Ísafold - 05.10.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 05.10.1921, Blaðsíða 4
ISAFOLD ' 1 ,,IXION“ Cabin Biscuits (skipsbrauð) er búið til af mörg- um mismunandi tegundum sérstaklega hentugt fyrir íslendinga. í Englandi er „IXION“ brauð aðalfæðan um borð í fiski- skipum. Fæst i öllum helztu verzlunum. Aðgætið að nafnið „IXION" sé á hverri kökn. Vörumerkið „IXION“ á kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXION* Lunch og „IXION“ Snowflake Biscuits ósætt er óviðjafnanlegt með kaffi og te. ár og þannig er það enn, að því einu undanteknu, að Bretar hafa lof- að að beita ekki hervaldi meðan á samningum stendur. Blóðsúthelling- arnar hafa þvi að miklu leyti stöðv- ast siðustu mánuðina, það er að segja í Suður-Irlandi. í Norður-ír- landi er enginn friður enn. Aðalvandinn í Irlandsmálinu staf- ar einmitt frá Norður-Irlandi eða fylkinu Ulster. Ulstermenn vilja umfram alt halda sambandinu við Euglendinga og eru því á öndverð- um meið við Sinn Feina, sem ráða lögum og lofum í Suður-írlandi. Ulsterbúar eru miklu færri en Suð- ur-Irar, og því krefjast Sinn Feinar þess, að þeir beygi sig undir meiri hlutann í írlandi, og að írland i heild fái að njóta sjálfsákvörðunar- réttarins. En það vilja Ulstermenn ekki heyra nefnt. Þeir vilja láta Ir- land alt fylgja Englandi eins og ver- ið hefir. Þannig eru írar sjálfir skiftir i tvo mjög andvíga flokka, svo and- víga að það hefði verið að fara úr öskunni eldinn, að ætla að gefa írlandi í heild stjórnarbót. Þvi var það að i vetur afgreiddi enska þing- ið lög um skifting Irlands i tvö sjálfstjórnarriki og skyidi hvort land- ið fá þing útaf fyrir sig og heima- stjórn. Ulstermenn tóku þessu boði og er stjórnarbótin gengin i giidi þar og hið fyrsta þing Ulstermanna var sttt i Belfast siðast í júní að viðstöddum Englakonungi sjálfum. En Sinn Feinar töldu þetta smán- arboð, sem ekki væri viðlit að taka, og tóku ekki þátt i kosningum til suður-irska þingsins, svo að það hefir ekki komið saman enn þann dag í dag. Þeir viðurkendu að eins sitt þing, Dail Eireann, en stjómar- bótinni ensku var ekki sint. Þannig var málum komið, þegar samningarnir hófust í sumar. Þeir fóru fram í London og var de Val era formaður samninganefndarinnar írsku, en af hálfu stjórnarinnar ensku var það aðallega Lloyd George sem tók þátt í samningunum og enn- fremur Smuts hershöfðingi frá Suður- Afríku. Fyrir hönd Ulstermanna tók Craig forsætisráðherra þátt í samn- ÍDgunum. Framan af gekk einkum stirt aö ná samkomulagi milli Craig og de Valera en Lloyd George hafði sig ekki frammi með sín boð i fyrstu. Leið nú nærri mánuður, að samn- ingum var haldið áfram, en þó urðu stutt hié öðru hverju, til þess að de Valera gæti farið til Dublin og ráð- fært sig við flokkksmenn sína. I byrjun ágúst afhenti Lloyd George de Valera tilboð stjórnarinnar um sjálfstæði írlands og varð nú hlé á samningum, því Llovd George fór til Paris til að sitja fund æðsta ráðs Bandamanna en de Valera fór heim til írlands til þess að leggja tilboð- ið fyrir þingið. Helstu ákvæði tilboðsins voru þessi: írland fær heimastjórn með líku fyrirkomulagi og Canada eða Suður- Afrika og algert fullveldi yfir skatta- málum og fjármálum. írland hefir á hendi dómsmál öll í landinu, leggur sjálft til her til landvarna og Iöggæslu, hefii á hendi póstmál, heilbrigðismál, uppeldismál og því um líkt. írlendingar eru sjálfráðir um hvort þeir taka þessari réttarbót allir sem ein heild, eða hvort Suður-írar og Ulstermenn fá hana slnir i hvoru lagi, með eða án sambandsnefndar til þess að koma samræmi á í sam- eiginlegum málum þeirra. Þessi sex atriði telur stjórnin óhjákvæmileg: 1. Að enski flotinn einn hafi leyfi til að gæta hafsins umhverfis ítland, og njóti þeirra réttinda í höfnum írlands og við strendur þess, sem nauðsyulng eru siglingum hans. 2. Landher Ira verður, innan hæfilegra takmarka, að svara að töl- unni til hers þess, sem er annar- staðar á B.etlandseyjum. 3. Bretar verða að hafa leyfi til að framkvæma allar ráðstafanir er þeir telja nauðsynlegar til loftvarna á írlandi. 4. Enska flotanum og lofthern- um sé leyfilegt að ráða til sin sjálf- boðaliða frá Irlandi. 5. Hvorki Englendingar né írar mega leggja verndartolla né aðrar tálmanir á siglingar, verslun eða við skifti milli írlands og Stóra-Bret- lands. 6. Irar eiga að ábyrgjast að sin- um hluta rikisskuldir Bretlands og eftirlaun handa uppgjafahermönnum og skal gerðardómur gera út um, hvað hvorum aðila beri að greiða, ef ekki næst samkomulag á annan hátt. Með þessi boð fór de Valera til írlands og settist nú þingið á rök- stólana. Fór svo að tilboðinu var hafnað, og de Valera lét svo um mælt, að Irland mundi ekki taka neinu friðarboði frá Englendingum nema það hefði í sér fólgið viður- kenning á fullu sjálfstæði írlands, til þess að ráða sjálft málum sínum, án nokkurrar ihlutunar af Breta hálfu. Ennfremur fann hann tilboð- inu það til foráttu, að Ulstermönn- um væri leyft að taka réttarbótina sérstaklega; hann vildi iáta taka það fram, að írland væri óaðskiljanlegt. Þrátt fyrir neitunina tók de Valera það fram, að hann vildi gjarnan reyna samninga á ný. Lloyd George kvað stjórnina hafa gengið svo Iangt sem frekast væri unt og að hann færi ekki feti lengra. Kvað hann það óhjákvæmilegt skilyrði, að Bret- ar hefðu yfirráð yfir hafinu um- hverfis írland, því annars gæti hætta stafað af írlandi. Síðan þetta gerð- ist hafa orðsendingar gengið á milli þeirra de Valera og Lloyd George um málið og má telja víst, að ný ráðstefna setjist á rökstóla til að reyna að koma á samningum. Það hefir orðið ljóst, að báðir aðilar vilja fyrir hvern mun ekki, að fyrir samninga taki og það gefur i öllu falli von um, að báðir vilji frið, þó illa gangi tð koma sér saman um á hvaða grundvelli hann eigi að vera. De Valera er ekki talin þjóðhetja, sem þori að taka ákveðna afstöða sjálfur og berjast fyrir þeirri stefnu sem hann hefir tekið. Mönnum hefir þótt um of brydda á því, að hann þyrfti að sækja ráð til annara og til þingsins heima á írlandi. Menn fullyrða jafnvel, að hann hafi persónulega verið fylgjandi þvi, að tilboði Lloyd George yrði tekið, en ekki þorað að svara játandi af ótta við Dail Eireann. Og að þingið vilji aftur fá að heyra álit landsbúa, áður en það ræðst í að slíta öllum samningum um málið við ensku stjórnina. Þvi séu samningar nú dregnir á langinn, til þess að þjóð- in sjálf geti tekið afstöðu til málsins. En þær raddir, sem heyrst hafa frá almenningi í írlandi gefa nokkr- ar vonir una, að samkomulag geti tekist á þeim grundvelli, er enska stjórnin hefir komið fram með. Fólk- ið vill hafa frið, og óneitanlega er mjög mikil réttarbót fengin með nýja tilboðinu. Þjóðin er í reynd- inni algerlega frjáls, hún ræður sjálf öllum sínum málum. Það eitt vant- ar á fullveldið, að Bretar viíja hafa yfirtáð á sjó og i lofti. Loftvarn- irnar og flotamál eru því sameigin- legt mál, að ógleymdum konung- inum. Enginn neitar því, að þetta er lang frjálslyndasta tilboðið, sem ír- um hefir nokkurn tima verið boðið, En nú reynir á það hvort það kem- ur ekki of seint. Fyrir tveimur ár- um hefði þvi verið tekið fegins hendi. Sumir, sem einna óbilgjarnastir hafa verið í garð Englendinga, t. d. ka- þólska klerkastéttin í írlandi telur tilboðið mjög aðgengilegt og hvetur til að taka þvi. Þá hefir það einn- ig vakið rnikla athygli, að írar vest- an hafs, sem ávalt hafa stælt landa sina heima fyrir í sjálfstæðisbarátt- unni, hvetja þá mjög til að taka boðinu. Bendir þetta á, að Dail Eireann og fulltrúar Siun Feina hafi verið kröfuharðari en þjóðin alment er þeir neitaðu boðinu skilmálalaust. Úti um lönd hefir breska stjórnin víðast hvar fengið lof fyrir fram- komu sina i máiinu og þótt farast drengilega og viturlega. Verði eigi samkomulag á þeim grundvelli, sem nú hefir boðist stendur stjórnin stór- um betur að vigi en áður ialmenn- Ihgsálitinu, þvi hún hefir nú sýnt, að hún vill gera alt. það fyrir íra, sem samrýmst getur einingu Breta- veldis. En fram að þessu hefir hún hlotið last af flestum fyrir meðferð- ina á ítum. Kosningasigur jafnaðarmanna í Svíþjóð. Símað er frá Stokkhólmi, að kosningarnar til neðri deildar sænska ríkisþingsins sjeu nú um garð gengnar. Hafa jafnaðarmenn unnið mikinn sigur í kosningunum. 640.000 atkvæði hafa verið greidd frambjóðendum þeirra og unnist hafa 93 þingsæti. íhaldsmenn hafa fengið 454.000 atkvæði og 62 þing- sæti. FrjáMyndi flokkuíinn 332- 000 atkvæði og 41 þingsæti, bænda flokkurinn 185.000 atkvæði og 21 þingsæti og róttækir jaífnaðar- menn og kommunistar til samans 127.000 atkvæði og 13 þingsæti. Búist er við, að Hjalmar Brant- ing verði látinn mynda nýtt ráðu- neyti, er eingöngu sje skipað jafn- aðarmönnum. -------0------- Ftandargerð. Samband islenskra barnakennara hélt fund (aukafund) i Reykjavik 24. sept. 1921. Formaður setti fundinn. Sagði hann fundarmönnum frá, hvað stjórn sambandsins hefði aðhafst út af þeirri ráðstöfun fræðslumálastjórnar lands- ins að setja nú enn alla barnakenn- ara þvert ofan í ákveðnar tillögur ýmsra viturra skóla- og fræðslunefnda, og þar að auki gagnstætt sinni eigin auglýsingu siðastliðinn maí. Las hann upp mótmælabréf og mót- mælaskeyti frá kennurum og skóla- nefndum. Þessir tóku til máls á fundinum: Helgi Hjörvar, Sigurður Jóasson, Asgeir Asgeirsson, Hallgrimur Jóns- son, Þorsteinn Sigurðsson, Gísli Jónsson og Steingrímur Arason. Vlttu ræðumenn eindregið gjörð- ir fræðslumálastjórnar. Var og harð- lega deilt á skólanefnd barnaskólaus í Reykjavík, þar sem hún hefði átt óbeinan þátt i að hafa tvimælalaus- an rétt af allri barnakennarastétt landsins, er hún móðgaði og litils- virti sina eigin kennara með þvi að leggja til, að þeir yrða enn á ný settir, (en tillögu skólanefndar barna- skóla í Reykjavik hafði háttvirt stjórn- arráð notað sem afsökun fyrir sin- um gerðum). Var það einróma álit ræðumanna, að barnakennarastéttinni væri sýnd minni nærgætni en öðrum stéttum i þjónustu rikisins. Þá var samþykt i einu hljóði svo látandi fundarályktuD: Fundorinn telar þá framkvæmd stjórnarráðs og fræðslumálastjóra að setja alla barnakennara landsins, koma í bága við iög um skipun barnakennara og laun þeirra, og rétti kenDaranna traðkað. Ennfrem- ur er ráðstöfun þessi ósamrýmanleg við auglýsitigu stjórnarráðsins, til skóla- og fræðslu-nefnda 25. mai siðastliðinn. Mótmælir fundurinn þess vegna eindregið gjörðum stjórn- arráðs og fræðslumálastjóra, en skor- ar fastlega á fræðslumálastjórnina að framfylgja auglýsingu sinni frá i vor- og skipa kennara þá nú þegar, sem skólanefndir hafa lagt til að skipað- ir yrðu — og ekki eru sérstakar á- stæður á móti. Því næst var litið eitt drepið á vandræðamál suður með sjó, við- vikjandi framkvæmd laga um skipun og laun barnakennara. Loks þökkuðu fundarmenn stjórn Sambandsfélagsins starf hennar og hvöttu hana til framkvæmda. Fleira var ekki til umræðu. Fundi slitið. Bjarni Bjarnason. Hallgr. Jónsson. formaður. ritari. ------0—---- Berklaueikismálið 30. f. m. tókst Guðm. Bjömson landlæknir á hendur, samkvæmt ósk landstjómarirmar, undirhún- ing 6 framkvæmd berklaveikislaga síðasta Alþingis, og jafnframt er hann um 6 mánaða tíma leystur frá því að gegna landlæknisstörf- um, til þess að hann geti óskiftur gefið sig við hinu starfinu. Undirbúningur á framkvæmd berklaveikislaganna er allmikið starf og vandasamt, og undir því er það mjög komið, hver árangur verður í framtíðinni af baráttunni gegn berklaveikinni. Mun nánara verða skýrt frá þessu starfi síðar hjer í blaðinu. -------0------- Mentaskólinn var settur 1. okt. kl 1, í hátíðarsal skólans. Fyrst sungu nokkrir skólapiltar venjulegan skólasetningarsálm og síðan flutti rektor Geir T. Zoega ræðu. Sagði hann, að aðsóknin að skólanum væri nú meiri en nokkru sinni fyr og yrðu nú 12 kensludeildir í skól- anum. Reglugerð hefir nú verið samin fyrir hina nýstofnuðu nátt- úrufræði og stærðfræðideild, og hefir hún verið send verkfræða- skólanum danska til álita. Lítil að- sókn er þó að þessari deild, aðeins 4 nemendur í 4. b., en undir 30 í máladeildinni. Kvatti rektor alm. tíl að sækja meira náttúrufræðis- deildina. Nokkrir nýir stundakenn- arar eru ráðnir að skólanum í vet- ur, Bj. 0. Bjömsson cand. theol., sem kennir nokkuð af náttúrufræð- inni, og hefir hann áður lokið fyrrihluta prófi í þeim fræðum við Hafnarháskóla, og Páll Skúlason, sem kennir ensku í 3 fyrstu békkj- unum og Sigfús Einarsson, sem verður fastur söngkennari. En Sttefán Eiríksson fer frá skólan- um, þar sem smíðakensla er lögð niður. Dyravarðarskifti verða einn- ig, þar sem Hallgr. Þorsteinsson hefir sagt lausu starfinu. í Alfred Lehmann látinn. Sálarfræðingurinn Alfred Lehmann prófessor er látinn. Banamein hans var krabbamein í maganum. (Leh- mann prófessor fæddist árið 1858. Aðalrit hans er »De sjælelige Til- standes Iegemlige Ytringer* og fyr- ir fánm árum kota út eftir hann bókin »Overtro og Tro!ddom«. Hann var forstöðumaður »psyko- fysisk Laboratorium* háskólans I Kaúpmannahöfn).

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.