Ísafold - 26.10.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.10.1921, Blaðsíða 1
Vikublað. Verð: 5 kr. árg. — Gjalddagi 1. m. Símar 499 og 500. Ritstjórar: Vilhjálmur Finsen og Þorsteinn GiRiaa0n. Afgreiðsla og inn- heimta í Lækjargötu 2. — Talsími 500. ísafoldarprentsmiðja h.f. XLVIII. árg Reykjavik, Miðvikudaginn 26 októbw 1921. 43 tölublað. Bækur. Meðal nýjustu skáldritanna eru: Oræfagróður. Æfintýri og ljóð. Eftir Sigurjón Jónsson. Verð: kr 6,00. í bandi: kr. 9,00. Ogpóin jörð. Skáldsögur. Eft- ír Jón Björnsson. Verð: kr. 8,80. í bandi kr. 11,50. Meðal skemtilegustu þýddu skáldsagnanna á ísl. eru: Iwar hlújárn. Eftir W. Scott. ísl. þýðing eftir Þorst. Gísla- son. Verð kr. 5,00. Sjómannalif. Eftir R. Kipling. ísl. þýðing eftir Þorst. Gísla- son. Verð: kr. 3,00. Með báli og brandi. Pól- verjasögur I. Eftir H. Sien- kiew cz. Isl. þýðing eftir Þor- stein Þorsteinsson sýslum. Verð: 1. b. kr. 5,00, 2. b. kr. 4,00. Perciwal Keene. Eftir Ma- ryat. ísl. þýðing eftir Þorvald Ásgeirsson. Verð: kr. 5,00. Baskerwille-hundurinn.Eft- ir Conan Doyle. ísl. þýðing eftir Guðmund Þorláksson. Verð: kr. 3,00. ið! ISSl Tveir mánuðir eru liðnir síðan sú fregn barst út um heiminn, að sveltidauði vofði yfir fjórðahluta rúsenesku þjóðarinnar eða meira. Löngu áður var það fullkunnugt, að tilfinnanlegur uppskembrestur mundi verða í landinu og >ví mikil hætta á hallæri. Undanfarnar vikur hafa níst- andi neyðaróp þjóðar sem er að svelta í hel bergmálað um alla Norður- og Vesturálfu. Blaða- mennirnir, sem fara til Rússlands, Ijúka allir upp einum munni um það, að ástandið sé svo voðalegt, að saga Evrópu kunni ekki að segja frá jafnstórkostlegu hallæri eins og því, sem nú er í Rúss- landi. Ábyggilegar skýrslur eru ekki til um það, hve margar mil- jónir séu í svelti, en flestir giska á 25. Aðrir meira. Bændurnir í Rússlandi lifa á kornyrkju og fluttu út ógrynni a.f hveiti og rúgi fyrir ófriðinn. A vandræðatímum þeim, sem geng ið hafa yfir landið síðustu árin, hefir landbúnaðinum hrakað mjög Verslunin við útlönd varð engin, bændur gátu ekki fengið peninga fyrir kornið og urðu oft að láta það af hendi við stjórnina fyrir lítið eða ekkert. Afleiðingin varð sú, að þeir hættu flestir að rækta korn nema sem því svaraði sem þeir þurftu til heimilisþarfa. Fram •leiðslan þvarr því mjög, eigi að eins sem því svaraði, er áður hafði verið flutt til útlanda, heldur varð kornsala til borganna miklu minni en áður hafði verið. Áður 'hafði það áhrif á útflutninginn ef uppskerubrestur varð, og bændur böfðu ekki korn að selja. En nú var svo komið, að ef uppskeran brást, var sulturinn við dyrnar. Og hún brást eftirminnilega. Frjósömustu hveitihéruð landsins, norðanvert við Svartahaf og alt hið mikla flæíni á báðar hliðar Volga sunnan frá Kaspíahafi og langleiðina norður undir íshaf, sem áður gaf af sér miljónir smá- lesta af korni, voru yfir að líta eins og eyðimörk, þegar leið að venjulegum uppskerutíma. Ó- slitnir þurkar höfðu gereyðilagt uppskeruna, svó* að hú fi varð ger- samlega éngin. A þe>ssum land- svæðum eru borgirnar Sebasto- pol, Ekaterinoslav, Ekaterinodar, Astrakan, Tsaritzin, Saratov, Penza, Samara, Simbirsk, Kazan, Nisijin Novgorod, Ufa, Viatka og Perm. í öllum þessum borgum er hin mesta neyð. Á breiða Lelti- vestan við aðal-hallærissvæðið hef- ix uppskera einnig brugðist og er miklu lakari en í meðallagi. Aust- ast í landinu, kringum Ural, er meðal uppskera og í vestasta hluta landsins er uppskera betri en í meðallagi, nema syðst og á svæðinu umhverfis bæina Minsk, Vitebsk og Smolensk. Fréttaritari „Times" sem farið hefir um hallærissvæðin, gefur hryllilega lýsingu á ástandinu. Fara hér á eftir nokkrir kaflar úr lýsingu hans og gefa þeir hug- mynd um neyðina: Eg kom til Samara ásamt morgum blaðamönnum, en skildi við þá þeg- ar þangað kom. Kunni eg málið og gat því farið allra minna ferða hjálp- arlaust. Ætlaði eg til þorpanna þar í nágrenninu. Höfðu rússneskir blaðai- menn 'komið þangað á undan mér, og voru íbúarair „orðnir leiðir á því að láta góna á sig", að því er ráð- stjórnarfulltrúinn sagði mér. En fyrst skoðaði eg mig um í Samara. Borgin var álíka hrörleg eins og allar borgir í Rússlandi eru nú á dögum. Maður nokkur, sem eg tók taíi á götunni, kvartaði yfir því, að fólk gerði sér það að r<glu að setjast að í húsum, sem það hitri 6 tóm, "yggi þar um tínn og m'ddi s.it nið- ur, og þegar ekki væri vært þar lengur( færi það í önnur hús, og væri þar þangað til þau væru óbyggileg. Enginn borgar húsaleigu og því ^eyta menn ekki um hve oft þeir skifta um verustað. Samara minti mig á rústir af gamalli indverskri iwrg, sem nú er aðsetursstaður hirð- ingja. Eins er Moskva. En hugur oiinn var ekki hjá bænum eða hrörn- un hans, heldur hjá þeim, sem þjáð- ust af hungri. Má skifta þeim í tvo flokka, þá sem eru nýloga farnir að svelta, og þá sem eru aðfram komn- ir. Til hinna fyrnefndu teljast ná- lega allir bæjarbúar. Rússneskt fdjk er ávalt fremur fölleitt, en í Samara er það gult af fæðuskorti. Jafnvel börnin, sem í Moskva voru svo kát og f iörleg — því Bolsevikar mega eiga það, að þeir láta sér ant um með- ferð barnanna — voru hljóð og aum- ingjaleg í Samara, augsýnilega af matarskorti........ En þetta brejarfóik var ekki lak- ast statt. Pyrstu fórnir hallasrisins eru flóttamennirnir, sem flúið hafa til bæjarins úr þoipunum í nágrenn- inu, þegar ^allar bjargir voru bann- aðar þar. Plóttamennirnir safnast saman á tveimur stöðum í 'borginni: kringum járnbrautarstöðina og við bryggjurnar, þar sem skipin á Volga liggja. Þar er helst von til að kom- ast burt úr kvalastaðnum. En sam- göngutækin fullnajgja ekki flutninga- þörfinni og fjölskyldur bíða hundr- uoum saman dag eftir dag og viku eftir viku og komast ekki burt. Pólk- ið tjaldar yfir sig druslum, sem fest- ar eru í vagnana, er það hefir ekið bíislóð sinni á tií borgarinnar..... Eitt er sameig^nlegt með öllu þessu fólki. í alt sumar hefir það horft á akrana verða grjótharða undir brenn- andi geislum sólarinnar, og ef korn- gras skaut einhversstaðar upp ¦ koll- inum, sviðnaði það óðara og dó. — Fólkið hefir dregið fram lífið á fá- tæklegum leifum fyrra árs uppskeru, sem einnig hafði brugðist, treynt hana með viðarberki, akarni, trjá- blöðum, leir og skorkvikindum. Og þegar síðasti mjölhnefinn var þrot- inn og engin var uppskeruvon á þessu sumri, seldi það alt það sem setjan- legt var óg ásetti sér að reyna að komast é einhvern betri stað. Fólkið befir fengið smáræði fyrir eigrur sín- ar. í sveitaþorpunum fæst ekki meira korn fyrir heilan hest, en hægt er að draga fram líf lítillar fjölskyldu í eina viku. Plóttamennirnir beita síðasta hestinum fyrir vagninn sinn, taka saman það sem þeir eiga af bós- munum og halda á stað til bæjanna með fjölskylduna, í von um að geta komist til frjósamari landa í Síberíu, Tashkend eða æfintýralands „ind- verska keisarans". Flestir eru orðnir svo örmagna, er þeir halda á stað, að þeir eru alls ekki ferðafærir, jafn- vel þótt þeir gætu fengið f«rð með járnbrautunum eða fljótaskipunum. Og þegar til bæjanna kemur, setjast þeir að við járnbrautarstöðina eða kryggjurnar og skotsilfur þeirra eyð- ist óðum. Þegar það er þrotið — oft- nst eftir fáa daga, því vöruverðið í aæjunum er afskaplegt — selja þeir hestinn sinn og síðan smátt og smátt alt lauslegt sem þeir eiga. Og altaf verður fólkið horaðra og horaðra, sumir deyja og aðrir komast á graf- arbarminn. Andlit þeirra lýsir ein- berri örvænting. Það verður magn- þrota og getur ekki tekið %ér neitt fyrir hendur. Pólkið er eins og skyn- lausar skepnur; alt manneðli hefir týnst í hinni hræðilegu, hægfara bið eftir dauðanum. Eg tek fólk þetta tali og það svar- ar blátt áfram og möglunarlaust. „Eitt barnið mitt dó í gær", sogir gamall bóndi, og leit varla á mig um leið, „annað dó fyrir þremur dögum. Bráðum deyjmn viS öll". Fjölskylda hans horfir á hann á meðan, eins og ekkort væri um að vera, og hann væri að tala um eitt- hvað, sem öllum stæði á sama um. Þetta fólk er alt komið á það stig, að því er ómögulegt að komast við ' af neinu. Það bíður við dauðans dyr. j A bökkunum við Volga, sem er; óvenjulega vatnslítil, búa þúsundir j manna við sama hræðilega ástandið. ! Sumir hafa komið þangað úr þorp- j unum, í von um að komast burt með skipunum, en aðrir hafa komið ein-! mitt frá sömu stöðunum sem hinir ætluðu að fara til. Þarna er alt á ringulreið. Enginn veit hvert hann á , að fara, til þess að sjá sér borgið j og ferðalag flóttamannanna, þeirra | sem á annað borð geta ferðast, er j alveg út í bláinn, og gerir lítið anuað en auka þjáningar þeirra. Þeir einu sem hafa ákveðið markmið, eru ný- byggjarnir frá Ukraine og Þýska^ landi, sem taka sig upp til þess að komast heim í föðurland sitt. Eng- inn veit hve margir þeirra lifa það ferðalag af. Veturinn kemur yfir þá, áður en þeir eru komnir hálfa leið og horuðu klárarnir þeirra eru ekki langferðafærir. Og þegar þeir dr«p- ast, hvað getur fólkið þá annað en lagst fyrir og beðið dauða síns & sama stað? A hverjum . degi gefur að líta í Samara lík karla og kvenna, sem hafa dnið úr hungri. Það sem ber fyrtr augu við bryggjurnar í Samara og í öðrum borgum hallærishérað .nna, er talandi vitni um skelfingar Lali- œrisins í Volga-héruðunum. Á3ur þurftu þeir. sem fara vildu burt raeð skipunum að hafa sérstakt fararleyfi frá stjórninni. Nú þarf þess ekki, og allir fá farmiða sem geta borgað. En verðið er óskaplegt. Minsta gjald- eyriseiningin sem nokkra þýðingu hefir í Rússlandi er 1000 rúblur, og er óeðlileg á erlendan mælikvarða. Þúsund sovjet-rúblur jafngilda 16^—- 17 aurum. En mánaðartekjur sumra Rússa eru ekki nema 4000 rúblur, og sjá allir hvernig afkoman muni vera, þegar þær endast efcki nema einn dag eða máske í mesta lagi viku. Far- gjöldin með skipianum eru nokkur þúsund rúblur fyrir stutta leið, svo bændurnir sem ætla að kaupa far eru allir „efnaðir" menn, yfirleitt mil- jónamæringar í sovjet-rúblum. En eftirspurnin er mikil og fólkið stend- ur í þvögu til þess að ná í farmiða til staðanna, sem það þráir að kom- ast tO......... Maður einn sem eg spurði hvort það væri satt, að bændurnir streymdu þúsundum saman til borganna til þess að komast burt, svaraði mér að meira hefði kveðið að því snemma í sumar en nú, eftir að hungursneyðin náði hámarki sínu. Þúsundir manna höfðu farið, en margir voru eftir þrátt fyrir veðráttuna og bersýnilegt hall- æri, í von um bata. Þeir höfðu safnað saman því sem þeir náðu á ökrunum, sem ekki var nema ör- lítið brot af því, sem sáð hafði verið og það hafði haldið í þá. En í þorp- inu, sem hann var frá, hafði hvert húsið eftir annað verið yfirgefið. Hann hafði sjálfur selt húsið sitt fyrir matarbjörg snemma í sumar. „Eg ét húsið mitt", sagði hann. Eg spurði hann hvort bændur séldu bröskurunum hús sín og hesta. „Hver ætli vilji kaupa núna" svaraði hann og hló. „Braskararnir eru sjálfir orðnir betlarar. Hver vill kaupa hús þar sem ekkert fæst til að borða. Og hver vill fóðra hest þar?" Hann hló æðislega og mér datt í hug hvort liann mundi ekki vera einn þeirra, sem lifðu af taugaveikina, sem drap tíunda hvern mann á þessum slóð- um í fyrravetur og kemur óhjákvæmi- lega aftur í vetur, enn magnaðrL Svo spurði eg hann um taugaveikina og svarið staðfesti tilgátu amína. „Við hrundum niður eins og flug- ur. En hvað gerir það til? — tauga- veiki, kólera, hungursneyð — við erum öll í dauðanum".------------- Síðan skýrði blaðamaðurinn frá för sinni suður eftir Volga með einu skipinu, neyðinni á viðkomu- stöðunum og athæfi braskaranna, sem gera sér að atvinnu að kaupa fatnað flóttamannanna, sem þeir selja fyrir korn austur í landi og leggja síðan margfalt verð á korn- ið. Þeir kaupa einnig dýrgripi, hlutabréf og yfirleitt alt, sem þeir geta gert sér peninga úr. Grein- arhöfundur segir, að mannát hafi komið fyrir í einu sveltihéraðinu, umhverfis Suisran. Þar dvaldi hann í tvo daga. Stöðvarstjóri við járnbrautirnar, sem hann á tal við þar, segir honum, að starfsmenn- irnir við járnbrautirnar svelti, sjálfur hafi hann haldið lífinu í sínu fólki með því að selja alt sem hann hafi getað við sig loa- að og eigi nú ekki eftir svo mikið sem eina skyrtu til skiftanna. — Þannig sé einnig um aðra yfir- menn, en undirmenn lifi á þjófn- aði og braski og hverfi svo í burt þegar minst varir. Járnbrautirnar hafi haft eldsneyti fram að þessu, en nú sé það þrotið á ýmsum hliðarbrautunum. Blaðamaðurinn spyr hvort ekki séu líkindi til að þjóðin geri hungurbylting, en fær neitandi svar. Uppreisnirnar komi frá Petrograd og Moskva, og ástandið hafi oft verið verra þar síðastliðin ár en það sé nú. Um sovjet^stjórnina segir hann, að em- bættismenn hennar úti um ríkið séu fremri embættismönnum keis- aradæmisins og betur þokkaðir af bændum, en was vegar séu ráð- stjórnirr ir * borgunum alment hataðar. Og hann kemst að þeirri niðurstöðu, að borgunum sé ver stjórnað en sveitunum betur en var í tíð gömu stjórnarinnar. Líkar þessu og þaðan af verri eru lýsingar blaðanianna á ástand- inu. Og nefndir þær, sem ýmsar þjóðir hafa gert út ti Rússlands, hafa komist að svipaori niður- stöðu. En þrátt fyrir alla þessa eymd gengur hægt með hjálpina af hálfu þeirra, sem hjálpað geta. Alþjóðasambandið rífst um forms- atriði, bandamenn heimta trygg- ingar og fara sér hægt, eins og ekkert liggi á, meðan miljónir manna horfast í augu við dauð- ann austur við Volga. Svo þröng- sýnar eru hinar svokölluðu menn- ingarþjóðir Evrópu, og svo er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.