Ísafold - 28.12.1921, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.12.1921, Blaðsíða 2
1 tSAFOLD á því við konuna, að lítið gagnaði að óska þess, sem ómögulegt væri. En barnið, sem var að hlaupa þar í kring og leika sér að .stráum, það heyrði andvörp móður sinnar. Og litli drengurinn gat ekki unað því, að mamma hans fengi ekki það, sem hún bað um. Þegar hann heyrði nefndar döðlur, varð honum litið upp í tréð, og hann braut heilann um það, hvernig hann ætti a'S fara að því, að ná í döðlurnar. Og lá við, að hrukkur kæmu á ennið undir ljósu lokkunum. Loks brá fyrir brosi á andliti sveinsins. Hann hljóp aS pálmanum, klappaði honum með litlu hendinni og sagSi með blíSri barnsrödd: Beygðu þig, pálnii! Beygðu þig, pálmi! — En ihvað er nu þetta — hvað er um aS vera? Það hvein í pálmablöðunum, eins og um þau færi fellibylur, og bol- urinn kyptist viS hvaS eftir annað. Pálminn fann, aS hér var viS ofur- efli að etja. Hann varff að hlýSa drengnum litla. Og hann lét bolinn sinn háa lúta barninu, eins og menn lúta höfð- ingjum. Hann laut svo lágt, að j krónan mikla með blaktandi blöS- unum nam viS sand eySimerkurinn- ar, og bolurinn varð eins og afar- mikill bogi. Drengnum virtist alls ekkert bregSa við þetta, en hann hljóp að krónunni með fagnaðarópi og tíndi hvern döðluskúfinn á fætur öSrum af gamla pálmanum. ' Þegar hann þóttist vera búinn aS fá nóg, og pálminn lá 'enn hreyfingarlaus, gekk hann til hans aftur og sagSi meS innileikans blíS- ustu rödd: — Rístu upp, pálmi! — rístu upp. Og stóra tréð rétti úr sér hægt og með lotningu, og í blöSunum heyrðist þytur — eins og hörpu- hljómur. — Nú veit eg yfir hverjum þið syngiS líksönginn, mælti gamli pálm- inn, þegar hann var.búinn að rétta úr sér. Það er ekki yfir neinum þessara flóttamanna. En maSurinn og konan krupu á kné og lofuSu guS: — Þú hefir séð örvœnting okkar og frelsaS okkur. Þú ert hinn voldugi, sem beygir stofn pálmans eins og reyrstrá. — Hver er sá óvinur, er við þurfum að óttast, þegar þú verndar okkur. Næsta sinn, er kaupmannalest fór um eyðimörkina, sáu þeir aS lauf- króna pálmans mikla var visnuð. — Hvernig víkur þessu við ? sagði einn ferðamannanna. Þessi pálmi átti ekki aS visna fyr en hann liti þann konung, er meiri vœri en Salómon. — Má vera aS hahn háfi séS hann, svaraði annar. Árni Jóhannsson. Oræfaganga. Eftir Jóhann Sigurjónsson lega klæSum búiS, mælti pálminn ennfremur. Eg sé að konan hefir briigSið upp klœðafaldi sínum og sveipaS um það. Hún virSist hafa gripið það upp úr rúminu í flýti og þotiS af staS með það. — Nú skil eg: þetta eru flóttamenn. — En heimsk eru þau engu að síSur, hélt pálminn áfram. Og fylgi þeim ekki verndarengill, þá hefSi þeim verið betra aS gefa sig óvin- um sínum á vald, en að leita hingað út á eyðimörkina. — Eg gct hugsaS raér hvernig þetta befir atvikast: MaSurinn er við vinnu sína, barniS sefur í vögg- nnni og konan. er farin út að sœkja vatn. Þegar hún er komin nokkur skref frá dyrunum, sér hún óvin- ina koma æSandi. Hún þýtur inn, grípur. barnið, kallar til mannsins að koma með sér, og hleypur af stað. Síðan hafa þau veriS á flótta marga daga, og er er viss um, aS þau hafa ekki notiS augnabliks- hvíldar. Já, þann veg er þessu háttað; en eg segi nú samt, aS ef ekki fylgi þeim verndarengili, þá .. — Þau eru svo óttaslegin, aS þau finna enn hvorki til sársauka né þreytu; en þorstann sé eg speglaS- ann í augum þeirra. Eg held eg ætti aS vera farinn að þekkja þorsta- merkin á ásjónum ferðamannanna. Og þegar pálmanum kom þorst- inn í hug, fóru krampadrættir um stofninn og blöðin engdust saman, eins og þeim væri haldiS yfir eldi. — Væri eg maSur, mælti hann, þá mundi eg aldrei hætta mér út á eySimörkina. Enda er það ofdirfska öSrum en þeim, er rœtur eiga niðri í hinum ótœmandi vatnslindiun. Hér getur jafnvel pálmanum verið hætta búin — já, jafnvel pálma, eins og mér. — Gæti eg gefið þeim ráS, mundi eg ráða þeim að hverfa héSan hiS fyrsta heim aftur. Því að óvinir þeirra geta aldrei orðiS þeim jafn- skæSir og eyðimörkin. Ef til vill álíta þau, aS gott sé að hafast hér viS. En sá veit gjör sem reynir, og oft hefi eg átt fult í fangi meS að halda í mér lífinu. Er mér einkum minnisstætt eitt sinn er eg var ung- ur, þegar hvirfilvindurinn feykti yfir mig háu sandfjalli. Mér lá við köfnun. Og gœti eg dáið, þá mundi þetta hafa orðiS minn bani. Pálminn hélt áfram að hugsa upphátt, eins og gömlum einstæS- ingum er títt. — Eg heyri kynlegan hljómþyt fara um krónuna mína, mælti hann; hvert einasta blað titrar. Eg veit ekki hvaS veldur þeim kynjum, er um mig fara viS að sjá þessa vesa- lings flóttamenn. En konan hrygga er svo undur fögur. II ún minnir mig á hina dásamlegustu minningu liS- ins tíma. Og meðan þyturinn hvein í blöð- nnum, rifjaði pálminn upp fyrir sér viðburð löngu liSinna alda. Tvö stórmenni fóru þar um eyðimörk- ina. Það var drotningin frá Saba og Salómon konungur hinn vitri. Hann var að fylgja henni heim á leiS, og hér ætluSu þau að skilja. Til minja um þessa stund, mœlti drotningin, sái eg döSlukjarna hér í jörðina, og eg mæli svo um, að upp af honum spretti pálmi, sem vaxi og þróist, uns GySingar eign- ast þann konung, er meiri sé en Salómon. Og sem húu hafði þetta mælt, sáSi hún kjarnanum og vökv- aSi með tárum sínum. En hvernig víkur því við, aS mér kemur þetta í hug einmitt í dag? ' — spurði pálminn sjálfan sig. Get- ur þaS hugsast, að þessi flóttakona sé svo fríS, að hún minni mig á hana, sem fríðust var allra drotn- inga — þá konu, sem meS ummæl- um sínum réði tilveru minni, lífi og þroska til þessa dags? — Þyturinn fer vaxandi í blöSum mínum, og hann er angurblíður eins og líksöngur. Engu líkara, en að þau séu að spá feigS einhvers. En gott er til þess að vita, aS ekki get- ur slík spá átt við mig. sem cr ó- dauSlegur. Það hlutu aS vera flóttíun: nnirn- ir, sem þyturinn spáSi feigð, hugs- aði pálminn. Enda hugSic þau sjálf maðurinn og konan, aS ekki gæti hjá því fariS,að þeirra síðasta stund væri í nánd. ÞaS var auðséð á yfir- bragði þeirra, er þau fóru framhjá úlfalda-beinagrindum, sem lágu þar við veginn; og á augnaráSinu, sem þau gutu til hræfugla tveggja, er flugu fram hjá. Yið öSru var ekki að búast. Þau hlutu að farast. Þá komu þau auga á pálmann og grastóna í kring og flýttu sér þang- að, í von um að finna þar vatn. En þegar loks þangaS kom, hnigu þau niSur af þreytu og örvæntingu — því aS lindin var þornuS. Konan lagði barniS frá sér og settist grát- andi við lindar-farveginn • en mað- urinn fleygði sér niður við hliS hennar og lamdi meS kreftum hnef- um skrælnaSa jörSina. Og pálminn heyrSi þau vera að tala sín á milli um aS þarna hlytu þau að bera bein sín. Hann skyldi það einnig af sam- tali þeirra,. að Heródes konungur liefði látið myrSa öll börn tveggja og þriggja ára, af ótta viS þaS, að hinn mikli vœntanlegi konungur GySinga vœri fæddur. —- Þyturinn fer vaxandi, mælti pálminn. Þeir eiga víst ekki langt eftir, vesalings flóttamennirnir. Ilann heyrði þaS líka á þeim, að þeim stóð ótti af eySimörkinni. — Maðurinn sagði, að betra hefSi þeim veriS aS vera kyrr og veita hermönn- unum viðnám, en aS flýja hingað — þaS hefði orSið þeim léttbærari dauðdagi. — fíuff hjálpar okkur, svaraSi konan. — Hvernig má þaS verða, mælti maðurinn, þar sem viS erum hér varnarlaus innan um óargadýr og höggorma.. — Og hann reif klæði sín í örvæntingu og grúfSi andlit- ínu niður í jörSina. Hann var meS öllu vonlaus, eins og sá, er fengið hefir banasár. En konan sat flötum beinum, spenti greipar um kné sér og horfSi út yfir eyðimörkina. Og svipur hennar lýsti takmarkalausri sorg. Pálminn tók eftir því, aS enn óx þyturinn í laufinu. Konan hafSi auðsjáanlega orðiS þess vör; því að hún leit upp í laufkrónuna. Og um leiS hóf hún ósjálfrátt upp hend- urnar. — Döðlur, döðlur! hrópaSi hún. Svo innileg bæn fólst í röddinni, að pálminn óskaSi aS hann væri ekki hœrri en svo, að jafn-auSvelt væri að ná í döðlur hans, eins og aS tína rauSu berin af þyrnirunn- anum. Hann vissi sem sé að krón- an var alsett döðluskúfum, — en hvernig áttu flóttamennirnir aS ná til þeirra, slíka ógnar-hœð. MaSurinn hafði þegar veitt því eftirtekt, að döðlurnar héngu svo hátt, aS engin leiS var að ná þeim. Honum varS það því ekki einusinni að líta við, en hafSi hinsvegar orð í „Pólitiken“ frá 24. nóv. segir frá því, aS Jóhann Sigurjónsson skáld hafi látið eftir sig nokkur handrít, sem ekki hafi áður veriS prentuð, ýmist í rími eSa lausu máli, og meðal þeirra er ferSasaga, sem blaSið birtir, og fer hún hér á eftir. Jóhann heitinn fór þessa göngu- för, ásamt þremur ungum mönnum öðrum, meSan hann hafði Fjalla- Eyvind í smíðum, og komu þeir gangandi alla leið hingaS til Reykja- víkur. Kl. 2 um nóttina lamcli stormur- inn á gluggann og vakti mig. Fyrst eftir að eg vaknaSi, vissi eg ekki hvar eg var, en þegar eg leit á sam- ferðamenn mína sofandi, mundi eg að eg var á ferSalagi. Eg rifjaði upp í huganum ferSa- áætlun okkar. Við vorum fjórir og höfSum lagt upp í gönguför frá Ak- ureyri til Reykjavíkur. ViS höfðum valiS okkur Vatnahjallaveg, sem er erfiðasti og sjaldfarnasti en jafn- framt fegursti vegurinn frá Norðnr- landi til SuSurlands. Hann liggur upp úr Eyjafjarðardölum og niSur í Haukadal, til Geysis hins mikla. Við höfðum veriS hálfan annan dag frá Akureyri inn að Tjörn, og þar vorum viS nú staddir. Sá bær er inst inni í Eyjafjaröardalnum, næst há- lendinu. Þaðau hófst ferðin yfir ör- æfin. ViS höfSum mælt það á landa- brjefinu, aS tuttugu mílur vœru milli bæja eftir beinni línu, og þá leið ætluðiim við aS fara á fjórum dögum, síSan að-hvíla okkur einn dag við Geysi, en ganga svo á tveim- ur dögum þaðan til Reykjavíkur. Þetta var nú ferSaáœtlunin. ViS höfSum meS okkur nesti og tjald og svefnpoka úr vatnsheldu Ijerefti, því við vissiun að uppi undir jökl- unum gæturn við fengið á okkur snjóhríS, þótt sumar væri. Fylgdar- maðurinn hafði komiS á eftir okkur og náS okkur kvöldinu áSur. Alt var í reglu. Ekki veit eg hvaS nóttin haíði gert af skýjunum, en þegar eg var vakinn, kl. (i um morguninn, var himininn heiður og blár og komið logn. Ekkert er jafn ynclislegt á okk- ar blesuðu jörS og fagur sumar- morgun — fjárhúsin, hvaS þá ann- að, litu út eins og þau væru nývölm- uð. ViS tókum saman farangur okk- ar og lögSum á stað. Beztu óskir fylgdu okkur. Nokkrar smástúlkur stóSu á hlaðinu og störðu á eftir okkur, eins og menn stara á haustin eftir síSustu farfuglunum. Þegar við komum niSur að áuni, fórum viS úr sokkum og buxum ; við höfðum vaSið hana áður, til að kcm- ast heim aS bænum, svo að viS.lcönn- uðumst við hana. Hér var iiúr. lít.il og meinlevsisleg, en niSur viS Akur- eyri, þar sem hún fellur í hafið, er hún orðin aö stórri á. Eg hefði ekki trúaS því, að þetta væri sama áin, ef eg hefSi ckki gengið fram með henni mílu eftir mílu, vaSiS yfir læk- ina og árnar, sem í hana féllu, og séð hana verða minni og minni, þangaö til hún loks hvarf á milli fjallanna inst inni í dalnum eins og ofurlítill glitrandi ormur. Vatnið var kalt og nísti tcernar, en við fundum þaS aS eins sem allra snö^vast, og á eftir voru fætur okk- ar kátir. Þar sem brekkurnar hófust nám- um við staðar til þess að líta eftir flutningnum. Þarna var enginn veg- ur, enginn stígur, en uppi við snjó- skafl í brúninni stóð steinvarSa og eftir henni stýrðum við eins og vita. Sandurinn lét undan fótum okkar og steinarnir ultu niSur, en viS færð- umst hœrra »g hærra upp. í miðrl brekkunui námum við staSar, til þess að njóta útsýninnar yfir dalinn. Þarna voru lágu sand- öldurnar, sem áSur heftu útsjónina í norðri, og litu út eins og smáar þúfur, en milli þeirra lítil, falleg tjörn. ViS héldum svo áfram uppeftir og hlupum síðasta spottann. ViS höfSum búist við að sjá langt inn í land af brúnini, sjá hvíta sólglitr- andi jökla, en sáuift. ekkert annað en bera eyöimörk.. Við skVgndumst eft- ir því, hvort ekki væri kveSja til okkar í vörðunni, en liún var engin. Nú var klukkan orSin 9. Einum tíma síSar vorum við komnir svo langt, að við sáum Hofsjökul og var hann aS sjá eins og langt, ljóst ský niðri við sjóndeildarhringinn. ViS áSum þarna við flata snjófönn, gáfum hestunum hey og átum sjálfir morg- unmat, og um leiS og við fórum skrifuðum viS nöfn oltkar í snjóinn. Aldrei hef eg séS svo eyðilegt land. Sandur, möl og grjót svo langt sem augað eygir, engin hrísla, elck- ert blóm, ekki eitt. strá, ekkert dýr, ekki einu sinni einförull örn — og samt er fallegt þarna. Loftið er dá- samlegt, aS anda því aS sér, hæg gola svalar kinnum. okkar og sólin skín yfir jökla og einstök, blá fjöll í fjarska. Við göngum í suðvestur, stefnum á Hofsjökul. ViS förum fram hjá Ullarvatni, og í suðvestri sjáum viS yfir Sprengisancl. Við sjá- um Vatnajökul. Við göngum mílu eftir mílu, yfir eina hæSina af ann- ari, en leiSin að Hofsjökli virðist samt lítið styttast. Loks verSum viö hrœddir um, að landabréfið sýni elcki rétta leiö, því stefna okkar er á jökulinn miðjan, svo aS við beygjum af til vesturs. Tvœr stórár koma undan Hofs- jökli, Héraðsvötnin og Blanda. Hér- aSsvötnin myndast af tveimur jök- ulkvíslum. Frá Vatnahjalla að eystri kvíslinni eru 4 mílur. Þarna áSum viS í tvo tíma og át- um miðdegisverð. ViS stililuðum yf- ir Geldingakvísl' á tröllabrú, þ. e. nokkrum stórum steinum, sem tröll- in í gilinu höfSu kastað niður í ána, til þess aS krakkarnir þeirra kæmust þurrum fótum yfir um. Hálftíma. síSar konmm viS að vaðinu. Við klæddum okkur úr öllum föt- um, nema vesti og skyrtu, en bund- um þau svo hátt upp um okkur sem hcegt var. Svo létum viS á okkur ís- lenzka skó, til þess að hrufla ekki fæturna á grjótinu í árbotninum, og eftir litla stund vorurn við komnir út í mið ja ána. Kolgrár jökulstraum- urinn lagðist þungt á lendar mér og tók fast í gönguprik mitt, sem var grein af tré og í digrara lagi. Eg varS aS nema staSar öSru hvöru og líta til lands, til þess að verjast svima. Við komumst yfir ána, og kalda- baðið var hressandi. En okkur var kalt, og viS urSum að hlaupa, til þess aS ná í okkur hita. Kl. hálf sjö komum við að Pollum, og þar höfS- um við ákveðið aS láta fyrir berast um nóttina. Við reistum tjalcl okkar, tíndum saman skrælnaSa kvisti og kveyktum eld til þess að hita okkur kaffi. ViS fengum okkur svo aS borSa og okkur leið vel. Þarna er ofurlítill gróðurteigur í miðri eyðimörkinni, dálítil tjörn og lækjarsitra. Undir tjaldinu okkar er mosadúkur, svart- ur og gulur eins og leópardaskinn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.