Ísafold - 05.10.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.10.1921, Blaðsíða 3
ISAFOLD fiinn bErsyndugi. Skáldsaga eftir Jón Björnsgon. »Eg svara oftast í einlægni, þegar svo er spurt. Eg hefl enga ástæðu til að breyta út af þvi við þig*. Það varð enn þögn. Eu loks sagði Skarp- héðinn: »Er langt siðan, að Ármann fór að verða tíður gestur hjá þeim mæðgum?« »Það mun nú vera orðið urp eitt ár síðan, eða vei það«, svaraði Halldór. »Hann er ef til vill tilvonandi tengdeson- ur Hildiríðar?« »Ekki vita menn annað. Það hefur verið alkunnugt, þó leynt hafl átt að fara. Slíkt liggur ekki í láginni hérna í þéttbýlinu, Skarphéðinn«. Skarphéðinn hafði búist við þessu svari. Það hafði því ekki önnur áhrif á hann en þau, að hann rétti sig ofurlítið upp eins og hann hefði varpað af sér byrði. Þeir gengu þegjandi dálítinn spöl. Hall- dór var að velta því fyrir sér, hvort hann ætti að fara lengra út i þessa sálma. Og hann afréð að spyrja eins og Skarphéðinn: »Nú spyr eg í einlægni: er það ekki rétt, að þú sért að ryðja honum af stokki? Eg þykist hafa litið svo eftir í seinni tið«. »Ármann er víst jafn tíður gestur hjá þeim mæðgum og hann var fyrir mína komu að Hvoli*. »Satt er það. Og raunar skil eg hvorki upp né niður í þessu öllu. Eg veit, að þau eru trúlofuð, Arnfríður og Ármann. Svo kemur þú á heimilið. Stúlkan tekur þér opnum örmum. Eg hefi litið svo mikið i kringum mig, að eg veit, að hún hefur ver- ið meira með þér en honum. Og mér hefur skilist á ýmsu, að þér muni ekki standa á sama um Arnfríði eða henni um þig. En þrátt fyrir þetta . alt, heldur Ármann áfram að koma og vera með þeim mæðgum. Og mér sýnist hann fara þaðan jafn glaður ogáður. Þetta skil eg ekki, Skarphéðinn. Mér hefur stundum dottið í hug, að annarhvor ykkar væri að elta regnbogann. Eg veit ekki hvor ykkar það er«. Skarphéðinn hlustaði á þetta geðshræring- arlaust. Þetta, sem Halldór sagði nú, hafði verið að smá skýrast fyrir honum. Og það staðfesti aðeins áform það, sem hann var nú staðráðinn í að framkvæma. En þó gat hann ekki stilt sig um að segja: »Mikill drengur hefðir þú reynst mér, Hall- dór, ef þú hefðir bent mér á, hvað hér var að gerast. Þú veist, að þeir, sem tilfinning- arnar ná á vald sitt, verða stundum stein- blindir. En þú stóðst utan við. Þér var kunnugt um alla málavöxtu. Og þú munt hafa séð að hverju dró«. »Það sá eg. En eg hafði engan rétt til að blanda mér inn í einkamál annara og taka fram fyrir hendur þeirra. Mér féll illa að sjá þig sogast út í þennan straum, sem eg vis8Í að mundi verða öðrum hvorum ykkar Ármanni, eða báðum, þungt að kljúfa. En báðir voru þið þroskaðir og sjálfum ykk- ur fullráðandi®. »Þú hefðir getað komið mér i skilning um, að mér væri þarna ofaukið, annar skipaði nú það sæti, sem mér væri boðið. Það hefði ekki sært mig hið minsta«. »Það vildi Þórunn láta mig gera«. »Þórunn?« tók Skarphéðinn upp eftir hon- um. »Já, við áttum tal um þetta. Hún vildi láta mig koma þér i skilning um, að Arn- fríður væri lofuð, þá mundir þú sjálfur sjá, að henni væri þetta engin alvara. Við höf- um raunar átt tal um þetta oftar en einu- sinni«. Skarphéðni fanst undarlegt, að Þórunn skyldi vera þess fýsandi, að hann sældaði ekki mikið saman við Arnfríði. Og þó var það ekki undarlegt. Kveneðlið skildi þarna betur, sá dýpra, fann betur hættuna og gat bent á hana. Eða stóð þetta eitthvað í sam- bandi við framkomu Þórunnar sjálfrar gagn* vart honura? Hann beindi allri sinni hugs- un að þessu. Og meðan hann gekk þarna við hlið Halldórs, komu honum í hug ótal smá- atvik í sambandi við veru hans, sem honum voru óskiljanleg. Þögn Þórunnar og augna- tillit og ýmislegt, sem ekki varð skilið á annan veg en að hún væri að forðast hann, væri hrædd við hann. Og samt hafði hún viljað að honum væri forðað frá því, að óhreinka sig á umgengni við þá stúlku, sem kastaði sér i fang hvers, sem vildi. Þeir töluðu ekki frekar um þetta efni, Skarphéð- inn og Halldór. Halldór skildi, að honum var þetta viðkvæmt og óljúft umtalsefni. Og Skarphéðinn var búinn að fá að vita það, sem hann þurfti. Nú gat hann beitt sér. Um kvöldið gekk Skarphéðinn yfir gang- inn og drap á dyr hjá þeim mæðgum. Svo viidi til, að enginn var í fremra húsinu annar en Arnfríður. Hún lauk því upp og varð fyrst fyrir Skarphéðni, þegar hann kom inn úr dyrunum. Hún hljóp í fang hans með bros á vörum og leiftrandi augum. í svip var sem Skarphéðni fóllust hendur. Hann stóð eitt augnablik lamaður af áhrifum þessara augna, brjósta, arma, vara. Hann langaði til að gefa sig á vald þessa freist- andi líkama, sem skalf af funandi eldi i fangi hans. En hann áttaði sig. Jafn skjótt og Arnfríður lagði armana um háls hans, ýtti hann henni frá sér og sagði: »Þes8Í leikur er nú áenda«. Ködd Skarp- héðins var isköld, svipur hans harðneskju- legur. Aldrei hefur undrun og ótti staðið skýrar á andliti nokkurrar manneskju en Arnfríð- ar nú. Hún starði agndofa á kennarann, trúði ekki sjálfri sér, vildi ekki trúa því, að henni hefði verið kastað frá þessu breiða brjósti, sein hún hefði svo oft hvllt við i algleymisunaði. Hún staðnæmdist á gólfinu fyrir framan hann og titraði eins og kulda- hrollur færi um hana. »Er nokkur í innra húsinu?« spurði Skarphéðinn. Arnfríður hristi höfuðið. Hún gat ekki mælt orð frá vörum. »Við skulum koma þangað*, sagði hann og gekk þangað inn. Hún kom á eftir, hrædd, lömuð, yfirbuguð af ótta og einhverri skelfingu, sem hún gat ekki gert sér grein fyrir. Hún rétti honum stól. En hann settist ekki, studdi aðeins annari hendinni á stól- bakið og byrjaði formálalaust: »Þið Ármann eruð trúlofuð, hafið verið það lengi?« Arnfríður kiptist til eins og komið væri við opið sár. En hún svaraði ekki neinu. »Segðu mér sannleikann, Arnfriður, einu sinni. Það er okkur báðum fyrir bestu. Eg vil fá sannleikann — og ekkert annað en sannleikann«. Arnfríður settist við borð, er stóð þar við vegginn, lagði handleggina fram á það, grúfði andlitið ofan að þeim og brast i þung- an og sáran grát. Það var Skarphéðni nóg svar. Nú vissi hann, að Halldór hafði ekki farið með neinn hégóma. Ekkert er góðum manni jafn tilfinnanlegt °g grátur þeirrar konu, sem hann ann eða hefur unnað. í grátinum finnur haun alt, sem best er í eðli hennar, heyrir instu og sönnustu tilfinningar hennar brjótast fram og tala. Skarphéðinn langaði sjálfan til að gráta þarna, fanst hann þurfa þess. Honum skild- ist alt í einu, að undir gráti Arnfríðar leynd- ist eitthvað, sem hann hafði ekki komið auga á. Ef til vildi, var Arnfríður ekki eins brotleg 0g hann hafði í fyrstu ályktað. Kona, sem gert hefur rangt að yfirlögðu ráÁi til þess að njóta án innri þarfar, grætur ekki, þegar hreyft er við málinu. Hann lofaði henni að gráta um stund, sagði ekki orð, hreyfði sig ekki. En það var eins og öll gömul og ný lífsreynsla hans 8afnaðist í eina hugsun: dæmdu ekki, dæmdu ekki. Grátur Arnfríðar ætlaði aldrei að hljóðna. En loks stiltist hann. Herðarnar kiptust við og við til. En svo tók fyrir það líka. »Arnfríður«, sagði Skarphéðinn eftir þessa löngu bið, »við höfum bæði verið mestu börn. Nú verður þeim barnaskap að vera lokið. Þið Ármann eruð trúlofuð. Þú hefur breytt gálauslega gagnvart okkur öllum. Þögn þin um samband ykkar Ármanns er ófyrirgefanleg. En þó getur aðeins eitt af- sakað þig. Ef þú hefur laðast að mér vegna þess, að þú réðir ekki við tilfinningar þínar, þá er alt öðru máli að gegna. En hafir þú gert þetta af breyiinga-girni, barnaskap og af löngun til að njóta án innri skipunar, þá, þá get eg ekki fyrirgefið þér og þá áttu ekki skilið fyrirgefningu*. Arnfríður leit ekki upp. Skarphéðinn beið eftir svari. Og svarið varð nýr grátur. En hann beið hjá eins og snögg regnskúr. Og loks sagði Arnfríður: »Þú hefur rétt til að hugsa alt um mig, Skarphéðinn. Eg hefi verið ógætin og’vilja- laus. En eg hefi líka haft við mikið að berjast. Það varð mér ofurefli« Skarphéðinn fekk hjartslátt af fögnuði. Ef til vill var Arnfríður saklaus af öllu því, sem hann hafði borið á hana kvöldinu áður. Ef til vill hafði hún aðeins verið of veik. Ef svo var, gat hann fyrirgefið henni mikið. Arnfríður hélt áfram: »Það^»er satt, við Ármann höfum lengi verið trúlofuð. Eg veit ekki, hvort mér þykir nokkuð vænt um hann — ekki nú orðið minsta kosti. Þegar maður hefur séð hafið, verður stöðupollurinn manni litils virði. Þeg- ar eg sá þig, fanst mér eg sjá karlmann í fyrsta skifti.^ Og síðan hef eg aldrei ráðið við sjálfa mig, ekki heyrt, ekki séð, ekki hugsað um neitt nema þig. Og eftir að við kyntumst og fórum að vera saman, varð eg enn ófærari til að snúa við. Eg var búinn að kasta mér út í iðuna og eg gat og vildi ekki bjarga mér til lands. »En því sagðirðu mér ekki strax, hvernig ástatt var? Þá hefði alt farið öðruvisi«. »Eg þorði það ekki. Eg vissi, að þá væri alt þrotið. Eg ætlaði oft að reyna það. Þennan og þennan daginn ætlaði eg að fleygja mér fyrir fætur þínar og segja þér alt, láta þig ráða, hvort þú tækir mig enn fastara í faðm þinn eða sparkaðir mér burt eins og þú hefur nú gert. En mig brast alt af kjark. Eg bað stundum til guðs, að eitthvert okkar dæi, svo að úr þessari flækju greiddist af sjálfu sér. Eða að Ármann sæi mig í faðmi þínum, svo hann væri nauð- beygður til að segja öllu sundur milli okkar. En alt var árangurslaust. Eg sogaðist lengra og lengra og hætti loks að stríða á móti eða stýra fyrir skerin. En nú er því öllu kom- ið í lag«. Og Arnfríður tók enn að gráta. En hún náði strax aftur valdi yfir rödd- inni. »Eg veit hvað þú hlýtur að fyrirlita mig, aumka mig, kannske hata mig. Eg á það það skilið. Eg á það skilið, þegar eg hugsa um það, að eg hef orðið að koma fram við Ármann eins og unnusta eftir sem áður til þess að blekkja hann og blinda. Eg hafði heldur ekki kjark til að segja honum, hvern- ig komið var. Eg hafði ekki kjark til neins. Eg gat ekkert annað en blekt, blekt ykkur báða, og þó líklega mest sjálfa mig«. Enginn veit, hvað gerst hefði þarna milli þeirra tveggja, ef þau hefðu fengið að vera í friði. Hver veit, nema að einhverir þræð- ir, sem enn voru óslitnir, hefðu tengt saman á ný á einhvern adnan hátt en áður, ef þriðju persónuna hefði ekki borið þarna að. En Hildiriður kom inn í þessum svifum, fas- mikil og þungstíg, hvasseygð og kuld.aleg og brunaði umsvifalaust inn i húsið tii þeirra. Hún sá strax að dóttir hennar hafði grát- ið. Og móðurtilfinningarnar létu óðara á sér bera. »Hvað gengur hér á?« spurði hún og leit á þau á vixl. Orðin voru bitin sundur, stykkjuð í smábúta. • 1 Uti um heim. Irland á krossgotum. Samningar þeir, sem hófnst i júlí- mánuði i snmar milli íra og Eng- lendinga hafa ekki borið neinn ár- angur enn. Fyrsta tilraunin mis- hepnaðist en þó var ekki tekið fyrir, að nýjir samningar gætu hafist. Það kom áþreifanlega i ljós að Englend- ingar höfðu besta vilja á þvi, að ná samkomulegi við íra, og það hefir einnig sýDt sig, að írar viija fá frið fyrir hvern mun. En umboðsmenn írsku þjóðarinnar, þingið Ðail Eire- lann fer hægt i sakirnar og vill ekki hrapa að neinu. Það hefir hafnað tilboði ensku stjórnarinnar hvað eft- ir annað, en þó ávalt á þann hátt, að eigi er tekið fyrir áframhaldandi samninga. Englendingar hafa i margar aldir kúgað íra, og sú kúgun hefir skap- að svo mikið hatur, að eðlilegt er að írar séu seinir til að rétta fram höndina. Sambúðin hefir verið svo ill, að erfitt er um sættir. írar hafa siðan Sinn Feinar tóku yfirráðin í landinu, ávalt talið það óhugsandi að nokkurntíma gæti orðið u m samn- inga að ræða við Euglendinga. Þeir hafa talið beinan skilnað og viður- kenning lýðveldis á írlandi, eina markið og að Irar mundu aldrei sætta sig við neitt minna. Það vorn þvi í rauninni stór tíðindi, þegar de Valera gekk að því i sumar að semja við ensku stjórnina. Fáir munu hafa búist við, að hann stigi það skrefj. En ártandið i landinu var oiðið svo ilt, að eigi var við það búandi. Þar var enginn óhultur, morð, brennur og rán voru daglegir viðburðir og þjóðin var orðin lömuð af borgara- styrjöldinni. Hún varð að fá frið fyrir hvern mun. Og þegar enska stjórnin kom fram með samningaboð sin, — sem sumir fullyrða, að Breta- konungur sjálfur eigi frumkvæðið að — þá svöruðu írar játandi. Fyrir 35 árum lagði Gladstone fyrir þingið frumvarp sitt um heima- stjórn á írlandi. Það gekk ekki langt i samanburði við boð þau, sem enska stjórnin hefir nú gert írum, en þó má telja vist að þeir hefðu vel við unað þá. Enfrumvarpið strand- aði. Árið 1914 var frumvarp um heimastjórn í írlandi samþykt i neðri málstofnnni en það strandaði á því skeri, sem örðugast er i írandsmál- unum, mótstððunni frá Ulster-mönn- um. Tveir þeirra, Carson og F. E. Smith, sem nú er forseti efri mál- stofunnar, fengu þvi til leiðar komið, að fromvaipið var drepið í lávarða- deildinni. Þá kom ófriðurinn og stjórnin lagði málið á hilluna. En einmitt á ófriðarárunum skarst í odda milli íra og Breta. írskir menn urðu visir að þvi, að hafa staðið í sambandi við Þjóðverja og það varð til þess að alt komst i bál og brand. Siðan má heita að sífeld borgar- styrjöld hafi verið i írlandi. Sjálfstæðismennirnir irsku lýstu landið lýðveldi, kusu sér forseta og stjórn, settu dómstóla á stofn og þar fram eftir götunum, alveg eins og þeir einir réðu landinu. Þar voru því tvær landsstjórnir hvor annari andvigar, og tvenn löggjöf og réttarfar. Er því augljóst að til vandræða hlaut að leiða, nema ann- arhvor aðili léti undan. En það hafa þeir ekki gett. Alþýðan veit ekki hvort hún er undir enskri stjórn eða irskri. Það sem rétt er gagn- vart ensku stjórninni er rangt gagn- vart þeirri iisku og öfugt. Þannig hefir ástandið verið i þrjú

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.