Ísafold - 14.09.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.09.1921, Blaðsíða 3
ÍSAPOLD • i af isnum frá heimskautinu, ná sólar- geislarnir loks þegar kcmið er fram í jiini að verma hið þnnna sælag, sem liggnr yfir Nýfnndnalandsgrnnn- inn. Þegar sjórinn er orðinn nægi- Iega heitur, streymir aragrúi af fisk- nm inn á grunnið til að gjóta. Það eru msrgar fiskitegundir, en þorsk- urinn er yfirgnæfandi. Hrygnunin byrjar fyrst syðst og aastast við snð- austurhorn Nýfundnalands i júní, en við Labrador byrjar hrygningm ekki fyr en í júlí. Samtimis með þorsk- inum kemur ógrynni að loðnu inn að ströndinni til að hryjna. Loðan er sögð vera um 6 viknr við land. Þorskurinn lifir þá mikið á henni. Loðnan er tálbeita fyrir þorskinn meðan hún næst. í igústbyrjun kem- ur kolkrabbi, sern er hafður til beitu. Síld er við landið alt fram i oktö- ber að vertiðm endar. Sild er höfð til beitu. Frá því í júní og fram, í október er svo krökt af fiski á miðunum við Nýfundnaland og Labrador, að menn þekkja engan stað á jörðinni þar sem annar eins aragrúi af fiski sé saman kominn á neinum tima árs. Sjórinn er fullur af átu. Fisk- urinn er mjög feitur og bragðgóður. Vertíðin við Nýfundnaland byrjar í júní (syðst og austast) og stendur farm i október. Frakkar hætta af gömlum vana í september. í októ- ber ei sjórinn orðinn svo kaldar, að fiskurinn flýr burtu, I hinum löngu fjörðum á suðausturströndinni verð- ur nokkuð af fiski viðskila víð torf- uruar á miðunum, þegar þær flýja. Þessi fiskur liggur í íjörðunum all- an veturinn og er þá veiddur. Hellu- landsstraumurinn ber is suður á miðin og land og sjór frýs saman. Við Nýfundnaland eru þokur tíð- ar, en ná ekki nema yfir miðin og ströndina, ekki inn í landið. Þar eru mikil staðviðri og logn. Sagt er að það hatti fyrir eins og brotsjó, þar sem grunnið og Atlantshafið mætist, en að inni á grunninu sé lygn sjór eins og A hðfn. Ekki er óttalaust að sigla um grunnið vegna ísjaka, en þó einkum vegna skipafjöldans, sem þar er. Frá Nýfundnalandi er veiði stunduð á bátum inn við land, en aðalfiskið er rekið á þilskipum úti i grunninu margar milur eða tugi milna frá landi. Algengasta veiðar- færið hefir verið og er vist enn lina, sem lögð er og dregin á flatbytn- um. Að aflanum er gert á þilfari. >Iú eru þar og notaðir botnvörp- ungar, enda eru miðin hin ákjósan- legustu fyrir botnvörpu. Munu Frakkar hafa byrjað á botnvörpu- veiðunum. Nýfundnalandsmiðin eru höfuð fiskiforðabúr hetmsins. Mestallur fiskurinn er saltaður og þurkaður og sendur til Suður- og Miðamer'ku, Vestur Iodía og Suður-Evrópu. Þótt fiskurinn sé feitur og góður þegar hann kemur úr sjónnm, er með- ferðinni á honum ekki Htið ábóta- vant, svo að á markaðinum selst hann mikið ver en islenskur fiskur. Þjóðir þær, er stunda veiði við Nýfundnaknd eru þessar: Ný- fundnalandsmenn, Kanadamenn, Bret- ar, Frakkar og Bandaiíkjamenn sækja veiðina frá norðurhöfnum austur- strandar Bandarikjanna. Þar leggja þeir afia sinn upp Og verka og flytja hann svo út þaðan. Frakkar eiga tvær eyjar við Nýfundnaland og gera út frá þdm og verka fiskinn þar. Eyjar þessar eru þeim þvi dyr- mæt eign. Englendingar og Kanada- menn leggja upp i Nýfundalandi og ojóta þar sörau réttinda og Ný- Frh. á 4. siðu. fiinn faersyndugi Skáldsaga eftir Jón Björnsson. Hún byrjaði óðara, skellihlæjandi, tók af honum húfuna, náði snjónum úr hárinu, tók upp vasaklútinn sinn og þerraði háls og and- lit svo ástúðlega eins og það væri sjálfsagð- asti hlutur, að hún væri svona nærgöngul við kennarann. Svo fór hún að strjúka kinnar hans með þurum lófanum, þegar klúturinn var orðinn votur. En alt af leit hún öðru hvoru framan í kennarann, í augu hans, og hennar voru blossandi, full af mátt- ugu seiðmagni. Skarphéðinn stóð þarna töfr- aður, unninn. Þegar hún hafði lokið við að hreinsa af honum snjóinn, tók hann i hönd hennar og þakkaði henni fyrir. Og hann fann það sjálf ur, að hann hélt óþarfiega lengi í hönd- ina. »Hvernig gengur þér aðlæraáskíðunum?« spurði Arnfríður eftir nokkura þögn. »Svona eins ogj þú sérð. Endirinn varð bylta og brotin skíði«. »Þannig gengur öllum í byrjun«, sagði hún og leit ekki af honum. »1 raun og veru væri ekkert gaman að læra á skiðum, ef maður væri strax orðinn fullnuma«, sagði kennarinn. »Það besta er að finna, að maður er að batna. Ekkert er eins dásamlegt eins og að verða var við, að maður er að ná valdinu á íþróttinni, læra að þekkja lögin, sem maður verður að lúta. Það er þannig með alt. ^Það undursamleg- asta við allan lærdóm er ekki þekkingin, sem fæst og getan á eftir, heldur vaxtartil- finningin, sem er öllum lærdómi samfara. Það er eins og að klifa upp fjallshlíð, hærra og hærra, og vita, að alt af á maður von á nýrri útsjón«. Arnfríður svaraði þessu ekki. Það var eins og hún fylgdist ekki með hugsanaferli hans. Hún gerði ekki annað en horfa — horfa. Og augun urðu stærri og eldurinn í þeim jókst. »Hefurðu dottið á rjúkandi ferð í snjó!« spurði Skarphéðinn. »Það er ósvikin nautn. Það er því líkast, að maður komi af flugi og falli í mjallhvítan, hreinan faðm, snjórinn legst svo undarlega mjúklega utan um mann, eins og útbreiddir armar. Svalur gusturinn leikur um andlit og háls. Og þegar maður stendur upp, er maður orðinn svanhvítur engill, flekklaus og hreinn. En hvað mér þykir vænt um blessapan snjóinnU Skarp- héðinn beygði sig niður og tók hnefafylli sina úr skaflinum og lagði við brennheita vangana. »Eigum við að koma á skíði einhverntíma?* spurði Arnfríður. »Já, blessuð vertu! það skulum við gera. Kant þú á skíðum?« »Já, dálitið, ef eg hefi staf<. »Auðvitað kunna allar norðlenskar stulk- ur á 8kiðum! Það mátti eg vita. Já, á skíði skulum við fara eitthvert kvöldið«. Skarphéðinn mintist þess síðar, þegar hann hugsaði um þessi atvik, að á meðan hann 8tóð þarna og talaði við Arnfríði, kom Þór- unn suður fyrir vegginn á leið suður i læk að sækja vatn. Hann tók eftir því, að hún mist fötuna, þegar hún sá þau, eins og kæmi fát á hana, og hún virtist ætla að snúa við og skilja fötuna eftir. En hún hélt þó áfram, niðurlút og náföl, suður í lækiun, lét renna í fötuna, og hljóp með hana heim fyrir veggs- hornið án þess að Iíta til hægri eða vinstri. Þetta kom honum ekkert undarlega fyrir sjónir þá, meðan hann stóð blindaður af eldsbjarmanum úr augum Arnfríðar og heit- ur af fögnuði af því að vera i návist henn- ar. En síðar skildi hann þetta fát Þórunnar. Einn dag hafði Pétur legið í ruminu og gat ekki notið kenslunnar. Eftir að. hún var úti, datt kennaranum i hug að líta yflr Iandamæri búanna, fara yfir ganginn og inn í húsið til Péturs og vita hvernig honum liði. Hann drap á dyr. flurðinni var lokið upp af hávaxinni og gerðarlegri konu, nokkuð hörkulegri og blendinni á svip. Hún var gáfuleg, en þó bar meira á öðru í svipnum en gáfum, og gat Skarphéðinn ekki komið því fyrir Big, hvað það var. Þetta var Hildiriður móðir Péturs og Arnfriðar. »Mig langaði til að líta inn til Péturs 'og vita hvernig honum liði«. »Þakka þér fyrir, það er vel gert. Hon- um leiðist, stráknum*.' Hún fylgdi Skarphéðni inn í innra húsið. Þar lá Pétur vel hress í rúmi undir glugga og tálgaði spýtu. Arnfríður sat fyrir fram- an rekkjuna og saumaði. Hún stóð upp, þeg- ar Skarphéðinn kom og roðnaði. Og strax brá fyrir leiftri í augunum. Skarphéðinn hafði ekki séð hana roðna fyr. Hann kastaði á þau kveðju. »Hvernig er heilsan Pétur minn?« Pétur lagði frá sér hnífinn og spýtuna, fanst óeðlilegt, að sjúklingur fengist við smíð ar. »Eg get vist komið yfirum á morgun*. Arnfríður sótti stól handa kennaranum. Hann settist fyrir framan rekkjuna. Hún settist þar líka. Hné þeirra námu nærri því saman. »Hvað smíðar þú, Pétur?« spurði Skarp- héðinn. »Bát«. »Hefurðu lesið nokkuð í dag?« »Já, undir morgundaginn«. »Það er gott. Þú ert dugnaðarmaður, leggur stund á lestur og smíðar og liggur þó í riiminu*. Skarphéðinn fann neistana hrjóta um sig úr augum Arnfriðar. Honum varð öllum heitt. Osjálfrátt leit hann á hana. Augun mættust fáein augnablik. En það var eins og tveimur blossum slægi saman. Bæði litu niður fyrir sig, vandræðaleg en gagntekin af fögnuði. Hildiríður kom inn í húsið rétt í þessu og bauð kennaranum kaffi. Hann þáði það. Honum varð litið á eftir henni, þegar hún gekk fram gólfið. Það var eitthvað harð- neskjulegt yfir þessari konu. Hún gekk ekki um gólfið, hún stappaði. Hún talaði ekki, hún beit eða hjó sundur orðin. Hún var of urlítið hæruskotin. Skarphéðni datt klaka- hrím í hug, svo kuldalegt var höfuðið og allur blærinn yfir andlitinu. Honum datt líka í hug, að þessi kona mundi vera óvin- um sínum þung í skauti. Og hún var ekki óþessleg að eiga óvini. En þó var 'eitthvað í augnaráðinu, sem var hlýtt, -þar var blika af göfugu kveneðli og kærleika, þegar hún leit á Arnfríði eða Pétui. Skarphéðinn fór að segja Pétri frá því, sem hann hafði kent börnunum um daginn, svo hann misti ekki af þvi öllu. Pétur hlustaði, en var auðsjáanlega ekki athugull tilheyrandi. En Arnfríður lagði aaumana í kjöltu sér og hlustaði því betur. Henni fanst- hún aldrei hafa heyrt slíka frásagnarlist, svona heillandi lýsingar á einföldustu og hversdagslegustu hlutum. Svo kom Hildiríður og bað hana aðhjálpa sér til að bera inn kaffið. Um leið og Arnfríður stóð upp, komu hné þeirra saman. Það var eins og elding færi um bæði, þó meira um hann. Hann fann seitlandi hitabylgju streyma um sig allan. Eftir aðþauj höfðuj drukkið kaffið, vék Skarphéðinn sér að'^mynd, !;er hékk þar á veggnum. Hún var af] svan, "er synti um bláa seftjörn; ffjarlægð risu upp gnæfandi fjöll, skrýdd blóðrauðum geislum sígandi sól- ar. Yfir myndinni var bæði tign og lokkandi friðar-ró, og litaauðlegðin var svo mikil, að hvar sem litið var, var nýr litur, ný blæ- brigði. Skarphéðinn horfði lengi á myndina og dáðist að. Híinn sá, að ¦ húnívarjsaumuð, og spurði hver hefðí gert *það. Ekkert svar. * Wm® Hann spurði aftur, hélt að þær mæðgur hefðu ekkki heyrt spyrninguna. Hvorug svaraði enn> en Hildiríður leit brosandi til Arnfríðar. Loks sagði hún: »Þorirðu ekki að kannast við handaverk þín, Arnfríður?« Skarphéðni fanst votta fyr- ir mikillæti í rómnum. Arnfríður gekk til Skarphéðins og stað- næmdist við hlið hans. Hún hafði ekki glaðst jafn mikið af nokkurri viðurkenningu eins og þessari. Hún fór að segja honum, hvað margir litir væru i myndinni, hvað hún hefði verið lengi að sauma hana, hvað hún hefði vakað margar nætur af hræðslu við það, að nu væri hún búin að gera ein- hverja vitleysu. Á meðan fór Hildiriður fram með bollapör og diska. Ekkert flytur menn eins nærri hvor öðrum eins og sameiginleg aðdáun. Skarphéðinn og Arnfriður mættust þarna í sömu tilfinning- unni. Bæði tók hrifnin á vald sitt og gerði þau viljalaus. Þau stóðu hlið við hlið, horfðu á það sama, glöddust yfir því sama, dáðust að því sama. Það var því líkt sem slegið væri skínandi brú á milli þeirra, sem þau yrðu að mætast á. Skarphéðinn fann ómót- stæðilegt seiðmagn frá Arnfriði gagntaka sig. Og henni fanst öll sál sín kalla á þennan mann. Alt í einu leit hann til hliðar eins og eftir skipun. Hann mætti eldinum — eldinum. Og áður en hann vissi af, voru handleggir Arnfriðar komnir um háls honum. Hann gleymdi sér, þrýsti henni fast að Bér — langur, heitur koss, aftur annar og enn einn. Hún ætlaði aldrei að sleppa honum. Það var eins og þarna væri hun að svala löngum þorsta og búa sig undir ókominn þorsta. Hún logaði öll. Nú var það ekki bara augun. Þungt fótatak Hildirlðar framan ganginn kom þeim til sjálfa sin. Arnfríður skundaði inn í húsið til Péturs en kennarinn lést vera að athuga myndina. »Þú ert skilinn hér einn eftir«, sagði Hildi- ríður og hjó sundur orðin. »Það hefur ekki verið lengi«, svaraði hann og var skjálfraddaður. Gamlar konur eru1 stundum óskiljanlega skarpskygnar. Þær hafa lífsreynslu. Þær eru sjálfar búnar að lifa öll æfintýraríkustu og eldfimustu stig æfinnar og finna því fijótt, þegar hitnar í kringum þær. Og Hildi- ríður fekk einhvern óljósan grun um, að þarna hefði eitthvað skeð, eithvað skapast, eitthvað tengst. En hún var nú ekki tvæ- vetur, hún Hildiríður, hún skildi þreifa fyrir sér áður en hún hreyfði við nokkuru. Þegar Skarphéðinn var að kveðja Pétur, kom maður inn í íremra húsið og heilsaði þeim mæðgum undarlega kunnuglega, eink- um Arnfríði. Hann sá ekki betur en skugga brigði fyrir á andliti hennar við komu hans. Skarphéðinn þekti þennan mann að nafni. Hann hét Armann, og var skipstjóri úr þorp- inu. Og hann mintist þess nú, að hann hafði oft séð hann koma á heimilið, en al- drei kom hann á hitt búið, svo hér hlaut hann að dvelja. Hann hugsaði ekki frekar um þetta, en kvaddi og fór. Arnfríður horfði lengí, lengi á hann um leið og hann fór út úr dyrunum. — — Skarphéðinn varð að játa, að með þessu væri teningunum kastað. Eftir þetta var ekki hægt að draga sig í hlé. Þetta faðm- lag var þegjandi ástarjátning beggja. Hér varð engu haggað. En þó — þó fanst honum einhver blettur á þessu. Ekki blettur heldur glufa, sem margt gat leynst í. Þetta hafði komið svo óvænt. Hann fann, að hann hafði verið sigraður og að hún var sigurvegarinn. En var honum ósigurinn nokkuð á móti skapi? Var það ekki einmitt þetta, sem hann hafði þráð og þyrst í lengi? Vissulega. En samt -------Einhver óróleikij ásótti hann. Hvers- konar kunningsskapur var á milli Armanns og þeirra mæðgna? Þyí hnykti Arnfríði við, þegar hann kom ? Og því stóð honum stugg- ur af eldinum í augum hennar jafnframt því, sem hann fann, að hann kastaði neistum inn í sál hans? Honum datt Hildiríður í hug. Yfir hverju bjó þessi mikilúðlega kona, sem stappaði í gólfið, þegar hún gekk og beit sundur orðin um leið og hún sagði þau.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.