Ísafold - 26.10.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 26.10.1921, Blaðsíða 4
ft ÍSAFOLD ■ ****** verja hefir haft góð orð ura að verða við kröfu bandamanna, og þegar Karl keisari ætlaði til Buda- peet var herlið látið varna honum þess. Eigi var hann samt farinn rir iandinu þegar síðast fréttist og má vel vera að hann reyni nú til þrautar að komast til valda, ekki síst fyrir þá sök, að vitanlegt er að flokkur manna í landinu vinn- ui' öllum árum að því, að koma konungsstjórri á aftur, eigi aðeins í Ungverjalandi, heldur einnig í Austurríki. Sitt af hverju. Sovjetstjómin í Moskva hefir mælt svo fyrir, að hændur allir í landinu skuli vinna 100 daga þegnskylduvinnu á ári hverju í þarfir stjómarinnar. Er þetta á- kvæði komið fram vegna þess, að bændur hafa verið mjög ófúsir á að láta afurðir sínar af hendi við stjómina, og á því vinnan að koma í staðinn. Þá hefir stjómin stofnað banka í Moskva til eflingar verslun og landbúnaði Rússa. Er stofnfé bank ans 2000 miljard rúblur og mun hann eiga að hafa útibú víðsveg- ar um heim. Hefir þegar verið á- kveðið að stofna útibú í Berlín. Þýska markið hefir enn fallið og hafa hver tíu mörk komist lægst niður í 29 aura. Samfara þessu hafa verðbréf öll stigið fer- lega í kauphöllinni í Berlín, því ailir reyna að losna við mörkin og kaupa því verðbréf 'í staðinn. Hefir eftirspurn orðið svo mikil, að sum verðbréf hafa stigið um 1000 stig á fáum dögum. Við bæjarstjómarkosningar er nýlega fóm fram í Berlín urðu jafnaðarmenn í minnihluta, en áð- ur hafa þeir haft meiri hluta um langt skeið. Fengu þeir aðeims 81.500 atkvæði en hinir flokkam- ir til samans 842.000 atkvæði. Ludwig fyrrum konungur í Bay- em er nýlega látinn. Hann var ■sonur Luitpolds þess, er annaðist ríkisstjóm í Bayem frá 1886 fyr- ir hönd Ludwig II og Otto, er báðir voru geðveikir. Haustið 1918 varð hann að afsala sér konung- dómi eins og flestir þjóðhöfðingj- ar Þýskalands. Hann var fæddur 1845. Rússar hafa sent verslunarnefnd, 70 manns alls, til Kristiania. Á hún að annast viðskifti milli Rússa og Norðmanna samkvæmt samn- ingum þeim, er samþyktir hafa verið um viðskifti þessara þjóða 5 haust. Her Ameríkumanna, sem verið hefir í Rínarlöndum til eftirlits, hefir nú verið kallaður heim. — Nokkuð af setuliðinu hafði verið kvatt heim áður, og er það því tiltölulega lítill her, sem Ameríku- menn höfðu í Þýskalandi síðustu mánuðina. Ljóslækningastofa Niels Finsen í Kaupmannahöfn varð 25 ára um helgina síðustu. Á afmælinu var vígt nýtt hús handa stofnuninni og kostaði það 3 miljónir króna. Fara Ijóslækningar mjög í vöxt og stofnunin færir stórum út kví- amar, er hún kemst í hin nýju húsakynni. Fyrir ríkisþing Dana hefir ver- ið lagt frumvarp eitt allmerkt um atvinnubætur og ráðstafanir gegn atvinnuleysi. Samkvæmt frv. á að stofna atvinnubótasjóð, er haii alt að 80 miljón kr. höfuðstól, og eiga vinnuveitendur, verkamenn og ríkið að leggja fram féð. Innl. fréttii*. Landhelgisbrot. íslands Falk kom inn til ísafjarðar nýlega með þýzkan botnvörpung „Yorwárts" og heitir skipstjórinn Baudeck. Botnvörpungur þessi fekk sekt fyrir landhelgisbrot í sumar, en eigi hefir enn frést af prófunum í máli hans nú. „Sextíu leikir, vísur og dansar“ heitir bók, sem Stedngr. Arason kenn- ari hefir safnað efni í og samið og nýkomin er í bókaverslanir. Er hún einkum ætluð til afnota við skemtanir úti og inni. Tíu ára kennaraafmæli. Á nýliðnu sumri hafði próf. theol. Sigurður P. Sivertsen gegnt kennaraembætti við guðfræðisdeild háskóla íslands í sam- fleytt 10 ár, eða alt frá stofnun háskólans. Hefir hann áunnið sér á þessum tíma almennar vinsældir nem- enda sinna, eldri og yngri. Færðu þeir honum nýlega minjagrip, málverk fagurt eftir Ásgrím, til viðurkenn- • ingar fyrir alúð hans og ósérplægni í fræðarastarfinu þessi 10 ár. Hjónaband. 22. þ. m. voru gef- in saman í hjónaband hér í bæn- um af síra Bjarna Jónssyni mark- greifi du Grimaldi, sem hér hefir dvalið í sumar, og frk. Þuríður Þor- bjarnardóttir, áður kaupmanns hér í Rvík. Áður höfðu þau fengið borg- aralega vígslu hjá bæjarfógeta, en greifinn telur hjónabandið ekki full- komið án kirkjulegrar vígslu. Brúð- hjónin fara til útlanda með Gullfossi í dag. Hjónaband. Ungfrú Guðrún Tóm- asdóttir frá Barkarstöðum í Fljóts- hlíð og Jón Sigurpálsson afgreiðslu- maður Vísis' voru gefin saman í borg- aralegt hjónaband síðastliðið laugar- dagskveld. Háskólinn. Guðmundur Finnboga- son prófessor byrjar fyrirlestra sína fyrir almenning um „Samlífið og þjóðarandann" í Háskólanum kl. 6 í kveld. Uppsprettulindir heitir bók, sem nýkomin er í bókaverslanir. Eru það erindi eftir Guðm. Finnborgason, þau, sem hann flutti hér á síðastliðnum vetri. Erindin heitn: „Mennimir, sem verða úti“, „Alþýðulíf og hugsunar- háttur í sveit“, Arfleifð kynkvísl- anna“ og „Bolsvikingin“. íslenskur ríkisborgari heitir bækl- ingur, sem nýkominn er út. Eru í honum helstu stjórnarlög íslands og kosningalög til Alþingis, sveitar og bæjarstjóma. Jón Kjartansson full- trúi lögreglustjóra hefir safnað. Frú Guðrún Björnsdóttir frá Sig- urðarstöðum á Sléttu, áður bæjarfull- trúi hér, kom með Gullfossi um dag- inn frá ísafirði, og einnig frú Lára dóttir hennar. Hefir frú Guðrún leg- ið á ísafirði um tíma, eins og áður er um getið hér í blaðinu, en nú er hún orðin hress að mestu leyti. Hún dvelur hér syðra í vetur. Gunnar Hafstein, sem verið hefir bankastjóri í Færeyjum í 12 ár, hefir nú látið af þeim starfa. Fór hann alfarinn frá Færeyjum í sumar til Kaupmannahafnar. Hafa Færeyingar fengið nýjan bankastjóra, Hessen- schmidt að nafni. Ellistyrktarsjóðurinn. 402 uusóknir hafa borist um styrk úr Ellistvrkt- orsjóðnum Má veitn úr honuin alt nð 34,0 >0 kr. Fátækmnef.i'i h«,pir lagt til að 392 af umsóknrn' þessum væru teknar til greina og að 13,000 kr. væra veittar úr sjóðnum. Ólafur Þ. Halldórsson (cand. phil. er nýkominn hingað til bæjarins. Hef- ir hann dvalið á Spáni síðastliðið ár. íslensk veðurfarsbók fyrir árið 1920 hefir veðurfræðideild löggildingar- stofunnar gefið út nú nýlega. Er þar safnað saman í heild veðurathugun- um þeim, sem gerðar voru hér á landi þetta ár á ýmsum stöðum á landinu, er verið hafa- 18 að tölu. Iðunn. Júlí—október heftið er ný- lega komið út. Ritar ritstjórinn þar um ítalska skáldið Dante í tilefni af 600 ára afmæli hans er var í sumar. Löng ritgerð er þar, þýdd, eftir Em. Linderholm, og heitir „Frá kreddu- tímunum til fagnaðarerindisins' *. Freysteinn Gunnarsson ritar um „al- þýðuskóla í Svíþjóð“, J. Magnús Bjarnason á þar eitt æfintýri. Löng ritgerð, þýdd, er þar og um Ein- stein. Auk þess eru í heftinu, smá- saga ein og ljóð. Dánarfregn. 18. þ. m. audaðist hér í bænum frú Ragna kona Þor- steins Jónssonar útgerðarmanns frá Seyðisfirði. Bæjarlán. Borgarstjóri Reykjavík- ur er nýkominn frá Kliöfn og hefir fengið þar loforð um 400 þús. kr. lán handa bænum til rafmagnsveit- unnar, ef bankarnir hér lánuðu 200 iþús., landsstjórnin væri í ábyrgð fyr- ir láninu og rafmagnsstöðin sett að veði. Stjómarábyrgðin e rfengin, en ekki enn loforð um lán hjá bönkun- um hér. Próf. Ágúst H. Bjamason flytur á haustmissiri því, sem nú fer í hönd, fyrirlestra í hásíkólanum um hug- lækningar í trú og vísindum. Aðal- inntak fyrirlestranna verður: I. Heilsubætur trúarinnar. Hug- hvörf — sinnaskifti. Andleg heil- brigði (sbr. Will. James: Varieties of Religions Experience). II. Huglækningar á hermönnum, er hafa orðið fyrir „andlegum slysum“ í stríðinu. (Hadfield: (Psychology of Power). III. Sálargrenslan og sálubót. (Lækninga-aðferðir Freud’sogJung’s) IV. Sálarlækningar. (Pierre Janet: Médications psychologiques). Fyrirlestramir verða fluttir í 1. kenslustofu á miðvikudagskvöldum, kl. 6—7 og byrja þann 19. þ. m. Landráðasagan. Jónas kennari Jónsson frá Hriflu hefir nú í Tím- anum sagt frá afskiftum sínum af landráða-ákærunum áður, og kemur frásögn hans heim við það, sem sagt var um það mál nýlega hér í blaðinu. Hann mælir mjög með því, að rannsakað sé, hvað hæft sé í ákæru Jóns Dúasonar, en virðist vera hinu mótfallinn, að rannsakað sé, hver nú hafi komið málinu á stað. Honum er ef til vill ekki fullkunnugt um það, að margir eigna einmitt hon- um, að hafa komið því í útlend blöð, og þetta mælist alls ekki vel fyrir, ef satt skyldi vera, sem hér skal ekkert fullyrt um. Menn hafa þess vegna lesið með gloUÍ þau ummæli í grein hans, sem andæfa rannsókn á þeirvi hlið málsins. Það má vel vera, að rétt- ast væri að rannsaka málið frá rótum, enda þótt telja megi víst, að sú rannsókn yrði ekki til ann- ars en að staðfesta það, sem allir þykjast vita fyrir fram, að land- ráðasagan sé tómur hugarburður. Þess hefir ekki heyrst getið hér, að neinn maður hafi lagt trúnað á hana, og J. J. segist ekki held- ur gera það, — og þess vegna er það, að athygli manna hefir mest snúist að því, hver það sé, sem nú hafi komið sögunni á loft, og hvað hann hafi ætlað sér með því. ia.KHKiaSSSli 'f SV. ~'T' ,,IXION“ Cabin Biscuits (skipsbrauð) er búið ti.1 af mörg- um rnismunandi tegundum rérstaklega hentugt fyrir í lendinga. í Englandi er „IXION“ brauð aðalfæðan um borð í fiski- skipuni. Fæst i öllutn he'ztn verzlumim. Aðgætið að nafnið „IXION'“ sé á hverri köku. Vörumerkið „IXIOJV“ á kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „IXION*4 LuDch og „IXION“ Snowflake Biscuits ósætt er óviðjafnanlegt með kaffi og te. J. J. reynir í grein sinni að nota málið í árásarefni á forsætis- ráðherra. En lítið mun verða úr því högginu hjá honum, eins og mörgum fleiruin. Það sjá allir, að meðan á ófriðnum stóð, gat verið hættulegt að hreyfa þessu máli. En að honnm loknum er málið lagt fyrir þingið, eftir ósk kær- andans, og annað né meira verð- ur ekki af forsætisráðherranum heimtað. Þeir Tímamennirnir vissu þá um máiið, eins og margir fleiri, en gerðu ekki annað en hlæja að því. En nú hefir J. J. verið nefndur í sambandi við uppvakn- ing málsins af því að menn vissu að málsskjölin höfðu verið í hans höndum, en þektu ekki til þess að nokkur annar maðnr hefði í þan náð, fyrir utan kærandann sjálfan, sem nndir eins og málið kom fram nú lýsti því yfir, skýrt og skilmerkilega, að hann hefði ekki átt nokkurn þátt í því, að vekja það upp að nýju. Ef til vill ætlast J. J. til þess, að Tíma- greinin feli í sér neitun frá hans hálfu. En hún er þá ekki svo skýrt orðuð, að hún fullnægi mönnum, og þyrfti hann að bæta úr því í næsta blaði. J. J. segir m. a. í Tímamixn að Jóh. Jóhannesson bæjarfógeti bafi verið ófær til þess að fjalla um land- ráðakæruna gegn Einari Amórssyni af því, að bann hafi meðan E. A. var ráðherra verið í stuÖningsflokki hans á alþingi og því borið ábyrgð á honum. En Jóh. Jób. var alls ekki á þingi þau árin, sem E. A. var ráð- herra, svo að allir mega sjá, að þarna er farið með fleypur og mark- leysu. Samanburðurinn. Það stóð nýlega grein í Tímannm, sem átti að vera svar við greininni „Dálítill saman- burðnr“, sem fyrir nokkru birtist hér í blaðinu. En svarið verður að tómri vitleysu vegna þess, að hér var Tíminn borinn saman við Lögréttu, en í svargreininni er hann að bera sig saman við Morgunblaðið. Allir hljóta að sjá, að engm sanngimi væri 1 því, að ætla Tímanum að standast Nýprent að: Sig. Heiðdai: Flrannaslóð, sögur- Svör við Reikningsbók Ólafs Dan- íelesonar. Fást hjá bóksölum. samanburð við Morgunblaðið, þegar um er að ræða mikið og fjölbreytt efni, þar sem það er miklu stærra og dýrara blað. En hann var borinn 'saman við Lögréttu, sem er í líkri stærð og hann og flytur álíka mikið lesmál. Tíminn bauð sjálfur upp á /j þann samanburð, sem þar var gerð- ur, en hann varð svo bersýnilega und- ir í honum, að ekki verður um Þa® þráttað. Það, sem hann sagði í svar- greininni, var alt eins og úti á þekju og þótti Morgunbl. og Lögr. því varla ómaksins vert að ansa því neinu. Eb. nú minnist merkur maður utan Rvíkur á þetta í bréfi og segir m- a.: „Samanburðurinn var góður, og hann talar skýrar en langt mál. Svar Tímans er alt út í hött“. Svo minn- ist hann á marga galla, sem honum þykir vera á Tímanum og hans ráði. En Mbl. og Lögr. sjá ekki ástæðu til að prenta það, enda þótt alt, sem í bréfinu stendur, sé rétt athugað. Tíminn fær án efa nægar fregnir af því, að menn eru ekki alment eins ánægðir með hann og ritstjórinn | mundi óska, þótt þ»u láti vera að flytja honum þær. En samanburður- inn sýndi þaö, eins og menn muna, að í Lögr. höfðn birtst ritverk eftir fjölda af merkustu rithöfundum lands- ins þann tíma, sem hann náði yfir, en í Tímanum hafði verið mjög „fátt um fína drætti“. ------0------ Nýr sæsími. í ráði er að leggja sæsíma frá ítalíu til Suður-Ameríku. Verður hann lagður frá Róm, um Spán, Brasilíu, Urugay til Argentínu og ef til vill verður hann einnig lát- inn liggja um Canarisku eyjarnar og Capvereyjar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.