Ísafold - 16.11.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.11.1921, Blaðsíða 3
Frá útlöndum. Þjóðverjar og skaðabæturnar Síðan þýska markið fór að falla. •svo gífurlega sem nú er raun a orðin hafa umræður mjög aubist um fjárhag Þýskalands. og í sam- bandi við hann um það, hvort Bandamenn nevðist eigi til að gefa þeirn upp hernaðarskaðahíet- urnar. Frakkar einir halda enn fast við kröfuna um skaðabóta- greiðsluna og lióta Þjóðverjum öíiu illu, ef þeir halda eigi gerða samninga. Englendingar vilin gefa upii skaðabæturnar, að minstá kosti að einhverju levti, og íta’ir hafa nýlega tekið í sama streng- inn. Meðal þeirra sem nú hafa byrjað að beita sér fvrir að Eng- lendingar gæfu upp skaðabæt- urnar, er Asquith fyrrum forsætis- ráðherra. Frakkar og Kemalistar. Nýtt deilumál hefir komið nqn milli Frakka og Breta. Er orsökin sú, að Frakkar hafa tekið málstað Mustafa Kemals í deilu hans við •Grikki og viðurkent ríki hans og völd í héruðum þeim, sem Grikkir háfa gert. tilkall til. Grikkir hafa -altaf véi'ið að tapa gegn Kemal- istum í haust og eru nú orðnir úrkula vonar um að vinna sigur með vopnum I Litlu-Aisíu. Fór því stjórnarforseti þeirra í för til Róm París og London til 'þess að biðja Bandamenn, - liðveislu, en einmitt um sama leyti kemur sú fregn, að franska stjórnin hafi viðurkent ríki Kemalista og fengið þeim í bendur yfirráðin yfir landi því í Litlu-Asíu, sem ekki er eign Frakka. Bretar telja þetta bein svik við sig og að með þessn sé brotin lof- (orð er Brand forsæáisráðherra hafi gefið. Segja ensku blöðin að þetta sé hið alvarlegasta misklíð- arefni, sem upp hafi komið milli Frakka og Breta, síðan vopna- hléssamningarnr voru undirskrif- -aðir. Á Balkanskaga «r alt í báli og brandi. Hafa -Jugoslavar ráðist með her manns inn í Alhaníu og lagt undir sig allmörg þorp í landinu. Út af þessu hafa Frakkar krafist þess, að þjóðahandalagsráðið verði kall- að saman á fund til þess að gera nt um skipulagið á stjórn Aihaníu og friða landið. Ráðstefnan í Washington. var sett á laugardaginn var. Bri- and er formaður frönsku fulltrú- anna en Balfour hefir forustu Englendinga. Lloyd George býst við að geta sótt ráðstefnuna síð- ar. Á fyrsta fnndi ráðstefnunnar var Hughes ráðherra kosinn for- seti og- lagði hann fyrir þingið fiumvarp um takmörkun víghún- aðar á sjó, sem vakið hefir hina mestu athygli. Samkvæmt frum- varpi þessu eiga stórveidin áð hætta við að fullgera öll þau skip sem nú eru í smíðum. Heilar deildir af herskipum eiga að ónýt- ast óg flotar allra ríkja að minka að miklum mun. Þegar þessi breyt ing er komin á, á enski flotinn að verða um 600,000 smálestir, Bandaríkjaflotinn 500 þús. smál. og floti Japana tæpar 300 þúsund smál. Tillögur þessar eru nú ræddar mjög kappsamlega og hafa fulltrúar Breta gengið að Rinn bersyndugi Skáldsaga eftir Jón Björnsson. XII. í rðkkrinu. Um veturinn seint, var Skarphéðinn stadd- ur á samkomu þar í sveitinni. Það var ver- ið að h.ylla gamlan bónda, sem aldrei hafði hugsað, sagt eða gert neitt iofsvert. En hann hafði verið ráðrikur, látið alt til sín taka, krafist hlýðni, og annaðhvort beygt eða brotið alla, sem urðu i vegi fyrir honum. Menn voru því hræddir við hann. Og menn verða stundum að hylla þá, sem maður ótt- ast. Skarphéðinn hafði verið fenginn til að flytja aðalræðuna. Hann hafði fyrst lengi skorast undan og borið ókunnugleika við. En þá streymdi til hans her manns á hverj- um degi til þess að segja honum frá öldungn- um. En það voru mest frásagnir um ribb- aldahátt, ágengni, kvennamál, bónasynjanir og fleira af líku tægi. En þetta fanst sveit- armönnum bera vott um stórmenskubrag, skörungskap, að einn maður skyldi ganga svona í berhögg við alla sveitina. Þetta yrði að þakka gamla manninum. Loks lét kennarinn tilleiðast að flytja öld- ungnum þakkarorð sveitarmanna. Og hann var þegai' í stað ráðinn í því að gera það á þann hátt, að þeir bæðu hann ekki framar þess sama. Honum tókst það ágætlega. Hann sagðist bera fram þökk sveitarmanna til heiðursgests- ins fyrir afskifti hans af málum þeirra. Frá einum fyrir það, að hann hefði látið sig skera megnið af bústofni sínum eitt heyleys- Í8vor, þó hann hefði sjálfur fyrnt mörg hey. Frá öðrum fyrir hestinn, sem hann hefði sama sem svikið út úr sér. Þriðja fyrir framkomuna í réttinni, þegar hann hefði reynt að hafa af sér æruna. Fjórða fyrir aðgerðir hans á heimili sinu, sem of nær- göngult væri að nefna. Og svona koll af kolli. Skarphéðinn rakti langa lest af frá- sögnum. öldungurinn hvítnaði og roðnaði, roðnaði og hvítnaði af reiði undir þessari ræðu. Og sveitarmenn engdust i sætum sínum af smán og hræðslu. Hvernig mundi gamli maðurinn verða í horn að taka á eftir þessum vitnis- burði? Skarphéðinn endaði á því, að fyrir þetta alt væru ibúar sveitarinnar þakklátir. Þetta hefði kent þeim að standa sjálfbjarga, var- ast varginn á meðal þeirra. Gamli maður- inn hefði verið sífeld yfirvofandi hætta. En bættan þroskaði og efldi. Þessvegna hefði hann gert þá sterkari og forsjálli. Og fyrir það væru þeir nú að hylla hann en ekki fyrir verk hans. Skarphéðinn hafði náð tilgangi sínum. Hann hafði hneykslað alla — undantekning- arlaust alla. Það var ef til vill þessvegna, að menn tóku i sig kjark á þessum mannfundi og gengu á tal við hann, hver á fætur öðrum, til þess að láta hann vita um þann ljóð, sem þeim þótti vera á ráði hans. Fyrstur kom sjálfur öldungurinn. Hann átti dótturson í skólanum hjá Skarphéðni. Hann byrjaði umsvifalaust á efninu: »Mér berast misjafnar sögur af kenslu þinni, Skarphéðinn. Eftir þeim að dæma, munt þú vera farinn' að slá slöku við starfið. Raldi þvi áfram, neyðist eg til að taka barna- barn raitt úr skólanura*. »Hvaðan hefurðu fregnir um þá breytingu?* spurði Skarphöðinn. »Það skiftir engu máli«. | »Það er hverju orði sannara. Það skiftir mestu máli, að þær fregnir eru lognar«. •Eg hefði ekki farið að hefja máls á þessu, ef eg vissi ekki fyrir víst, að þær eru sann- ar«. Skarphéðinn hitnaði af réttlátri reiði Hann var sér þess meðvitandi, að hann hafði lagt sig jafn mikið fram við kensluna siðari hluta vetrarins. Hann hafði verið að fylla með henni ýms tóm rúm í sál sinni. »Þú getur vitanlega tekið drenginn af skólanura hvenær sem þér líst. Þvi ræður þú. En fyrst krefst eg þess, að þú færir fram fullgildar sannanir fyrir þvi, að kenslu minni sé ábótavant, og látir þá dæma þar um, sem eru ekki úti á þekju í þeim efnum. Við þurfurn ekki að eyða um það fleiri orð- um«. Jafnskjótt og öldungurinn hafði lokið tali sínu við kennarann, kom annar i sörau er- indagerðum. Skarphéðinn þóttist sjá, að hér væri meiri alvara á ferðum en hann sæi út- yfir í fljótu bragði. Skarphéðinn hafði sömu svör: »Sannaðu, að hér sé um vanrækslu að ræða. Fyr læt eg ekki taka barnið undan minni umsjá. Takir þú barnið, heimta eg úrskurð sóknar- prest8«. Og svo kom sá þriðji, fjórði og fimti. Skarphéðinn var orðinn rólegur aftur, nærri því kátur. Þetta var að verða skemti- legt. En þó fór gamanið að .grána, þegar hann komst fyrir það, að öll þessi alda var runnin frá höfuð-óvini hans, Hildiríði. Þá skildist honum, að þar var hyldjúpt haf haturs og illvilja á bakvið, og gátu þyngri öldur ri8ið á því en svo, að hann fengi einn staðið á móti. Og hann þóttist sannfærður um, að Ármann ætti einnig sinn þátt í þess- um sögum. Nú, eitthvað skyldi nú skríða til skarar áður en þau hrósuðu fullum sigri. Erin þá stóð hann hátt hafinn yfir ofsóknir þeirra, helgaður og varinn af göfugu starfi. Þeir urðu samferða heim um kvöldið, Halldór og hann. Á leiðinni segir Halldór: »Hefurðu tekið eftir því, Skarpbéðinn, að þú ert búinu að eignast óvini hér i nágrenn- inu?« »Ef eg hefði ekki vitað það fyr, mundi eg hafa komist að raun um það i dag«. »Eftir máli manna að dæma, þá er reynt að spilla fyrir þér og draga úr kennara- hæfileikum þinum*. Skarphéðni kom þetta á óvart. Hann áleit, að enn hefði þetta ekki komið fram við aðra en sig. Eftir þessu, var þetta að breiðast út eins og hættulegur sjúkdómur. »Hvað hefur þú til marks um þetta?« spurði kennarinn. »Það komu ýmsir að máli við mig í dag, og allir áttu þeir sama erindið, að spyrja hvort það væri satt, sem bærist út um sveit- ina, að þú værir farinn að hafa kensluna í hjáverkum. Og hvort það væri þá ekki lika satt, að þú mundir hafa miður boll siðferðis- áhrif á börnin. Þetta lá beint eða óbeint i spurningum allra«. Skarphéðinn vissi ekki hvort hann ætti heldur að hlægja eða hryggjast. Þetta var kátlega vitlaust. En það var jafnfrarat eins og sár hnífstunga. »Og hverju svaraðir þú, Halldór?« »Eg svaraði heldur fáu, eg man ekki hverju. En svo miklu býst eg.við, að þeir munu hafa skilið, að þeir væru allir meiri og minni asnar. Annars er mér ekki ókunn- ugt um, hver hefur komið þessum draug af stað til höfuðs þér. Eg lét þá skilja á mér, að þeir væru að gerast skósveinar Hildiríðar. Og það féll þeim illa«. »Eg þakka þér fyrir, Halldór, -að þú hefur skotið skildi fyrir mig. En kastaðu þér ekki inn í þetta mál. Svo kann að fara að fleiri dragist inn í það en kæra sig um. Eg þyk- ist vita, að hér sé hafin barátta, sem ekki er séð fyrir endann á«. »Ef þú kennir framvegis af jafn mikilli samviskusemi og árvekni og hingað til, þá fellur þetta um sjálft sig. Það er ekkert nýtt, að Hildiriður spinni rógburðarþræði sina bæ frá bæ. En þeir hafa flestir slitnað, ef einhver hefur tekið rækilega í þá«. Skarphéðinn var alt í einu orðinn þung- búinn á svip. Þetta hafði komið kvíða og ugg inn i sál hans. Hann var að reyna að telja sér trú um, að þetta væri meinlaust þvaður, sem kerlingin hefði spúið í auðtrú- uðustu flónin, og Ármann svo tekið að sér að flytja enn lengra. Hér gat ekkert hættu- legt verið á ferðinni. Hann hafði ekkert að óttast. Hann hafði vakið og hugsað og strit- að. Kenslan hafði átt alt lif hans síðan samvistum þeirra Arnfríðar sleit. Börnin væru til sannindamerkis. öllum var frjálst að bera þau saman við önnur, sem jafn langrar kenslu höfðu notið. En siðferðið! Þarna var hættan. Margir foreldrar gátu þolað, að börn þeirra lærðu lítið. En að kennarinn væri þeim hættulegur siðferðis- ráðunautur — það gat ekkert foreldri látið sér lynda. Þetta var eitrið í sverðseggjum Hildiríðar. Með rógburði um kensluna korast hún ekkert áleiðis. Börnin sjálf voru áræk- asti votturinn um þá lýgi. En hver gat sannað að hún hefði ekki á réttu að standa um hitt? Það var efni, sem ómögulegt var að festa hendur á. því, að hafa frunivarp Hughes fyrir samnmgsgrundvöll í vígbún- aSarmálinu. Sitt af hverju Aínatole France hefir fengið bóknientaverSlann Nóbels og Ne- ainst prófessor efnafræðiverðlaun- in fyrir árið 1920. Deilur hafa orðið í ítalíu milli þjóðernissinna og róttæku flokk- anna. Hafa þær dregið þann dilk á eftir sér, að verkamenn hafa lagt niður vinnu og urðu járn- brautir, símar og blöð að hætta siörfum í lok síðustu viku. Þjóðverjar hafa greitt Norð- mönnum 10 miljónir króna, sem eru eftirstöðvar af 76 milj. kr. láni, er Norðmenn veittu þeim í ófriðnum. Tilraun hefir verið gerð til þess að smygla 25 milj. mörkum í gulli frá Þýskalandi til Danmerkur. En tollþjónar við landamærin fundu gullið og var það gert upptækt. Ofsaveður geugu í Danmörku í lok síðasta mánaðar. Gengu sjó- flóð víða á land og unnu mikið tjón, en tvö skip fórust með allri áhöfn auk nokkurra báta. Uppreisnarmenn í Ukraine hafa eigi alls fyrir löngu farið með her manris inn í Rúmeníu og lagt undir sig allstóra landspildu áð* ur en númenski herinn gat rönd við reist. Dánargjöf til Heilsuhælisins á Víf- ilsstöðum. í sumar barst Heilsubæl- inu á Vífilsstöðum dánargjöf frá Vietoria, Br. Columbia, Canaila. ís- lensk stúlka, Ólína Brandsdóttir (Lena Brandsson) dó þar árið 1918. Hún arfleiddi heilsuhælið að eigum sínum og reyndist andvirði þeirra, hingað komið, 6020 krónur. ------e------ Bréf frá Italiu. Eftir Sigfús Blöndal. XIV. f Pegli, smábæ fyrir vestan Genova (Genvia) býr Gunnar Egil- son og heimsótti eg hann einn dag í skínandi sólskinsveðri. Þau hjónin tóku mér með íslenskri gestrisni og fylgdu mér um ná- grennið. Við ætluðum að fá að skoða frægt herrasetur þar í grendinni, Villa Pallavicini, gn svo stóð á að eigandinn lá fyrir dauð- anum, og var því engum leyft að skoða húsið né garðinn. En í ann- að skifti er eg kom • til Genova sýndi Gunnar mér hinn fræga kirkjugarð, í dalverpi upp frá borginni, mjög einkennilega fyrir komið; hann er líkur kirkjugarð- inum í Milano að skrauti og smekklegri umgengni og dj^ðleg- um listasmíðum, en legan í daln- um er fallegri. — Eg hafði ein- hvern veginn fengið það inn i kollinn að hægt væri að sjá út á sjó úr þessum kirkjugarði og svo mun eg hafa skrifað áður eg kom þangað, en það er rangt — hæðirnar fyrír norðan Genova eru of háar og taka sjávarsýn frá garðinum, en alt um það er þetta dýrðlegur og veglegur staður. Við dvöldum dálítið við gröf Mazzini, frelsishetjunnar ítölsku, sem ftalir nútímans dýrka sem einn af sínum mestu og hestu mönnum, mann með alveg spámannlegri andagift.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.