Ísafold - 05.10.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 05.10.1921, Blaðsíða 2
« ÍSAFOLD •valda og kveddi' þýskan prins til konungs, gegn þvi að láta af hendi ýms fjárhagsréttindi. PoJitiken segist ekki hafa séð ástæðu til a& ansa þessum þvætt- ingi fyr en hann hafi verið gefinn tit á ný í pésaformi í danskri þýðingu og sendur sendiherraskrifstofunum 1 Kaupmannahöfn, blöð«m og frétta- stofum, án þess að nokkur höíund- ur væri nefndur. En prentarinn hafi gefið þær upplýsingar, að höf. væri Aage Lothinga, og hefði hann þó beðið að þegja yfir þvf. Yfir Lothinga þessum er lítið látið í blað- iuu, og hann talinn þar blaðasnápur af ekki bestu tegund eða vönduð- ustu. |ón Diiason biður þess getið, til að fyrirbyggja miskilning, að hann eigi engan þátt f, né hafi neina minstu vitneskju eða grun um upp- runa skeytisins. ---------0--------- Títriun talar oft og tíðum um hið geysilega ábyrgðarleysi, er hafi lýst sér hjá siðasta þingi, er það vildi ekki hafa stjómarskifti. Við- hefur hann þar mörg oið og stór og fullyrðingar miklar, um að hann sé þar í samræmi við allan þorra þjóðarinnar, en þó er eins og hann haldi, að margar endurkosningar þurfi til að koma þessu í lag, svo að eitthvað glórir hann óljóst í það, að enn þá muni mikill hluti þjóðar- innar ekki hafa meðtekið, kyngt og melt evangeliið frá Laufási. Hér skal nú ekkert nm það fullyrt, hvort áhrif blaðsins eru eins viðtæk og það dreymir um sjálft, en benda má á það, að ef svo er, hefir mikið skipast frá siðustu kosningum, þvi að þá mátti svo heita. að þeir menn, sem hann lagði fastast á móti, ættu greiðastan gang inn i þingsalian. Hins vegar þykir mér ástæða til, þar sem svo bátt lætur i blaðinu um ábyrgðarleysi þingmanna, að at- huga hverjir það eru ?.f þeim þing- mönnum, sem Timinn teiur af sínu sauðahúsi, sem óskuðu sijórnarskifti. í efri deild var þetta þannig, að allir (4) Framsóknarflokksmennirnir lýstu þvi yfir, að þeir vildu ekki stjórnar- skifti á siðasta þingi og i neðri-deild voru aðeins 3, sem ákveðið óskuðu stjórnarskifta (Gunnar Sigurðsson, Eiríkur Einarsson og Þorst. M. Jónsson). Framan af þing nu mun og Þorleifur Guðmundsson hafa ver- ið móthverfur stjórninni, en sagt var, að afstaða hans hefði breytst eitthvað siðar, enda mun hann vart geta talist til þessa flokks lengu>-.' Þorleifur Jónsson var nokkuð tvi- bentur, en lýsti þó þvi yfir, er van- traustsyfirlýsingin var til umræðu, að hann mundi ekki greiða henni atkvæði. Af þessu er það augljóst, að þeg- ar Timinn talar um hið geysilegra ábyrgðarleysi þingmanna, hlýtur hann að tala þar meðal annars um nærfelt */g Framsóknarflokksins. Blaðið kné- setur með öðrum orðum marga þeirra tfianna, sem það þykist fylgja að málum. Það ber þeim á brýn þá synd, sem stærst er og ægileg- ust allra synda, sem þingmaður get- ur drýgt, að hafa glatað meðvitund- inni um ábyrgðina, er starfinu fylg- ir, það ber þeim á brýn, að þeir svíki með þessu kjósendur sina. það er vægart trlað undarlegt samband milli blaðiins og þessara þingmanna. Og ekki verður betra uppi á ten- ingnum þegar athugað er, hverjir það eru, sem fylgja blaðinu gegn- um þykt og þunt, það eru sem sé: fasteignasali í Reykjavík (4 Tímans máli >húsabraskari«), útibússtjóri i Arcessýslu og barnakennari í Borg- arfirði eystra. Nú kallar Tíminn sig bændablað og munu þvi margir spyrja hvar bændafvlgið sé. En það verður að játast, að það sést ekki, að það sé til. Ekki ei’ þó.svo að skilja, að ekki séu bændur á þiogi. Vitaskuld eru þeir tiltöiulega lang- flölmennastir, en þeir fylgja ekki blaðinu að málum. Og þess vegna hrópar bl-ðið: Þingmenn vantar áDyrgðartilfinningu(l) Gerið þlngrof á þingrof ofan til að bæta úr þessu(l) En hverjir eiga að rjúfa þing meðan ábyrgðartilfinninguna vantar? Minni hlutinn getur það ekki o? meiri hlutinn vill það jekki, þvi að hann skilur ekki evangeliið úr Laufási. Stjórnin styðst við meiri hlutann og er síst betri en hann, að áliti blaðs- ins. Hið framantalda sýnir, að Tím- inn er ekki blað bændanna, því að þeir fylgja honum ekki að málum og hann fylgir þeim ekki. En er hann þá btað samvionumanna? Ef- iaust sumra, en langt frá allra. Það sést best á þvi, að nánusta aðstand- endur blaðsins börðust gegn þvi með hnúum og hnefum, að Pétur Jónson, sem er viðurkendur að vera aðalforkólfur samvinnustefnunnar hér á iandi, yrði ráðherra, og hefir siðan ráðist mjög á þá stjórn, sem hann á sæti í. En hvernig samvinnu- menu skiftast um blaðið er ekki hægt að segja með vissu, en óneit- anlega bendir það atvik, að Pétur Jónsson hefir, siðan hann varð ráð- herra, verið endutkosinn formaður Sambands íslenskra samvinnufélaga með öllum atkvæðum eða flestum, á það, að samvinnrfylkingin urt! Tímann sé ekki þykk, enda ekki efi á, að mörgum samvmnumðnnum hefir hrosið hugur við ýmsum að- fömm bhðsins, iérstaklega gengdar- lausri persónupólitik og óskynsam- egum æsingi út af ýnisum málum. En hverra blað er Timinn þá? Sönnu næst mun að ætla, að hacn sé blað örlítillar kliku hér í Reykja- vík og nokkurra manna úti um land. 1 byrjun mun hann stofnaður með fjárframlðgum allmargra manna úti um land, en sagt er, að ýmsir hafi nú dregið sig til baka og telji sig vel sloppna með að missa ekkt nema hið framlagða fé. Hér hefir verið sýnt fram á, að það liggnr ekki ljóst fyrir, hverra blað Timinn er, en hitt er alkunn- ugt, að hann hefir reynt að villa á sér heimildir með því að látast vera málsvari bænda. Því er aftur á móti ekki vand- svarað, hverjum blaðið reynir að vinna gagn uú og hefir gert síðan núverandi stjórn tók við. Það helg- ar krafta s'na einkum þversummönn- um og nokkrum flokkleysingjum auk áðurgreindra 3 manna. Þetta gerir það með því að stuðla að stjórnarskiftum, því að hefði slíkt tekist í vetur, er varla efi á þvi, að þversummenn hefðu orðið kjarninn i hinni nýju stjórn. Það eru þá þeir Sigurður Eggerz, Bjarni frá Vogi og Reykjavikurþingmennirnir (að undanskildum J<5ni Þorlákssyni), sem hann hleður undir, ef rétt er skoðað. En ýmsum mun koma þetta undarlega fyrir sjónir, þegar tekið er tiilit til afstöðu blaðsins til þessara manna áður, en vera má, að ritstjórinn sé sér þess ekki vel meðvkandi hvert steíair, að hann sé gersamlega áttaviltur i stjórn- málunum, en hvað sem um þetta er, þá er þsð vist, að sá rétti hús- bóndi blaðsins veit hvert haldið er, enda er hann gamall og góður þveráummaður og trúandi er honum kannske til þess, að kæra sig litið um að reka áttavitann í nefið á rit- stjóranum meðan haon er góða barnið. En ætli að það getí ekki skeð, að það komi þeir timar, að ritstjórinn sjái villur slns vegar ? Liklega ekki. A ------0------ + Þorualdur tharuddsEn, prófEssor. I simfregn frá Khöfn sem hingað kom 30. f. m., er sagt frá andláti Þor- valds Thoroddsen nrófessors. Haon andaðist þar á heimili sinu 28. f. m. Sjúkur hafði hann verið síðustu missiri æfinnar; stafaði sá sjúkleiki frá heilablóðfalli, er hann fekk, og ekki var hann vinnufær eftir það. Með honum er fallinn frá víð- frægasti vísindamaður og rithöfund ur þessa lands. Eftir hann liggur mikið og þatft verk, bæði á sviði náttúruvisindanna og i íslenskum sagnavisindum. Með margra ára ferðum sínum um landið aflaði hann sér margbreyttrar þekkiugar bæði á náttúru þess og á högum þjóðar- innar. Ferðabók hans hin stóra, sem út kom fyrir nokkrum árum og segir frá þessum ferðum, hefir að geyma mikinn og margvislegan fróð- leik. Önnur höfuð/it hans á isiensku eru Landfræðissagan og íslandslýs- ingin, sem Bókm.fél. gefur út. Eftir hann er og uppdráttur Islands, með mörgum v'ðbótum og endurbótum, sem styðjast við rannsóknir hans. A útlendum tungum ligfija eftir hann mörg rit og ritgerðir um Is’and o^; náttúru þess. Þ. Th. varð 66 ára gamall, fædd- ur í Flatey á Breiðafirði 6. júní 1835, og var hnnn elstur af fjórum son- um Jóns skálds Thoroddsen, þá sýslumanns Barðstrendinga. Þorvald ur útskrifaðist úr latínuskólanum 1873, tók heimspekispróf við há- skólann i Khöfn ári siðar og las þar svo náttúrufræði fram til 1880. Þá varð hanti kenna i við Möðruvalla- skólann og var það til 1884. Síðan var hann eitt ár við nám í jarð- fræði og landeðlisfræði við háskól ann i. Leipzig á Þýskalandi. En 1883 varð hann kennari við latinu- skólann í Reykjavik og gegndi þvi embætti til 1893, en fékk þá lausn frá kenslu til vísindastarfa og siðar, er hann sagði embættinu lausu, fram- haldslaun til þeirra. Haun fluttist þá til Khafnar og dvaldi þar síðan til dauðadags. Nokkrum sinnum kom hann þó heim hingað á þessum ár- um, síðast sumarið 1919. Síðastliðið vor var hann, ásamt Finni prófessor jónssyni, valinn heiðuisdoctor við háskólann hér. Kona Þ. Th. var Þóra Péturs- dóttir biskups Péturssonar. Giftust þau 1887 og eignuðust eina dóttur, er Sigríður hét, en mistu hana 1903. Frú Þóra andaðist 22. marts 1917. Hér er stuttlega yfir sögu farið. En siðar mun þessa merka manns verða nánar minst hér i blaðinu. í júniblaði >Óðins« ftá 1916 er grein um hann eftir Bjarna Sæmundsson kenuara, ásamt myndum af houum á ýmsum aldri, og skrá yfir ritverk hans, bæði á slensku og öðrum málum, er í rithöfucdatali Halldórs Hermannssonar í VI. hefti af Is- landica, 1913. ------0------ Bréf fpá Ifalíu. Eftir Sigfús Blöndal. Af sundrnnginDÍ leiddi margt ilc en sumt gott. Smáríkin ítölsku voru mjög mhjöfn að stærð og fólks- fjölda Sum urðu voldug þegar tim- arnir liðu, eins og t. d Feneyjar, Neapel og Sikiley, og enn síðar Premonte, kjarninn i konungsriki því, sem kent var við Sandiniu og Savoia-ættiu réð fyrir, sem svo að lokunum auðnaðist að safna öllum ríkjum ítaliu i eina heild. Oft var það að samkeppni smá- rikjanna leiddi til andlegs fjöis og menningar, viðsvegar um landið. En gallinn var, að lengst af voru sifeld stríð og óeirðir í landinu milli ríkjanna innbyrðis, og annað það að mörg þeirra og á endanum flest, komust undir yfirráð úlendra þjóð- höfðingja, sumpart voru þau hrein skattlönd, eins og t. d. Suðnr-Italía var um hrið skattland Spánar, Fen- eyjar og Langbarðaland skattland Austurríkis, og sumpart settu ná- granna stórveldin ýmsar útlendar höfðingjaættir til valda í ítölskam smárikjum, og sjálfstæði þeirra ríkja var þá oftast nær ekki mikils virði. ítölum sveið þetta og sárnaöi, og bestu menn þjóðarinnar i ýmsum löndum gerðu hvað eftir annað til- raunir til að laga þetta og fá kom- ið á rikjasambandi eða heist heildar- riki, en það tókst fyrst á síðari hluta nit'ánda aldarinmr. Meðferð Austurríkismanna á ítöl- um var alveg hroðaleg, litlu skárri en meðferð Spinverja á sínum tíma. Bestu og göfugustu menn þjóðar- innar voru oft hneptir í fangelsi árum sarnan fy.ir litlar tem engar takir, ef þeir voru grunaðir um að vera of þj ðræknir. Alt var fulc af njósnarmönnum og lögreglumönn- um. Embættismannastéttin var yfit- leitt óþjóðleg, og kirkjan yfirleitt i nánu sambandi við hana. Mútur voru algengar og þegar svo loks nýja heildarrikið Italia komst 4 stofn, sjálfstætt, var það ekki iítið erfiði fyrir höndum, að kippa öllu i iag. Lög og venjur voru allólík í ýms- um rikjunum, og víða kunnu menn breytingunum illa. Svo var annað. Þó menn vildu losna við útlenda ánanð kunnu menn, einkum Suður- ítalir, ekki alt af við að láta Pre- montinga og Langbarða og Toska ráða yfir sér. En kjarninn i nýja ríkinu voru einmitt þau fylki. Em- bættismenn þaðan voru settir í hér- uðin með gamla sleifarlaginu, og áttu oft fult í fangi. Mörg af smá- ríkjunum höfðu haft roiklar ríkis- skuldir, sem nýja heildarríkið varð að taka að sér. — Svo þtiríti að leggja járnbrautir og akvegi, byggja skóla, spítala og hús fyrir stjórnar- völd, pósthús og símastöðvar, mynda nýjan her og flota — alt þetta kost- aði ógrynni fjár, og var þvi engin furða að fjárhagur ítaliu fyrst fram- an af væri slæmur. En á einum mannsaldri tókst að laga fjárhaginn allvel, og um aldamótin 1900 var hann kominn i sæmilegt horf og ítalskir seðlar teknir með gangverði gulls. Nú eítir heimsstiiðið hefir komið mikill afturkippur, og um tÍT:a í vetur sem leið var ítalska li an komin Iangt niður fyrir gull- verð. En hún hefir talsvert hækkað slðan, og italskir og útlendir fjár- málamenn, sem eg hefi heyrt um þetta tala, eru allir á því, að ítalia muni ná sér tiltölulega fljótt eftir Stríðið þrátt fyrir þá ógurlegu blóð- töku og efnatjón fy.ir ríkið og ein- staka menn sem af þvi hefir leitt. Ei það er miög [angt frá því að gömlu meinin frá áþjánaröldunum séu enn full-læknuð. Víða er enn tortrygnin gegn embættismönuum, og sumstaðar ekki að áscæðulausu. A Sikiley er hreint og beint myndað ieynifélag (Maffia) sem berst móti auðmönnum og embæltismönnum og hjálpa hver öðrum, og á oft i brösum við Iögreglu og hermenn. Stjórninni hefir ekki tekist að út- rýma þessu félagi, og það eru varla likindi til að það takist fyr en hag- ur alþýðunnar i þeim rikishluta er stórum betri en nú. Kappið milh gömlu smárikjanna sin á milli leiddi meðal annars til þess, að víða um lacdið komu upp sjilfstæð mentabó); í borgum sem nú eru litt þektar en hafa á mið- öldunum eða siðar um tima verið aðsstursborg einhvers smáríkishöfð- ingja, eða þá um tima verið sjálf- stætt lítið þjóðveldi, sjást enn oft dýrlegar hallir, krstdar, kirkjar og listasöfn, sem borgaibúar oft setja róma sinn i að vernda og viðhalda eftir megni. Sumstaðar eru enn til gamlir háskólar og visindafélðg i borgum, sem nú eru afskektar, — oft frægar stofnanir á sínum tima, og sumar af þeim (t. d. háskólarnir í Bologna og Písa) ennþá tr.eð tals- verðum blóma. Andlegt lif ítala er engan veginn bundið við höfuðborg þeirra, eins og t. d. á sér stað í Dmmörku, Noregi, Frakklandi og víðar. Þannig em t. d. stærstu bóka- útgefendur ítala alls ekki i Róm, heldur í Flórens, Túniu og Milano. í Bologna og i Basi, Livorno og Palermo eru líka stórir bókaútgef- endur, sem gefa út snmir dýrmæt visindarit, sem keypt eru víða um lönd. Áhugi ítala á vísiudum er mikill og þeir hafa á 19. og 20. öldinni átt og eiga enn á flestum sviðnm ágæta skörunga, og suma sem hafa opnað nýjar brautir, raf- magnsfræðinginn Marconi, lögspek- ingiun Lombroso og nú Maria Montesson, hin merkilega kona, sem hefir fundið nýjar aðferðir í uppeld- isfræði, sem nú er einna tíðræddast um meðal kennara. En, hvað er þetta — eg er kom- inn út i háalvarlegar og þurrar hugs- anir, bér úti i blessuðu sólskininu t Ætli það væri ekki skynsamlegra að fara eitthvað út heldur en að flatmaga hét eins og letidýr! Frh. -------f- , — Einkasala landsstjórnarinnar á áfengi á að byrjar 1. janúar næstkomandi. Hefir Christensen, fyr- verandi eigandi Reykjavíkur Apoteks verið ráðinn framkvæmdarstjóri þeirrar verslunar. En tóbakseinka- söluna mun landsverslunin eiga að annast. Landlæknisembættið. Guðmundur Hannesson prófessor hefir verið sett- ur landlæknir á eigin ábyrgð frá 1« þ. m. um 6 mánaða tíma. ■ « «111--» ! > ««

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.