Ísafold - 19.10.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.10.1921, Blaðsíða 1
Viknblað. Verð: 5 kr. árg. — Gjalddagi 1. júlí. Símar 499 og 500. XLVIII. árg Ritstjórar: Vilhjálmur Finsen og Þorsteinn G[slason. Afgreiðsla og inn- iheimta í Lækjargötu 2. — Talsími 500. ísafoldarprentsmiðja h.f. Reykjavík, Miðvikndaginn 19 október 1921. 42 tölublað. Bækur. Síðustu bækur Einars H. Kvar- an eru þessar: Sögur Rannweigar I. Verð: kj. 5,50. í bandi kr. tí,00. Sambýli. Skáldsaga. Verð: kr. 8,00. í bandi kr. 10,00 og kr. 10,50. Sálin vaknar. Skáldsaga Veið: kr. 5,00. í bandi kr. 6,50. Syndir annara. Leikrit. Verð: kr. 2,50. í bandi kr. 3,50. Trú og sannanir. Hugleið- ingai um eiiilðarmálin. Verð: kr. 9,00. í bandi kr. 12,00. Lif og dauði. Fyrirlestrar. Verð : kr. 3,00. í bandi kr. 4,00. Það var svo sem auðvitað, að Tíininn mundi hrista úr klauf- uuum út af bankastjóraskipuninni, en fæsta mun hafa órað fyrir því, að hann mundi gera það eins hraparlega óheppilega fyrir sjálf- an sig og raun er á orðin, því að það sem var milli klaufanna — og því er engin ástæða til að lýsa — hefir lent á honum sjálfum og situr þar. Tíminn segir, að stjórnin hafi með því að skipa Georg Ólafsson í bankastjórastöðuna sýnt það, að hún hafi kastað sér í fang Mbl. og kaupmanna, því að G. Ó. bankastjóri hafi verið í þjónustu kaupmanna. Tíminn játar að* sönnu, að að öðru leyti sé ekkert út á manninn að setja, en hann mátti ekki komast í bankastjóra- sessinn af því, að hann hafði áður verið í þjónustu kaupmannastétt- arinnar. Þegar það nú er athugað, að það er atvinnumálaráðherra Pétur Jónsson, sem hefir skipað bankastjóra þennan og þegar þess er gætt, að þ©ssi ráðherra er jafn- framt formaðnr Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, þá sést, að það eru ekki svo lítil tíðindi, sem blaðið flytur hér, ef rétt er frá skýrt. Tíminn telur auðsjáau- lega, að ráðherrann hafi svikið skyldur sínar við samvinnufélags- skapinn með þessari bankastjóra- skipun. En ef nokkurt vit á að vera .í þessu, hlýtur það að byggjast á því, að samvinnumenn einir eigi rétt til opinberra starfa. embætta og sýslana. Fyrst ekki er annað út á nýja bamkastjórann að setja en að hann hefir verið í þjónustu kaupmanna og skipun hans þess vegna er óhæfileg, getur ekki hjá því farið, að Tíminn álíti, að eng- ir, sem nærri kaupmennsku hafa komið, megi komast í opinberar stöðnr, því að ekki sést að í þessu efni sé ástæða til að gera greinar mun á bankastjórastöðum og öðr- um stöðum. Heróp Tímans virðist því ótvirætt vera það, að kaup- menn, kaupmannasinnar og þeir aðrir, sem eitthvert sambaud hafa við þá haft, skuli útilokaðir frá opinberum stöðum án tillits til hæfileika. Það er óneitanlega gott að fá þetta þannig svart á hvítu, því að þá er að vísu að ganga. En það er leiðinlegt, að Tímanum láð- ist að geta þessa, er L. Kaaber var skipaður bankastjóri, því ið hann var þó það verri en G. Ó., að hann hafði sjálfur verið kaup- maður og það rneira að segja stórkaupmaður og nmboðssali, En er þá nokkurt vit og sann- gimi í þessari nýjn kenningu Tímans? Er nokkurt vit í því að litiloka ákveðinn flokk manna frá opinberum stöðum án tillits til •hæfileika? Svarið miin varla geta orðið nema á einn veg og það er víst, að langflestir samvinnumenn, sjálfsagt því nær allir, svara þess- um spurningum ákveðið neitandi. Þeir liafa aldrei hugsað sér neitt líkt þessu. Það er víst að þessa liugsun ala í brjósti sér aðeins fáir samvinnumenn, aðeins þeir, sem á síðnstu tímum hafa sprottið upp og gera sér það að atvinnu að æsa þjóðina og ala á flokkadrætti, skeytandi ekkert um, hvort kenn- ingar þeirra leiða til hins betra eða verra, ef þeir sjálfir aðeins fá feita hnútu að naga. Þessi aðferð og þessi hugsunarháttui* var og er fjarri hinum sönnum samvinnu- frömuðum. Það var þess vegna ekki fuiða, þótt Pétur Jónsson, sem áreiðanlega verður að teljast til hinna gömlu og góðn samvinnu- frömuða, verði nú fyrir aðkasti frá þessum mönnum, er hann vill ekbi gerast leiksoppur þeirra og breyta eftir hinni nýju kenningu þeirra. Og fáir munu sjá sér fært, að telja hann liðhlaupa fyrir þessa sök, en óneitanlega er ekki ófróð- legt að sjá hverju þessir nýju sam vinnumenn geta áorkað á næsta aðalfundi Sambandsins. En þegar þetta alt er athugað er síst að undra þótt Tímaklíkan berðist rösklega á móti því á sín- um tíma, að Pjetur Jónsson yrði ráðherra. Hún hefir séð það, að hún gat ekki ímyndað sér að hafa hann fyrir vikadreng sinn. Hún vissi, að hann mnndi fara þær göt- ur, sem landskunn sanngirni hans og samviskusemi hans mundi vísa á, án tillits til einstakra gorkúlna a haugi eigingirninnar. En þegar Pétur Jónson var orð- inn ráðherra hlóð Tíminn sanit á hann hinu vænmasta lofi til að reyna að fá hairn til að fara að vilja sínnm. Þegar þetta brást sneri Tíminn við blaðinu og nú sést hvað ritað var á blaðið hinu megin og er ekki ótrúlegt, að samvinnumönnum yfirleitt muni þykja. sú blað«íða furðuleg og mikið má vera, ef þeir vilja stað- festa það, sem þar stendur. Reynslan sker úr því Úg hún er ólýgnust. a+b. ------0------ BókmEntir. Sólhvörf, sex sögur eftir Gbiðm. Friðjóns- son. — Bókav. Sig. Kristjánissonar, Rvíb. I. Það gæti verið ástæða til að skrifa rækilega um þessa bók. Og liggja til þess þau rök, að böf. segir, að hún „geti orðið síðasta safn sveitalífs-smásagna“, sem komi frá hans hendi. En svo merk- ur rithöfundur er Guðm., að hann væri vel verður þess að skrifað væri ítarlega nm þá bók, sem ef til vill flytur síðustu „sveitalífs- smásöguF ‘ hans. En ætti að gera það, yrði jafn- framt að skrifa um hinar fyrri bækur Guðmundar, því þessi bók er engin breyting frá ^>eim. Höf. hefir ekki legið tjöldum á neinu nýju landi. Sögurnar í „Sólhvörf- um“ eru með sama sniði, sama blæ, sömu kostum og sömu göllum og hinar fyrri smásögur hans. II. Höf. fylgir þessari bók „úr hlaði“ með nokkurskonar varnar- og skýringargrein. Gerir hann þar að umtalsefni það, sem stundum hefir verið fundið að sög- um hans* að þær væru ekki s ö g- ú r. Bendir hann á, að þær mætti eins vel kalla „kvæði í sundur- lausu máli“, einkum í fyrstu bók- inni, og skýrir á ýmsa lund hvað hafi valdið því, að hann mótaði þær svona og ekki á annan hátt. Ef það hefir verið rétt að telja að hinar fyrri sögur höf. væru ekki sniðnar í smásöguformi eða bæru ekki blæ þeirrar skáldskap- artegundar, þá er jafn rétt að halda því fram um sögurnar í „Sólhvörfum", eins og drepið hef- ir verið á. Þær eru steyptar í sa na mótinu og eldri sögur höf., ne»a ef vera skyldi „Alfhildur.“. í þær vantar flestar þennan rennandi straum sögunnar, sem ber með sér, alt frá upptökum til ósa, atburði og menn þá, sem lýst er, sífelt skýrara og hraðara. Það er lítil umbreyting eða vöxtur í smásög- um Guðmundar. Sögumennirnir smáskýrast ekki eins og þegar þoka lyftist upp fjallshlíð uns það sést alt frá rótum til tinds með lit þess og lögun.Það er aðeins brugð ið upp af þeim myndum i ýmsum aðstæðum, oft og oftast ágætlega skýrum og stundum meistarálega gerðum (Finnur í „Ofríki endur- mmninganna“). En maður fær sjaldnast að fylgja þeim eða þekkja þá nema í þetta eina skifti. Lesandinn sér aðeins hvern- ig þeir snúast við því, sem er að gerast í þeim sjálfum eða ber þeim að höndum þá stuttu stund, sem höf. dregur upp af þeim myndina. En snild smásögunnar kemur meðal annars fram í því, að maður þekki persónurnar frá fleiri hliðum en þeirri, sem sagan leggur aðaláhersluna á að sýna. Til eru þó persónur í sögum Guðmundar, sem ekki eru auð- gleymdar, t. d. „Geiri húsmaður“ og fleii'i. En það eru ekki m e n n, ekki persónulýsingar eða skap- gerðareinkenni, sem við fáum frekast að vita um eða kynnast í sögum hans. Það er 1 í f i ð, á heldur þröngu sviði þó, sem hann lýsir, og sú afstaða sem hann hefir sjálfur tekið til ýmissa mála og nýjuugar. Guðm. skapar ekki per- sónur. En hann lýsir því oft ágæt- lega, sem mennirnir hafa skapað og eru að skapa, móta og breyta, kynslóð eftir kynslóð — 1 í f i n u. Og þá er maður kominn að því, sem hann segir sjálfur í eftirinál- anum við „Sólhvörf“, „að fyrir lionum hafi vakað að semja frá- sögiir með skáldskaparbragði". III. í „Sólkvörfum“ eru 6 sögur, misjafnar nokkuð að merg og gæð um. „Álfhildur“ er best. Það er saga, sem á endir sinn langt frá upptökunum, þó ekki sé í tíma eða rúmi. Álfhildur lifir heilt líf á einni nóttu, sér brestina í lífi sínu og finnur sjálfa sig í fórn- inni og — dauðanum. „Ofríki endurminninganna' ‘ er og ágæt og á köflum ólík flest- um sögum Guðmundar. Finnur í slægjunni, fullur og spottandi sjálf- an sig og afdrif þess besta sem hann átti í lííinu, er svo skýr og fumlaust mótaður, að ekki verður um vilst hver maður hann er og af hverju hann hefir beðið tjón á sálu sinni. En „Hólmganga“-, síðasta sagan, er nokkuð sviplítil og endir henn- ar einkennilega bragðlaus og ekki sem semiilegastur. Hjónin, Þor- móður og Hildur, há hólmgöngu lífs síns, gera upp hjónabands- reikning sinn: Hann hefir reynst henni ótrúr. Engin von er um sætt og lítil nm sambúð. Þá hnýtur liestur konminar svo hún fellur af baki. Og jafnskjótt er sár hjónabandsins læknað og allur sviði á burt. — Það er sannleikur, að smáatburðir ráða oft miklu. En þetta hnot hestsins virðist heldur smávægilegt til þ'ess að það ráði örlögum hjónanna. — — -----Höf. segir í eftirmálaiium, að hann „hafi ekki lagt stund á að ná í málkæki sagnamanna sinna og kvenna“. f því sambandi er fróðlegt að bera þessi ummæli saman við málfar sumra persóna í söguin þessum. Eftir orðalagi þeirra virðist hann einmitt hafa gert sér far um þetta. Ekki þarf annað en benda á orðfæri Tobbu gömlu, Finns, Þormóðar og fleiri. Þannig talar sveitafólk ekki al- ment og þá ekki höfundurinn. Þetta eru málkækir þessara manna og ekki annara. Og það er síður en svo, að það sé ljóður á persón- unum eða rýri frásagnarlist höf. Það eykur einmitt séreinkenni hinna fyrri og ber vott um næm- leik þess sem frá segir. — En hvað tekur við næst, e:: höfundur endar með þessari bók sveitalífssmásögur sínar ? Ekki hættir skáldæðin á Sandi að streyma, þó þessu sé lokið. Kann- ske Guðmundur á Sandi hafi verið að grafa niður í kjöl höfuðborg- arlífsins, þegar hann dvaldi hjer síðasta vetur, og ætli nú næst að fletta ofan af okkur syndurunum suður í Vík? J. B. ------------- FisMðlr I Siir-Hlíii. Þegar það kom til mála að Spánverjar settu tvöfaldan inn- flutningstoll á íslenskan saltfisk, sáu allir að með því var loku fyrir það skotið, að vér gætmn selt fisk þangað. Fór hér sem oftar, að þeir hafa hæst haft um úetta mál, er minst skynbragð bera á það. Heyrðust þá — og heyrast enn — raddir um það að okkur geri það svo sem ekki mikið til þótt markaði á Spáni (og Portúgal) verði lokað fyrir okkur. Við þurfum ekki annað en senda fiskinn til Suður-Ameríku eða jafnvel Rússlands. Þar er nógur markaður fyrir hann. Þetta er eflaust satt að því leyti, að bæði í Suður-Ameríku og Rússlandi er að jafnaði etið meira af saltfiski heldur en við framleiðum. En þessar staðhæf- ingar, að ekki þurfi annað en senda fiskinn þangað til þess að fá markað fyrir hann, eiga eigi við meiri rök að styðjast heldur en þótt sagt væri t. d. að við gætum fengið markað fyrir Tjör- neskol í Englandi. En þar sem þetta mál, Spánartollurinn er of mikið alvörumál til þess, að fleyga megi það með fjarstæðum og óhugsuðum fullyrðingum um eitt eða annað, þá skal hér, — aðeins til skýringar og þeim mönnum til athugunar, sem komið hafa fram með þessar fullyrðingar og hinum, sem lagt hafa trúnað á þær — getið um það hvemig þektasti saltfiskskaupmaðurinn í Rio de Janeiro, Norðmaðurinn H. J. Hollevik, lítur á málið. Honum hafði borist það til eyrna, að bannmenn í Noregi hömpuðu því óspart að hægt væri að fá nógan markað fyrir salt- fisk í Suður-Ameríku þótt Spánn brigðist og Portúgal. Þetta telur hann hörmulegan misskilning og fáfræði, og hann rökstyður mál sitt á þessa leið: Það er ekki hægt að skapa markað fyrir neina vöru á svipstundu. Og eigi mnn heldur hægt að auka saltfisksflutning hingað fram yfir það sem nú er, nema því aðeins að hægt sé að bjóða að einhverju leyti betri kjör en aðrir bjóða, annaðhvort lægra verð, eða þá betri vöra — helst hvorttveggja. Mest ríður á því, að selt eé fyrir lægra verð en aðrir bjóða Fyrir stríðið kostaði hver kassi hér 35 milreis (1 milreis = kr. 2,04). Nú er verðið 160—170 mil- reis. Fyrir stríðið var fiskurinn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.