Ísafold - 10.12.1921, Blaðsíða 1

Ísafold - 10.12.1921, Blaðsíða 1
Vikublað. Verð: 5 kr. árg. — GTjalddagi 1. júlí. Síroar 499 og 500 ISAFOLD Ritstjórar: Vilhjálmnr Finsen og Þorsteinn Gislason. Afgreiðsla og inn- heimta í Lækjargötu 2. — Talsími 500. 41 ísafoldarprentsmiðja h.f. XLVIII .árg [ Reykjavik, Laugatiiagiini 10. destmb<r 1921. 49 tölublað tannlœknir Próf frá tannlæknisakóla Khafnar Heima kl. 10—2. (Panta má sérstakar móttökust.). Hverfisgötu 14. Reykjavík. Bækur. Á íslensku eru til, ésamt fleiru, þessar skáldsögur eftir Gunjoar Gunnarsson: Sælir eru einfaldir. M. þýðing eft- ir Vilhj. Þ. Gíslason. í bandi kr. 13,50. Drengurinn. íslensk Þýðing eftir Þorst. Gíslason. Verð: kr. 3.80. Vargur í Véum. ísl. þýðing eftir Vilhj. Þ. Gíslason. Verð: kr. 0,00. 1 bandi kr. 7,50 og kr. 8,00. Ströndin. ísl. þýðing eftir Einar H. Kvaran. Verð: kr. 7,00. I bandi kr. 10,00. Sögur. Verð: kr. 1,50. Eftir Ásgeir Jónasson. I. Aðalgallarnir. Margt er skrifað og skrafað um, sem minni nauðsyn er á en sam- göngurnar á íslandi og kring um það. Alþingi fleygir t. d. 7—8 hundruð þúsundum króna á ári til strandferða, og eftir því sem þeim er hagað, lítur ekki iit fyr- ir að hugsað sé um að allur sá fjáraustur komi að þenm notum sem ætla mætti eftir tölunum. Þingmenn toga hver í skækil síns k.iördæmis að því er snertir ferða- fjölda skipanna, án þess að at- huga hvort þau hafa þangað nokk- urt erindi, eða taka tillit til þess kostnaðar sem slík ferðalög toaka útgerðinni, 0g ekki síst öllum þeim fjölda fólks, sem ferðast með skip- unum og verður að sætta sig við ýmislegt krókavafs sem er oft með öllu óþarft eða til hagsmuna fyr- i einstaka menn, og svo fær fjöld- inn ánægjuna af að borga brús- ann. A vorin er vanalega f jöldi af fólki sem skifta verður um at- vinnu og þá líka um dvalarstað og óhætt að fullyrða að frá Reykjavík og þar í grend séu jafn vel þúsundir fólks sem þurfa að komast í allar áttir til atvinnu sinnar; er það næstum hörmulegt að margt skuli þurfa 8 til 10 daga, stundum alt að hálfum mán- uði og það af besta tíma ársins til þess að komast þangað sem það ætlar sér, ef um leið er tekið til- Iit til vegalengdarinnar; svo er í ofanélag öðru fólki á ýmsum stoðum ekki mögulegt að nota sér t. a. m. fiskisældina af því að fólkið vantar. Ef það væri til- fellið, sem ekki er, að mestur hluti ferðafólksins sé að skemta sér. 'þá hefir ríkissjóður ekki efni á að láta því svo dýrt leifang í té sem gufuskip með Öllu tilheyrandi. Það eru engin undur þótt menn sem þurfa að nota skipin séu óá- nægðir með þetta fyrirkomulag, þegar svo bætist við meðferðin sem menn sæta meðan þeir eru um borð, því hún er áreiðanlega ekki samboðin siðuðu fólki, eins og skiljanlegt er af því, að láta verður allar tegundir af farmi ofan í farmrýini skipanna, alt frá gulLskrauti og silki til síldar og steinolíu og svo allar tegundir af íslenskum fénaði. Innan um þetta alt saman er svo hrúgað fólki, kórlum og konum, ungum og gömlum, sjúkum og heilbrigðum, á meðan nokkur smuga er til. Af- gangurinn verður að halda til á þilfari hverju sem viðrar og svo troða sér í klefa skipshafnar, hafa af henni hvíld, sem hún vana lega hefir fulla þörf fyrir, og vera á margan hátt til óþæginda. Um leið og þetta kássuferðalag í farmrýmum skipanna kemur mjög í bág við velsæmistilfinning- ar siðaðra manna, leiðir oft af því skemdir og vantanir á vörum, og pósti og verður það útgerðinni stundum talsvert ódýrt, en ókunn- ugir kenna ódugnaði eða hirðu- leysi yfirmannanna. Enníremur er með núverandi fyrirkomulagi öllu fólki, skipshöfn og t'arþegum, stefnt í stóran voða með því hvað öll björgunartæki eru ófullnægjandi ef slys ber að hendi, sem ætíð getur komið fyrir. Hvernig sem slysinu væri háttað, hvernig sem veður eða sjór væri, og næstum hvar sem skipið væri statt, þá væri mjög lítil von um að bjargast mundi nema lítill hluti fólksins, sem vaualega er miklu fieira en gert er ráð fyrir að bát- arnir rúmi eða beri, því að þeir eru smíðaðir eftir stærð farrým- aima og farþrfgafjölda á þeim. Þetta, er eg nú hefi bent á, virðist mér nægja til að sýna að núverandi fyrirkomulag sé algeis lega ófært, og væri hin stærsta nauðsyn á að nýar leiðir yrðu fundnar, sem orðið gætu til bóta, bæði hvað viðkemur sparnaði og gagni, því að strandferðirnar, eins og þær eru nú, eru alls ekki sam- boðnar siðuðu fólki. II. Umbætur fólksflutninga. Hið fyrsta sem mér dettur í hug er að skilja algerlega í sundur f«^lks 0g vöruflutninga, og skal eg reyna að gera grein fyrir hvemig eS hygg að slíkt mætti fram- kvæma. Það þarf fyrst og fremst eitt skip, svo sterkt og vandað að öll- um útbúningi, að því megi bjóða hiklaus ferðalög kringum íslands- strendur a öllum árstímum, 600 til 700 smálestir (nettó) að stærð, er hefði rúm fyrir 200 farþega, og skiftist auðvitað í fyrsta, annað óg þriðja farrými. Á fyrsta far- rými væri rúm fyrir 30 menn. Það ætti að vera útbúið á þægi- legasta og fullkomnasta hátt og því þannig fyrir komið, að ekki gætu aðrir gengið þar um en þeir, sem þar eiga að vera. Auðvitað yrði það að seljast talsvert dýrt, með því hygg eg að væri komið í veg fyrir að þar ferðaðist annað fólk en það, sem hefir efni á því og getur verið með fólki af öllum stéttum. En á þessu hafa verið misbrestir, mest vegna þess, að ekki hefir verið um annað far- rými að ræða,og fátæklingar marg ir heldur kosið að eyða þar mikl- um peningum en ferðast í farm- rúmunum eða á þilfari. Annað farrými hefði rúm fyrir 100 til 120 manns og skiftist í herbergi sem rúm væri í fyrir 2 til 6 menn. Þar ætti allur út- búnaður að vera sterkur og skraut laus en þokkalegur svo að eng- iim almennur borgari þyrfti að kinoka sér við að ferðast þar. Eg geri ráð fyrir að mestur hluti fólks mundi nota annað farrými, ef það væri ekki mjög dýrt. Þá er loks þriðja farrými. Þar væri rúm fyrir 50 til 70 manns skift í herbergi með rúmum í. Það væri dálítið ódýrara en annað far- rými. Því mætti haga þannig, að hægt væri að taka það algerlega burtu, og nota það fyrir farm, þegar skipið væri a þeim ferðum, sem ekki þyrfti að nota fyrir fólk. Ef skip þetta gæti farið 14 KÍlur á vöku eins og æskilegt væri, þá gæti það farið frá Reykja vík kringum land og til Reykja- víkur aftur, komið við á 14 til 16 höfnum, staðið við á þeim 1—5 klst., á tæpum 5 dögum. Eg hefi athugað það að með 12 mílna ferð og 14 viðkomustöðum, þarf 5 daga og 6 klst., alt rúmlega reiknað. Afgreiðsla þessa skips þyrfti að vera með alt öðru móti en vana- legt er. Parþegar þyrftu að af- henda afgreiðslu skipsins allan flutning sinn ákveðnum tíma fyrir komu þess. Plutningurinn væri þar merktur númeri og við kom- anda afhent annað tilsvarandi númer, síðan semur afgreiðslan lista yfir nöfn farþega, númer stykkjaf jölda og ákvörðunarstaði. Listinn væri í tveimur eintökum, annað afhendist stýrimanni en hitt sendist viðkomandi afgreiðslu. Upp- og útskipun flutnings ann- ast afgreiðslan ein, öðru dóti alls ekki veitt móttaka um borð. Þetta þarf alt að vera altilbúið að öllu leyti áður en skipið kemur á höfn- ina, því að skipið má ekki tefja eina mínútu fram yfir þann tíma, er tiltekinn væri á ferðaáætlun þess fyrir hverja höfn. Póstur þarf auðvitað að afgreiðast beint frá þeim stað, sem hann er tekinn á, til þess staðar sem hann á að afhendast á, svo að aldrei þurfi að bíða eftir niðurröðun á honum. Með svona afgreiðslu væri far- þegaflutningi betur borgið en nú er, ekkert þarf að týnast, alveg komið í veg fyrir misgrip, sem oft eiga sér stað, eyðilegging yrði Svanurinn. Tileinkað H. H. Hann hóf sig til flugs. — Yfir háfjallalandiS barst hljómrödd hins göfuga svans. I henni var sólskin og sumar. Hann söng sig að hjarta manns. Lífsgleði, ástir, viðreisn og vonir var viðlag í söngvum hans. En þjóðinni hlýnaði um hjartarœtur, er heyrði 'ún hljómana þá. peir vöktu 'enni dirfsku til dáða og drauma og framaþrá. peir kvöddu til vinnu krafta hennw og kölluðu framsókn á. Pað birti yfir ströndum og breiðum sveitum. — Pá brosti hin fátœka þjóð, þvi henni var foringi fœddur, sem fœrði sitt hjartablóð og söng og gleði, vonir og vorið og viljans heitu glóð. pá losnuðu kraftar úr lœðing og fjötrum. og lukust upp greiðfœr sund. *Hinn íslenski himin varð hœrri og hamingjudrýgri hver stund. --------En nótt fylgir degi og fallið flugi og fölnun blómstrandi grund. Nú liggur í sárum sva/nurinn hviti og söngur hans þagnaður er. En rödd úr huns lifsglöðu Ijóðum wm land.ið eggjandi fer. — l'm gleðinnar konung grúfir þögnin en — geisla af slóð hans ber. Jón Björnsson. engin á móti því sem nú er, þar sem hver hefir séð um sitt dót, rifið, tætt og skemt á margan hátt þangað til loks að hið rétta hefir fundist. Þar að auki hefir oft ekki verið til rúm fyrir flutning farþega, nema á þilfari, og orðið þar fyrir stórskemdum, bæði af sjó og veðri. Með þessu móti væri líka fengin lögun á að fólk ekki flytti meira í fari sínu en til- tekið væri. En því hefir verið ábótavant. Sömuleiðis væri hægt að koma í veg fyrir að fólk ferð- aðist með skipinu án þess að borga far sitt, þar eð listinn frá af- greiðslunni segði ætíð til hverjir hefðu komið á hverri höfn, en það hefir oft kostað mikla fyrir- höfn með gamla laginu- og er erf- itt að segja hvernig hefir tekist að fá alt rétt, því misjafn sauður ei- í mörgu fé. Með þessu móti kæmist fólk ferða sinna á 2 til 4 dögum sem áður þurfti 4 til 10 daga til, stundum 14 til 16 og stundum enn meira; og ef tími er sparaður þá er mikið unnið, að minsta kosti fyrir það fólk, sem hefir þá skoðun að tíminn sé pen- ingar og notar hann. Skip þetta gæti farið 2 hring- ferðir á 10 til 12 dögum eða má- ske styttri tíma (og ætti það ekki ætíð að vera bundið við að fara allan hringinn ef annað sæist bet- ur henta), skeð gæti að tíminn yrði stiuidum jafnvel styttri, alt eftir fjölda viðkomustaða því að ekki getur komið til mála að það fari inn á hverja v4k, og væri áreiðanlega mikið iuubíS samt. Nú væri alveg óþarft aí skipið væri altaf í þessum ferðum, «g g«ri eg ráð fyrir að hægt væri að senda það til næstu hafna á Bnglandi eða Noregi, eftir fanni eSa með farm, og væri hægt að koaaa þ-ví svo fyrir, að þá ætti eittlhvað af hinum skipunum leið um helstu hafnir á meðan. Plutning þann, er það tæki eða kæmi með, yrði allan að taka eða setja í laoid á einni höfn, því að á strandferðum má það alls engan flutning taka eða hafa nema farþegaflutning »g búslóðir sem fólk þarf að hafa með sér, þó ekki lifandi fénað. Ekki tel eg hyggilegt að ríkissjóður ætti skip þetta, fyrst vegna þess, að stund- um álíta einstakir menm að þeir eigi eitthvert tilkall til eigna hans til eigin afnota, t. d. þegar um skip er að ræða, að ætlast til að þau sæki sig eða skili sér í land eða jafnvel vandafólki sínu, á stöðum sem alls ekki eru á áætlun skipanna. Annað það, að í stjórn-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.