Ísafold - 10.12.1921, Blaðsíða 4

Ísafold - 10.12.1921, Blaðsíða 4
4 ÍSAFOLD Kaupmenn og kaupfélög. Marg oft hefir svo við borið á haustin, að tómhljóð hefir reynst í kistunni er salta skyldi kjöt — tunnurnar vantað. Látið þetta eigi oftar koma fyrir. Vetið forsjálir. Pantið tunnurnar í tima. Tunnur frá mér (smíðaðar úr fötum undan hráefnum Smjör- líkisgerðarinnar, kókosoliu o. fl.) hafa verið, eru og munu verða þser bestu fáanlegu. Fjöldi af meðmælum til sýnis er sanna þetta. Munið ennfremur að eg smiða alt sem að beykisiðn lýtur svo sem: lýsis-, sildar- og gotutunnur. öllum fyrirspurnum svar-- að greinilega. Virðingarfylst 3ón 3ánssan, beykir. Sími 593 Reykjavík Box 102. „IXION“ Cabin Bhcuits (skipsbrauð) er búið til af möíg. um mismunandi tegundum sérstaklega hentugt fyrir ídendinga. í Englandi er „IXION“ brauð aðahæðan ,um bo;ð i fiski- skipum. Fæst í öllum helrtu verzlunum. Aðgætið að nafnið „IXION“ sé á hverri kóku. Vörumerkið „IXION“ i kexi er trygging fyrir hollri og góðri fæðu. „1X10Lunch og „lXION“ Snowfbke B;scuits ósætt er ó/iðiaínanlegt með kaffi oí te. Eftirköstin. Við því mátti búast, að nokkur eftirköst fylgdu viðhurðum þeim, sem gerðust hér 18. og 23. f. m., og að umtalið um þá dytti ekki þegar í stað niður. í Alþbl. hefir líka þetta mál verið sífelt um- ræðuefni. Bn megnustu ósannind- um hefir þar daglega verið hamp- að um öll atriði málsins, og hinar heimskulegustu ályktanir hafa ver ið dregnar þar af röngum og af- löguðum forsendum. Á ýmislegt af þessu hefir áður verið minst hér í blaðinu, en hér á eftir verður litið yfir það í heild. En áður en að því er snúið mætti benda á, að nú fyrst er það sýnt, að til er Ihér í bæmun nokk- urt efni í sannkallaðan óaldar- flokk, en þar til má telja alla þá, sem gengu undir merki Olafs Friðrikssonar, er hann reis upp á móti lögum landsins, kvaðst ekki hlýða þeim, baðst liðs til þess a?i varna framkvæmd laganna með ofbeldi, og beitti loks ofbeldi gegn binu löglega valdi, er á* reyndi. Bn þegar lögbrjótar og ofbeldis- menn vaða uppi, er kallað að óöld sé í því landi eða þjóðfélagi, sem verður að þola slíkt Hér var það lögregluiyálparlið- ið, undir stjóm hinis setta að- stoðarlögreglustjóra, hr. Jóbanns P. Jónssonar, sem stóð vörð um lög og rétt þjóðfélagsins og braut <>aldarliðið á bak aftur. Öll fram- koma lögregluhjálparliðsins nú getur yerið til fyrirmyndar, ef líka atburði ber hér aftur að bönd- nm, og þegar borgarar bæjarins hafa einu sinmi brugðist svo mynd- arlega við sem þeir nú gerðu, til þess að balda uppi sóma lands- og þjóðar, þá má búast við að frambald verði á því, ef ósvífnir ribbaldar gera oftar tilraun til að vaða hér uppi. Því er það í raun og vera gott, að þeir menn bafa nú fengið að sjá, að meira afl þarf til þess að Velta öllu um koll í okkar fá- mexma þjóðfélagi en þeir hafa áð- ur hugsað sér. En þetta er það, sem þeim svíður, óaldarseggjun- um, sem alið hafa bjá sér þær hugsanir, að bér yrði engri mót- stöðu að mæta, ef þeir einbvem- tíma vildu gera bér byltingu og taka alt í sínar bendur. Það bljóp í þá skelkiur um daginn, eins og þurfti að vera og átti að vera. Og það þarf að láta þá vita það, skýrt og skilmerkilega, að einmitt sömu tökum og þeir voru nú tekn- ir, verða þeir eiinnig aftur teknir, ef þeir rísa í annað sinn upp á móti lögum og xétti í landinu. Hér í Reykjavík þarf að vera til taks sterk lögreglusveit, sem landið kosti, og c-r það verkefni fyrir næsta alþingi, að koma því máli í framkvæmd. En auk þess verða borgarar bæjarins að vera við því búnir, að -geta veitt henni trygga aðstoð, ef svo ber undir. ------0------ Frá Danmörku. Nýtt skattafrumvarp Neergaard forsætisráðb. Dana hefir nýlega lagt fram í þjóðþing- inu nýtt skattaframvarp, og er búist við að þessir nýju skattar, ef þeir verða samþyktir, nemi 400 miljónum króna árlega. í beinum sköttum er innifalinn eigna- og tekjuskattur, áætlaður 176 milj. kr. Fasteignaskattur 10,2 milj. Ei’fðaskattur og skatt- ur af væntanlegum arfi 12,5 milj. Óbeinu skattarnir *erú taldir 57 milj., núverandi víntollur ásamt aukatolli 35 milj., tollur af öli 26 milj., af tóbaki 20 milj., skattur af greiðasöluhúsum, gistihúsum, kaffihúsum og kökusölúbúðum 15 milj., af súkkulaði og brjóstsykri 1C milj., sykurrófum 5,5 milj. kr., spilum 400.000 kr., og skemtana- skattur 6 milj. kr. Ný hjúskaparlöggjöf. Rytter dómsmálaráðberra befir í landsþinginu lagt fram frumvarp til nýrra bjúskaparlaga, sem eink- anlega snerta bjónasamninga og hjónaskilnaði. Samkvæmt þessu frumvarpi er hægt að stofna hjónaband annað- hvort borgaralegt eða að prestur gefi brúðhjónin saman. Bæði skulu þau leggja fram skriflega yfir- lýsingu nm það, að þau hafi aldrei haft kynsjúkdóma, eða að minsta kosti læknisvottorð um að engin smitbætta hafi átt sér stað síð- ustu 14 daga áður en hjónavígsl- an fór fram, en sé um sjúkdóm að ræða þá sé báðum kunnugt um það, eða að báðir aðiljar hafi feng- ið læknisráð um bættu þess sjúk- dóms. Ennfremur eiga brúðhjónin að leggja fram læknisvottorð um að hvoragt þjáist af flogaveiki. Hjónaskilnaðarsök er niefnd, ef húsfaðir getur ekki framfleytt fjölskyldunni, drykkjnskapur, al- varlegur skoðanamunnr og lestir. Eftir 18 mánaða skilnað að borði og sæng, má konungur leyfa hjónaskilnað, eftir 2 ár geta báðir aðiljar krafist bans. Önnur tilefni til ihjónaskilnaðar eru, að annað- bvort hjónanna bafi neitað sam- búð í tvö ár, er borfið eða hefir ekki látið frá sér beyrá í 3 ár, eða hefir reynst ótrútt, fengið smit- andi veiki af óvarkárni, verið í fangelsi í tvö *ár eða geðveikt í 3 ár af hjúskapartímanum og lítil von er um lækningu. Samningar Dana við Rússa strandaðir. Seint í nóvembermánuði var það opinberlega tilkynt, að samningar þeir er fram hafa farið í Stokk- bólmi, milli danskrar nefndar undir forustu Clan ráðherra, for- manns ver.sl*unarsamninganefndar- innar dönsku annarsvegar og Ker- gentzeff fyrir hönd sovjet-stjórn- arinnar hinsvegar hafi engan á- rangur borið og sé þeim nú hætt, vegna þess að þær pólitisku og fjárhagslegu ívilnanir, sem Rúss- ar vildu bjóða Dönum virtust ekki hafa nægilega mikla þýðingu. Danska sendinefndin fór frá Stokkhólmi á föstudaginn var. Verkamannamál Norðurlanda. Fulltrúar vinnuveitendafélag- anna í Danmörku, Svíþjóð, Finn- landi og Noregi hafa nýlega sam- þykt að stófna eina sameiginlega skrifstofu fyrir vinnuveitendafé- lagsskap þessara landa. Skal skrif- stofa þessi vinna í sambandi við alþjóðafélagsskapinn á þessu sviði og alþjóða verkmannaskrifstofuna í Bryssel. Daninn H. C. Örsted hefir verið kosinn aðalritari fyrír- tækisins og er nú farinn til Bryss- el. Var Örsted einn af fulltrúum Dana á verkamálaþinginu í Wash ington í fyrra. Sextugsafmæli Hannesar Hafsteins 1 tilefni af sextugsafmæli Hann- esar Hafsteins flutti blaðið Natio- naltidende“ langa grein um hann. Er þar rakinn stjórnmálaferill Hafsteins frá árinu 1901 og sýnt fram á hve mikið starf hann, sem fyrsti innlendi ráðherra íslands og meðlimur millilandanefndar- innar 1907, hafi unnið fslandi til heilla á tímabilinu fi’á 1904 til 1909 og eins er hann varð ráð- herra aftur, eftir 1912. Blaðið drepur einnig á, að Hannes Haf- stein hafi ekki eingöngu verið stjórnmálamaður heldur einnig skáld og minni kvæði hans mjög á Drachmann og Heine. Samvinna Norðurlanda. Fulltrúar félagsins „Norden“ á- kváðu á fundi, sem haldinm var í Kaupmannahöfn í síðnstu viku, að gera stúdentanámskeiðin, sem haldin hafa verið undapfarin ár til skiftis í Danmörku, Noregi og Svíþjóð fyrir stúdenta frá öllum þessurn þjóðum, að fastri stofnun, og ennfremur að koma upp nám- skeiði fyrir verslunarmenn hinna þriggja þjóða. Þá kom einnig fram tillaga um að gefa út skandinaviska söngbók. Kenslan í dönsku við háskólann í Uppsölum verðnr aukin og stungið upp á að stofna kennarastól í norsku við háskólann í Lnndi. Um leið verð- ur aukið fé til kenslu í norsku við háskólann í Kristiania. Meðal fnll- trúanna á fundi þessnm voru fyrv. ráðherra Louis de Geer og norski ráðherrann Hagerup Bnll. Laugard. 3. þ. m. var fundinum lokið. Var í fundarlok samþykt tillaga um, að hin einstöku félög innan sambandsins skyldu hvert í sínu landi vinna af alefli fyrir því, að borgarar Norðurlanda fengju sem mest af gagnkvæmum réttindum í öllum ríkjunum. Teliur nefndin jafnréttið nauðsynlegt, einkum með tilliti til ellitrygg- inga og öryrkjatrygginga. Næsti fundur verður haldinn í Stokk- hólmi. Landamæri Danmerkur og Þýskalands. Dansk-þýska landamæranefndin hefir nú hætt fundum sínum ura sinn, eftir nokkurra mánaða starf. Hefir náðst samkomulag um að ýms mál, svo sem vatnsveitumál, fiski- veiðamál, hafnsögu á Flensb xigar- firði, og ýms fjárhagsmál verði útkljáð með sair.ningum. Ennþá eru nokkur mál óútkljáð, t. d. styrkur ti’ öryrkia, flut.ningur skjalasafna og skifti á ýmsum staðaminjum. Verða mál þessi tekin fyrir aftur þegar nefnlin byrjar fundi sína aftur í janúar. ------0------ innim fréttir- Togaraaflinn. Sjö togarar hafa nú selt afla sinn í Englandi og hefir salan gengið hörmulega hjá flestum, svo að mikill skaði hefir orðið á út- gerðinni. Fer hér á eftir afli togar- anna og sölnverðið: Leifur hepni 1100 kassar, sala 906 sterlingspund, Apríl 1300 ka.ssar á 856 sterlingspund, Gylfi 1000 kassar á 711 pund, Jón forseti 950 kassar á 700 pund. Þau skip sem hér fara á eftir höfðu öll jafnan afla, 900 kassa, og seldu þannig: Skúli fógeti á 700 pund, Ari á 636 pund og Maí á 658 pund. Ýmsir botn- vörpungar eru nú á leið til Englands. Trúlofun. Ungfrú Sigríðnr Magn- úsdóttir og Ólafur Lárusson prófessor hafa opinberað trúlofun sína. Lausn frá embætti hefir SkúK Árnason læknir í skálholti fengið frá 1. jan. n. k. • Reykhóla læknishérað er auglýst til umsóknar. Frestur er til 15. febr. næstkomandi. Farmgj aldaskrá Eimskipafélagsins er nýkomin út og gildir hún frá 1. jan. 1922. Eftir henni hafa farm- gjöldin verið lækkuð að meðaltali um 35 % frá 1. janúar þetta ár. — Farmgjald á komvörum og nauð- svnjavörum hefir lækkað um 45%, svkri 35—40%, sementi, þakjárni og hessian 50%, steinolíu 40% og öll- um öðrum vörum um 30%. Gunnar Egilson erindreki lands- stjórnarinnar er nú fluttur frá Ítalíu og kominn til Bareelona á Spáni. Þar verður hann þangað til hann vænt- anlega kemur heim í vor eða sumar, til þess að taka við stjóm bruna- hótafélagsins. Úr bréfi frá Akureyri.......Almenn ánægja hér nyrðra með varúðarráð- stafanir stjórnarinnar gagnvart bols- evikum í Reykjavík. Menn vænta þess, að þeir menn sem stóðu fyrir því að sýna lögreglunni mótþróa og ofbeldi, sleppi ekki við lögmælta hegningu. Hjónaband. Gefin voru saman í hjónaband 28. okt. Kristín Blöndal og Ingi T. Lárusson stöðvarstjóri á .Seyðisfirði. Bilun allmikil varð á rafmagns- taugakerfi Seyðisfjarðar *í október- mánuði. Ollu því krapi og snjóþyngsll Brotnuðu 7 staurar og var bærinn. ljóslaus um tíma og talsvert ólag á leiðslum öllum í 3 vikur. Undu Seyð- firðingar þessu illa en nú kvað vera komið lag á alt aftur. Læknarnir Steingrímur Matthías- son og Jónas Kristjánsson ætla að fara vestur um haf bráðlega og dvelja í New York í vetur. ísfisksalan. Undanfarna daga hafa þessir botnvörpungar selt afla sina i Englandi: Vínlandið 749 sterlings- pund, Geir 786, Kári 900, Walpole* 630 og Belgaum 1130 sterlingspund. Sala þessi er heldur skárri en var um fyrri helgi, en fþó langt frá því að vera viðunanleg. 100 þúsundum eru menn búnir að -slirifa sig fyrir í bæjarláninu. Voru 500 þús. boðnar út, og þarf bærinn, það fé alt, og ættu þvi þeir, sem eiga handbært fé, að kaupa skulda- bréf bæjarins. Vextirnir em hærri en annarsstaðar. Dánarfregn. Nýlega er látinn á Sölleröd-heilsuhæli í Danmörku, Har- aldur Möller. Banamein hans var lungnatæring, sem hann hafði þjáðst af lengi. Var hann á Vífiisstöðum lengi í fyrra en í haust var hann fluttur til Danmerkur mjög veikur, til þess að leita bata þar. Möller var maður vel látinn og tók drjúgan þltt í félagsskap stéttar sinnar. Hann var starfsmaður Eimskipafólags Is- lands.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.