Ísafold - 19.01.1926, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.01.1926, Blaðsíða 3
ISAFOLÐ 'þvátta, að allir íslendingar eru í Jiöfuðatriðmn ósammála skoöunum S. Þ. á sjálfstæðismálum þjóðarinn- ar, og á áliti hans á sáttmálanum frá 1918. En sje hinsvegar gagnrýni S. Þ. að einhverju — meira eða minna — leyti rjett, þá þvær þaö aldrei hendur þeirra, sem fyrir sök eru hafðir, að ráðast með stóryrðum og persónulegum skömmum á S. Þ., eins og Sig. Eggerz gerir. — Sú aðferð er ekki sæmandi reyndum stjórnmálamanni, sem í mörg ár hefir gegnt æðsta embætti landsins. Enn síður er sú aðferð sæmandi, þar sem aðalásakanir S. Þ. á S. Eggerz voru fyrir gerðir hans, meðan S. E. var aðalvörður rjettlætisins: dóms- málaráðherra. — Því hvað sem ann- ars líður „hinni iðandi framsókn á öllum sviðum* ‘ og „hinni vaxandi menning, sem leiðir það af sjer, að horft er með meiri mildleika nú en •áður á ýmsar yfirsjónir manna“, eins og S. E. kemst að orði, þá veröur útvörður rjettlætisins, dóms málaráðherra, að skilja að okkar unga, óþroskaða ríki verður aldrei" langlíft, ef okkur tekst ekki að halda uppi lögum og rjetti í ríkinu. Framtíð okkar unga ríkis er ekki hvað síst undir því komin, hvort- okkur tekst að sýna umheiminum að við sjeum færir um að gæta rjett- aröryggis okkar eigin þegná. Á því veltur það fyrst og fremst, hvort við erum færir um að vera sjálf- stætt ríki. i osulmálið Eftir Tryggwa Sveinbjörnsson. Aþjóðabandalagsráðið sem kvað upp úrskurð um Mosulmálið. Við horðendann, til vinstri handar sjest utanríkisráðherra Svía Undén; til hægri handar við hann sjest: Japaninn, Ishii, þá fulltrúi Spánverja og loks fulltrúi Frakka, Poul Boncour. Á 37. ráðsfundi Alþjóðabanda- lagsins, sem kom saman í Genéve í des. var aðal viðfangsefnið að kveða upp úrskurð um, hvort Mosulhjeraðið ætti að sameinast Irak (Mespotamiu) eða Tyrklandi. Áður en sagt verður frá meðferð roálsins, er rjett að drepa laus- ltga á hversvegna Tyrkjum var svo mikið kappsmál að ná í hjer- aðið, og hvernig stóð á að Bretar rjeru að því öllum árum, að það sameinaðist Irak. Maður bíður bana af ósreyk. V wTABRIZ % 4 N a Síðastl. þriðjudagskvöld kom Páll Árnason kaupfjelagsstjór] í 1 Gerðum heim til sín, úr snöggri ferð innan úr Reylkja- vík. Hann hafði strax farið inn í svefnherbergi sitt og kveikti þar á olíuofni. Hefir svo lagst til svefns, án þess að slökkva á ofninum. Hann hafði lokað svefn- herbergishurðinni að innanverðu. þegar leið fram á miðvikudag- inn, fór mönnum að þykja und- arlegt, að Páll gerði ekki vart við sig, og svo ,fór, að svefnher- bergishurðin var brotin upp, því menn vildu athuga hvort nokkuð væri að. Þegar inn í herbergið kom, var þar fult af ósreyk, og lá Páll örendur í rúmí sínu. Yar þegar í stað sent eftir lækni til Keílavíkur. Þegar læknir kom, sagði hann Pál vera látinn fyrir mörgum klukkustundum. Hafði hann kafnað í ósreyknum. Páll sál. var ókvæntur. Frá Akureyri. Akureyri 15. jan. FB. Pitstjóra „Verkamannsins“ stefnt Verslunarstjórarnir Hallgr. Da- "víðsson og Einar Gunriarsson, sem háðir eiga sæti í niðurjöfnunar- öefnd kaupstaðarins, hafa gert fáðstafanir t.il málssóknar á hend-; úr ritstjóra „Verkamannsins“ fyr ir ummæli, er nýlega stóðu í ^ erkamanninum í grein um nið- úrjöfnun útsvara 1926. Ummælin, sem stefnt er fyrir, eru þessi: ' „Fulltrúar erlendra fjesýslu- ^tanna hafa neytt aðstöðu sinnar 1 nefndinni, til þess að verja Þyngju húsbænda sinna, en seil- ast því dýpra ofan í vasa bláfá- ■tækrp verkamanna. Mosul-hjeraðið. Bærinn Mosul, sem lijeraðið d-regur nafn af, liggur á hægri fijótsbalkka Tigris, beint á móti rústúm Ninives. í Mosulhjeraðinu eru einhverjar stærstu olíulindir heimsins, og það er o 1 í a n , sem kept var um. Tyrkir hafa að vísu ekki nægilegt fjármagn til að færa sjer auðaTi olíulindanna i r.yt, en þeir sem ráða lögum og lofum í hjeraðinu, geta auðvitað haft stórkostlegar tekjur af olíu- lindunum með því að leigja þær öorum til notkunar. Breta vantar auðvitað ekki fjármagn til að not,- færa sjer olíuna. Yf.it höfuð að tala gera menn sjer alment enga hugmynd um, hvað olían er þýð- ingarmikil í heiminum. Hún er eitt af mestu keppikeflum milli stórveldanna. Að styrjöldinni lokinni var Tyrkland illa farið. Það hafði fjarlægst Evrópu, og miðstöð þess fluttist austur á bóginn — frá Konstantinopel til Angora. En um leið nálgast tyrknesika ríkið mið- bik breska' heimsveldisins í Asíu, þ e. Indland. Ef England vill sjá heimsveldi sínu borgið, verður það I að hafa yfir að ráða olíulindunum i Persíu og Mosulhjeraðinu. Á ráðsfundi Alþjóðabandalags- ins í^septembermánuði, var Mos- ulmálið einnig efst á dagskrá. En ráðið þorði ekki að kveða upp dóm í því. Var því gripið til þeirra iirræða, að spyrja Haagdómstólinn um þetta tvent: 1) Hvers eðlis er úrskurður sá, sem Þjóðabandalagið á að fella, — eiga allir aðilar að sætt sig við við hann, að því er snertir landa- mærin milli Tyrklands og Iraks, eða er úrskurðurinn aðeins gerð- ardómsúrskurður, sem aðilar geta samþykt eða vísað á bug eftir vild? og 2. á Alþjóðabandalagið að fella úrskurð í einu hljóði, eða er meiri hluti atikvæða nægilegur? Að vísu höfðu bæði Tyrkir og Bretar lýst því yfir, að þeir mundu .sætta sig við lii'skurð Al- þjóðabandalagsins, en það kom brátt í ljós, að þeir höfðu lofað meiru en þeir ætluðu að efna. Alþjúðabandalagsráðið hafði sent mann til Mosulhjeraðsins. Var það estlenskur hershöfðingi, LaidQner, að nafni. Átti hann að rannsaka hvað satt væri í fram- komu Tyrkja gagnvart kristnu íbúunum í norðurhluta hjeraðsins. Svo er mál með vexti, að Tyrkir rændu íbúunum, sjerstaklega ung- um konum, er þeir svo seldu eig- i endum kvennabúra í Tyrklandi, og drápxr auk þess fjölda barna og gamálmenna. Blaðamaður frá .Lundúnablaðinu „Times“ var ein- mitt á þessum slóðum um þær mundir. Hann fullyrðir að engum ofsögiun væri sagt að framferði Tyrkja, enda var úkýrslan sú, sem j Laidoner gaf um ferð sína, þung : ásökun á Tyrki. j Eins og fyr er sagt var Mosul- 1 málið tekið til umræðu og úr- skurðar á desemberfundi Banda- lagsráðsins, eftir að Haagdóm- stóllinn liafði úrskurðað, að Al- þjóðabandalagsráðið hefði vald til að leiða málið til lykta, þótt ekki j væru Tyrkir meðlimir Bandalags- ins. | Tyrkir, sem óttuðust að þeir færu halloka, lýstu því þegar í byrjun yfir að þeir mundu ekki hlýðnast úrskurði er færi í bága við vonir þeirra. Þeir neituðu að Haagdómstóllinn hefði ndkkurt vald til þess að ákveða, að úr- skurður Alþjóðabandalagsins 3 ; (skyldi vera gildur. Þeir bentu á, að tyrkneski forsætisráðherrann, Ismet Pasha, hefði neitað að gangast undir þenna gerðardóm, þegar um þetta var rætt áður á friðarsamningunum í Lausanne. Ijord Curzon hafði meira að segja sagt að það mætti ekki grípa til gerðardóms, nema með samþykki Tyrkja. Tyrkir álitu því að Al- þjóðabandalagið héfði í raún og veru aðeins vald til að miðla mál- um. Á desemberfundinum stungu Tyrkir upp á að hjeraðsbúar Mos- ulhjeraðsins skyldu greiða at- kvívði um það, hvoru megin þeir vildu vera. Þessi uppástunga var feld með þeim rökum, að íbúarnir væru of ómentaðir og óþroskaðir til að leggja málið undir þeirra dóm, fæstir væru læsir eða skrif- andi. Alþjóðabandalagið hikaði tals- vert. lengi við að kvéða upp rir- skurðinn. Málið var dregið á langinn og á meðan var reynt að koma sættum á milli aðila. Tyrk- ir sáu hvað verða vildi, og hættu um síðir umræðum um málið, en sögðu skýrum stöfum að til styrj- aldar mundi leiða, ef þeim y£,ðt misboðið. Utanríkisráðherra Tyrkja Jtór af fundinum í mikilli reiði feg hjelt heimleiðis, en sneri þó affttr til baka til Genéve, samkv. fyi- irskipunum forsætisráðlierra síps- Loksins kvað ÞjóðabandalagsráS- ið upp úrskurð sinn: Mosulhje*- aðið skyldi sameinast konungs- ríkinu Irak, og England skylííi hafa umboðsvald yfir Irak fyrsla aldarf jórðunginn. Tyrkir hjeldu heimleiðis og pú rak hver flugufregnin aðra, að þeir væru að búa sig undir strtð gegn Bretum. Sem betur fór, sef- uðust þeir þó brátt. Tyrkneska stjórnin liefir lýst því yfir að hún ætli ekki að hefjast hancfai og verður því að álítast að þefr ætli að sætta sig við úrskurð AJ- þjóðabandalagsins. Mosulmálið er eitt hið erfið- asta viðfangsef-rii, sem Alþjóða- bandalagið hefir haft með hönð- um og það má kalla mikla hatfe- ingju að það hafði vald og á®fr fil að skera úr þessari alvarlegtt misklíð á friðsamlegan hátt. ----O-OQO-O--- t Sigurður Jónsson frá Ystafelli, fyrrum ráðherra. 28 jan. 1852 — 16. jan. 1926. Hann var fæddur 28. janúar með lienni, er hann hafði aldnr 1852 að Litlu-Strönd við Mý- til. vatn. Foreldrar hans voru Jón Árið 1888 kvæntist Sigurður Árnason, síðar bóndi að Skútu- Kristbjörgu Ma.rteinsdóttur frá stoðum og Þuríður Helgadóttir. Bjarnastöðum í Bárðardal, og Tveggja ára gamall fór Sigurð- lifir hún mann sinn. — Tókli ur í fóstur til afa síns, Árna þau við búi þar árið eftir. *— Arasonar, bópda að Sveins- Bjuggú þar mesta rausnarbúi, strönd við Mývatn. Dó Árni alt þar til er Sigurður tók við skömmu síðar, en ekkja hans, ráðherraembætti hjer 'í árslok Guðbjörg, giftist aftur árið 1858 1916. sjera porsteini Jónssyni frá Þeim varð 6 barna auðið. Tveir Reykjahlíð. svnir þeirra, Jón og Marteinn Sjera Þorsteinn fjekk Þórodds bændur á Ystafelli, Þormóður stað í Kinn 1863,og fluttist þá að stud. theol., Guðbjörg kona Jóns Ystafelli. Dó hann þar árið 1866, Pálssonar að Stóru-Völlum í Bárð en Guðbjörg bjó þar áfram, og ardal, Hólmfríður kona StefárK' tók Sigurður við búsforráðiun Tryggvasonar á Arndísarstöðum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.