Ísafold - 21.09.1921, Side 1

Ísafold - 21.09.1921, Side 1
Viknblað. Verð: 5 kr. árg. — Gjalddagi 1. júlí. Símar 499 og 500. Ritstjórar: Vilhjálmur Finsen og Þorateinn Gíslason.. Afgreiðsla og inn- iheimta í Lækjargötu 2. — Talsími 500. ísafoldarprentsmiðja h.f. XLVIII. árg. Reykjavík, Miðvikudaginn 21. september 1921. 38. tölublað. Svar til J. H. Eftir tveggja ára umhugsun, og nákvæma yfirvegun, fer fónas Hall- dórsson i Hrauntúni loksins að leit- ast við i Lögréttu 31. og 32. tbl. þ. á. að svara grein minni. er stóð í sama blaði árið 1919. Ætla mætti nú að hann væri búinn að hugsa sig svo vel um, eftir svo langaa tíma, að frá hans hendi kæmu á- byggilegar rökfærstur gegn því, sem eg hefi skrifað, og ýtarlegri lýsing á Þingvallaskógi, vexti hans og *við- gangi, en grein hans ber vott um. Honum tekst mjög ófimlega að hagga við nokkru -af þvi, sem eg hefi skrif- að um skóginn og býlin á hraun- inu, i sambandi við friðun Þingvalla. Skoðanir og rökfærslur J. H., sem hann færir málstað sinum til stuðnings, og sem eiga að hrekja það, sem eg hef sagt, eru svo úr- eltar, að ætla mætti að þær væru frá 17. eða 18. öld. Fer ekki hjá því, að hann skilji og viti miklu betur um málefnið, sem hann skrifar um, en hann lætur. f. H. segir mig »bresta kunnug- leika og góðar heimildir að til skrifa um Þingvallahraun*. Um heimild- irnar er það að segja að margar þeirra eru frá f. H. sjálfum, og má hann þá kenna sér um, ef þær eru ekki góðar. Fyrst þegar eg skýrði J. H. frá hugmyndinni um að friða Þingvallaland, og gera það að als- herjar þjóðskemtigarði íslendinga, fanst honum það þjóðráð. Þá gaf hann mér ýmsar mikilsvarðahdi upp- lýsingar um skóginn og býlin ein- mitt með friðunina fyrir augum. Og lét i ljósi að lítill skaði væri að býl- unum, því að bæði væru þau léleg og búskapur á þeim afskaplega erfið- ur, eins og satt er. Enda fanst f. H. ekki ástaeða til, fyr en nú, að gera athugasemdir við það, sem eg skrifaði um Þingvallafriðunina fyrir árið 1919. Af hvaða ástæðum J. H. hefir kastað trúnni á friðun Þing- valla, og breytt skoðun sinni á vel- megum hraunbýlanna, læt eg ósagt, en ekkert bendir á, að búskapnum hafi fatið fram, á seinni árum, og síst hjá f. H. sjálfum á Hrauntúni. J. H. telur skóginn á Þingvalla- hrauni í mikilli framför einkum þar, sem fé er mest beitt i hann á vetr- um. Hefir hann heyrt menn segja: »að hver skepna ræktaði fóður sitt og bæti fyrir það sem hún eyðir.c Með þessu virðist hann komast að þeirri niðurstöðu að sauðfé rækti skóginn og bæti fyrir það, sem það bítur hann. Eftir þessari kenningu ættu engir skógar á landinu að hafa eyðilagst vegna fjárbeitar, heldur af því að þeir hafa ekki verið beittir nógu mikið. Víst er um það, að beit- in hefir þau áhrif á skóginn að hann verður »limafleiric eins og f. H. segir, hann verður að margstofna, kræklóttu, lágu og þúfumynduðu kjarri. En það er svo langtfrá því, að skógurinn taki við það framför- um. Annars er'þessi skoðun J. H. á skóginum álika og var hjá sumu gamla fólkinu á túnasléttunum. Því þótti skaði að missa þúfurnar því að yfir- borðsflötur túnsins minkaði við það, að taka þær í burtu, og þá yrðu stráin að sjálfsögðu miklu fæni en ella. Þá segir f. H. að skógurinn á Þingvallahrauni sé í vexti og hafi »ekki verið víðlendari og samfeldari um alt hraunið, þegar land bygðist* en hann er nú, og að sjálfsögðu álitur hann lika að skógurinn hafi aldiei verið hærri. Ef skógurinn er i vexti einhverstaðar á hrauninu, þrátt fyrir sauðbeitina og skógar- brunana, lítur helst út fyrir að hann sé alveg ódrepandi, hve mikið, sem hann er niddur, og að mikils árang- nrs mætti vænta, ef hann væri al- gerlega friðaður. í fyrstunni hefir skógurinn vaxið á Þingvallahrauni upp af fiæi, sem borist hefir á hraunið, þá hafa vaxið upp einstofna tré; þannig er birk- inu eðlilegast að vaxa. Þegar trén voru fullvaxin báru þau þroskað fræ; vindurinn tók það og stráði því í allar áttir. Þar sem fræin féllu í góðan jarðveg og höfða skilyrði til að festa rætur, þroskuðust þar enn einstofna tré, er sáðu út frá sér. Þannig gekk það koll af kolli. Skóg- urinn breiddist út yfir hraunið og iandið umhverfis það. Hefir það að visu tekið mörg hundruð ár. A land- námsöld var skógurinn búinn að ná þeitn þroska og þeirri útbreiðslu, sem hann gat náð, á hrauninu, sem annarstaðar á landinu. Skilyrði fyrir skóginn á Þingvallahrauni hafa ver- ið mjög góð, eða ekki siður en þau eru enn, enda hefir hann haldist þar við frá því fyrsta, þótt sumstaðar annnarstaðar á landinu hafi tekist að útrýma honum með öllu. Eftir því sem tímar liðu og farið var að höggva skóginn og beita sauðfé í hann breyttist útlit hans. Fyrst voru, vitanlega, höggvin hæstu og gildustu trén, og þá rjóðurfelt á stórum svæðum i grend við bæina og víðar. Trjáplönturnar, sem uxu aftur í rjóðrinu, náðu ekki fullum þroska vegna sauðfjárbeitar. Sauðféð beit ofan af nýgræðingssprotunum svo lengdarvöxturinn hætti. Nýir angaruxu þá neðar út úrstofninum eða rótinni, myndaðist þá margstofna tré — lágt kjarr kræklótt og kýt- ingslegt. Þingvallahraun hefir nú algerlega skift um búning, frá því í fornöld. I staðinn fyrir einstofna trén, sem stóðu svo þétt að tóku greinum saman hátt yfir jörð, er nú kominn strjáll kjarrskógur — krypplingur, sem skríður víðast hvar með jörð. Auk skógarkjarrsins á hrauninu ber nú mest á lyngivöxnum móum, smávíðisrunnum, örfokaflögum, ber- um klöppum og mosaþembum. Hér og hvar er töluverður grasgróður innan um þetta, en er mjög gisinn nema á smáblettum móti sól. Þegar kjarrið er orðið gamalt, feyskist það og deyr, án þess að hafa nokkurntíma borið þroskað fræ, en snmstaðar yngir það sig upp með rótarskotum. Ótal smáteinar vaxa út úr rórarhálsinum eða rótinni, er sauð- féð gerir svo að ávöla og þúfu- mynduðu kjarri, eins og áður, jafn- óðum og þeir vaxi. Hér og hvar á upphrauninu er furðu hávaxið kjarr á strjálingi, sem víða er farið að feyskjast af elli, en sumstaðar umhverfis það er lágt kjarr, og krypplingslegt, sem vaxið hefir upp af skógarrótum. Fljótt á litið virðist skógurinn vera i vexti og breiða sig út, og langt til að sjá sýnist hraunið vaxið allsamfeldu kjarri, en þegar um það er gengið greiðist það alt í sundur, og langt, gróðurlítið bil verður á milli runn- anna. Þetta stafar af því, að hvergi nærri alstaðar vex upp aftur skógur þar, sem gömlu runnarnir stóðu, þvi rótin hefir dáið út og jarðvegur blás- ið burtu. Þannig hefir skógiuum hnignað öld eftir öid, og með áframhaldandi beit og skógarhöggi fer svo að lok- um að birkikjarrið nær ekki hærri vexti en víðirrunnarnir og lyngið, og hverfur svo fyrir fult og alt. Þetta hefir átt sér stað á Þingvalla- hrauni og alstaðar annarstaðar á Iand- inu þar sem skógur hefir eyðst af fjárbeit og höggi. Margt bendir á, að skógurinn á hrauninu hafi bæði verið hærri, þéttvaxnari og miklu víðáttumeiri fyr á öldum en hann er nú. Meðal annars má benda á, að enn þá finn- ast leifar af birkikjarri 8—900 fet fyrir ofan sjávarmál í Ármannsfelli og víðar. Veðráttufarinu kennir f. H. um, að skógurinn hafi ekki getað vaxið eða náð meiri útbreiðslu á hrauninu til forna en nú. Frekar má þakka veðráttunni vöxt og viðgang skógar- ins. Eins Og áður er tekið fram, feykti stormurinn birkifræinu út um hagann, regnið festi það við jarð- veginn og snjórinn skýldi ungvið- inu á vetrum meðan það var veik- burða, og viðkvæmast fyrir áhrif- um. Þá þykist }. H. geta sannað það með gömlu vegunum á Þingvalla- hrauni að skógur eða annar gróður hafi ekki verið þar meiri til forna en nú gerist. Er nú flest notað til að dyija skógarspellin og landníðsl- una, sem átt hefir sér stað um lang- an aldur á hrauninu. Hvert manns- barn, sem komið er til vits og ára, veit að fjölfarnir hraunvegir stigast fljótt ofan á bera klöpp í þunnum og lausum jarðvegi, og ekki síður fyrir það, þó að þeir liggi gegnum stórvaxinn og gróðursælan skóg. Slikir vegir eru fljótir að gróa upp aftur eftir að þeir eru aflagðir, og bendir það á hve jarðvegurinn er frjósamur, og hefir á fyrri tímum borið mikinn gróður. •Óheppilegt* telur f. H. að eg skyldi fletta upp í jarðabók Á. M. til að sanna það, sem eg hefi sagt um skóginn og býlin á hrauninu. Alítur hann ekki bókina sérlega góð- ar heimildir, þar sem hann telur að á dögum A. M. hafi verið skógur minni á hrauninu en nú og færri fénaður á býlunum. En vel má það vera, eins og f. H. segir, að býlin á Þingvallahrauni hafi áður verið hvert öðru til niðuidreps, því að þéttbýli á óræktuðu landi, þótt land- lostir séu góðir, getur aldrei þrifist, til lengdar, en þvi betur sem landið er ræktað, því fleiri býli getur það borið, fætt fleira fólk og búpening, og þá geta býlin stuðst hvert við annað. Rétt mun það vera hjá }. H. að Fíflavellir séu fyrir norðan Sijald- breið, en Eiriksvellir fyrir austan hann. Treysti eg f. H. til að vita þetta rétt. Annars er það mjög óvið- feldið hve mikið er af röngum ör- nefnum á korti mæhngamannanna dönsku í Þingvallalandi og kringum f. H. í Hrauntúni, eftir því sem hann segir sjálfur frá, og fleiri fróð- ir menn. Bæði eru nöfnin afbökuð og færð úr stað. Hefði f. H. átt að finna hvöt hjá sér til að leiðrétta þetta, úr þvi hann kom ekki í veg fyrir rangnefnin í fyrstunni. Forn heiti á landshlutum kringum Þing- velli breytast og verða úr lagi færð, sem annars hefðu staðið óhögguð um aldur og æfi. Þetta er enn eitt sýnis- horn af ræktarleysi manna gagnvart Þingvöllum, að láta sig einu gilda hvort örnefni kringum staðinn eru rét-t eða röng. f. H. gerir nú mikið úr þvi, meðal annars, hve Hrauntún sé gott býli, og segir að það gefi af sér að jafn- aði tveggja kúa fóður og á annað hundrað hesta af útheyi. Auðvitað hefir tilgangurinn verið 'sá, með því að byggja Hrauntún i fyrstuuni, að reyna að gera þar sem lifvænlegast. En það er hvorki túnið né engjarn- arnar, sem haldið hefir lífinu i ábú- andanum þar heldur skógurinn kring- um býlið, þar í liggur aðalkjarninn. Það var hann, sem gerði kotið byggi- legt í fyrstunni, og án hans hefði það ekki haldist í ábúð. Þó að f. H. nefni hér tveggja kúa fóður af tún- inu veit hann það vel, að túnið hefir oft ekki gefið meira aí sér en eitt kýrfóður, og engjarnar lika oft helm- ingi minna en hann segir, hafi þær þó ætið verið ljáberandi. Þar sem hann talar um, að á Hrauntúni hafi verið ræktaðar engj- ar, á hann við Hofmannaflöt; það er sléttur valllendisharðbali, sem nátt- úran hefir búið til ogræktað, senni- lega löngu fyrir labdnámsöld, en ekki f. H. eða nokkur annar maður. Flötinni hefir aldrei verið sýnd svo mikil rækt, að menn hafi girt hana eða varið fyrir átroðningi, hvað þá heldur komið i veg fyrir, að hún blési upp. Er nú stór sneið af henni orðin að moldarflagi, sem á fyrir höndum að stækka, en ekki minka, ef ekki verður ráðin bót á. Það er þvi fjarstæða að gefa það i skyn, að flötin sé ræktuð af manna höndum. En þess má geta að engi þetta mundi, því miður, liklega verða fyr- ir utan þau takmörk, sem komið hefir til orða að friða. Engan furðaði á þvi, þó að f. H. þætti leiðinlegt, að sjá fram áeftirkom- endur hans á Hrauntúni spiltu svo skóginum og öðrum landkostum þar, að býlið hyrfi af sjálfu sér úr ábúð, og yrði óbyggilegt, er timar liða, eins og önnur býli, sem fyr á ö'.d- nm hafa lagst i eyði á hrauninu. En hins vegar ætti honum að vera kærari sú tilhugsun, að búskrpn- um ytði fórnað á býlinu, eftir hans dag, fyrir friðun og vernd- un Þingvallahrauns, svo að skógin- um og öðrum gtóðri yrði borgi*, fyr en um seinaD, landi og þjóð til vegs og sóma. Býlin á Þingvallahrauni eru í óskiftu landi Þingvallakirkju, og em því með öllum sínum gögnum og gæðum almennings eign, og hafa eflaust ve ið það fiá alda öðli og aldrei gengið kaupum og sölum né komist í braskara hendur. Hér á það ekki við, sem f. H. segir, að rikrnu hafi verið gefin jörð, þar sem Hrauntún er. Leigusala verður aldrei gefin eign, sem hann á og selur á leigu. Rlkinu er nú lítil eign í þeim eyðibýlum, sem enn sér votta fyrir á hrauninu, þótt einhvern tíma hafi staðið f blóma. Og varlega má full- yrða að Hrauntúnsland sé nú meira virði til ábúðar, en það var fyrir 90 árum, þegar það var bygt upp. Það er nú einu sinni siður að taka út bæjarkofana þegar ábúendaskifti verða og láta svara ofanálagi fyrir fyrningu þeirra. Engum manni er ge:t að skyldu að bera ábyrgð á því, hvernig hann fef með lands- gæðin. Þó að það hafi langmesta þýðingu. Geta má þess, að nú er Stýfli- dalur i eyði, einhver langbesta bú- skaparjðrðin í Þingvallasveit, fyrir þá sök að hún hefir gengið kaup- um og sölum og, að sögn, lent í braskara höndum; væri sú jörð vel setin, tún stækkað og ræktað, gæti hún borið miklu meiri kvikfénað og fætt fleira fólk, en nú er á öllutn hraunbýlunum til samans, sem kom- ið hefir til orða að taka úr ábúð vegna friðun Þingvallalands. Þá er og önnur jörð, í Þingvalla- sveit, i eyði þetta árið, og sú þriðja var óbygð í fyrra, rétt við hliðina á ) H. Lítur út fyrir að honum þykt þetta ekkert athugavert, ea það sýnir þó, að ekki þarf altaf að kenna um friðun skóganna að jarð- ir leggist i eyði. Það gerist ekki þörf að eltast við fleiri atriði i grein f. H., enda er tilgangslaust að rökiæða við þann um friðun og ræktun, sem hvorngt skilur eða vill skilja. Þar sem f. H. eignar mér »rang- færslur*, »misskilning«, »öfgar«, »ósannindi« o. fl. þess háítar, visa eg þá aftur heim til fððurhúsanna að Hrauntúni. Undanfarandi kynslóðir hafa tekið með sér i gröfina, ef svo mætti að orði komast, mest alt af skóginum sem klæddi landið til forna, og sennilega verður erfitt að varna þess, að eitthvað af skógleifunum, sem eftir eru, fari sömu leiðina, með núverandi eða næstu kynslóð, ef margir verða til þess, eins og }. H., að reyna að telja sér og öðrum trá um, að skógurinn hafi aldrei verið meiri, og sé að vaxa og breiðast út,

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.