Ísafold - 21.09.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 21.09.1921, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD a Odýrar vfirur nýkomnar: Léreft, bl. og óbl., frá 1.10 pr. m. Sængurdúkur, — Dúnléreft, Flúnnel, hv. og mislit, Tvisttau, — Sirz, — Pique, Lastingur, margir litir, Nankin, blátt og grátt, Ermafóður, — Vasaefni, Millifóður, — Alpacca, Kadettatau. Kjólatau, ullar, — Morgunkjólatau, Cheviot, — Alklæði grænt, Moll, margir litir, — Vaskasilki, Svuntuefni, silki og ull, Flauel, — Dúkar, Serviettur, — Vasaklútar, Rúmteppi, — Dívanteppi, Molskinn, — Slitbuxur, Axlabönd, fleiri tegundir, Gardinuefni, margar tegundir, Sokkar, kven. frá kj 1-20 Karlmannafatnaðir, mikið úrval, Drengjaföt og Regnfrakkar karla og kvenna mjög ódýrir. Reykjavik Eyrarbakka StokkseyH. fremur er það sagt, að innan >Tima- klikunnar« hér sé megnasta sundur- lyndi, métingur og óánægja. Það er sagt, að varla geti hjá því farið, að ritstjórinn hröklist frá blaðinu áður en langt nm líður o. s. frv. o. s. frv. — Þetta alt saman og hvað út af fyrir sig er efni, sem lesendum Tímans mundi þykja ekki ófróðlegt, að fræðast um, og miklu nær virð- ist það standa ritstjórn Tímans, að lofa þeim að heyra eitthvað um þetta í blaðinu, en að ala þá á ei- lífu narti og nuddi um önnur blöð, sem ekki taka neitt tillit til þess, sem Tíminn hefir að segja um fyr- rkomulag þeirra eða ritstjórn. Timinn og nautin. Undar- legt er það líka, hve Tíminn virðist vera hræddur um að til standi ein- hver skoðun eða rannsókn á naut- um. Hann ritar nú á móti henni blað eftir blað með þeim venjulega hamagangi og bolabrögðum, sem einkenna ritmensku hans þegar hon- um þykir eitthvað mikið við liggja. Mrg.bl. er sagt, að þessi hræðsla hans við ímyndaða, fyrirhugaða nauta- rannsókn stafi af misskilningi á smá- grein, sem birtist hér í blaðinu fyrir löngu, og telur það sér því skylt að leysa hann af þessum ótta og lýsa yfir, að það veit efeki til þess að til standi nein rannsókn á naut- um hér á landi, hvorki í Laufásiné annarsstaðar. Hitt er annað mál, að kenningar Tíroans um það, að kýr geti alls ekki smitast af naut- um, munu tæplega vera óyggjandi, fremur en margt annað, sem blaðið kennir, og ætti það að láta þær kenningar niður falla, en reyna held- ur að mótmæla því með rökum, sem sumir halda fram, að menn geti smitast af nantum andlega og þannig komi fram það, sem Helgi Péturss kallar »nautsku« hjá mannfólkinu. ---0---—— Radium hefir nýlega fundist í Kongo hinni belgisku. Hefir nefnd visindamanna verið send á fundarstaðinn, Katanga, tíl þess að rannsaka námurnar. fiinn bErsyndugi. Skáldsaga eftir Jón Björnsson. Hugsanirnar féllu eins og skriða yfir Skarp- héðinn. Hann gat engu svarað sér og ekki komist til botns í neinu. Og sjálfan sig skildi hann síst. Þetta var líkast óteljandi, ram- flóknum þráðum, sem hvergi fanst upphaf eða endir á. En svo læddist örlítil hugsun að honum, lítil en óljós. Hún smáskýrðist, fékk lit og lögun. Og óðara var eins og hastað væri á öldurótið í sál hans. Honum stóð alt í einu fyrir hugskotsjónum augnablikin, sem hann stóð með Arnfríði í faðminum. Honum fanst hann enn finna hjartslátt hennar, hitann af brjóstunum, andardráttinn, eldinn í kossunum. Hann lét endurminninguna þagga allan kviða svo honum varð aftur rótt. VIII. »Hún fór svona —« Veturinn leið. Mennirnir hugsuðu, störf- uðu, glöddust, syrgðu og syndguðu. Sumir lifðu. Aðrir dóu. Og enn aðrir fæddust. Móða lífsins streymdi, streymdi. Dagarnir komu og fóru, sumir með snjó og kulda, aðrir bjartir og hressandi. Næt- urnar grúfðu hljóðar yfir sveitinni, breiddu blægju sína yfir þá, sem liðu, gáfu þeim efni í drauma, setn þráðu og vonuðu. Nóttin er fæðingarstund þúsund leyndra hugsana í gleði og sorg. Skarpheðinn hélt upptekrium hætti með störf sín auk kenslunnar. Um jólin hafði hann komið á samkomu til ágóða fyrir ung- an mann fátækan, sem sýnt hafði óvenju- lega hljómlistarhæfileika. Hánn var á þön- um allan dagínn og hélt sjálfur erindi á samkomunni um hljómlistiná, stýrði öllu og gæddi alt líf. Alstaðar þar, sem hann bar að, varð glaumur og gleði. Listamanninum áskotnaðist við þetta laglegasta fjárupphæð. Eftir þetta varð Skarpheðinn í augum hans einsdæmi mannlegrar hjálpsemi. Arnfríður og hann höfðu verið mikið sam- an, sjaldan þó svo, að aðrir vissu. Hún hafði beðið hann þess svo innilega, meira að segja krafist þess, að þau færu sem allr'a duld- ast með samband sitt. Hann skyldi ekkert í þeirri kröfu. Og þó hann spyrði um ástæðu til hennar, fór hún undan í flæmingi og svaraði undan og ofan af. Skarpheðni fanst þetta undarlegt. En hann gleymdi því jafn óðum. Hún hafði sérstakt lag á því að halda honum innan vissra takmarka. Hann varð að játa, að hún réði yfir honum. Hún leit á hann — og hann varð lamaður af fögn- uði. Hún gat beygt hann og sveigt til allra hliða. — , Eitt kvöldið höfðu þau farið á skíði. Tungls- ljós var og töfrandi fagurt veður. Þau voru tvö ein og stikuðu lengst upp í fjall. Þau rendu sér lítið og duttu alt af, sukku á kaf í fönn og töpuðu síðast einu skíðinu. Langur tími fór í leit að því, og loks fanst það á melbarði einu. Þar settust þau, heit og þreytt af leitinni. Þeim fanst kvöldið óumræðilega fagurt. Sveitin var snævi þakin frá fjallatindum til sævar. Tunglið varpaði blágrænum æfintýra- ljóma yfir hana alla. Sjórinn lá spegilsléttur með gullinn geislastaf mánans eins og glamp- andi brú yfir sig. Miljónir stjarna tindruðu. Og við og við blikuðu norðurljósaleiftur hér og hvar um himinhvolfið, og urpu þau alla- vega litum blæ 4 fjallatindana og gerðu enn bjartara. »Hvað þykir þér fegurst af þessu?« spurði Sharpheðinn, þegar þau höfðu setið þegjandi um stund og horft á þessa dýrð. ( »Þú sjálfur* sagði Arnfríður, eftir nokkura þögn. Skarpheðinn brosti. »En svo þar næst?« »Sveitin«. »Er það ekki vegna þess, að hún er með þennan ljóma yfir sér?« »Nei. Eins þó að ekkert tunglskin, engin norðurljós væri yfir henni«. Rétt í þessu varð albjart í kringum þau svo þau litu upp og i kringum sig. A vestur- himninum spratt alt í einu fram undursam- legur logi með öllum hugsanlegum litbrigð- um. Stjörnurnar urðu að fölum, fátæklegum neistum í samanburði við þetta, tunglið eins og fölskvaður, útbrunninn viðarbútur. Fjöll- in, sjórinn, snærinn, þau sjálf — alt varð svo lítið og einskisvert, þegar þessi volduga litabylgja geystist yfir höfðum þeirra og breiddi sig um himinhvolfið. »Drottinn minn!« hrópaði Skarpheðinn, stóð á fætur og starði gagntekinn á þetta. »Þetta er það fegursta, dásamlegasta, Arn- fríður!* Hún stóð lika á fætur og hallaðist upp að honum og hvislaði í eyra hans: »Þetta er fallegt. En þú ert samt enn þá fallegri*. Þau settust aftur. »Víst eru þessi ljósbrigði fögur«, sagði Arn- fríður eftir nokkura þögn. »En eg vil þreifa á fegurðinni og finna að hún er lifandi. Þessi fegurð er dauð. En þú ert lifandi feg- urð — og hún er mér alt«. Um leið kysti hún hann. Skarpheðinn mótmælti. En hann komst ekki langt. Hún hafði ekki rök á móti hon- um, en hún hafði annað enn hættulegra vopn. Hún lokaði á honum munninum með koss- um, blossandi, ástríðuríkum. Og þá lagði hann árar í bát og gafst upp................ Þegar þau komu heim, sitt í hvoru lagi, heyrði Skarpheðinn út undan sér, að verið var að tala um, að Ármann væri búinn að sitja lengi fyrir handan. Og vinnukonan ein skaut því fram, að hann mundi vera að bíða eftir heimasætunni, annars mundi hann ekki hafa setið svona fast. Skarpheðni brá ónotalega. Hvern þremil- inn var Ármann að snuðra í kringum Arn- fríði? Og því sagði vinnukonan þetta svona illkvitnislega? En hann fekk engan tíma til að hugsa um þetta. Maður kom að finna hann og með honum fór hann á fund einn. . Og annirnar grófu þetta í gleymsku. Einn dag, síðari hluta, var Skarpheðinn einn inni í húsi og lék sér við 5 ára gaml- an drenghnokka, son Þórunnar og Halldórs, hafði Skarpheðinn tekið miklu ástfóstri við hann og lét hann stafa á kvöldin stundum. Skarpheðinn var hesturinn hans, skreið á fjórum fótum um gólfið, en drengurinn sat klofvega á baki hans og barði fótastokkinn af alefli. Þegar Skarpheðinn var orðinn uppgefinn, settist hann á eitt rúmið, en sveinninn stóð við hné hans og sagði honum frá ýmsu, sem fyrir hann hafði borið um daginn. Sumt var óvenjulega merkilegt, eins og t. d. það, að kisa hafði átt þrjá ketlinga frammi í eldhúsi og engin yfirsetukona hafði verið hjá henni. Og þá var það ekki minna um vert, að hann hafði komið upp í lambhús og séð öll lömb- in eta hey ofan af dal. Og svo Ármann! Hann hafði komið í dag. »Ármann!« tók Skarpheðinn upp eftir drengnum, »kom hann í dag? Hingað til pabba þíns?« »Nei, fyrir handan, hjá Pétri*. »Er þetta víst, Kári minn?« »Eg sá, þegar hann kvaddi hana Friðu frammi í göngunum. Hún kysti hann eins og um daginn«. Skarpheðinn hrökk saman. »Hvaða vitleysa er þetta, vinur minn. Það hefir Arnfríður aldrei gert«. »Jú, jú!« Kári tók til stund og stað »og — hún fór svona —« drengurinn teygði sig upp að vörum Skarpheðins og kysti hann hvað eftir annað — ætlaði aldrei að hætta. Það fór hryllingur um kennarann. Hann misti valdið á sjálfum sér, vissi ekkerthvað hann gerði en varð þó eitthvað að aðhafast. Hann sló drenginn snoppung svo hann hraut langt fram eftir gólfinu. En jafn skjótt Qg höggið var riðið af, skammaðist hann sín fyrir þennan ódreng- skap. Drengurinn hafði rekið upp hljóð af sársauka og undrun. Hann sveið í kinnina, og hann skildi ekki þetta þunga högg — allra síst af Skarpheðni, sem hafði borið hann á höndum sér. Hann grét eins og litla brjóstið ætlaði að springa, og leit hræddum, gráthjúpuðum augum á kennarann. En nú # Var meðaumkunin orðin einvöld i huga hans. Hann beygði sig niðurr og lyfti sveininum upp í fang sitt, lagði höfuð hans undir vanga sinn, gekk með hann um gólfið, tal- aði við hann, bað hann að fyrirgefa sér, bauð honum óteljandi barnagull, peninga — alt, sem honum datt i hug. Hann varð sjálf- ur að barni, sagðist aldrei gera þetta aftur — aldrei. Eftir nokkra stund varð drengurinn ró- legur aftur. En hann skalf enn af ekka og augun fyltust jafn ótt af tárum. Skarpheð- inn settist með hann á hné sér, þerraði döp- ur augun, kysti hann á kinnar og enni og strauk blíðlega um sáru kinnina. Hún var rauð eftir höggið. Þannig sat hann, náfölur og ráðþrota, með drenginn á hnjánum, þegar Þórunn kom inn. Skarpheðinn tók ekkert eftir henni. Hún staðnæmdist hikandi innan við dyrnar. Það var eins og birti yfir andlitinu, þegar hún sá hann sitja þarna með sveininn í fangi • sér. Drengurinn hallaði höfðinu upp að brjósti Skarpheðins og hreyfði sig ekki. Þórunn stóð hreyfingarlaus, horfði bara — horfði yfirbuguð. Ef Skarpheðinn hefði litið upp, hefði hann tekið eftir þessu seiðandi augnaráði, sem hann hafði stundum orðið var við. Og brjóstið hófst og féll — hófst og féll eins og stormvakið haf væri i hreyf- ingu þar inni fyrir. Loks stóð Skarpheðinn hægt á fætur og setti sveininn á gólfið. Þá sá hann Þórunni. Hún leit strax niður, en hann sá augnatillit hennar. Hvorugt sagði orð. Hún þorði það ekki, vissi ekki, hvað hún kynni að segja nú. Hann gat ekkert sagt, fann enga hugs- un. Svo gekk hann út. Það var orðið hálfdimt. Veðrið var svalt en bllðalogn. Nokkurar stjörnur týrðu neðst niðri við sjóndeildarhringinn í austri. Það bjarmaði upp af tunglinu bak við háan klett- óttan hnjúk. í vestri var deyjandi dagur að hverfa og sló roða yfir loftið umhverfis eins og stórt ljós iogaði yfir dánum manni. Skarpheðinn reikaði út frá bænum. Hann gat ekki áttað sig á þessu, sem drengurinn hafði sagt. Þetta hlaut að vera rugl. — Nei, ónei! Barnið fór ekki með markleysu. Hann gekk lengi án þess að vita, hvert hann stefndi. Bara gekk, eins og hann væri að reyna að flýja frá þessu ráðþroti og til vissu. Spölkorn utan við bæinn geystist tær bergvatnsá fram til sævar, gnauðandi og gustmikil milli þykkra klakaskara. Hún var víðast undir snjó, en þarna lagði hana aldrei. Hún stöðvaði Skarpheðinn. Hann fleygði sér niður í snjóinn á skörinni. »Og hún fór svona —« hafði sveinninn sagt. Það var það fyrsta, sem honum datt í hug. Og drengurinn hafði kyst hann ótal kossa. Svo Arnfríður lék sér að tveimur í einu. Munurinn að eins sá, að Ármann var búinn að njóta hennar margfalt lengur. Skarpheð- inn spratt á fætur og varð öllum sjóðheitt af geðshræringu. Þá tók hann eftir því, að hann var frakkalaus. Hann fleygði sér aítur niður í snjóinn. Nú skildi hann komur Ai'manns til þeirra mæðgna. Nú skildi hann vinnukonuna Nú skildi hann áfergju Arnfríðar, að þau færu sem leyndast með ást þeirra. Ást! Hann beit saman tönnum og spýtti og þurkaði sér um varirnar. Þær hlutu að vera flekkaðar af þvi að hafa snert munn þessarar nöðru. Já, einmitt nöðru!

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.