Ísafold - 06.01.1926, Blaðsíða 4

Ísafold - 06.01.1926, Blaðsíða 4
ÍSAFOLD sst á, gilda frá þessum áramótum i þrjá ár. Lítilsháttar verkfall gerðu einn ig kvenmenn, er unnu að síldar- sðltun á Siglufirði. Var það til Ijrkta leitt, eftir fáa daga, með kauphæklrun. Ný iðnfyrirtæki. Sjerstaklega má benda á nokkr- ar síldarbræðslustöðvar á Norður- «sg Vesturlandi, sem bæði hafa rerið reistar og mikið endurbætt- f Reykjavík var stofnuð á ár- itíu niðursuðuverksmiðjan „Ing- Æfur“, er sjerstaklega hefir tek- ið sjer fyrir hendur að tilreiða gáða og ljúffenga fæðu úr síld. Hinnig sýður hún niður ýmsar aðrar innlendar matvörur. f Reykjavík var einnig sett á «tofn ullarverksmiðjan ,Gefn‘, og mjög stækkuð og endurbætt öl- gerðin „Egill Skallagrímsson", edns og ölið sjálft ber best vitni ura- Á ísafirði var stofnuð smjör- lákisgerð. Vegna þess að 7. des. brann nið- ursuðuhús Mjólkurfjel. ,,Mjöll“ í Borgarfirði, hefir fjelagið orðið ao hætta starfsemi að sinni. pessi tímamót verða verslunar- stjettinni sjerstaklega minnisstæð vegna þess, að nú legst niður einka sala ríkisins á tóbaki og stein- olíu. Á stríðsárunum og jafnvel fram á síðustu tíma hefir sá andi ríkt í miklum meiri hluta þjóðarinnar að kaupmönnum, sem ríkið selur verslunarrjettindi, megi eigi treysta til þess að annast þennan atvinnurekstur; ríkið þurfi því að hafa þar hönd í bagga, og einstaklingar að „bind- ast sjálfbjarga samtökum“, sem þeir kalla svo, til þess að draga verslunina úr höndum kaup- manna. — Afleiðingarnar af þessu einokunar- og kúgunar-æði eru ekki allar komnar í dagsljós- ið. Eitt vígið er þó hrunið, og víman rennur óðum af þeim sem hæst hafa galað. En „timbur- mennirnir“ verða auðvitað að verki fyrst um sinn, bæði á póli- tíska- og verslunarsviðinu. Á gamlársdag 1925. Garðar Gíslason. -O-OQO--O- Kanpdeilur og ryskingar i Vesfanannaeyjnm. Sextíu manns ganga í hóp að verkamönnum, er vinna að kolauppskipun og hóta ofbeldi ef vinnan ekki hætti. Kr. Linnet bæjarfógeta tekst að koma á „vopnahljei." Fram að nýári hefir alment timakaup verið þar óbreytt, þrátt fyrir lækkandi vöruverð og mink- andi dýrtíð. Það hefir verið kr. 1,20—1,30. En upp úr nýári var J*að áformið að kaupið lækkaði niður í kr. 1,10 um tímann. Hafði formaður verkamannafjelagsins, Eiríkur Ögmundsson, látið svo *m mælt, að hann mundi mæla ■íeð því við fjelagsmenn, að þeir gengju að þessu kaupi. í fyrradag var unnið við upp- skipun á kolum úr skipi, sem fcom til Gísla Johnsen. Fór alt íriðsamlega fram. Var álitið, að iormaður verkamannafjelagsins mundi geta komið því til leiðar að verkamenn sýndu sanngirni og gengju að þessu kaupi. í fyrrakvöld var fundur hald- inn í verkamannafjelaginu. Þar var kosin samninganefnd. En þar var einnig, eftir því, lem Tsafold var símað í gær. samþybt að ganga ekki að neinni kauplækkun. Tillögur formannsins voru virt- ar að vettugi, og hann ekki kos- inn í nefndina. Þessir hlutu kosn- ingu: ísleifur Högnason, kaupfjelags- atjóri, er menn 'kannast við af ummælum um hann í samvinnu- tímaritinu. Er hann einn af allra fylgispökustu mönnum Hriflu- Jónasar og honum samgróinn. — Hvað élskar sjer líkt.Aðrir nefnd- armenn: Jón Rafnsson, og Haukur Sig- iúed Björnsson. Þegar vinnan byrjaði við kola- skipið í gærmorgun, söfnuðu þessir menn liði, og komu einir 60 saman á vettvang. Höfðu nokkrir þeirra prik með sjer, ef kæmi til barsmíða. Verkamenn þeir, sem voru i kolavinnunni urðu brátt ofurliði bornir og urðu að hætta vinnu. En margir þeirra ef ekki allir voru fastir starfsmenn verslunar- innar og kom þeim þvi samþykt verkamanna ekkert við. En hinir uppvöðslusömu liðsmenn ísleifs Högnasonar skeyttu því engu, þvi þeim mun hafa verið það efst í hug að njóta liðsmunar, og sýna fram á, að þeir gætu ráðið hvort unnið yrði eða ekki. pegar verkamenn, er voru að vinnu sáu sitt óvænna, leituðu þeir til bæjarfógtans. Kom hann brátt á vettvang. Höfðu nokkrir menn lent í ryskingum áður en hann kom. En honum tókst brátt að stilla til friðar, og stakk hann upp á því, til samkomulags, að daglaunamönn- um yrði borgað sama kaup og verið hefir uns samningar tækj- ust. Komst þá kyrð á. En atvinnurek endur tóku enga daglaunamenn í vinnu í gær; þeir höfðu ekki aðra menn í vinnu en þá, sem ráðnir eru til lengri tíma. Er ísaf. átti tal við bæjarfó- getann í gærkvöldi, sagði hann miklar æsingar í Eyjum, út af þessu máli og mætti búast við því, að eigi væri sjeð fyrir end- annan á þeim fyrst um sinn. Landsverslunin breytir til. Auglýsir stórkosth ga verðlækk- un jafnskjótt og einokuninni er Ijett af. Hvað veldur? Á sunnudaginn var auglýsti Landsverslunin útsöluverð stein- olíu sem hjer segir: Sunna 30 aura kílóið. Mjölnir 28 aura kílóið. Gasolía 22 aura kílóið. Sólarolía 22 aura kílóið. Fram til áramóta var verðið þetta: Sunna 34 aura kg. Mjölnir 32 aura kg. Gasolía 26 aura kg. Verð Sólarolíu er óbreytt frá því sem var. Landsverslun hefir eigi, að því er kunnugt er, fengið neinar birgðir af olíu þessa daga. Markaðsverð á steinolíu hefir undanfarið farið fremur hækk- andi en lækkandi. En þrátt fyrir þetta lækkar Landsverslunin olíuverðið, jafn- skjótt og einokuninni er Ijett af. Skýlausara vantraust er ekki hægt að gefa hinni nýsáluðu ein- okun. Ætla mætti að þeim renni til rifja einokunarherrunum, dig- urmælin um ágæti einokunarinn- ar, þegar þeir nú opinbera það alþjóð, að á þeim degi sem ein- okuninni er ljett af, lækkar verð- ið að miklum mun. Hvað veldur vérðlækkuninni? Almenningur á heimtingu á að fá því svarað. Hefir olían fram til þessa verið seld svo geysilega ósanngjörnu verði ? Gat Landsverslunin, þrátt fyrir hinn illræmda samning, selt olíuna mun lægra verði en verið hefir? Slíkt er ekki trúlegt. Eða býst Landsverslunin við, að nú verði að viðurkenna hve samningurinn var óhagstæður, og að framvegis sje hægt að fá ódýr- ari olíu en áður? — Nú verði al- þjóð loks að fá að finna til þess, hvílíkum okurkjörum við höfum verið beittir. Nú fái Landsversl- un framvegis ódýrari olíu en fjekst á meðan samningurinn var í gildi. Betra seint en aldrei. ísafold getur ekki annað en vottað Landsverslun þakklæti fyrir, hve viðbragðsfljót hún var, að sýna ólieilbrigði einokunarinn ar og gagn það, sem almenningi flýtur af frjálsri samkeppni — í steinolíuverslun sem annarsstaðar. Hin snögga verðlækkun er til- hlýðilegur minnisvarði á leiði hinnar nýsofnuðu einokunar. Heilsufarsfrjettir. Taugaveikin á Vesturlandi. Engin ný tíðindi. Hjeraðslæknir á ísafirði telur taugaveikisfarald- urinn í sínu hjeraði „alveg um garð genginn". Einn sjúklingur ljest af afleiðingum veikinnar (hjartabólgu). Yfirleitt gott heilsufar á Vest- urlandi. Mislingamir á Akureyri. 25 heimásveinar í gagnfræða- skólanum liggja í mislingum. ■ H.f. EimskipafjBiag fslands. Aðalf nndnr. Aðalfundur Hlutaf jelagsins Eimskipafjelag Islands, verðuf haldinn í Kaupþingssalnum í húsi fjelagsins í Reykjavík, laugar- daginn 26. júní 1926, og hefst kl. 1 e. h. DAGSKRÁ: 1. Stjórn fjelagsins skýrir frá hag þess og framkvæmdum á liðnu starfsári, og frá starfstilhöguninni á yfirstandandi ári, og ástæðum fyrir lienni, og leggur fram til úrskurðar, endur- skoðaða rekstrarreikninga til 31. desember 1925, og efnahags- reikning með athugasemdum endurskoðenda, svörum stjórnar- innar og tillögum til úrskurðar frá endui'skoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skiftingu árs- arðsins. 3. Kosning fjögra manna í stjórn fjelagsins, í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt fjelagslögunum. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess er frá fer, og eins varaendurskoðanda. 5. Umræður og atkvæðagreiðsla urn önnur mál, sem upp kunná að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu fjelagsins í Reykjavík, dag- ana 23. og 24. júní næstkomandi. Menn geta fengið eyðublöð yfrir umboð til þess að sækja fundinn hjá hlutafjársöfnurum fjelags- ins um alt land, og afgreiðslumönnum þess, svo og á aðalskrifstofu fjelagsins í Reykjavík. Reykjavík, 16. desember 1925. Stiórniii. Annars gott heilsufar þar nyrðra, símar hjeraðslæknir á Akureyri. BarnaveiM í Reykjavík. Átta hafa veikst alveg nýlega, — eiga heima á Njálsgötu, Berg- þórugötu og Óðinsgötu. Veikin er væg, segir hjeraðslæknir, og all- erfitt sem stendur að greina hana frá vanalegri hálsbólgu, sem tals- vert er um í. bænum. Kvefsóbtin á Suðurlandi. heldur enn áfram. Þung er hún ekki. Þó þafa nokkrir sjúklingar, einkum börn, fengið lungnabólgu upp úr kvefinu. Læknar telja lieilsufar yfirleitt gott. Hjeraðslæknarnir í Hafnar- firði og á Akranesi segja t. d. báðir óvenju lítið, um veikindi, eftir því sem vant er að vera á þessum tíma árs. 4. jan. 1926. G. B. hana selur og hefir hann veiðst talsvert,. Fislcveiði■ er töluverð á Siglufirði um þess- ar mundir. Jarðarför Páls sál. Jónssonar í Einarsnesi fór fram fyrra miðvikudag. Hall- dór skólastjóri Villijálmsson á Hvanneyri hjelt fallega húskveðju á heimili hins látna, en í kirkjunni talaði sjera Einar Friðgeirsson á Borg. Líkfylgdin var fjölmenn. f Borcjarfirðinum láta bændur vel yfir tíðarfarinu,. snjór er þar lítill, aðeins föl á jörðu. Skepnur eru enn að mestvx á jörðu. Frjettir víðsvegar að. S njókyngi er svo mikil á NorSurlandi um þessar mundir, að elstu menn muna ekki annað eins um þetta leyti árs. Sagði tíðindam. ísaf. á Sauðár- krók 2. þ.m. að allar samgöngurá landi mættu kallast teptar vegna snjókynginnar, og má heita jarð- laust víöast hvar í Skagafirðinum. Á Skagaströnd eru menn hræddir um að 12—14 hross hafi hrakið fyrir björg og far- ist í sjó; hafa þau ekki fundist ennþá. Annars vita menn ekki af fjársköðum nyrðra, eða ekki neitt svo um muni. Ein og ein skepna á einstaka bæ, annað ekki. Snjóflóð í Heljardal á dögunum tók 12 símastaura og sópaði burt,.., Smásíld er nokkur inni á Skagafirði. Eltir Þýskur skipstjóri, Woker a® að nafni, er var skipstjóri á „Mörtu“, sem strandaði austur í Meðallandi fyrir nokkrum árum, sendi þýska aðalræðismanninum lijer í bænum símskeyti á gaml- árskvöld, þar sem hann óskar ís- lensku þjóðinni gleðilegs nýjárs. Kefir hann ætíð munað eftir við- tökum þeimv er þeir skipbrots- menn urðu aðnjótandi hjer og sent um hver áramót slíkt heilla- óska'skeyti. Nýi sáttmáli. Svo heitir ritling- ur, sem er nýkominn út eftir Sig- urð Þórðarson, fyrv. sýslumann frá Arnarholti. Hann tekur til meðferðar stjórnmálaástandið í landinu nú og áður fyr o. fl. o. fl. „Almenn rökfræði“ eftir Ágúst H. Bjarnason próf., önnur prent- un, er pýlega komin út, aukin og endurbætt. Fyrri útgáfa kom út fyrir 12 árum. Áramótagreinar. — Framhald af þeim koma í næsta blaði. Af sjerstökum ástæðum kemur 2. tbl. þessa árg. á undan 1. tbl- Fyrsta tbl. kemur með næsta pósti; það verður með nokkuð sjerstöku efni. Dánarfregn. 2. þ. m. ljest á Húsavílc Ásgeir Blöndal, fyrv. hjeraðslæknir, tæpra 68 ára aldri.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.