Ísafold


Ísafold - 13.10.1921, Qupperneq 1

Ísafold - 13.10.1921, Qupperneq 1
.9 Vikublað. Verð: 5 kr. árg. — Gjalddagi 1. júlí. Símar 499 og 500. Ritstjórar: Vilhjálmur Finsen og Þorsteinn Gíslason. Afgreiðsla og inn- íheimta í Lækjargötu 2. — Talsími 500. ísafoldarprentsmiðja h.f. XLVIII. árg. Reykjavík, Fimtudaginn 18 október 1921. 41 tölublað. Ræða Ólafs Lárussonar prófessors við setningu Háskóla íslands. 3. október 1921. Háttvirta samkoma. Við þessa háskólasetningu er þess að minnast, að á umliðnu háskóla- ári urðu nokkrar breytingar á kennaraskipun háskólans. Binn kennari kvaddi háskólann, pró- fessor Lárus H. Bjarnason, er var skipaður dómari í hæstarétti í árslok 1919, en hafði með hönd- um kenslu hér við háskólann fram á umliðið háskólaár. Hann liafði verið prófessor í lagadeild há- skólans síðan háskólinn var stofn- aður og áður forstöðumaður Jaga- skólans. Og er hann nú víkur héðan á brott vil ég í háskólans nafni þakka honum fyrir starf hans hér í þarfir háskólans, ís- lenskrar lögfræði og lagakenslu, og óska honum allra heilla og frama í hinni nýju stöðu hans. Tveir nýjir kennarar hafa komið að háskólanum, þeir prófessor Magnús Jónsson í lagadeild og settur prófessor dr. phil. Páll Egg- ert Ólason í heimspekisdeild. Þessa nýju starfsmenn háskóla vors vil jeg bjóða velkomna hing- að og árna þeim allra. heilla og vísindaframa. Háskóli vor hefir nú starfað í 10 ár. Það er því ef til vill ástæða til þess, einmitt nú við þetta tælji- færi, að minnast nokkuð á hag hans nú og að undanförnu, og á i'ramtíðarhorfur hans.Einnig mætti spyrja um árangurinn af starfi lians hingað til og um það hvört vonir þær er til hans voru settar í upphafi hafi ræzt eða brugðist. Þeirri spurningu ætla ég þó ekki að svara. Bæði er málið of skylt oss kennurum háskólans til þess að vér tökum oss dómsvald í því, og auk þess er starfstími háskól- ans enn of skammur til þess að dæmt verði með rökum um árang- urinn af starfi hans. Það mál verð- ur háskóli vor að leggj» undir dóm síðari tíma manna. Og ^rú mín er sú, að háskólanum sé það óhætt, að dómurinn muni á sín- um tíma verða á þá leið, að eftir atvikum hafi starf háskóla vors heppnast vel, að stofnun hans hafi verið framfara- en ekki afturfarar- spor í menningarviðleitni þjóðar vorrar. Hitt vildi ég leyfa mér að minnast á með nokkrum orðum, hag og einkum horfur háskóla vors, það hlutverk sem honum er ætlað að vinna, hvort unt muni að levsa það af hendi og þá með hverjum hætti. Þegar háskóli vor var stofnað- ur var honum ætlað að vera mið- stöð vísindalífs hér á landi og að veita embættismannaefnum þjóð- arinnar vísindalega mentuh í| fræðigreinum sínum, svo að þeir að loknu námi væru færir um að gegna þeim störfum er þeim yrðu falin. Að því undanteknu, að gert er ráð fyrir kenslu í færri fræði- greinum hér en við aðra háskóla, eru sömu kröfur gerðar til há- skóla vors og annara háskóla. En þó svo sé vantar mikið á að há- skóli vor sé svo úr garði gerður að hann geti jafnast á við er- lenda háskóla. Hvort sem litið er á kjör kennara háskólans, tölu þeirra, kjör stúdenta við háskól- ann, söfn hans og önnur slík hjálparmeðul, er honum eru nauð- synleg eða aðrar ytri aðstæður hans, þá er í þeim efnum alt svo fátæklegt hér að það verður eigi borið saman við aðra háskóla. Enn er háskóli vor aðeins byrjun, aðeins vísir til háskóla. Og þetta er í raun og veru bæði skiljanlegt og afsakanlegt. Jafn fátæku og fámennu þjóðfélagi, og vort er, er það um megn að veita menta- stofnunum sínum öll sömu kjör að þessu leyti og aðrar auðugri og stærri þjóðir megna að bjóða. Það er ef til vill nokkuð efasamt, hvort rétt hafi verið að gefa þess- ari mentastofnun vorri háskóla- nafn. Sumir hafa óttast að hann mundi kafna undir því nafni. Þeir menn, er háskólann stofnuðu voru samt svo bjartsýnir að þeir ótt- uðust það eigi. Þeir gáfu honum há- skólanafn, en með því bundu þeir bæði kennurum háskólans og þjóð- inni skyldur á herðar. Kennurum háskólans þá skyldu að leggja krafta sína svo vel fram í starfi þeirra hér við háskólann, að hér verði um vísindalíf og vísinda- lega starfsemi að ræða, og þjóð- inni þá skyldu að 'efla háskólann svo og styrkja, að vísindalíf geti þróast innan vébanda hans. Þeg- ar dæma á um það, hvort háskóli vor ber nafn með réttu, er að líta, ekki á quantitas starfs hans, hversu inikið er unnið, heldur á liitt, qualitas starfsins, hversu vel er unnið. Hversu, fjölbreytt eða umfangsmikið starf hans er skiftir í sjálfu sér ekki mestu máli. Hversu margir námsmenn leita hingað skiftir heldur ekki máli. Háskóli vor á ekki, fremur en aðr- ir háskólar, að vera aðeins kenslu- stofuun heldur á hann einnig að vera rannsóknarstofnun. Aðalatrið- ið er að hann, svo langt sem starf hans nær, geti veitt námsmönnum sínum jafn góða mentun og aðrir háskólar alment veita, og að hann geti lagt af mörkum sinn skerf til hins sameiginlega þekkingarfjár- sjóðs mannkynsins, vísindanna. En spurningin er þá þessi. Er þess að vænta að vort fámexma þjóðfélag geti borið uppi mentastofnun er rækt geti þessi hlutverk? Sú spurning er einn liður í annari umfangsmeiri spurningu, þeirri spurningu hvort þjóð vorri sé unt ífð lifa lífi menningarþjóðar. Um það hefir verið efast. Eg minnist þess að hafa lesið þau ummæli út- i lends fræðimanns; er ferðast hafði I hér á landi fyrir skömmu, að hann furðaði sig á því, og taldi það lieimskulega ofdirfsku að oss skyldi koma það til hugar að fær- ast það í fang að lifa lífi menn- ingarþjóðar í hálfgerðu heim- skautalandi. En það mark höfum vér samt sett oss. Og vér höfum gert það í þeirri trú, að landið, þiátt fyrir hnattstöðu þess, geti borið menningarlíf og að þjóðin væri þeirri atgjörfi gædd að hún gæti lifað menningarlífi. Eg geri ráð fyrir að vér séum allir sann- færðir um að þar höfum vér á réttu máli að standa. Hitt dylst engum að örðugleikarnir á menn- ingarbrautinni eru margfaldir hjá oss á við það sem er hjá öðrum fjölmennari og ríkari þjóðum. Yér geturn því heldur eigi vænst þess að menning vor verði eins fjöl- breytt og eins auðug og menning þeirra. En alt um það getum vér gert oss von um að vér getum verðskuldað að vera taldir í tölu menningarþjóða heimsins. Til þess að svo verði verðum vér að rækja margvíslegar skyldur. Ein skyld- an, og það ein æðsta skyldan, er sú sem lýtur að mentalí'fi þjóðar- innar, og það er sú skylda sem háskóla vorum kemur mest við. Það er sú skylda, sem honum er einkum ætlað að rækja. Og þar er um tvent að ræða, að þiggja o£ að veita, að fylgjast með vísinda- lífi annara þjóða og að gera það ng þær nýungar er þar verða arðberandi fyrir menningu vora, og að reyna eftir mætti að leggja sjálfstæðan skerf til vísindanna, reyna að finna nýja þek'kingu og miðla öðrum þjóðum henni. Fyrst í stað megum vér búast við að verða fremur þiggjandi en veit- andi og í sumum fræðigreinum mun svo verða lengstum. En þessi hluti starfs háskólans, að taka á móti áhrifúm utan að í mentum og vísindum, er þó næsta þýðingar- mikill. Menn hafa efast um að það verk væri í góðum höndum hér hjá háskóla vorum, meira að segja látið í ljós, að í þessu efni væri stofnun háskólans háskalegt aftur- fararspor, er horfði til frekari ein- angrunar þjóðar vorrar í andleg- um efnum en áður hefði verið. Þá menn, er kveða vilja upp á- fellisdóm yfir háskóla vorum á þessum rökum, vil eg biðja þess, að athuga fyrst vandlega hvérnig menningarsambandi voru við um- heiminn hefir verið hagað hingað til. íslenskir námsmenn, er utan hafa farið til þess að afla sér menta, hafa um nokkurra alda skeið því nær undantekningárlaust leitað til eins einasta háskóla. Sá háskóli er að vísu og hefur lengi verið mjög merkur, en eg vil full- yrða að hverri þjóð sé það skað- legt að sækja öll erlend menning- aráhrif til einnar þjóðar. Og jeg vil fullyrða að oss íslendingum hafi verið sú einangrun til tjóns, að menning vor fyrir þá sök hafi orðið bæði fáskrúðugri og ósjálf- stæðari en ella mundi verið hafa. Þeim sem óttast það, að einangr- un stafi af háskóla vorum, vil eg svara þessu: Háskólanum er það full-ljóst að eitt af aðalverkefn- H. Th. A. Thomsen stofnaö 1837 Kaupmannahðfn C. Overgade 90. Símnefni Hat, Talsímar 2348, 2349, 5212. Virðingarfylst D. Thomsen, fyrv. ræðismaður. Eg annast sölu á öllum ísleuskum afurðum, saltfiski verkuðum og blautum, þorski, löngu, upsa, síld, laxi og heilagflski, lýsi, o. s. frv. á mörkuðum þeim, sem hver þessara vörutegunda selst best. Hefi sýnishorn af íslenskum afurðum á ýmsum heimssýningum til þess að greiða fyrir sölunni. Útvega allskonar erlendar vörur með verksmiðjuverði, þýskar vörur sérlega ódýrar, fatnað allskonar, nærföt, alfatnaði, utanyfir- föt, olíufatnaði, smærri vefnaðarvörur, járnvörur, höfuðföt, skó- fatnað, leirvörur, gler, lit, tóbak, sykur, sápu, pappír, veiðarfæri, etc. etc. Tek sem greiðslu íslenskar bankaávísanir fyrir hæsta gjaldverð hór. Hefl góð sambönd til þess að selja íslenskar krónur hér. Sendið íslenskar afurðir í umboðssölu eða tékk á íslenskan banka til innkaupa. Of dýrt að nota lánstraust hér sem stendur. um hans er að halda uppi menn- ingai'samböndum við önnur lönd, og hann hefir fullan vilja á að rækja þá skyldu. Kennarar hans hafa fullan vilja á að fylgjast með því, er gerist í fræðigreinu þeirra með menningarþjóðunum, og veita hingað öllum þeim nýjum straum- um í vísindum og mentum er þeir telja þjóðlífi voru og menningu til heilla. Og háskólinn vonast til þess að geta sent árlega út í heim- inn dálítinn hóp af efnilegustu námsmönnum sínnm, að loknu námi þeirra hér, til þess að afla sér frekari þekkingar og haim von- ar að þeir menn fari víða, kynn- ist mörgu og flytji heim með sér iir þeim förum margar góðar og heillavænlegar nýungar. Eg hvgg því að óttinn við það, að andleg einangrun hljótist af há- skóla vorum, sé ekki á rökum bygður. Eg hygg að það megi miklu fremur væuta þess að stofn- un hans verði til þess að andlegt samband vort við umheiminn verði bæði fjölbreyttara og beinna en hingað til hefir verið. Ef vér viljum vera menningar- þjóð, er oss ekki nægilegt að vera þiggjandi í andlegum efnum, vér verðum einnig að vera peitandi, vér verðum að leggja fram vom sjálfstæða skerf til vísinda og menta. En eru nokkrar horfur á að oss verði það unt? Vér stönd- um þar að mörgu leyti illa að vígi. Um sumar fræðigreinar er því svo farið að sennilega verður það lengstum tilviljun ein hvort vér leggjum þar nokkuð nýtt af mörkum. En samt er það svo að í öðrum fræðigreinum stöndum vér jafnvel að vígi og aðrar þjóðir eða jafnvel betur. Óg í þeim fræði- greinnm hafa íslenskir menn, að undanförnu, lagt talsvert af mörk- um. Eg á þar sérstaklega við tvær fræðigreinar. Annað er tnnga vor, bókmentir og menningarsaga. Þar eigum við því láni að fagna, að sú fræði hefir gildi langt út fyrir þjóðfélag vort, og hún hefir mikið gildi einmitt fyrir mestu menningarþjóðir heimsins er nú eru, frændþjóðir vorar germönsku þjóðirnar. Forfeður vorir eru eina forngermanska þjóðin, er látið hef- ir eftir sig lýsingu, sem til nokk- urrar hlítar er á þjóðlífi og menn- ingu sjálfra sín, ritaða á tungu sjálfra þeirra. Þangað geta frændþjóðir vorar sótt margvís- lega þekkingu, er þær hvergi fá annarsstaðar, um uppruna sinn- ar eigin menningar, þeirr- ar menningar er nú setur svip sinn á heimsmenninguna. Til þess- ara fræða hafa íslenskir fræði- menn lagt mikið og þeir eiga að geta lagt enn meira til þeirra. Háskóli vor hefir veitt þeim fræð- um rúm innan vébanda siuna, sem maklegt var og skylt, og vonandi er að hann geti hlúð svo að þeim að starf vort í þeim verði bæði mikið og gott. Náttúruvísindin eru sú vísinda- grein, önnnr en norræn tunga, bókmentir og menningarsaga, er vér getum gert oss mesta von um að geta auðgað. íslenskir vísinda- menn hafa einnig unnið töluvert á því sviði. Þar eigum vér því lífni að fagna að búa í landi, sem frá náttúrunnar hendi er bæði marg- breytt og merkilegt. Það mun óvíða, ef til vill hvergi, vera jafn- gott tækifæri til að rannsaka ýms atriði náttúruvísindanna og ein- mitt hér á landi Eg skal aðeins nefna eitt dæmi þess. Starf elds og íss í sköpun jarðarinnar er víst óvíða betra að rannsaka en hér.Þar sem er náttúra lands vors, bíður mikið verkefni, sem enn er eigi rannsakað nema að nokkru leyti. Það bíður vor íslendinga sérstaklega, því oss er það mál skyldast og vér eigum að standa þar betur að vígi en aðrir. Þeim fræðum er enn ekki ætlað rúm hér við háskóla vorn, og er þar mikils ávant. Og þess er óskandi að eigi verði þess langt að bíða að þau fái þar þann sess, er þeim hæfir. í þessum tveimur vísindagrein- um ættum vér íslendingar sérstak- lega að geta lagt eitthvað sjálf- stætt af mörkum. Að þeim ættum vér því sérstaklega að beina kröft- um vorum. Háskóla vorum er sér- staklega skylt að reyna að hlúa að þeim fræðum og efla þau, því

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.