Ísafold - 28.09.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.09.1921, Blaðsíða 2
« ÍSAFOLD Kirkjan og hærinn brenna tii kaidra koia< Ðofrabrautinni er hallinn hvergi meiri en i 8 metrar á hverjum iooo en á Raumudalsbrautinni er hann mest 2 metrar á þúsund. Þessar brautir munu mjög auka ferðamannastrauminn til Noregs og flýta fyrir samgöngum innanlands. Mega þær teljast merkustu járnbraut- arfyrirtæki, sem landið hefir lagt í, að undanskildri Bergen-brautinni einni. Hátiðahöldin i tilefni af opnnn Ðofrabrautarinnar enduðu mjög sorg- lega. Aukalest sem flutti gestina frá Þrándheimi nóttina 19. þ. m. rakst skamt frá bænum á morgunhrað- lestina frá Kristjaniu. Vtð áreksturinn fórust 6 menn: Heftye landsímastjóri, Sejersted ofursti, Ræder majór, Björnstad kapteinn, Hammer yfirverkfræðing- ur og Glosimodt byggingameistari. Fimtán særðust, þir á meðal Darre jensen forstjóri. Slysið var að kenna áhöfninni á lestinni frá Kristiania, sem vanrækti að staðnæmast á stöðinni við Marien- borg, þrátt fyrir gefna skipun. -------0------ Daisini i Hruii. Síðasta rit Iadriða Einarssonar er eins og kunnugt er, leikritið Dans- inn í Hruna og kom það út í bók- arformi á sjötugsafmæli skáldsins, ea hafði áður birst í Óðni. Hefir þess verið getið hér í blöðum og tíma- ritum og hvervetna verið vel tekið. T. d. sagði ptóf. dr. Agúst H. Bjarnason, að það væri liklega besta leikrit isienskt, sem til væri. og Arni Pálsson hefir farið um það mjög loflegum orðum í seinasta Skirni. Meðal erlendra mentamanna, sem með isl. bókmentum fylgjast, hefir því einnig verið tekið mjög vel, og má geta hér nokkura um- mæla. Hirðráð dr. Poestion i Vínarborg segir: þessi sorgarleikur er undur- samlegt skáldrit, djúpt og háleitt, auðugt af gullkornum andrikisins og perlum fegursta skáldskapar — en ekki auðlesið útlendingum (á ís- lensku) .... Dansinn í Hruna er einstakt, stórfelt skáldrit í ísl. bók- mentunum. Holger Wiehe hrósar leiknum einnig og segir að höf. »láti augsýnilega best að yrkja með æfintýraefni og blæ«. í sama streng- inn tekur einnig Olaf Hansen. Ragn- ar Lundborg kallar leikinn »veru- legt meistaraverk* og segir að ósk- andi væri að að hann yrði leikinn í Svíþjóð, segir einnig Viggo Zadig. Prófessor Hermann i Torgau segist hafa beðið eftir þessum leik með eftirvæntingu og óþreyju og hafa þrílesið hann i lotu og við lestur- inn hafi hann ekki einungis fengið fullnægt öllu þvi, sem hann hafi búist við, heldur meiru. »Og eftir því sem útlendingur getur dæmt«, segir hann ennfremur »er þessi leik- ur ekki einungis besta rit I. E., heldur einnig besta leikritið, sem til er á islensku*. Siðar segir hann að *hið rómantiska sambland þjóðsagna, æfintýra og sögu, hafi tekist snild- arlega. Hann segir að sumt i leikn- um gæti verið Shakespeare verðugt. »Hvað hefir höf. ekki fengið út úr einni smáklausu í þjóðsögum jóns Arnasonar II, 78«. Sömuleiðis hælir hann þvi, að leikritið sé vel ort og Aðfaranótt 21. þ. m. kviknaði eldur i bænum að Mælifelli í Skaga- firði og brann hann, kirkjan þar á staðnum og 2 geymsluskúrar til kaldra kola, án þess að nokkru veru- legu yrði bjargað úr eldinum. Fregnir þaðan að norðan herma, að um miðja nótt hafi sóknarprest- urinn þar, Tryggvi H. Kvaran, vakn- að við það að bjarma lagði inn um svefnherbergisgluggann. Fór hann þegar fram og stóð þá allur bærinn svo að segja í bjöitu báli. Fólkið komst með naumindum út, sumt að eins á nærklæðunum og sjálfur prest- urinn aðeins á skyrtunní og yfir- frakka sem hann náði i um leið og hann hljóp út úr bænum. Eftir því sem frekast hefir orðið uppvist, mun hafa kviknað í norð- urhúsinu, sem svo var nefnt og lik- lega við neista frá aðalbænum. En segist yfirleitt vera fullur aðdáunar á þessu unglega riti hins sjötuga manns. Sama segir Heidenreych i Eisenach, að ritið lýsi »hinum æsku- friska og sílifandi islenska þjóðar- anda«. Ymsir fleiri hafa einnig i bréfum þakkað höf. fyrir bókina, t. d. Jóhannes Kjarval málari, sem segir, að »innri linurnar séu þrungn- ar forneskju og kyngi horfinna mót- stæðu tima* og er yfirleitt mjög hrifinn af leiknum. Loks má svo geta um bréf, sem presturinn, sem nú er i Hruna, sira Kjartan Helgason hefir skrifað I. E. »— það var hugulsemi fyrir sig, að láta Dansinn koma út að vorinu. Ef hann hefði birst á haustnóttam, efast eg um að stúlkuinar í Hruna hefðu þorað um þvert hús að ganga i skammdeginu á eftir. Við höfum nú lesið hann öll, sem fullorðin er- um hér á bæ, og eg skal segja þér, að hann hefir komið við okkur, og eg er ánægður — að hafa eignast svona rammírlenskan Faustt. Asmá- agnúa segist bréfritari hafa rekist og þykir miður að leikurinn er í ljóð- um. »En mér finst á mér, að þarna eigi eg eftir að finna enn margt verðmæti við ítrekaðan lestur. . . . Dansinn er áreiðanlega ekki nein dægurfluga«. Eins og sjá má af þessum stuttu útdráttum, hefir Dansinum verið mjög vel tekið yfirleitt, enda má búast við því, að hann eigi eftir að verða Ianglífur í Isl. bókmentum og vinsæll. En hvenær eignast íslend- ingar leikhús, sem geti sýnt leik eins og þennan, svo að hann njóti sln? ------0------- [iandssíminn 1920 Skýrsla um störf landssfmans á síðastliðnu ári er nýlega komin út. Hefir árið verið góðæri fyrir sfmann enda voru greiðslur fyrir simskeyti og simtöl hækkuð í byrjun ársins. Tekjuafgangur varð 526.574 kr. og er það miklu meir en nokkurntima áður. Af nýjum simum var minna lagt en árið áður. Þessar eru nýjar sima- linur frá árinu : Eyrarbakki—Þorláks- höfn 13.5 km., Kiðjaberg—Minniborg 8 km., Miðey—Hallgeirsey 10,5 km. þaðan barst eldurinn yfir í kirkjuna, sem stóð örskamt frá — og brann hún til ösku án þess að nokkuð næðist úr henni nema hempan og messuskrúðinn. Vér spurðumst frétta um brunann hjá biskupi, dr. Jóni Helgasyni i gær. Hann hafði fengið símskeyti að norðan um brnnann og hafði eigi öðru við að bæta það sem hér er sagt að framan en því, að em- bættisbækur hefðu og bjargast og eitthvað ofurlitið af innanstokksmun- um. En bækur sinar allar og mest öll föt hafði presturinn mist í brun- anum. Kirkjan var óvátrygð og svo og geymsluhúsin, en bærinn sjálfur var vátrygður fyrir 3740 kr., vitan- lega altof lágt. Presturinn hafði og haft húsmuni sina vátrygða að ein- hverju leyti, en að sjálfsögðu bíður hann mikið tjón við brunann. og fullgeið línan Reykjavík—Borg- arnes—Borðeyri 33 km. Auk þess hefir verið lagður nýr þráður milli ölfusárbrúar og Eyrarbakka. Nýjar línur á árinu eru alís 65.5 km. og þráðalengdin alls 225.8. En árið áður voru tilsvarandi tölur 98 og 314. Voru landsímalinurnar orðnar alls 2419 kílómetrar i árslok, en þráðalengdin 7232.7 km. . Einkalín- urnar voru 52.5 km. Fjórar nýjar stöðvar bættust við á árinu, á Minniborg, Þorlákshöfn, Lágafelli og Hallgeirsey. Gjaldskyld símskeyti voru á árinu, 105.379 innanlands og 88.471 út- lend, en símtöl alls 311.582. Er þetta nokkru færra en árið áður. En tekjurnar hafa orðið miklu meiri, vegna hækkunarinnar. Innlendn sím- skeytin gáfu 337.081 kr., þau út- lendu 133.402 og símtölin 466.937 kr. Talsimanotendagjöldin voru einn- íg hækkuð og hafa orðið 140.276 kr. Aðrar tekjur eru 20.741 kr. og hafa tekjurnar því orðið samtals 1 098.437 kr. En árið áður voru þær 844.197 kr. Tekjuaukinn er því yfir 250 þúsund krónur. Hins vegar hafa gjöldin ekki hækkað nema um tæp 70 þúsund krónur. Þau voru á árinu 571.863 kr. og hefir tekju- afgangur þannig orðið 526.574 kr. eða yfir hálfa miljón. Tekjurnar af bæjarsimanum i Reykjavik voru kr. 101.838.25 aur. en pjöldin við hann urðu 143.363 kr. 25 aur. Af þessari upphæð var varið til nýlagninga nær 30 þús. kr. Til þess að sjá hreinan ágóða landssímans á árinu ber að draga frá tekjuafganginum, sem talinn er kr. 526.574 rpphæðir þær, er rikis- sjóður greiðir i þágu símans. Þessar upphæðir eru: Til Stóra Norræna Ritsimafélagsins kr. 35.000 og laun f astra starfsmanna landssimans 3 08,3 3 2 kr. Afgangs verða því 183.242 kr. sem er gróði símans á átinu sem leið. ------0 Prentvillur þessar eru i minn- ingarorðunum um Sigurð Jónsson frá Arnarstöðum í »Lögréttu« 21. þ. m.: Greftrunardagur: 19. (ekki 16.). Fyrsta jarðnæðið: Hrisum (ekki Húsum). Bækur. Síðustu bækur Einars H. Kvar- an eru þessar: Sögur Rannveigar I. Verð: kr. 5,50. í bandi kr. 8,00. Samhýli. Skáldsaga. Verð: kr. 8,00. í bandi kr. 10,00 og kr. 10.50. Sálin vaknar. Skáldsaga. Verö: kr. 5,00. í bandi kr. 6,50. Syndir annara. Leikrit. Verð: kr. 2,50. í bandi kr. 3,50. Trú og sannanir. Hugleið- ingar um eilifðarmálin. Verð: kr. 9,00. í bandi kr. 12,00. Lif og dauði. Fyrirlestrar. Verð : kr. 3,00. í bandi kr. 4,00. Síðustu bækur Jóns Trausta' eru: Samtiningur. Skáldsögur. Verð: kr. 10,00. Bessi gamli. Skáldsaga. Verð: kr. 6,00. Tvær gamlar sögur. Sýð- ur á keypum 0g Krossinn í Kaldaðarnesi. Verð: kr. 5,00. í bandi kr. 6,50. Dóttir Faraós. Æfintýri. Leik- rit. Verð: kr 2.50. Á íslensku eru til, ásamt fleiru, þessar skáldsögur eftir Gunnar Gunnarsson: Sælir eru einfaldir. ísl. þýðmg eftir Vilhj. Þ. Gislason. í bandi kr. 13,50. Drengurinn. ísl. þýðing eftir Þorst. Gíslason. Verð: kr. 3,80. Vargur i véum. ísl. þýðing eftir Vilhj. Þ. Gíslason. Verð: kr. 6,00. í bandi kr. 7,50 og kr. 8,00. Ströndin. ísl. þýðing eftir Einar H. Kvaran. Verð: kr. 7,00. í bandi kr. 10,00. Sögur. verð: kr. 1,50. A islensku eru til, ásamt fleiru, þessi leikrit eftir Jóhann Sigur- jóusson: Fjalla-Eyvindur. Verð: kr. 4,00. Galdra-Loftur. Verð:kr. 2,50. í bandi kr. 3,50. Meðal nýjustu ljóðabókanna eru: Ljóðmæli. Eftir Þostein Gísla- son. Verð : kr. 13,50. í bandi kr. 18,00, kr. 20,00 0g kr. 24,00. Segðu mér að sunnan. Eftir Huldu. Verð: kr. 5,50. í bandi kr. 8,50. Heimhugi., Eftir Þorstein Þ. Þosteinsson. Verð: kr. 6,00. Spretiir. Eftir Jakob Thorar- ensen. Verð: kr. 4,50. í bandi kr. 6-,80. Undir Ijúfum lögum. Eftir Gest. Verð: kr. 7,50. í bandi kr. 10,00. Drotningin í Algeirsborg og önnur kvæði. Eftir Sigfús Blöndal. Verð: kr, 6,00. í bandi kr. 8,00. Nýjustu ísl. leikritin eru: Dansinn i Hruna. Eftirlnd- riða Einarsson. Verð: kr. 10,00. Myrkur. Eftir Tryggva Svein- bjarnarson. Verð: kr. 4,50. Gagnlegar bækur eru: Mannasiðir. Eftir Jón Jacob- son. Verð: kr. 5,00. í bandi: kr. 7,50 og 8,00. Um skipulag sveitabæja. Eftir Guðmund Hannesson. Verð kr. 3.00. Alþýðleg veðurfræði. Eftir Sigurð Þórólfsson. Verð: kr. 3.50. / Um herklaveiki. Eftir Sigurð Magnússon. Verð: kr. 1,00. Ut yfir gröff og dauða. Eft- ir C. L. Tvedale. ísl. þýðing eftir Sig. Kr. Pétursson. Verð: kr. 5,00. í bandi: kr. 9,50. Meðal nýjustu skáldritanna eru: Oræf agróður. Æfintýri og, ljóð. Eftir Sigurjón Jónsson. Verð: kr. 6,00. í bandi: kr. 9,00. Ogróin jörð. Skáldsögur. Eft- ir Jón Björnsson. Verð: kr. 8,80. í bandi kr. 11,50. Meðal skemtilegustu þýddu skáldsagnanna á íel. eru: Ivar- hlújárn. Eftir W. Scott. ísl. þýðing eftir Þorst. Gísla- son. Verð kr. 5,00. Sjómannalif. Eftir R. Kipling. ísl. þýðing eftir Þorst. Gísla- son. Verð: kr. 3,00. Með báli og brandi. Pól- verjasögur I. Eftir H. Sien- kie’wicz. Isl. þýðing eftir Þor- stein Þorsteinsson sýslum. Verð: 1. b. kr. 5,00, 2. b. kr. 4,00. Perciva! Keene. Eftir Ma- ryat. ísl. þýðing eftir Þorvald Ásgeirsson. Verð: kr. 5,00. Baskerville-hundurinn.Eft- ir Conan Doyie. ísl. þýðing eftir Guðmund Þorláksson. Verð: kr. 3,00. clóhann Björnsson, hreppstjóri. Stíginn er stiltur af stjórnarpalli, vinsæli, valmenni, vörður dyggur. Holskeflan hinsta nú huldi ferju, og langvint skammdegi hefir lokað brá. Vantar í verstöð vaskan sjógarp, við öldur og úða sem ei æðrast kunni, Vantar í vinahóp vildarbrosið, sem eyddi úlfúð með ástúð sinni. Fólstu fjölorð með friðattákni, aflið úrslitum ei lést ráða. Látlaust ljúfmæli og lyndisþokki knýtti vinbönd með kærleiksmerkjum. Fjarri fordild þú Fróni nnnir, mændir úr stafni á merkið háa. Trúlynd forsjá og fyrirhyggja, viðsýn veglund var þér vöggugjöf. Þurfti ei granna garð á milli, né örskot frá olnboga; Iagði ei til deilu • lágmark saka, en miðlun og mat var mælikvarðinn. Hvað eru handtök heljarmennis við vernd og fulltingi friðararma ? Liðast lognsveipir ljúfrar æfi, □m grátsjá gremistunda. Þ. J.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.