Ísafold - 10.12.1921, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.12.1921, Blaðsíða 3
fSAFOLD • ' líáðir þessir menn höíðu borist á banaspjótum og ef til vill drepið •eða sært góðkunningja eða landa hins. En nú fór svo að þeir urðu mestu mátar. Austurríkismaðurinn var annars hugljúfi flestra eem þar voru, enda var hann lipur og skemtilegur maður, og mesta prúð menni. En einn maður var þar, sem ekki vildi vera með honum, og altaf prédikaði okkur hinum hatur gegn Austurríki og Þýzka- landi. Það var ríkur ítalskur kaup- niaður. Eg tók eftir því, að gestir þess manns voru eitthvað undar- legir, og litu ekki út fyrir að vera af besta tagi. Og einn dag fekk eg að heyra sögu hans hjá ítölsk- um herforingja þar. Þessi maður hafði í stríðsbyrjun til þess að komast hjá því að fara í ófrið- inn, strokið úr landi til Ameríku >og grætt þar stórfé. Nú kom hann aftur og gat komið því svo fyrir uð hann slapp við lagahegningu. En í ættborg hans var honum hegnt á annan hátt. Enginn al- mennilegur maður vildi þar við hann tala eða hafa nokkra um- gengni við hann. Hann varð að vera með umferðaloddurum og þess konar fólki þrátt fyrir auð- æfin. Nú bjó hann á hótelinu og reyndi að koma sér í mjúkinn hjá ritlendingum þar, — eins og hefja sig á því. Og auðvitað var hann nú ítalskur föðurlandsvinur, æst- ur — í munninum. Osviknu ítölsku föðurlandsvinirnir, sem höfðu barist fyrir land sitt og fengið sár og örkuml, þeir gátu verið vinir Austurríkismannsins og talað með virðingu um Þjóð- verja — gull-laxinn, sem skarst úr leik þegar hætta knúði að dyr- um, hann gat liatað og fyrirlitið. Rinn bersyndugi. Skáldsaga eftir Jón Björmson. Irtandsmálið. Sættir komnar á. Síðastliðið mánuaagskvöld gerð- ust þau tíðindi, að samningar náð- ust milii ful'ltrúa Sinn-Feina og ensku stjórnarinnar um deilumál- in írsku. Hafði síðasta ráðstefnffn staðið yfir síðan 12. október í haust og var byrjað á sama grund- velli og stjórnin hafði komið fram með í júlímánuði í sumar, er byrj- að var að semja. En eigi varð neins samkomulags auðið með því að fara þá leið. Kom þá stjórnin fram með nýtt frumvarp, sem frá- brugðið var því fyrra að þvi leyti, að gert er ráð fyrir að írland alt myndi eina heild „írska fríríkið“ en að Ulster hafi samt sem áður séilöggjöf innan þessa ríkis, svo að afstaða. þess gagnvart írska ríkinu verður lík eins og áður gagnvart enska alríkinu. Náðist samkomulag um þetta frumvarp og fara aðalatriði þess hér á eftir. Á Englandi er almennur Fógnuður vfir þessum málalokum og þykir mikið hafá unnist, að fengin skuli vera niðurstaða í því máli er verið hefir erfiðast viðfangsfenið í sljómmálum Eng'lendinga um langan aldur. Sáttmáli Englendinga og íra er í 18 liðum. Fær Írland sömu af- stöðu gagnvart alríkinu eins og lýðríkin hafa og nafn þess verð- ur „Irish Freestate“. Sambandið og afstaðan til ríkisþingsins verð- ur líkt eins og er í Canada. Þingmenn á þingi írlands vinna önnur þóttist vera þess fullvís, að eitthvert undarlegt samband væri rnilli Skarphéðins og Þórunnar. Hún bið guð fyrir scr, böiv- aði, hló og andvarpaði í sömu andránni yfn þessu ástandi á heimilinu. Hin fór varlegar í sakirnar. Hún var því þó ekki mótfallinn, að Þórunn væri eitthvað breytt. En hún vildi eigna það annari ástæðu. Hún væri þunguð, konan. Þær ræddu um þetta fram og aftur, vógu og möttu allar likur. En Hildiríður stóð álengdar og misti ekki af nokkuru orði. Þegar hún gekk frá þeim, hafði hún feng- ið byr undir vængina Nú var hún sannfærð Þegar hún gekk inn í húsið sitt, sté hún þyngra enn nokkuru sinni fyr. Og þetta, að Þórunn var þunguð, það mátti nú ýmislegt gera úr því, ef laglega var raeð farið Ssma daginn heyrði hún, að Skarphéðinn væri ráðinn kaupamaður hjá Halldóri yfir sumarið Það tók af öll tvímæli. Hún lofaði sjálfri sér, að vera ekki aðgerðalaus næstu dagana XIV. Fögnuður. Nokkurum vikum síðar, laugardag einn, brast á i blindbyl, rétt um það leyti, sem kenslu var lokið á HvoJi. Þegar bæjarhurðin var opnuð, stóð náhvít hríðarstrokan inn öll göng, eins og draugur hlypi inn úr bylnum. Fjármennirnir komu úr húsunum og sögðu, að það væri ekki hundi út sigandi Skarphéðinn lagði þó á stað með nokkura krakka, sem styst áttu heim og hætti ekki fyr en hann var búinn að koma hverjum heim til sín. Hann bafði aldrei komið út í annað eins veður. Honum var nautn að berjast við grimd os hörku vetrarbylsins. Hann fann til glnði þvi meir, sem hann varð að taka meira á Þá skildist honum, að eitt af því besta sem fyrir manninn kemur, það er að þurfa að taka á af alefli, þurfa að knýja fram i sér alla kraftana Þegar hann var orðinn einn síns iiðs, sett ist hann í einn snjóskaflimi og lét storminn lemja haglkornunum í andlit sitt. Hann gat ekki gert sér grein fyrir af hverju það staf- aði, að honurii leið svona vel undir þessum tröllasöng nátturunnar. Sennilega vegna þess, datt honum í hug, að grimmur og hlífðarlaus bylurinn var guðs gjöf og hnoss fyrir lífið Hann þurkaðj molluna og rykið burt. Hann hreinsaði til og ýtti við mönnunum, kæmi með nýtt líf, kuldalegt, harðgert lif, inn i tilbreytingarlausa og fáskrýdda tilveru mann- anna og neyddi þá til að taka opin augun og finna að þeir væru lifandi. Eða fanst homtm þetta af því, áð hann gat tekið bylnum rólega, þurfti engu að kvíða, va.rð ekki að sjá borgið stóruro bústofni? Eða var hann sérstaklega bjaitsýnn í dag? Um leið og honura datt þetta í hug, mintist hann hugsana sinna undanfarna daga. Hann þóttiet finna, að hann var að gróa upp, auðu tómin ,f sál hans voru að fyllast aftur. Og ekki kemur það af neinu öðiu en þvi, að Þórunn ann mér. Það er líklega þess vegna, sem eg get blessað þennan byl, blesaað aít, lofað guð fyrir lífið, hvað sem það ber í skauti sínu Hann stóð upp aftur og kafaði snjóinn heim að bænum. Hann sá ekki faðmslengd frá sér. En hann var orðinn öllum staðhátt- um svo kunnugur, að hann gat fatið allra sinna ferða, hvernig sem veður var. Þegar hann kom heim, var alt í uppnámi. Hildiríðuv hafði farið að heiman ura daginn og var ókomin enn. En maður hafði verið sendur af bænum, sem hún fór síðast frá, til þess að forvitnast um, hvort hún hefði náð heim. En nú hafði euginn séð til hennar. Það sló þögn yfir menn Þetta var mann- dráps-veður. Hildiríður var ekki ástsæl. En þó vildu allir, að annar yrði endir á lífi hennar en sá, að hún yrði úti i þessum byl. Halldór fór þvi með +vo vinnurnenn með sér að leita Hildiríðar. Þeir komu eftir tvær klukkustundir og höfðu hvergi orðið varir við hana. Vinnu- mennirnir neituðu að fara á stað aftur. Þeir sögðust ekki ætla að láta drepa sig fyrir einn kerlingarvarg. Halldór fýsti ekki að fara heldur. Veðrið var ógurlegt. Skarphéðinn hafði haft fataskifti. þegar hann kom heim. Hann stóð frammi í bæj- ardyrunum, þegar þeir komu. Honum flaug í hug að leggja á stað og leita. Það voru auðvitað lítil likindi til, að hann fyndi Hildi- ríði fremur en hinir þrír. Og var nokkurt vit að fara einn út í drápsveður? Hildiríður átti það líka tæplega skilið, að hann fórnaði sér. ' Ef til vill var þessi bylur kominn meðal annars til þess að hreinsa hana burt. Hver vis8Í hvað liann átti að vinna? Hann opnaði hurðina og leit út. Það var eins og að hoifa í rjúkandi fossiðu. Bærinn skalf eins og jörðin gengi í bylgjum Hann SKelti hurðinni aftur og gekk inn göugin. Þetta var reglulegt Hildiríðar-veður. Það hæfði nornarskapi hennar. Hún gat nú stappað fraraan í storminn og bitið sundur andvörpin. Hvar var nú skap hennar og kjarkur! Verði hún bara úti. Drottinn gaf og drottinn tók. Inni i húsunum var hljótt og dapurt. Hann heyrði út undan sér, að verið var að tala um í hálfum hljóðum, að Arnfriður væri friðlaus af hræðslu. Og hann sá það á öllum, að geig- urinn við dauðann hafði þegar sest að í hug þeirra Skarphéðinn gekk aftur fram í bæj- ardyrnar Hann hafði hvergi frið. Átti hann að reyna? Eða átti hann að láta sig einu gilda, þó konan færist í þessu veðri? Hvað kom honum annars Hildiríður við? Var honum ekki ómetanleg hamingja að því, að hún væri úr sögunni? Var hún ekki búin að eitra nóg í kringum hann? Átti Átti hann að leggja líf sitt í hættu til að bjarga verstu fjandkonu sinni? Hann opnaði enn bæjardyrahurðina. Um leið flögraði grá- titlingur suður bæjarhlaðið undan nístandi bálviðrinu. Hver fjöður var mjallhvít eins og þessi vesalingur væri kominn í líkfötin. Mundi ekki fara líkt fyrir honura, ef hann legði út í þetta veður? I því varð hraustasti karlmaður jafn máttvana og smáfulinn. Meðan Skarphéðinn 3tóð og hugsaði um þetta, skaut nýrri öldu upp i sál hans. Hann gat ekki gert sér grein fyrir af hvaða rótum húu var runninn. En hún bauð hon- um að fara. Og svo máttug fanst honum þessi innri skipan, að hann hlýddi á auga- bragði. Hann smeygði sér í flýd í snjófötin og snaraðist út í bylinn. IJm leið og hánn hvarf út úr bænum, kom Þórunn fram í dyrnar Hún sá hann hverfa ferðklæddan út í öskrandi stórhríðina. Og þá gleyradi hún sér. flún hrópaði nafn hans hátt, aftur og aftur. Og óumræðilega sár hræðsla og innilegt ástríki gaf þessu hrópi hljóm og fyllingu. Það var eins og þarna væri beðið um náð, beðið um miskunn. Ef Skarphéðinn hefði heyrt hrópið, mundi hann hafa snúið við. Þórunn stóð agndofa um stund. Hún heyrði bylinn öskra drápssöng sinn úti fyrir dyrun- um, fann hvernig Ijann rykti í jarðgróinn bæ- inn svo hann nötraði Hún skildi óðara, hvert erindi Skarphéðins mundi vera út i þetta veður. En hún þekti norðlenska vetr- stórhríð í algleymingi. Sár, nístandi hræðsla gagntók hana. Ef Skarphéðinn yrði úti! Hún þorði ekki að hugsa þetta til enda. Hún fór að stama fram samhengislausri bæn til guðs, að hlífa honum, gæta hans, styrkja hann, vísa honum veg, láta hann ekki deyja, láta hann ekki deyja! Og svo kom hræðslan við hrópið Hún vissi, að nú hafði hún komið upp um sig með þvi. Það var enginn skýrari ástarjátn- ing til en það. Og einhver hlaut að hafa heyrt það. Bærinn var fullur af fólki. Og 8umt af því var heyrnargott á þá hluti. Hún gekk inn aftur niðurlút og hrædd, hrædd um Skarphéðinn og hrædd um sjáífa sig. — Skarphéðinn staðnæmdist, þegar hann kom kippkorn út fyrir bæinn. Hann réði sér ekki og sá ekki handaskil. Stórviðrið þyrlaði lausamjöllinni svo látlaust, að aldrei rofaði. Honum heyrðist stormurinn arga það sama i eyru sér og Ármann forðum niðri ífjörunni: Nú drep eg þig! Hann var að hugsa um að snúa við aftur. En sama aldan, sem haun varð var við í dyrunum, spyrnti honum áfram. Og þegar hann var búinn að vinna sjálfan sig til fulls, og orðinn ásáttur um að hætta ekki ieitinni fyr en í fulla hnefana, fanst honum hann vera i samræmi við guðseðlið í sjálfum sér Og hann hélt öruggur áfram í sortann. eið að því að þeir sýni stjórn ír- ( lands hollustu og vilji vera trúir þegnar Georgs konungs fimta og niðja hans, samkvæmt hinu borg- aralega sambandi, er sé á milli írlands og þjóða þeirra, er einu nafni sén kallaðar Bretaveldi. Ríkisskuldunum verður skift eítir mati á áætlun óvilhallra dómara. Hafnir Stóra-Bretlands j frlands verða opnar gagn- kvæmum siglingum beggja þjóða.. Hlutfallið milli herliðs íra og Stóra-Bretlands verður hið sama i eins og milli íbúatölu beggja þ.jóð- anna. Verði þingið í IJlster andvígt sáttmálanum, þá verður valdsvið írska ríkisins nýja ekki látið ná ti! Uilster, og nefnd verður skipuð til þess að ákveða endanlega landamærin milli Ulster og írska. ríkisins. En gangi Ulstermenn að I sáttmálanum, fá þeir að balda fullum ráðum í þeim sérmálum sem þeir fengu umráð yfir með stjómarbótinni í fyrravor, en þíng írlands ails fær ráðin í þeim málurn Ulster, sem enska alríkis- stjórnin ræður nú. Hvorugt undir- þingið má veita ákveðnum trúar- brögðum forréttindi eða banna heimastjórn. Suður-írska þingið, sem gert er ráð fyrir í sáttmálan- um, verður kallað saman strax til þess að annast stjórnina til bráða- birgða, Fyrir hönd Englendinga undir- skrifuðu sáttmálann Lloyd George Austen Ohamberlain, Birkenhead lávarður og Winston Churcbill, en ar íra hálfu Collins, Griffith og Duffy. , Breska þingið kemur sama.n á miðviikudaginn til þess að ræða sattmálann, en 10. janúar kemur þingið saman til þess að greiða atkvæði um hann. Búist er við, að bæði Dail Eireann og stjómin í Ulster samþykki sáttmálann á morgun. Innlend og erlend blöð, að und- anteknu íhaldsblaðinu Moming- post, sem er óánægt, þakka Lloyd George þessi málalok og segja, að hér eftir verði hann talinn mesti stjórnmálamaður heimsíns. Daily Ma.il birtir fregnina undir f.yrir- sögninni „Vel unnið“. Times seg- ir, að samningurinn sé einn af merkustu afrekum í sögu ensku þjóðarinnar. Dailv Chronicle seg- ir: Vér áKtum þennan sigur meiri en þauu, sem unninn var í ófriðn- um mikla, vegna þess að með sanmingunum er fengið mikil- vægt atriði í baráttunni fyrir heil- hiúgðari grundvelli í heimspóli- tíkinni. Blaðið Daily Telegraph segir: Alstaðar þar sem ensk tunga er töluð mun fréttinni verða tekið með innilegri gleði og þakk- læti. Blaðið Daily Express skrifar: Útlitið í heiminum hefir tekið aJl- gerðum stakkaskiftum við þeun'- an atburð. Daily Herald segir: Það er líkast því, að maður vakni aftur í nýjum og betra heimi. Blaðið Daily News hefir fyrirsögn yfir þvera síðu, er svo hljóðar: „Guð varðveiti lrland“. West- minster Gazette segir, að nú sé friður fenginn milli írlands og Engla.nds eftir 700 ára baráttu. Blöðin lirósa mjög Lloyd George fyrir snilli hans, þolinmæði og stjórnmálavit. -<>------------

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.