Ísafold - 16.08.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 16.08.1921, Blaðsíða 1
Vikublað. Verð: 5 kr. árg. — (Jjalddagi 1. jiílí. Símar 499 og 500. Ritstjórar: Vilhjálmur FinBen og Þorsteinn Gíslason.. Afgreiðsla og iim- heimta í Lækjargötu 2. — Talsími 500. ísafoldarprentsmiðja h.f. XLVIII. árg. Reykjavík, Þriðjudaginn 16. ágúst 1921. 33 tölublað. Auglýsingan þær, sem sendar eru Lögréttu eða ísafold, birtast í báðum blöðunum og ná þannig mestu útbreiðsla um landið, sem fáanleg er — Verðið þó hið sama og áður var i öðru blaðinu. Perferendis jam per an- nos tormentis, longe max- ima virium pars absu- mitur. Hinc operibus mora. Ich förchte nur die Dummheit, den Mangel an Schlussföhigkeit, die Be- schrftnktheit, die Unwis- senheit, die Abwesen- heit von Genie. I. Til er ritgerð, islensk, sem heitir Lífgeislan og Magnan (Bioradiation og bioinduktion), og hefir ekki, svo mér 'sé kunnugt, þeirrar ritgerðar verið getið i neinu blaði íslensku. Margir hafa að visu lesið ritgerð þessa — sem prentuð er í bók þeirri er Nýall heitir — en mjög ótrú- legt“hefir þeim þótt margt það sem þar er sagt, og blandast svo sem ekki hugur um, að það mundi vera i engu bygt, að tala um lifgeislaD. En þó er það rétt. Og áður á löngu líður, mun hver mentaður maður vita af llfgeislaninni, ekki slður en nú er kunnugt um sýkla og gerla aðra, öllum lýð, sem nokkra ment- un hefir fengið. En þó vissi, fyrir nokkrum áratugum, enginn maður neitt um þær afar þýðingarmiklu smáverur. W. J. Kilner heitir maður. Hann er rafmagnsfræðingur, vel að sér i eðlisfræði og tilraunamaður ágætur. Einnig er hann vel að sér í ýmsu er að læknisfræði lýtur, og hefir starfað að rafmagnslækningum á sjúk- rahúsi i Lundúnum. Kilner hefir fundið aðferð til að gera sýnilega geislanina frá Hkama mannsins, þessa sem eg nefni lifgeislan, og hefir margvislega rannsakað geislan þessa, sem stafar af hinum lifandi Hkama. Frá rannsóknum sínum hef- ir hann sagt i bók mjög merkilegri sem heitir The Human Atmosphere (The Aura). London X920. Bók Kilners er eindregið visindaleg, al- gerlega laus við alla dulrænu (My- stik) Og leynifræði (Occultism). Kilner hefir nú fundið, að orka þessi, sem geislar af likamanum og kalla mætti lífmagn, hagar sér að sumu leyti likt og rafmagn, og geislar mest af frammjóum hlutum líkam- ans, fingrum, nefi o. s. frv. U. Þá er að nefna rússneskan mann dr. Nanm Kotik, lækni og sálufræð- ing. Kotik fann, að mannsheilinn sendir frá sér orku, sem hagar sér að ýmsu leyti likt og rafmagn. Orku þessa gat hann leitt eftir kop- arþræði og safnað henni á yfirborð hlutar, Þá stórmerkilegu uppgötvun gerði Kotik að orka þessi, sem geyma má á pappírsblaði, leitast við að framleiða aftur, í öðrum heilum, heilaástand eins og það sem samfara var útstreymi hennar. Einnig hin aðdáanlega ritgerð Kotiks (die Ema- nation der psychophysischen Ener- gie. 1908) er eindregið vlsindaleg og laus við alla dulrænu. Þegar oss er kunnugt orðið um rannsóknir þeirra Kibers og Kotiks, kemur oss slður á óvart það, sem segir af Englendingnum V. N. Tur- vey; en um hann er til eftirtektar- verð íslensk ritgerð, (i timaritinu Morgunn) eftir prófessor Harald Níelsron. Turvey var verkfræðing- ur að mentun, vandvirkur og ger- huguli, og eru athuganir þær, sem hann segir frá i bók sinni The Be- ginnings of Seership, vottfestar mjög. Athuganir Turveys sýna enn mjög greinilega, og i fullu samræmi við rannsóknir þeirra Kilners og Kot- iks, að frá mannsHkamaDum geislar orka sem hagar sér Hkt og rafmagn. Afar eftirtektarverðar eru þær til- raunir Turveys, er hann lá i rúmi sínu. eða hallaðist aftur i hæginda- stól, og gat, af munni annars, talað við fólk sem var að halda miðilsam- komn í 4 (enskra) mllna fjarlægð (on several occasions — segir Tur- vey, (Beginnings 5.54). — »1« have controlled a medium, and introduced myself through his or- ganistn to people present, and have carried on a conversation with them). Það sem gerðist var þetta. Miðillinn sofnaði, eins og vanalega. Og eft- ir dálitla stund fer hann að tala upp úr svefninum. Og þá talar hann ekki af sinni eigin meðvitund, held- nr eins og meðvitund annars manns ré komin fram í honum, meðvitund Turveys, manns sem nú einmitt var að reyna að framleiða 1 miðlin- um sína meðvitund, þó að hann væri í 4 mílna fjarlægð. Þegar samskonar fyrirburðir hafa gerst, maður sofnað miðilsvefni á sam- komu og farið síðan að tala eins og önnur meðvitund væri komin í hann, þá hafa sumir haldið að mið- illinn væri að leika, aðrir að lik- amalaus andi framliðins væri farinn I hann og enn aðrir, að það væri undirvitund miðilsins, þetta asylum ignorantiæ eða athvarf fáfræðinnar er þeir kalla undirvitund, sem kom- ið væri fram í houum. Stórmerkilegar eru þessar tilraun- ir Turveys, en þó ekkert dularfult það sem gerist. Rannsóknir Kilners og Kotiks hafa sýnt að likaminn geislar frá sér orku, sem hagar sér likt og rafmagn, og tilrannir Tur- veys leiða þetta enn frekar i ljós. Eins cg Marconistöð framleiðir sitt rafmagnsástand í annari, þannig framleiðist heila- og taugaástand Turveys I heila og taugum annars manns, og það þó i fjarlægð sé. Miðillinn talaði eins og hann væri Turvey: mpðvitund Turveys um að hann væri hann sjálfur, var komin fram í miðlinum, i staðinn fyrir hans eigin meðvitund um sjálfan sig. Væri hann beðinn að skrifa nafn sitt, þá skrifaði hann nafn Tur- veys, mjög likt þvi sem Turvey hefði sjálfur gert. Þetta sýnir hversu nákvæmlega einnig taugastjórn eða innervation Tnrveys varkominfram i miðlinum. Hann hóstaði eins og Turvey, og fann til þar sem Tur- vey kendi verkjar. Menn munu finna, þegar þeir fara að rannsaka nógu vel, að þessi athugun sem sið- ast var vikið á, skýrir hvernig stend- ur á þvi sem menn kalla hysteriskar þjáningar. m. Stórmerkileg er þessi sögusðgn Turveys. En mjög fór þvifjarriað hann skildi sjálfur hina afarmiklu þýðingu tilrauna sinna og athugana. Newton hét hann að fornafni, en að vísindasnild komst hann ekki neitt i námunda '"við nafnann fræga. Tilraunir Turveys sýna mjög glögga leið til ráðningar á gátu spiritismans. Þær sýna mjög fagur- lega, hvemig á sér stað þetta, sem eg kalla lifstarfsileiðslu eða bioin- duktion. Alveg aðdáanlega koma þær heim við þetta sem eg hafði fundið. Um mörg ár hafði eg at- hugað mjög vandlega eðli svefns og drauma. Eg hafði fundið, að miðilsvefninn er i eðli sínu náskyld- ur vanalegum svefni, og að líkam- inn er i svefni magnaður eða »hlað- inn« af orku nokkurri, sem kemur utanað. Þar er vissulega um til- sendan kraft að ræða, eins og kom- ist er að orði i helgri bók sem Edda er kölluð. Orkan sama, sem i upphafi snér hinu Hflausa efni jarðar vorrar til lífs, endurnýar lifs- kraftinn í svefni. Þeir sem hafa veitt þvi eftirtekt hvað það er, sem best stefnir i heimspeki og visind- um, alt frá fornöld, munu glögt skilja, að hér er satt sagt. Magnan þtssari, sem verður i svefni, fylgir nú vit og tilfinning, svefnvitundin eða draumarnir, og sýnir þar ná- kvæm athugun, að það er vit og tilfinning annars manns, likt þvi, sem kom svo fróðlega fram i til- raunum Turveys. A eðli svefns og drauma hefi eg minst i ritgerðum mínum i Nýal og viðar og mun enu gera nánar grein fyrir þeim rannsóknum minum, í sérstakri rit- gerð. IV. Nú vikur sögunni að þvi, sem gerist á miðilfundi. Miðillinn lagar sig til, og áður á löngu liður, er hann sofnaður, eftir nokkrar teygjur og kippi. Ef setið er nálægt miðl- inum, má vel finna, hvernig orkan sem magnar hann, geislar frá hon- um. Þetta finst oss ekki svo undar- legt, þegar vér höfum lesið í bók Kilners, hvernig áhrif t. d. rafmagn- an hefir á hinn vanalega bjarmahjúp mannsins, og hvernig stundum standa geislar af likamanum langt út fyrir takmörk þess hjúps. Miðillinn sefur nú vært nokkra stund, en siðan byrjar hann að tala. Hann talar með breyttum róm. Og hann talar eius og af meðvitund annars, nákvæmlega eins og miðill- inn sem Turvey var að gera til- raunir með. I þessu dæœi sem eg hefi í huga, er það stúlkubarn sem talar, telpa sem dó hér i Reykjavik fyrir nokkrum árum. Eða nákvæmar til tekið, sú sem talar tungu miðils- ins, kveðst vera það sem nú var sagt. Eg var óknnnugur þessari Reykjavikurtelpu i lifanda lífi, en hefi kynst henni þó nokkuð á þvi að heyra hana tala fyrir miðils munn. Að visu kom greinilega í ljós, að örðugleikamir á að tala, eru miklir, og eiga þeir sumir rót sina i áhrif- um fundarmanna á miðilinn — beinum geislanaráhrifum, á eg við — en aðrir i heila og hngsana- brautum miðilsins sjálfs. Og það var glögt mjög, að í þessu efni mætti gera stórfróðlegar rannsóknir. En þrátt fyrir þessa örðugleika, var telpan óbifanlega samkvæm sjálfri sér, og komi altaf fram sem vel innrættur og skemtilegur unglingur, með endurminningar Reykjavíkur- barns. V. Þegar hér er komið sögunni, vei ð- ur óefað einhver af lesendura mín- um farinn að halda að nú sé ég orð- ino andatrúarmaður, spiritisti. En þó fer þvi fjarri mjög. Aldrei hefir nokkur maður á þessari jðrð, verið jafn langt frá þvi og eg er, að trúa á anda (spirits) og andaheim (spirit world). Og síðan eg var á barns- aldri, hefi eg ekki eitt augnablik trú- að á anda og andaheim. Þetta er sagt, af því að eg hefi oft orðið þess var, að það er nauðsynlegt að taka það skýrt fram, en ekki af nein- ura áhuga á að vera á móti for- vígismönnum þeirrar stefnu hér hjá oss. Hitt er heldur, að eg kunni þeim þökk fyrir að hafa komið með spiritismann hingað, og eins þeim sem vakið hafa hér guðspekihreyf- inguna, þvl að eg hefi á ýmsan hátt haft gagn af þvi við rannsókn- ir minar, að hreyfingar þessar hafa komið hér upp. En til þess að skýra það sem gerist á miðilfundin- um, þarf ekki spiritismans með. Eða réttara sagt, meðan menn trúa á anda og andaheim, skilja þeir ein- mitt ekki það sem þar fer fram. Um þúsundir ára hafa menn stundað samband við framliðna, án þessað þeim ykist nokkuð skilningur á þessu sambandi. Og þetta samband var til foma jafnvel talsvert full- komnara en á siðari tímum. A Grikk- landi var t. a. m. fyrir hérumbil 2500 árum frægur helgistaður, þar sem framliðnir veittu mönnum við- tal. Og þeir sönnuðu sig eftir sömu aðferð, sem nú er notuð af spiri- tistutr. Um þetta má lesa hjá Herodot, þar sem hann segir frá Periander, harðstjóra Korinþuborgar. VI. Fagurlega Ijóst er nú, hvernig i þessn liggur. Spiritistar halda, að andi framliðins hverfi frá þessum dularfulla andaheimi, sem hugsandi mönnum veitir svo erfitt að trúa á af þvi að hann kemur svo illa heim við alla vora þekkingu ánáttúrunni, og komi á miðillundinn. En öðru- visi sagðist þessari telpu frá sem eg gat um áðan. Hún sagði t. d. i eitt skifti, að á þeirri sömu stundu sem hún væri að tala munni mið- ilsins, sæti hún heima hjá sér og væri að leika á hljóðfæri. Og af hljómlistinni sem hún iðkaði, sagði hún ýmislegt merkilegt. Suma tón- ana sagðist hún framleiða með fmgr- unnm beinlinis, eða með snerticgu, en aðra án snertingar, og að því er mér skildist, fyrir geislan frá fmgr- unum. Slikt hættir að vera dular- fult, þegar vér vitum hvernig Kilner hefir sýnt fram á Hfgeislanina frá fingnrgómunum, og hvernig hlutir hófust á loft fyrir geislun frá fingr- um á miðli sem v. Schrenck-Notz- ing rannsakaði. Vér sjáum af þvi sem nú ?ar sagt, að þessi vera, sem að eigin sögn, er Reykjavíkurtelpa, framliðÍD, er ekki neinn andi, heldur líkamleg vera. Og i góðu samræmi við það er að hún kvaðst eiga heima, ekki i neinum andateimi, heldur á ann- ari stjörnu. í þriðju vetrarbraat (eða sólhverfasambandi) héðan, sagði hún að stjarnan væri, þar sem hún ætti heima, og þrjár sólir væru þar á himninum, hvit ein, fjólublá önn- ur, en fagurrauð hin þriðja, og stærst. VII. Vér sjáum að i mjög verulegu axtiði er eins ástattt fyrir Turvey og telpunni. í báðum dæmum ræðir um Hkamlega veru, sem getnr sent frá sér orku þannig að meðvítund hennar og taugastjórn komi fram i öðrum likama. Að visu er fjarlægð- armunur mikill. Turvey framleiðir »sál« sína í líkama sem er aðeins i nokkurra milna fjarlægð, telpan slna, i likama rem er i margra biljóna milna fiarlægð frá henni. En þó nægir ekki fjarlægðarmunurinn einn til að gera þetta »mystisktc eða dularfult. Það þarf hér ekki annað en að minna á sðgu þráðlausra raf- skeyta á jörðu hér, sem ekki er þó löng orðin ennþá. Skeytin eru nú send yfir þúsundum sinnum lengra bil, en fyrst þegar þær tilraunir fóru að takast. Sá mikli munur er að visu að Turvey var lifandi maður, en telpan kveðst hafa dáið. Og þó liggur við að mér finnist þessi munur aukaat- riði. Svo mikil tíðindi eru það að hafa fengið samband við mann á annari stjörnu. Siðar meir, þegar það verður farið að sjást, hvernig samband við lífið á öðrum stjörnum, gerbreytir á skömmum tlma högum mannkynsins á þá leið að mörgum mun koma I hug likt og stendur í snildarkvæði Þorsteins Erlingssonar: »Aldni heimur ert það þú, orðinn svona fríðurl« þá munu þeir skilja, hvernig unt er að kveða svo ríkt að orði, að nálega sé aukaatriði hvort sá ibúi annarar stjörnu sem fengið

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.