Ísafold - 01.01.1926, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.01.1926, Blaðsíða 1
Ritstjórar: Jón Kjartansson. Yaltýr Stefánsson. Sími 500. Anglýsingasími 700. Árgangurinn kostar 5 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Afgreiðsla og innheimta í Austurstræti 3. Sími 500. 51 árg. 1. tbl. Isaf oldarprentsmið j a h.f. ísalold. á öðrum stað hjer í blaðinu, var Hafði hann þar sökt sjer niður í Þetta tölublað ísafoldar er hið fyrsta af hinum 51. árgangi. Það þótti eigi rjett, að láta þetta elsta blað landsins hverfa yfir þessi tímamót, án þess þeirra og undanfarinna ára væri minst að nokkru. í raun og veru var 50 ára af- mæli ísafoldar þ. 19. sept. 1924, því þá voru 50 ár liðin síðan 1. blað hennar kom út. En á þeim degi, voru eigi komn- ir út 50 árgangar blaðsins, held- ur var 49. árg. þá á ferðinni. Þessi seinkun kom til af því, að útgáfan hætti um stund, frá því í árslok 1921 og þangað til 1. apríl 1924. L september 1924, er 50 ár voru liðin frá þvi, að ísafold hóf göngu sína um sveitir landsins' stóð urn hana allmikill styr. Var það að vísu ekkert óvenjulegt, því eigi verður sagt um ísafold með sannnindum, að hún hafi lif- að við neina lognmoliu afskifta- leysis undanfarin 50 ár. En í hitteðfyrra eða haustið 1924, stóð alveg sjerstaklega á. ísafold hafði legið niðri í rúm 2 ár. Hún reis upp aftur án þess að hafa nokkra vísa áskrifendur. Vinna varð henni útbreiðslu og hylli á ný. . En andstæðingarnir töldu sjer leik á borði að spilla fyrir út breiðslu og áliti hennar vegna þess, að menn ungir og óreyndir tóku við stjórn hennar. er útgáfan byrjaði á ný. Enn er þjóðinni í fersku minni ritstjórn Björns Jónssonar á ísa- fold. Enn lifir í endurminning manna vopnagnýr bardagamanns- ins. Og allir sem fullorðnir eru, muna fullhugann bjartsýna, áhuga manninn. hamhleypuna, er með málsnild og fimleik *hins æfða blaðamanns greip skeyti öll á lofti, er til hans var beint. Þegar á þetta er litið, er ekki nema eðlilegt, að það hafi reynst og reynist, erfitt verk og aðsúgs- mikið, að taka upp ritstjóm ísa- foldar — svo það þyki vel af hendi leyst. — Hjer er þó þess að gæta, að líta verður á málið frá annari hlið. Fyrir þá sem leggja alúð og rækt við starf sitt, er ekkert gagn- legra en ágæt fordæmi. Eins og við íslendingar njótum góðs af feðr- anna frægð — eins og karlmenska þeirra og mannkostir, örfa til eft- irbreytni og manndáða — eins er það í hvaða starfi sem er, hinn mesti fengur, að hafa sem ágæt- astar fyrirmyndir. Á þessum rúmu 50 árum sem liðin eru, síðan ísafold byrjaði að koma út hafa skilyrði fyrir blaða- útgáfu breyst allmikið hjer á landi En þó svo sje, geta grundvall- arreglumar um ritstjórn blaða gilt þær sömu. Eins og getið er um lífið næsta fábreytt á landi hje^ fyrir 50 árum — og sáu menn þess lítil merki, að þörf væri á nýju blaði. Af efni fyrstu árganga ísafoldar er markmið og tilgangur stofn- andans auðsær. Hann hafði um nokkurt ára bil setið erlendis. það mest af öllu, heimsviðburðunum að kynnast - öllu því sem máli skifti og fram færi í heiminum utanlands og innan. Síðan harðvítugar flokkadeilur helsta, sem var að gerast í sam- risu hjer innanlands hefir það oft tiðinni. Er hann byrjaði blaðaútgáfu, mun það framar öllu öðru hafa vakað fyrir honum, að blað hans yrði fræðandi um alt það helsta, viljað brenna við, að blöð væru gefin út, sem sintu meira um póli- tískt karp en hina almennu fræðslu og frjettafróðleik. Vitaskuld þarf blað hvert að tsafold og Björa Jénsson Eftir Einar H. Kvaran. S ! hafa ákveðna afstöðu til stjóm- mála og£ helstu dagskrármála þjóðarinnar og má vel á því fara án þess að blöðin einskorði meg- inið af efni sínu um deilumálin. En þetta hefir viljað brenna við. Blöðin hverfa frá aðalhlutverki sínu, að flytja mönnum nýungar og fróðleik. En þó hinn almenni frjettafróðleikur . hafi oft orðið útundan, hefir almenningur eigi mist sjónar á aðalhlutverki blaða. Er því blaði enn í dag best tekið á landi hjer. sem fjölbreyttastar frjettir flytur. Og þó hinar hlutdrægu frásagn- ir blaða veiti flokksforingjum liðsauka og vaxandi brautargengi. verður það ekki langvinnt, því hver sá, sem á upptök að vísvit- andi rangfærslum máli sínu til stuðnings, hann sýnir málefni því sðm hann berst fyrir, hið fylsta vantraust. Náist ekki fylgi með sannri rökvíslegri fræðslu um málið, telji forvígismennirnir hlutdrægni nauð- synlega, þá spilla þeir málstaðn- um, í stað þess að bæta hann. ' Margt er það á landi hjer er þarfnast endurbóta við. En fátt er þó jafn afleitt og samgöng- urnar sbr. við samgöngur annara þjóða. Við ömurlega einangrun eiga menn að búa í íslenskum sveitum. Þar er fátt um nýbreytni, að öðru leyti en því, sem hin sviptigna íslenska náttúra landsins veitir, og hin hugþekku landbúnaðar- störf. En því meiri sem einangr- unin er, því ríkari áherslu verða blöðin að leggja á það að bregð- ast eigi aðalskyldu sinni gagn- vart lesendunum Þessi missiri síðan í apríl 1924 hefir ísafold stefnt eindregið að því, að flytja lesendunum eins fjölbreyttar og áreiðanlegar frjettir og fróðleik sem auðið er, um viðburði fjær og nær. — Hefír tekist, að halda þeirri stefnu m. a. vegna þess að ísafold er eigi bundin stjórn neins stjórn- málaflokks í landinu en er rekin með dagblaðinu (Mbl.) sem sjálf- stætt útgáfufyrirtæki. Hinar örtvaxandi vinsældir blaðsins hvetja ritstjórnina til þess að halda fast við þessa stefnu, sem stofnandi ísafoldar markaði fyrir 50 árum. Fyrsta bla? ísafoldar kom út 19. lagt upp í hendurnar á Islending- um ritgjörðum um bækur. Þær september 1874. Þá var ekkert um með stjórnarskránni. Hinir voru komu engar út, svo að teljandi væri. árennilegt að fara að stofna nýtt miklu fleiri, sem töldu það vald Og ef einhver bók kom út, þá var blað. Jeg held aö fæstir menn úti um sveitir hafi fundið mikið til þarfarinnar á því. Þeir fengu Þjóð- ólf að sunnan og Norðanfara að norðan. Það virtist vera nóg. Áhugamál þjóðarinnar voru fá og óljós. Stjórnarbótarmálið var til lykta leitt um stundarsakir. Um úr- slitin voru reyndar nokkuð skiftar skoðanir. Til voru þeir menn, sem hjeldu að alt of mikið vald væri ekki nógu mikið. En jeg er lirædd- ur um, að þeir hafi veriö flestir, sem ljetu sig þetta stjórnarmál litlu skifta og höfðu fremur óljósa hug- mynd um, hvað í raun og veru var að gerast. Menn töluðu sín á milli um framfarir, en mjög mun mönn- um hafa verið óljóst, í hverju þær ættu að vera fólgnar, eða hvernig þa*r ættu að gerast. Ekki gátu menn vonast 'eftir miklum eða slcemtileg- afstaða almennings gagnvart henni mjög á reiki. Menn sjá það glögt á því, livernig fór um ljóðabók, sem Björn Jónsson ritstjóri ísafoldar, á samt Snorra Pálssyni verslunar- stjóra á Siglufirði, rjeðst í að gefa út nokkurum árum síðar eftir eitt af landsins frumlegustu skáldum, Grím Thomsen. Ein blaöagrein olli því að ekkert eintak seldist af bók inni um 10 ár. Hvað áttu íslendingar að gera við nýtt blað 1 Ekki ýtti það undir áhugann á nýju blaði, hvað langur tími leið frá því að blöðin komu út, og þang- að.til þau komu í hendur kaupend- anna. Póstferðir voru fáar og á póst- afgreiðslunni virðast hafa verið all- miklir annmarkar. í öðrum árg. ísafoldar hefi jeg tekið eftir t.veim- ur dæmum. Bókasending frá Kaup- mannahöfn var lieilt ár, eða líkleg- ast eitthvað lengur á leiðinni til viðtakanda. Hitt dæmið er frá Ak-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.