Ísafold - 12.01.1926, Blaðsíða 3

Ísafold - 12.01.1926, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD 3 Irugum manna, náði að festa ræt- tir — þó svo virðist, sem það liafi farið fyrir ofan garð og neðan Ijá Tr. Þ. En það verður liver að breyta eins og ihann á lund til. Þó væri ætlandi, að hinn „sögu- -fróði“ Tr. p. hefði getað látið «vo lítið, að vita hvað í því blaði stóð, þó aldrei bæri hann gæfu til þess að breyta eftir því. En honum farast svo orð, að í 200 ár hafi enginn maður borið það fram fyrri en núv. lands- stjórn, að þjóðin þurfi að gæta sín að safna ekki of miklum skuldum. Árið 1913 voru ríkisskuldirnar smávægilegar, samanborið við )það, er þær voru kömnar á 3. tug miljóna. En árið 1913 — fyrir einum 12 árum (ekki 200), sat maður í Laufási, er skrifaði aðvörunarorð gegn fjáraustri og óforsjálni. — ITonum farast m. a. þannig orð: „Hafi nokkur vænst íhalds í fjármálum frá „bændaflokkn- um“ svo.nefnda, eru litlarhorf- ur á því að það rætist... Hvaða blöð vilja nú í það ganga að leggja að kjósendum aðhald og íhald við fjárausturinn, nú við næstu kosningar ? Og kenna ráðin til þess“ ! * Það varð ekki „bændablaðið" 'Tíminn, sem taka vildi upp stefnu þjessa manns, sem stöðva vildi fjárausturinn og greiða skuldirn- ar, sem gæta vildi nauðsynlegs Ihalds í fjármálum. Á merki því heldur sá flokkur, sem nú hefir völdin í landinu. Fjárausturinn er nú stöðvaður, þó Tímaflokkurinn liafi róið öll- um árum að því, að halda honum við. Skuldirnar borgast óðum. En hinn lítilmótlegi ritstjóri, er nú situr á föðurleifð sinni, gerir óp að þeim mönnum, er vinna í anda greinarinnar, er kom út í „Nýju kirkjublaði“ fyrir 12 árum. MikiU snjór er enn sagður á Norö urlandi;. þvarr þó uokkuð í hláku- ■döguimm um daginn. Vikan sem leið. Oft ber það við, að menn binda ýmsa nýbreytni í hátterni sínu við áramót. Stundum verður þó minna úr framkvæmdum. Menn lofa sjálfum sjer allskonar um- hreytingum til bóta, en þegar líður frá nýári, lognast margt út af og sækir í hið sama horf. Rjett þegar nýárshugleiðingar manna stóðu sem hæst hjer í höfuðstaðnum, barst þeim í hend- ur bók Sigurðar Þórðarsonar, — „Nýi sáttmáli“. Enn hefir eigi nnnist tími til, að sikrifa um hana ritdóm hjer í blaðið. Það vill oft verða svo, að ritdómar dagblaða sitja á hakanum fyrir daglegum skyldustörfum. En hvað sem bókinni líður, er það viðburður, sem í frásögur er færandi, að 1000 eintök af bók- inni skuli seljast Hjer í bænum á' einni viku. Það eitt ber ótví- ræðan vott um, að bókin fjalli um efni, sem bæjarbúum er hug- leikið. pó svo, reynist, að eitt og annað í bókinni sje á röngum, eða of veigalitlum forsendum bygt, þá 'er það ekki að efa, að bókin er skrifuð með þeim einlæga ásetn- ingi að draga fram það, sem af- laga fer. Og þegar li-tið er á bókina í heild sinni, fer etkki hjá því, að einmitt blaðamenn stingi hend- inni í eigin barm og finni til þess, að margt er þar sagt, sem blöðin hefðu átt. að vekja máls á. Kauperjur stóðu yfir í Vest- mannaeyjum nokikra daga, og er nú hlje á. Stóð deilan um tíma- kaup daglaunamanna.Hefir kaup verið þar kr. 1.30. Höfðu atvinnu- rekendur talað svo um við for- tmann verkamannafjelagsins, að upp úr nýári yrði kaup þetta lækkað niður í kr. 1,10, og taldi hann það sanngjarnt. En samþykt hafði eigí verið gerð í fjelaginu. Þegar vinna byrjaði eftir nýár- . ið bljes ísleifur kaupfjelagsstjóri Högnason þar í herlúður, og var formaður verkamannafjelagsins ofurliði borinn. Heimtuðu verka- menn sama kaup og áður. Fylkti ísíeifur liði og menn hans og komu fram með ærslum og hót- uðu þeim barsmíðum er unnu, — enda þótt það væru menn, sem eigi voru ráðnir fyrir tímakaup, menn, sem varðaði engu samþykt daglaunamanna. Þótt óróamönnun um væri sýnt fram á, að fram- ferði þeirra væri með öllu móti ósanngjarnt, og fastráðnir starfs menn atvinnurekenda væri nauð- synleg vernd gegn ofbeldi þeirra, æstust menn Ísleifs og hótuðu að beita öllum vopnum til að geta spilt vinnu. Varð það að samningum, að atvinnurekendur lofuðu sama kaupi og áður, uns samið -yrði ,hjer í Reykjavík. En Dagsbrúnar- samningar hafa legið hjer * niðri um hríð. Aftur á móti komúst samningar á í Hafnarfirði þessa daga, og var kaupið þar lækkað um 20 aura á tímann, eins og til var ætlast í Vestmannaeyjum, úr kr. 1.40 í kr. 1.20. Eins munu verfkamenn í öðrum kauptúnum hafa gengið að sanngjarnri kaup- miðlun. Eftirtektarvert er framferði hins jónasarlega kaupfjelagsstj. í Eyjum. Tíðindi eru það, hve Lands- verslun lækkar snöggftga olíu- verðið, þegar einokuninni er ljett fyrra verið 12 kr. dýrara en það hefði þurft að vera, samanborið við núverandi útsöluverð. Er það ekki smáræðis skattur, sem báta- útgerðin losnar við, er hin ill- ræmda einokun hverfur. Ymsir einkennilegir fyrirburð- ir á sviði tóbaksverslunarinnar hafa og komið fram þessa viku. Verður nánar skýrt frá þeim síðar. — Kosningin í Gullbringu- og Kjósarsýslu fór svo, að Ólafur Thors hlaut kosningu með 1318 atkvæðum; Haraldur Guðmunds- son fjekk 958 atkvæði. DOKTORSVÖRNIN á fimtudaginn var. Hún fór fram í Neðrideildar- salnum að viðstöddu fjölmenni. Jón Helgason. Kl. iy2 á fimtudag, safnaðist múgur og margmenni í fordyri Alþingishússins, til þess að vera við doktorsvörnina. Þar munu hafa verið allir háskólakennar- arnir, háskólastúdentar allir og meginþorri mentamanna bæjarins. Er opnaður var aðgangur að þing- sölunum, troðfyltist Neðrideildar- salurinn á svipstundu. Próf. Ág. H. Bjarnason stýrði athöfninni, og sat í forsetastól, en doktorsefni gegnt honum. í slkrifarasætunum sátu þeir and- mælendur Páll E. Ólason og Sig- urður Nordal. Fyrst mælti doktorsefni Jón Helgason nokkur orð. Gat hann þess, að við rannsóknir sínar á bókmentum íslendinga á síðari öldum, hefði honum hugkvæmst að skrifa þessa bók, og hann hefði fengið tækifæri til þess árið sem leið. Efni bókarinnar væri í rauninni ekki vel fallið til doktorsritgerð- ar, því heppilegast væri í dokt- orsritgerð að taka eitthvað flókið efni, og í ritgerðinni greiða úr flækjunni. En um rannsókn á ís- lenskum bókmentum síðari alda yrði slík ritgerð eigi samin. •—• Markmið hans hafi verið, að ganga svo frá þessu efni, áð - óþarft væri, að taka það til með- ferðar aftur á næstunni.En hvern- ig það hafi tekist, kvaðst hann lcggja undir annara dóm. Því næst tók höfuðandmælandi, Páll Eggert Ólason, til máls. Kvað hann Jón Grunnvíking myndi hafa talið það fyrirsögn, að honum hlotnaðist sá heiður, að um hann væri rituð doktorsritgjörð, þegar ástæður hans voru svo slæmar, að hann átti fult í fangi með að afla sjer pappírs til að skrifa á. Mintist hann síðan á hið marg- háttaða fræðastarf Jóns Grunn- víkings; svo mætti að orði kom- ast, að eigi hefði verið gefið út sjálfstætt rit, er varði ísl. fræði á síðustu öldum, svo, að eigi væri Jóns þar getið. Þrátt fyrir afrek hans og elju, hefði hann aldrei komist til neinna metorða í lífinu, og hefði lifað við bág kjör alla tíð. Það væri virðingar- vert af Jóni Helgasyni að velja æfi þessa manns sem viðfangs- efni, því oft færi það svo, að slíkir menn gleymdust, er frá liði; enda hefði það komið fyrir, að fræðimenn, sem mest hafi haft gagn af verkum Jóns, þeir hefðu hnjóðað í hann. Að svo mæltu drap ræðumaður á nokkur atriði í bókinni, erhann 'italdi ekki rjett. En alt voru það smámunir. f einu þótti ræðu- manni að doktorsefni hefðu verið mislagðar hendur. Var það í frá- sögn hans um málfræðistarf Jóns Grunnvíkings, er ræðumaður taldi verið hafa mikils virði fyrir seinni tímann. Þá benti ræðumaður á nokkur mállýti í bókinni og orðmyndar- atriði, er honum þóktu miður skarta í bókinni, en lauk ella lofs orði á framsetningu. Jón Helgason svaraði ræðuniii með fám orðum. Kvaðst hann ekki gera eins mikið úr málfræð- isathugunum Jóns Grunnvíkings og andmælandi. Mintist hann á, (að andmælandi hefði að nokkru auðvitað mikla’ þýðingu; en svo er ekki, að mínu áliti. Jeg sje ekki í málinu aðrar líkur fyrir því, að glæpsamlegt athæfi hafi staðið í sambandi við drukknun Guðjóns sáluga, en þær, sem bygðar eru á drykkjurausi krón- iskra alkohólista, eins og þeir eru Aðalsteinn Jónsson, Tómas Skúla- son og fleiri, sem yfírheyrðir voru 1 málinu, og minnisleysi þeirra í sambandi við bæjarþvaður (blóð- blettina á fötum Guðmundar á Másstöðum o. fl.). Þar skilur okkur, að jeg get ■ómögulega talið líkur sterkar, er bygðar eru á slíkum grundvelli. Þjer getið ekki trúað því, að þeir Aðalsteinn og Tómas geti hafa sagt það satt, að þeir myndu ekki hvar þeir hefðu verið á- kveðnar stundir ákveðna daga. En reynið að spyrja lækna, sem vit, hafa á málinu og sýslað hafa með króniska alkoholista eins og t. a. m. geðveikralæknirinn á Kleppi, og heyrið hvað þeir segja. TTm Aðalstein er það upplýst í prófunum, af syni Guðjóns sál- uga, að engu hans orði er trúandi, ef vín er í honum, því hann veit þá ekkert hvað hann segir. Þeir, ■ sem þekkja Aðalstein best, eins! j og Guðmundur Jónsson, Hverfis-i götu 83, sáu vín á honum bæði á j föstudag og laugardag (bls. 112 og 115), sbr. og kvenfólkið uppi á Laugaveg 73 (bls. 112!). Nú er Aðalsteinn mjög hæglátur maður og stiltur, og honum nákunnugir menn segja, að ókunnugir sjái ekki á honum vín, fyrri en hann sje orðinn mjög drukkinn; en þessu getið þjer ekki trúað, enda kemur hin skoðunin betur heim við yðar skoðun á málinu. — I Það er ekki upplýst í málinu, að Guðjón sál. hafi verið í óving- j an við nokkurn mann. Það er | heldur ekki upplýst að honum hafi horfig eyrisvirði. Allir fjár- munir hans, sem menn vita um að hann hafði með sjer, og þar gátu verið, fundust í tösku hans, og ef lík hans, eins og jeg bjóst við — en það var orsökin til dráttarins af minni hálfu á endur- upptöku rannsóknarinnar — hefði fundist áður en fóðrið og vasarnir voru grotnaðir undan treyju hans og veski hans með 500 krónunum verið í vasanum, þá býst jeg við að við hefðum verið sammála um, að ekki væri nokkur snefill af ástæðu til að ætla að um annað en slys væri að ræða. En ef nú svo er, að mjer skjátl- ast ekki svo mikið í því, að lík- urnar fyrir glæpsamlegu athæfi í sambandi við fráfall Guðjóns sál. sjeu mjög veikar, og jeg veit, að þar eru mjer sammála menn, sem hafa meiri reynslu í meðferð sakamála en við báðir til sam- ans, og get nefnt þá menn við yður, ef þjer viljið hvað verður þá úr þessum lið árásar yðar á embættisfærslu mína og öllum stóryrðum yðar og fullyrðingum ? Það skín alstaðar í gegn hjá yður, að yður þykir jeg hafa verið of mildur í rannsókninni, ekki beitt embættisvaldinu nóg, ' látið Aðalstein eiga of gott í gæsluvarðhaldinu (bls. 130), og ekki beitt því nógu lengi við hann (bls. 129). Þótt þjer segið það ekki berum orðum, þá gefið þjer fyllilega í skyn, sjer- staklega með orðum yðar í enda j fyrstu málsgreinarinnar á bls. j 130, að jeg, að yðar áliti, hefði I átt að pína Aðalstein til þess að j játa, að hann hefði \myrt Guðjón sjer til fjár. Mjer hrýs hugur við, að slíkur miðalda hugsunarháttur skuli enn ! á tuttugustu öldinni þrífast hjer ' á landi, og það hjá manni, sem liefir haft á liendi trúnaðarstörf , fvrir þjóð sína, gegnt dómara- j embætti til skamms tíma, og haft vald það, sem rannsóknardómur- um í sakamálum er fengið í hend- i Ur' j Skilst yður ekki, að Aðalsteinn, jþótt krónískur alkóhólisti sje^ er maður eins og jeg og þjer og á sín mannrjettindi óskert? Skilst yður ekki hvílíkt þrælabragð það væri af rannsóknardómara, að nota embættisvald sitt til þéss að pína umkomulausan vesaling til þess að játa á sig glæp — og það ^morð — sem mjög óverulegar lík- jur eru til að hafi verið drýgður, jhvað þá heldur fyrir því, að hann (hafi drýgt glæpinn? Eruð þjer í búinn að gleyma því, að það, er ekki ætlunarverk og ekki ein- kenni góðs rannsóknardómara að pína fram sem flestar glæpajátn- ingar, heldur hitt, að leiða sann- leikann í ljós í sem flestum af þeim málum, sem hann tekur til rannsóknar ? Jeg hefi alls ekki verið of mild ur við Aðalstein Jónsson í þessu máli og alls ekki slept honum of snemma úr gæsluvarðhaldinu. Um hitt er jeg í efa, hvort jeg hafi ekki beitt of mikilli hörku við hann, og haldið honum of lengi í gæsluvarðhaldinu, ekki veiga- meiri en líkurnar gegn honum voru að mínu áliti. pá finnið þjer að því, að jeg hafi bókað framburð Aðalsteins í rjettarprófunum eins og hann var, „rjett eins og hann væri skrifari sakbornings og annað ekki“ (bls. 131) og að honum hafi ekki verið gert Ijóst hve fram burður hans væri óseunilegur og vitnað undir aómgreind hans (bls. 130). Jeg er í engum vafa um, að það sje- skylda rannsóknardómara að bóka framburð sakborninga rjettan ogr óbjagaðan og að það væri geipí-»

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.