðfall það, sem ag sagði fyrir um, ei nú einnig kom- ið fram. íslenskar vörur hafa hrapað niður i verði og halda áfram að falla; enginn veit hve leng: 2ða h~.i ri- ið. Snemma i ófriðnum sagði eg Is- lendingum það fyrir, að Bretar mundu að ófriðnum loknum leggja gjald á útflutt kol, sem lið í við- leitni sinni til að velta herkostnaði sinum yfir á herðar annara þjóða og hvatti íslendinga til að nema kolalönd á Grænlandi og sjá sér sjálfir fyrir kolum þaðan. Islending- ar skeyttu því engu að afla sér kola, en kolapólitík Breta var á þá lund, er eg sagði. fyrir. íslendingum var þar af leiðandi nauðugur einn kostur að kaupa bretsk kol og gjalda blóð- ugan herskatt. Kolapólitlk Breta var þannig, að námunum var gert að skyldu að láta af hendi kol til innanlands þarfa fyrir ca. 40 sh. tonnið. En útflutn- ingsverðið komst upp í ca. 150 sh. vegna útflutningsgjalds og þess, hve Htið mátti flytja út. Þessi ráðstöfun *) Greinin er SKrifnð 1920. var þrent i senn: 1. Geysilega mikil vernd fyrir bretska atvinnu. 2. Bana- spjót lagt að atvinnugreinum annara ríkja, er reknar voru með innflutt- um kolum. 3. Eftir að hafa þannig lamað eða drepið atvinnugreinar annara rikja, var leiðin þar með rudd fyrir Breta til að leggja mark- £ði jí irra undir sig. Þessi pólitík, sem gaf Bretum sjálfum ódýr kol, gaf stórtekjur i rikissjóð, opnaði breskri framleiðslu nýja markaði, en lét útlendinga borga brúsann, var eftir hjarta allra Breta. Þótt Bretastjórn hafi nú — gegn vilja landsmanna — afnumið þetta fyrirkomulag vegna ófyrirstðrjr rás- ar viðburðanna, mega menn þó ekki búast við, að það verði síðustu tið- indaverðir atburðir i kola- og stein- olíupólitik heimsins. Kolamálið á Bretlandi er enn óútkljáð, t. d. hverjir og hvernig eigi að reka kola- gröft og kolaverslunina o. s. frv. Bretar hafa nú náð undir sig svo miklum meiri hluta af olíulindum heimsins, að það er álitið, að þegar þeir eru búnir að virkja þasr og að þvi dregur, að Bandarikin þurfi á mestallri olíu sinni að halda til innan- landsþarfa, geti Bretar einnig orðið einvaldir i olíupólitik heimsins. Að Bretar noti það geypivald, sem þeir hafa yfir rekstursaði handa skipum á þann iiátt jea þs’r telja sir mest- an hag í, er varla vaiasam.. En þótt verndarstefnumönnunum á Englandi ankist fylgi dag frá degi og kringum- stæðurnar svo að segja neyði Eng- land, eða bretska heimsveldið, til að gerast aftur atvinnuverndarland, þá er ekki vist, að þessu vopni yrði beitt eins ægilega ng hægt væri að hugsa sér. En vist er, að Bretum lpkur ekki siður hugur á þvi nú en á Cromvells dögum, þegar »sigl- ingalögin* voru sett, að ná undir sig sem mestu af siglingum og verslun heimsins. Veröldin er sem stendur svo full af andstæðum að áður en þær leys- ast fer ekki hjá þvi, að margt dynji yfir, sem menn hugsa ekki út í nú. En þeir atburðir fara aldrei fram hjá íslandi, sem meira en nokkurt ann- að land á lif sitt undir heimsmark- aðinum. Þess vegna ber nauðsyn tii að íslendingar styrki atvinnuvegi slna með þvi að útvega þeim sem best og viðast náttúrlegt grunnlag svo þeir geti staðist hafrót verð- breytinganna. Island er eyland langt norður í reginhafi. Framleiðsla þess er svo einhliða að flest og mest af, þvi sem landsmenn þurfa til lifsins viður- halds og til reksturs atvinnuvega sinna, þarf að flytja inn frá öðrum 'öndum. Mestalla framleiðslu lands- .nanj t verður að flytja út og selja erlenais. Veigamesti atvinnuvegur landsmanna, fiskiveiðarnar, er stund- aður á skipum með hreyfi- eða gufu vél. Þess vegna er rekstursafl handa skipunum, verslunarflotanum og fiskiflotanum, fjöregg islensks at- vinnulifs. Sé þjóðinni ant um fjár- málalegt og pólitiskt sjálfstæði sitt, sé henni ant um Hf sitt, velferð sina og menningu, verður hún að láta sér skiljast, að hún má ekki eiga þetta fjöregg sitt í höndum annara þjóða. Horfurnar i islensku atvinnulifi hafa sjaldan verið ískyggilegri en nú. Þvi meir sem framboðið á land- búnaðarvörum á heimsmarkaðinum eykst og því meir sem farmgjöldin lækka, þess meira falli geta íslend- ingar búist við á sinum landbúnaðar- vörum. Ofan á þetta bætist, að is- lenskar landbúnaðarvörur etu 2. og 3. flokks að gæðum og falla þvitil- tölulega meira en 1. flokks vörur þegar framboðið eykst. Sjávarútvegurinn er betur staddur, þótt þröngt sé honum fyrir dyrum. Sildarmarkaðurinn, sem sumarútgerð- in var að mestu leyti bygð á, er eyðilagður um alla yfirsjáanlega tið, meðan Mið- og Austur-Evrópa liggja i rústum. Þegar sildarmarkaður heimsins hefir þannig verið eyði- lagður, mega íslendmgar ekki búast við kraftaverkum af landsverslun með sil;, þótí það sé rétt að sala á sér- hverri íslenskri útflutningsvöru ætti að vera á einni hönd. Alt öðru gegnir um saltfisksmark- aðinn. Suðuihluti Evrópu, Suður- og Mið-Ameríka og Vestindíur eru enn sem heiid velstæð lönd, þótt kaup- þol þeirra hafi rýrnað, t. d. Spánar, þar sem markaðurinn hefir verið bestur fvrir islenskan fisk. Verra er það, að fiskiflotarnir og fiskifram- leiðslan hefir aukist stórum beggja megin Atlantshafsins og saltfiskur- inn lýtur sömu lögum og aðrar matvörur, að sé framboðið meira en til að fullnægja þörfunum veld- ur það tiltölulega miklu verðfalli. Og fiskverðið lækkar einnig fyrir aukið framboð og verðfall á öðrum matvörum. í samkepni við aðrar þjóðir standa islenskir fiskimenn illa að vigi að þvi leyti, að þeir eiga ekki i landi sinu rekstursafl handa skipunum né innlendan markað fyrir fiskinn. Mið- in við Suður- og Vesturland eru á vertíðinni þriðju fiskiauðugustu, miðin

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.