Ísafold - 05.10.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 05.10.1921, Blaðsíða 1
Vikublað. Verð: 5 kr. árg. — Gjalddagi 1. júli. Símar 499 og 500. ISAFOLD Ritstjórar: Vilhjálmur Finsen og Þorsteinn Gíslason. Afgreiðsla og inn- heimta í Lækjargötu 2. — Talsími 500. ísafoldarprentsmiðja h.f. XLVIII. árg. Reykjavík, Miðvikudaginn 5 október 1921. 40 tölublað. Morgunblaðið og Lögrjetta. Frá næstu áramótum verður félagsskapur um útgáfu þessara blaða milli mín og núverandi útgefenda Morgunblaðsins og ísa- foldar. Morgunblaðið verður sérstaklega ætlað Reykjavíkurbæ og umhverfi hans. Bn Lögrjetta verður stækkuð að mun og benni ætlað að fullnægja sem best kröfum þeim. sem alment eru gerðar tii Reykjavíkurblaðs úti um land. Morgunblaðið hefir að undanförnu verið selt með miklu tapi úti um land, og því hækkar verð þess þar á næstu áramótum upp í 30 kr. árgangurinn, en í Reykjavík og umhverfi hennar helst það óbreytt, en þar undir eru taldir allir þeir staðir, sem blaðið er afgreitt til daglega, eða þar um bil, og án þess að borga þurfi póstburðargjald, svo sem Hafnarfjörður, Akranes o. s. frv. Lög- cétta heldur sama verði og á henni hefir verið að undanförnu, þ. e. 10 kr. ísafold verður ekki gefin út sérstaklega frá næstu áramótum. Morgunblaðið og Lögrétta hafa sama ritstjóra. Þau verða ekki ætluð sömu kaupendum, heldur ber að skoða Morgunblaðið sem bæjarútgáfu en Lögréttu sem landsútgáfu eins og sama blaðsins. Þessi tilhögun á útgáfu blaðanna er að mörgu leyti hagkvæm. Bæjarblað verður að flytja margt það, sem ekkert erindi á út um land og ekkert gildi hefir fyrir blaðakaupendur þar, 'en þetta gerir bæjarblöðin stærri og þá jafnframt dýrari en nauosyn er til fyrir þá, sem ekkert gagn hafa af daglegri útkomu blaðanna. Með því að fella iþetta burtu má aftur á móti hafa imikinn stuðning af bæj- arblaði til þess að skapa myndarlegt landsblað með hæfilegu verði, þ. e. ekki hærra verði en verið hefir að undanförnu á landsblöð- unum hér í Reykjavík (Lögr. og Tímanum). T. d. er það ekki aðgengilegt fyrir blaðlesendur úti um land, sem fá Reykjavíkur- blöðin sumir ekki oftar en einu einni á mánuði, að lesa yfir öll símskeyti dagblaðanna. Hitt er miklu aðgengilegra fyrir þá, að fá aðalefni þeirra dregið saman <einu sinni í viku í stuttar yfiílits- greinar. Og sama er aö segja um ýms innlend dægurmál, sem dag- blöðin ræða. Aftur á móti eiga margar af aðalgreinunum jafnvel við á báðum stöðunum, í bæjarblaðinu og landsblaðinu. Blaðafélagsskapur sá, sem hér er frá sagt, miðar að því að gefa út frá næstu áramótum bæði stærsta og efnismesta bæjarblaðið í Reykjavík og líka stærsta og efnismesta landsblaðið. Það er ætlunin, að blöðin verði sem fróðlegust og fréttaríkust og einnig, að þau flytji mönnum heilbrigðar skoðanir bæði á innanlandsmálum og þeim við- burðum, sem gerast úti um heiminn, Þau munu fúslega veita við- töku greinum góðra manna um þsaa mál, sem fyrir liggja til um- ræðu, og ekki binda sig við neina skoðanaeinokun, heldur halda uppi frjálslyndi og víðsýni í öllum greinum. En það, sem þessi blöð flytja sameiginlega, fær nú þegar svo mikla útbreiðslu, að önnur eins er áður óþekt með ö'llu hér á landi. Fyrir næstu áramót eru kaupendur Morgunblaðsins úti um land beðnir að gera grein fyrir, hvort þeir vilja heldur á næsta ári láta senda sjer bæjarblaðið eða landsblaðið. Kaupendum Isafoldar verð- ur sent landsblaðið frá áramótum í hennar stað, ef iþeir ekki gera aðrar ráðstafanir sjálfir, og þé skoðaðir sem kaupendur þess áfram. Blaðaútgáfa hefir verið erfið á undanförnum árum, eins og kunn- ugt er, og flest blöð munu hafa verið gefin út með meira eða minna tapi. En slíkt er efcki heilbrigt. Jeg vænti að menn sjá það, að með fjelagsskap þeim, sem hjer hefir verið frá sagt, er stefnt til fram- fara og viðreisnar í blaðaútgáfunni. Þorst. Gislason. Asakanir um landráð. Politiken birti 26. fyrra inán. svo- hljóðandi grein: Ihaldsblöðin úti um land fluttu á Jaugardaginn 23. p. m. grein am símskeyti, sem sagt er að staðið hafi í Parísarblaðinu »L'intransig- eant* hinn 20. þ. m. og sent hafi verið blaðinu frá fréttaritara þess i Stokkhólmi. Fréttaritarinn segir, að rit það sem Lothinga gaf út fyrir nokkrn nafnlaust hafi vakið allmikla atbygli í Sviþjóð og síðan símar hann það, sem hér fer á eftir, og sem ihaldsblööin úti á landi segjast birta í orðréttri býðingu: »Eg er þess nmkominn, aö geta gefið upplýsingar um ýms atriði við- víkjandi þessu máli, sem banda- mannaþjóðirnar fjórar sennilega vita vel um. Samningarnir fóru fram irið-1915. Var ekki einn heldur tveir íslendingar viðstaddir samning- ana, nefnilega: Einar Arnórsson þá- verandi ráðherra íslands, og Guð- brandur Jónsson. Komst þá sam- komnlag á um það sem hér fer á eftir: Islendingar áttu að fi tíu miljón kr. lán handa báðum bönkunum á íslandi. Átti að kaupa annan bank- ann en hinn bankinn átti að skifta um bankastjóra. Ein miljón króna af láni þessu átti að ganga til þess að múta alþingismönnnm. Þjóð- verjar áttu að fá einkaleyfi til þess að hagnýta sér náttúruauðæfi íslands og rétt til að nota landið fyrir flota stöð. Siðan átti ísland að segja sig úr lögum við Dani og lýsa yfir sjálfstæði slnu. Ef Danir mótmæltu þeim aðfðrum átti þýskt herlið að ráðast inn I Dann:ðrku. En i þakk- lætisskyni fyiir þessa hjálp Þjóð- verja áttu íslendingar að beiðast þess að fá þýskan þjóðhöfðingja til konungs yfir sig. Það hefir tekist að ná i bréf frá Einari Arnórssyni um þetta mál og taka Ijósmyndir af þeim. Einar Arnórsson miiti völdin árið 1917. Siðan 1918 hefir ísland verið sjálf- stætt riki en undir konungi Dana sem æðsta þjóðhöfðingja*. Þetta virðist vera helber trölla- saga, en hvað sem þvi líður, þá verður að rannsaka málið til hlítar úr því að þetta símskeyti er komið fram. í skeytinu eru bornar sakir á nafngreinda menn, meðal annars fyrverandi ráðherra íslands og nii- verandi meðlim dansk-islensku lög- jafnaðarnefndarinnar, og þeir sakaðir um að hafa framið landráð. Hin óhjákvæmilega rannsókn hlýtur einn- ig að sjálfsögðu, að leiða i ljós, hver það er, sem hefir sent blaðinu »L'intransigeant« simskeyti það, sem að framan er getið. Blaðið: »Nationaltidende« segir Vér höfnm í dag snúið oss til is- lensku sendisveitarinnar hér i borg- inni og borið málið undir fón Svein- björsson konungsritara. — Auðvitað — se^ir konungsritarinn, get eg ekki látið mér detta annað í hug, en að hér sé um að ræða æðrufregn og uppspuna. Annars hefi eg áður, fyrir á að giska hálfu öðru ári, heyit um þennan kynja viðburð. Þá þóttust Hka einhverjir hafa i höndum bréf frá Guðbrandi Jónssyni til Einars Arnórssonar ráðherra og þetta bréf átti að sanna það tvímælalaust að að málið hefði við rök að styðjast. Á hinn bóginn veit eg, að þeir sem fengu að sjá þetta bréf, sögðu að ekkert væri hægt að byggja á þvi. Persónulega er það álit mitt, að ekkert það, sem fréttin segir um þetta mál sé sannleikanum sam- kvæmt. En spurningin er þessi: Hvaðan ern þær sprottnar, þessar fnrðnfrétt- ir, sem Parísarblaðið hefir fengið fri Stokkhólmi? Eg get ekki hugsað mér aðra ástæðu fyrir ölln þessn máli en þá, að Gnðbrandur Jónsson hefir á ófriðarárnnnm verið í þýskri þjónustu. A þann hátt getur málið hafa komist á kreik. Að öðrn leyti getur maður líklega þakkað ein- hverjum, sem þykir gaman að fnrðu- fréttnm og hefir á einn eða annan hátt verið við málið riðinn, fyrir Vniaskeytið frá Stokkhólmi. H.f. „Völunöur" Reykj^vík hefii* nú fyrirliggjandi miklar birgðir af alskonar unnu og óunnu timbri til húsabygginga. Timburgæðin eru sérlega góð og selst timbrið í dönsku lengd- armáii. Verdið hvergi lægra. 28. fyrra mánaðar segir í »Po!i- tiken« Aburður þessi virðist vera með öllu rakalaus. í rauniani eru ýms kynleg atriði i efni simskeytisins og sömuleiðis er það dularfult, a hvern hátt það hefir komið fram. Alvar- legasta atriði frásögunnar eru hinar berorðu ásak nir um landráð, sem beint er gegn þáverandi falltrúa ís- lands 1 stjórn danska rikisins, Ein- ari Arnórssyni. Hinsvegar hlýtur öll nánari ihugun nm þetta mál, ivort heldur litið er til Einars Arn órssonar persónulega eða allrar að- stöðu, að leiða til þeirrar skoðunar, að upplýsingar þær, sem simskeytið gefur, qtíi ekki verið réttar hvað hann snertir. Hvort heili Guðbrand- ur Jónssonar hefir alið höfuðóra þá, sem hér er um að ræða, hvott hann hefir viljað spreyta sig á hiutverki Jörundar hundadagakonungs vitum vér ekki. Hann er ákafur islenskur þjóðernissinni. A striðsárunum var hann starfsmaður i Þjóðverja hér i borginni Sv. Jónsson & Co. Kirkjustræti 8 B. Reykjavík. hafa venjulega fyrirliggjanoi mikl- ar birgöir af fallegu og enöingar- góöu veggfóöri, margs konar pappír og pappa — á þil, loft og gólf — og gipsuðum loftlist- um og loftrósum. Talsími 420. Símnefni: Sveinco- verulegar upplýsingar eru fyrir hendi um það hvaða ráðagerðir hann hafi haft á prjónunum þar, og hvaða til- lögur hann ef til vill hafi komið fram með eða tekið á móti. Málið hefir komið fram á Alþingi fyrir rúmu ári og rannsókn sú, er þar fór fram f málinu, leiddi það í Ijós, að frá Guðbrandi Jónssyni var ekki um önnor plögg að ræða en eitt bféf ritað á þýsku, og var innihald þess ekki nein eiginleg sönnun fyr- ir þv', að orðrómurinn væri sannur. anum og kaupa á hlutabréfum ís- iandsbanka, ef í það yrði ráðist, eins og oft hafði og hefir til orða komist, meðal annars á þingi 1909 og nii siðast á þingi 1921. Lánið átti ekki að greiðast fyrr en eftir stríðið, ef til heíði komið. Fyrirætlanir um að miita Alþingi, kaupa bankana islensku (sem líklega á að þýða: múta bönkunum), nm skilnað íslands og Danmerkur með aðstoð Þjóðverja, innrás þýsks hers i sambandi við það í Danmörk og seodiherrasveit|Þýskan konung á íslandi, hafa ekki Mjög ó-1weT1^ orðaðar við mig og eg hefi Þetia blað hefir snviið sér til Ein- ars prófessors Arnórssonar og feng- ið frá honum svohljóðandi yfirlýs- ingu: Einn skifrin, sem eg hefi haft, meðan eg var ráðherra, við sendi- sveit Þjóðverja i Kaupmannahöfn og við Þjóðverja, er eitt samtal við annan sendisveitarritarann haustið 1915 um möguleika þess, að fá dönsk og islensk skip undanþegin árásum þýskra kafbáta i stríðinu, á siglingaleiðum milli Danmerkur og íslands. Það haust fekk eg tilboð manns (Gnðbrands Jónssqnar) um að hann vildi reyna að afla íslandi lánstilboís i Þýskalandi á hreinum kaupsýslu-grundvelli og auðvitað að þvi tilskildu, að samkomulag tækist um skilmála og íslenska löggjafar- valdið samþykti lántöku. Lánstilboð kom ekkert. Hngmyndln var, ef til kæmi, að verja Iáninn sumpart til greiðsln ýmsra eldri lána, snmpart til járnbrautarlagninga, ef i þær yrði ráðíst, til væntanlegrar Flóa-áveitu og ef til vill til styrktar Landsbank- ekki heyrt slikt nefnt fyrr en eg heyrði getið kæru Jóns Dúasonar líks efnis, til forsætisráðherra frá fvrra hluta ársins 1917. En kæra þessi kvað hafa verið send Álþingi eða Alþingisnefnd 1920 eftir kröfu Jóns þessa, en hvorki stjórnin né þingið hefir hingað til sint þvætt- ingi þessum. Loforð um einkarétt- indi -til handa Þjóðverjum til not- kunar anðlinda þessa lands einnar eða fleiri, hefi eg auðvitað engin gefið, né getað gefið, né heldur lof- að að gangast fyrir loforðum eða samningum i þá átt. Landráðasagan, sem allmikið om- tal hefir vakið hér síðan skeytið kom um Parisarblaðið og fréttina þar, er, eins og kunnugt er, eldri hér, þó ekki hafi henni verið neinn ganm- ur gefinn fyr. En i útlendum blöð- um hefir hiin Uka verið komin á kreik fyr, því í Politiken frá 2. sept. siðastl. er sagt frá þvi, að sams- konar frétt hafi 18. ágúst í sumar staðið f pólsku blaði með frönskum titli, Le Journal de Pologne. Er þar birt bréf frá Kaupmannahöfn, sem mest er árás i Politiken fyrir af- skifti hennar af ýmsum striðsmal- nm. Síðan kemur svofeld klausa: Á. ófriðarárnnnm var Politiken á valdi þýska sendiherrans Rantzau greifa og hermálaráðanauts hans^ Neergaards kapteins, og það meira að segja á meðan á samningum stóð i þýsku sendisveitinni milli fyrver- andi islensks ráðherra, þýsks pró- fessors og Eitel Friedrichs prins, i þeim tilgangi að ísland yrði fnll-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.