Ísafold - 01.12.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 01.12.1921, Blaðsíða 4
10AFOLD 'rtVfrA stt við þá fyr en nú nýlega. En.síðan þeir samnmgar byrjuðu iiafa liorfur versnað til muna á sam- komnlagi. Kröfur Sinn Peiua og þflsterbúa eru ósamrýmanlegar ¥>egar það fréttist til Ulster, að í ráði væri að gera einhverjar breyt ingar á stjórnarbót þeirri, sem Ulsterbúar fengu í vor, komst alt í bál og brand og urðu róstur og vígaferli. 1 vikunni sem leið samdi enska stjórnin nýtt frumvarp um stjórn- arbót lianda írlandi og er þar gert ráð fyrir að landið verði alt ein heild í stjórnarfarslegu tilliti, og eitt þing fyrir ált landið. Er sendinefnd Sinn Feina farin til írlands og ætlar að leggja frum- varji þetta fyrir þingið Dail Eire- ann og ennfremur verður frum- varpið lagt fyrir stjórn Ulster, og ér búist við að svörin komi frá, þessum aðilum í vikulokin. Talið er víst að Ulsterbúar hafni alger- íega þessu frumvarpi og yfirleitt eru menn orðnir vondaufir um, að allir þessir iöngu samningar við fra beri nokkurn árangur, Sitt af hverju. Stjórnarskifti hafa nýlega orðið í Belgíu. Sat þar að völdum sam- steypuráðuneyti, sem þó að mestu leytí var .skipað jafnaðarmönnum. Fyrir nokkrum vikum sögðu sumir ráðherramir af sér út af smávægi- leg'u misklíðarefni. En nýlega fóru fram kosningar til þingsins og raskaðist flokkaskipunin s.vo víð þær» að ^jafnaðarmenp, sem áður höfðu verið. fjölmennasti flokkur- inn í þinginu urðu í minni hluta, t;n kaþólski flokkurinn fekk flest þingsæti. Sagði stjórnin þá öll af sér, en eigi hefir enn frést um hvernig hið nýja ráðuneyti er myndað. * Fyrir kosniugarnar var flokka- skiftingin í þinginu þannig: Ka- þólski (íhalds-) flokkurinn hafði 73 þingsæti, frjálslyndir 34, jafn- aðarmenn 80 og flokksleysingjar 5(, En nú er þingið þannig skipað aið í því eru 82 frá káþólska flokknum, frjálslyndir 33, jafnað- armenn 66 og flokksleysingjar 9. — Altaf koma fram einhver misklíðarefni milli bandamanna Frakka og Breta öðru hverju. Fyrir skömmu gerðu Frakkar samning við -Kemalista í trgssi við Breta og vakti, þetta svo mikla gremju, að stjórnin í París hefir riú lofað að endurskoða þessa samninga og taka þá tillit til hags muna Englands. En mest er þó! trisidíðin út. af Þióðverjum. Cur- zon utanríkisráðherra hefir nýlega í ræðu lýst stjórnmálastefnu Frákka og talið hana mjög við- ejárverða, og að Frakkar mundu missa samúð allra þjóða og standa eiúir nppi, ef þessu héldi áfram. FrÖnsk blöð urðu þeSsu æfareið og gerðu skamrnahríð að Bretuiö, en ensku blöðin svöruðu í sama tón. Ennfremur hafa Frakkar lent í sennu við ítali. Er tilefnið það, að Briand foy^ætisráðherra á að hafa farið smánarorðum um ítali á ráð- stefnunni í Washington. Þetta hefír verið borið til baka, en samt halda ítalir áfram heiftarverkum í garð Frakka Ög gera þeim þá smán sem þeir geta. Heyrst hefir, að Ameríkumenn og’ -Tapanar séu að gera méð sér leynisamninga. Englendingar hafa gert samn- ing við Afghana, en þeir eru áður, bundnir Ejolshevikum, svo samn- ingurinn :ér eigi talinn að hafa neina þýðingu. Samband hægfara .jafnaðar- manna hefir samþykt að sinna ekki kröfuin Bolshevika um hjáip vegria hungursneyðarinnar í Rúss- landi. Bréf frá Italiu. Eftir Sigfús Blöndal XV. Eg yar alls 6 vikur í Santa Margherita, og leið ágætlega. Eg var lasinn og ofþreyttur þegar eg kom þangað, og fór því lítið nema smátúra þar í nágrenninu, eu hvíldist rækilega, notaði tímann til þess að fá meiri æfingu í að tala og skilja ítölsku, og var svo heppinn að kynnast ýmsu ágætn og skemtilegu fólki. Eg kom oft til Rapallo, sem er váxinn saman við Santa Marghe- rita. Þar er miklu fjörugra og meira um skemtanir, söngskemt- anir, dansa og spilaklúbba, eins og reyndar víðast hvar við Rivi- era vetur og vor. Það <er í sjálfu sér eðlilegt að iðnu og starfsömu ítölsku alþýðufóíki blöskri bruðlið og slæpmgshátturinn í útlending- unum á þessum stöðum, <og mis- munurinn á kjörum ítalskra al- þýðumanna og þessa aðkomulýðs á sjálfsagt sinn þátt í því, að ýms- ir ítalskir verkamenn frá þessum stöðum háfa orðið anarkistar. En auðvitað fer því fjarri að allir útlendingar, sem koma á þessa staði séu auðmenn, sem koma til að skemta sér. Þar er f jöldi gam- almenna og sjúklinga, fólk sem er að hvíla sig og reyna að ná í heilsuna aftur, og þesskonar fólk Torðast' oft heldur glauminn og skemtistaðina. Það e/ nú ekki alt af auðvelf fyrir hótelin að gera báðum þessum flokkum gestanna til geðs. Unga fólkið og auðmenn- irnir vilja <hafa glaum og gleði, dans og spil og söng; veika og þreytta fólkið vill kyrð fyrst og fremst. Nú — líkur sækir líkao heim, — þetta hefir orðið til þess, að hótelin fá sérstakt snið, þan eru sum glaummikil auðmannahótel, glæsilegar skemtihallir, og önnur eins og það sem eg bjó. á — kyrlát gamaldags, t. d. var ekki telefón á því hóteli — en þau eru þegar öllu er á bötninn hvolft, oftastnær bæði betri og mikið ódýrari. Og þegar glaumdýrkandi villist inn á þesskonar stað, finnur hann það fljótt, að hann á ekki heima þar, og flytur þá yfir á stóru hótelin, þar sem hann borgar fjórfalt meira, getur svolgrað kampavín og hefir nægilegt úrval af spila- fíflnm allra þjóða og máluðum daðursdrósum til að skemta sér við daga og nætur, og láta fé- fletta sig, eins og hann á ?kilið, Það getur verið afarskemtiíegt að kynnast folki úr ýmsum lönd- um á sama tíma og reyna að hera saman íúndaremkenni þess. Og mér finst eg hafa komist að sömu nioúrstöðunni, sem ýmsir merkir menn hafa áður komist að, en sem márgir'vilja þo véfengjíi, að þaé er í rauninni starf mannsins og uppeldi.-sem mótar hann miklu meira en þjóðemið. íslenskur karipmaður og ítalskur kaupmað- ur og þýskur kaupmaður, eru sín á milli að morgu íeyti líkari í hugsunarhætti en t. d. íslenskur kaupmaður og íslenskur bóndi, eða ítalskur kaupmaður og ítalsk- ur bóndi. Það er eðlilega ýmis- legt sem er ólíkt, sem leiðir af landsháttum og erfðakenningum þjóðanna, en hugsunarhátturinn niótast svo mjög af starfinu að það sem líkt er verður í rauninni meira en það sem ólíkt er. Mér hefir altaf fundist Forn- Grikkir hafa gefið heiminum fyr- itmynd ferðamannsins í þeim goðumlíka, þrautgóða og marg- reynda Odysseifi íþökukonungi, „þeim er sá borgir og lærði að þekkja skaplyndi margra manna“ — manninum sem a‘lt vill sjá og reyna, en aldrei lætur freisting- arnar yfirhuga sig, sem hefir un- aðinn af söng sírennnnar, en lætur binda sig áður við mastrið svo að þær heilli hann ekki til sín. Og eg hygg að fátt geti gert mann víðsýnni og líka frjálslynd- ari en að ferðast í útlöndum, ef maður þá tekur vel eftir því, sem maður sér og heyrir. En að ferð- ast á þann hátt, sem margir gera, að þjóta af einu hóteli á annað, kynnast engum af innlendum niönnum, nema þá því fólki, sem stöðu sinnar vegna verður að sinna ferðamönnum, eða þá opin- berum trantaralýð á skemtistöð- um — þesskonar ferðalag mun sjaldan hafa þau áhrif sem ferða-, lag ætti að hafa. Og að þjóta í kirkjur, listasöfn og skóða fallega staði, getnr verið skemtilegt, en það' er oft gert svo flausturslega, j að gagnið verður lítið, og maðurj lærir ekki að þekka „skaplyndi margra manna“ á því. En til þess að geta kynst íit-! lendu fólki þarf ýmislegt, og þá1 fyret og fremst þekkingu í útlend- um tungumálum, og auðvitað öðru fremur kuímáttu í því máli, sem talað er í landinu sem maður ferð- ast í. Og ennfremur þarf ferða- maðurinn að útvega sér kynnis- bréf til góðs fólks, ef hann <á þess kost. Á öllum þeim stöðum, þar sem. mikið er áf útlendingum, eru menn alveg eðlilega talsvert var- kárir gagnvart þeim, enda er oft — og það ekki síst á eins fjöl- sóttum stöðum eins og við Mið- jarðarhafsströnd — misjafn sauð- nr í mörgu fé. Það er. mikill misskilningur að halda að maður geti komist vel af á ítalíu, ef maður kann eitt stór- málið, t. d. ensku <eða þýsku. Mað- ur getur að vísu ferðast um land- ið, því á öllum stærri hótelum get- ur portarinn talað þan mál, og ■stundum kunna þjónamir eitt- hvað í þeim, og eins í heldri búð- um í stórbæjnm eru venjulega raenn sem skilja þau. En annars <er franska það útlent mál, sem ítalir læra mest (og þjóðirnar í öllum þeim löndum sem ligg.ja að, Miðjarðarhafinu yfirleitt), og það er eina útlenda málið, sem menn í því landi eru skyldugir til að læra í æðri skólum. Hitt er ann- að mál, að margir ítalskir vísinda- menn pg rithöfundar og kaupsýslu- menn læra stundum af sérstökum ástæðum önnur mál,einkum ensku, þýsku* og spönsku, auk fommál-j anna, en þar er eins og hér á Norðurlöndum altof lítill hluti þeirra manna sem hefir lært mál- in, soin er fær um að tala þau, < þó þeír skilji, þau vel á hók. Yið smáþjóðaménn stöndum að því leyti betur að vígi, að við neyð- umst til að íæra fleiri en eitt af „IXION" Cabin Bi cuits (skip brauð) er biiið ti! aí mö g- um mismunandi tegundum rérstak ega henturt fyrir í lendingu í Englandi er „IXION“ brauð aðahæðan om boið I fiski- skipum. Faest í öllum helztu ver^lunum. Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hverri köku. Vörumerkið „IXION" j kex: er trygging fy.ir hollri og góðri fæðu. „IXIO N “ Lunch og „IXlON“ Snowflake Bscuits ósætt er óviðjafnanlegt með kafö 04 te. stórmálunum, ef við á annað borð viljnm kallast mentaðir. En hjá stórþjóðunum eru þjóðlegu bók- mentirnar, og ekki síst hjá ftöl- um, svo yfirgripsmiklar og stór- vaxnar, að það er ósköp skiljan- legt, að allur þorri mentaðra manna í þeim löndum getur látið sér nægja móðurmálið. Innl. fréttir. hefir ráðið mann til að kenna þeinj, er þess kynnu að óska, að spinna á handspnnavél. Tekur það aðeins stuttan tíma, 3—4 daga. Þeir sem vilja sinna þessu snúi sér til mín eða einhvere úr fé- lagsstjórninni. Reykjavík 25. nóv. 1921. Fríða Proppé. Togarinn enski, sem tekinn var í landhelgi uni daginn, fekk 4000 kr. sekt. Sannaðist ekki að hann hefði veitt í landhelgi. Halldór Kristjánsson leeknir er nú oiðinn fypsti aðstoðarlæknir á einni af lækningadeildum hinnar nýju ljós- lækningastofnunar Niels Finsens, sem opnuð var í síðasta mánuði. Er deild sú, sem Halldór starfar við, einkum fyrir sjúklinga með útvortis berkla. Vísitala dýrtíðaruppbótar á launum fástra starfsmanna bæjarins er á- i kveðin 241 og eru laun þeirra áætluð næsta ári með tilliti til iþess. * Forberg landssímastjóri varð fimm- tugur fyrir nokkrum dögum. Voru honum þá færðar gjafir, m. a. frá félagi íslenskra símamanna mjög skrautleg blómsturskál úr skæru silfri, frá stöðvarstjórunum fekk hann silfureigarettukassa og á lokið brend lituð mynd af Þingvöllum. — Matgir vinir landsímastjórans sendu stórt málverk úr Hornafirði, málað af Jóni Þorleifesyni., Þá barst bon- um og fjöldi símskeyta alstaðar að af landinu. Um kvöldið hafði landssíma- stjóri og frú luuis boð inni. Sat það m. a. < at vinmtmálaráðherra, sem þakk- aði< Forberg í húgðnæmri ræðu fyrir það mikla og nýta starf, sem <h<ann hefir unnið sem forstjófi landssím- ans, laiidinu til ómetanlegs gagns. Landssímahyggingin. Bráðlega á að byggja ofan á hana, til þess að fá rúm fyrir nýja skíftibörðið, sem teypt hefir veríð tíl bæjarsímans. Verða þá Á og B stÖðvarnar saimeinaðar, og' ætti þáo áo bæta afgreiðsluna að mun, iþví að oft fer mikill tími í það að riá sámbándi eins og nú hag- ar tíl. Og þegar nýja skiftiborðið er komið upp, verður ekki hægt lengur að kenna áhöldunum um slæma af- greiðslu. Bretskur pró-konsúll. Hr. cand. phiL Jón Þorvaldsson, sem 1 mörg ár hefir verið ritari bretska konsúlatsins hér,, hefir nýyerið, að fengnu, samþykki bretska utanríkisráðuneytisins, af yf- irræðismanni Breta hér á landi, verið skipaður bretskur Pró-konsúll (Brit- ish Pro-Consul) hér í bænum. R. N. S. Reykjavíkurdeild norræna stúdentasambandsins hélt skemtisam- komu á laugardagskvöldið. Formaður V. Þ- 0- setti samkomuna. Hljóðfæra- flokkur Þór. Guðm. lék sænsk lög. Asg. Ásg. kand. flutti erindi um Selmu Lagerlöf. Frú G. Indriðadóttir lék smáleik eftir Strindberg. Ben. Á. Elfar söng. Dansað var fram á nótt og skemtu menn sér vel. Ól. Friðrikssonar málið. Yfirheyrsl- um í ihálinu var lokið í fyrradag. Flestum af þeim, sem teknir voru, var slept undir eins að afstöðnu lögregluprófi, en nokkra fekk bæjar- fógetí til yfirheyrslu. Hefir hann haldið próf yfir um 20 manns, ýmist úi' fylgdarliði ÓI. Fr. eða þá vitn- um, sem stéfnt hefir verið. Allir eru nú lhusir úf farigelsi, seiri við tnúlið eru riðnir. Hendrik Ottóssyni var slept út í fyrradag og Öl. Fr. sjálf- uin i gær. Rússneski drengurinn fór til út- landa með „Gullfossi“ 28. f. m. Forsætisráðherra hætti við för sína til Khafnar með „Botniu“ um dag- inn, en fór með „Gullfossi“ 28. f. m.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.