Ísafold - 25.01.1926, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.01.1926, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD ' seru framleiðendurnir segi, að þau geri. Jeg veit ekki betur, en að iin ensku kreólínsbaðlyf, er til iandsins hafa flust á síðustu 10 ár- tm, hafi verið löggilt af stjórnax- völdum að ráði dýralæknis, til fryggingar því, að þau væru ósvik- in og frá góðum firmum. Jeg hefi lengi flutt kreólínsbaðlyf til lands- ins, án þess nokkru sinni að liafa heyrt kvörtun um, að þau reyndust illa eða þættu misjöfn að gæðum. Verð jeg því að mælast til þess, að dýralæknirinn láti uppi, við hvaða fcaðlyf hann á, með ofannefndum aðdróttunum og færi hjer rök fyrir máli sínu, ef þessi umsögn hans á eigi að skoðast sleggjudómur. Það er hart fyrir heiðarleg út- lend verslunarhús, sem selt hafa iðnvörur sínar um langan tíma hing ■að til lands, að liggja undir slíkum svigurmælum, án þess að geta bor- ið hönd fyrir höfuð sjer.. Sjerstak- lega þar sem ásakandinn þykist toma fram í nafni eða vegna lands- stjórnarinnar. I næstu málsgrein minnist dýra- læknirinn á val baðlyfjanna, þar sem hann telur, að fjáreigendur þrátt fyrir fengna reynslu, sjeu eigi íærir um að dæma í því efni, „enda margir liverjir afvegaleiddir af ó- fyrirleitnum baðlyfjasölum.“ Jeg tek síðustu hnútuna eklti til mín, eftir því sem okkur dýralækni hefir farið á milli, en það kemur úr hörð- tistu átt, aS undanskilja hjer ekki fandsstjórnina, sem vitanlega hefir mest verið við baðlyfjaval og bað- fyfjasöluna, riðin síðustu árin. Að því er snertir fjáreigendurna (bændurna), tel jeg of lítið gert úr dómgreind og athygli þeirra, enda ®iun reynslan vera ólygnust. Ann- ars býst jeg við, að þeir svari dýra- lækninum einhvern tíma fyrir sig. Þetta telur dýralæknirinn ástæðu til þess, að farið var að búa til Areólínsbaðlyf hjer innanlands. Kreólín hefir verið lagað hjer ^Qnanlands síðan lögskipuSu þrifa- úaðanirnar komust til framkvæmda 1914, þó í smáum stír hafi verið og ■alla tíð með ófnllkomnum tækjum 'Og slæmri aðstöfSu. En það hefir alla tíð notiS verndar og umsjár dýra- læknisins, enda hefir honum altaf fundist það skara fram úr öðrum l'aðlyfjum, og sjerstök trygging "Vera fyrir því, að það væri ósvikið <)g áhrifaríkt. Getur hann þess í þeirri málsgrein, sem jeg nú hefi til •athugunar, að það kreólín, sem hjer er búiS til í Reykjavík, innihaldi >,eins mikið af gagnlegum efnum Sem frekast er hægt.“ Iijer skjátl- 'ftst dýralækninum, því vitanlegt er, íið ýms kreólínsbaðlyf, sem til lands ins hafa flust, hafa verið töluvert 3'íkari af gagnlegum efnum. — Ef 'dýralæknirinn eða aðrir efa þetta, ær jeg fús að leggja það undir dóm þeirra manna, er sjerþekkingu liafa ’Og aðstööu til þess að dæma vísinda- lega um þetta efni. í næstu málsgrein segir hann, að -^ðalástæðan til þess, að samið var þm kreólínsbaðið við Il/f. Hrein, tiafi verið sú, að „nákvæmt eftirlit toeð gæðum baðlyfs er ekki hægt að hafa nema það sje búið til á þeim stað, þar sem rannsóknastofa ríkis- ^ns er.“ Þetta er í meira lagi fátæk- aðalástæða. Auk tortryggninnar, sem hjer kemur fram gagnvart er- lendum framleiSendum, sem á ýms- 'an hátf mátti fyrirbyggja, er vit- ■anlegt, að hjer vanta skilyrði til þess að reka baðlyfjagerð svo í lagi sje. Gamlar erlendar verksmiðjur, er reka þessa iðn í stórum stíl, hafa fjölda sjerfræðinga og vísinda- manna sjer til aðstoöar, byggja íramleiðslu sína á reynslu og eigin tilraunum, er þeir gera í ýmsum löndum og hafa aðstöðu alla í besta lagi. Og þar sem um góð verslunar- hús er að ræða, bera þau fulla abyrgS á því, að vörurnar sjeu eins og þær eru sagðar. En hver hefir borið ábyrgðina á ihnlendu bað- lyfjunum? Það er vitanlegt, að engir framleiðendur þrífast, sem ekki eru samkepnisfærir á frjálsum grundvelli, hvað vörugæði snertir með tilliti til verðs. Auðvitað var hægt að gera ýmsar óyggjandi ráð- stafanir til eftirlits með erlendum baðlyfjum, eins og jeg mun víkja frekar að í öðru sambandi. Það er því algerlega á misskilningi bygt, að eftirlit á útlendu kreólíni „sje ger- samlega ókleift“, eins og dýralækn- irinn kemst að orði, og fjarstæða ein að skoða þurfi eða rannsaka hvert einasta ílát, sem „tefji af- greiðslu og hækki verö baðlyfsins.“ Þá talar dýralæknirinn um fram- leiðslu innlenda kreólínsins síðast- liðið ár, og segist hann vera sann- færður um, að aldrei liafi hjer á landi áður verið baöað úr jafngóðu kreólírd og þá. Þó segir hann, að rannsókn hafi leitt í ljós, að kreó- línið hafi verið dálítið mismunandi, að því er kresóla snerti, og munaði næstum um 3% (16,8 til 19,6), sem ekki mundi koma fyrir hjá nokkr- um góöum erlendum baðlyfja fram- leiðendum, og þó segist hann ekki hafa fundið ástæðu til að gera at- hugasemd við það. Þrátt fyrir það hefir liann fundið ástæðu til þess aö breyta til og heimta nú í ár minst 18% kresóla innihald, jafnframt sem hann fyrirskipar að halda skuli hverri kind að minsta kosti þrjár mínútur niðri í baðleginum. Þá víkur dýralæknir að því, hve núverandi fyrirkomulag sje heppi- legt og syndsámlegt, ef því yrði breytt. Farast honum þannig orð: „Þetta fyrirkomulag með bað- lyf, sem nú er á, veröur að mín- um dómi að teljast hið ákjósan- legasta, sem völ er á, og væri það sannarleg synd gagnvart *fjár- eigendum og iandinu í heild ef einstökum náungum tækist að níða það svo, að það yrði af- numið* ‘. 1 grein sem dýralæknirinn birtir í Tímanum 5. des. s. 1. virðist hann vera kominn á aðra skoðun, því þar segir hann: „x\ð jeg sje frumkvöðull þessa baðlyfjaskipulags, sem komst á við nefnda lagasetning, er og þeg- | ar næáta ólíklegt af þeirri ástæðu, i að þaö er gjörsamlega andstætt j því skipulagi, sem gilti til 4. júní \ 1924 og var gert að mínum ráð- - um fyrst er hinar lögskipuðu þrifabaðanir komu til fram- kvæmdar, en eftir því voru mörg baðlyf löggilt á sama tíma.“ Eftir þessa játningu lítur út fyr- ir að hann sje sjálfur kominn í flokk liinna „einstöku náunga“ til þess að vinna að afnámi núverandi fyrirkomulags. Þrátt fyrir það þótt dýralæknir- inn álíti hið innlenda kreólín „á- gætt“ svo tæplega verði á betra kosið, leynir hann því ekki að mik- ið sje um það kvartað og bendir á dæmisögu prestsins um sjö sinnum baðaðan kláöahrút, sem það lireif ekki á. Þessari sögu þarf að fylgja kvörtun bóndans til stjórnarráðsins um það, að ldáði væri í kreólíninu,! og vísindaleg rannsókn einlivers manns, er tjáði sig hafa kaffært kláðamaur í óblönduðu innlendu kreólíni, án þess að maurnum yrði meint af. Þetta tekur anðvitað enginn al- varlega, og tel jeg lítinn vafa á því að liin umræddu kreólín geti drepið kláðamaur og önnur óþrif, ef þau eru óskemd og rétt er með þau farið. Ágreiningurinn milli mín ogj dýralæknis liggur í því: 1) Jeg hefi verið svo djarfur að mæla með baðlyfjum sem dýralækn- irinn hefir fordæmt, en sem jeg veit að hafa gefið góöa raun utan- og innanlands. 2) Jeg álít. kreólín ekki heppi- legast til baðana hjer á landi allra síst eingöngu. 3) Jeg álít, ef um kreólín er að’ ræða, að .heppilegra sje að fá það frá viðurkendum erlendum verk- smiöjum, sem blanda það samkvæmt reynslu fjárræktarmanna með að stoð sjerfræðinga í þeirri grein. 4) Jeg álít, að þa<5 fáist þannig ekki aðeins betra heldur einnig ó- dýrara, og í betri og handhægari ílátum en hjer eru nú mest notuð. Nú er jeg kominn að þungamiðju baðlyfsgreinar dýralæknisins, þar sem hann bendir á fjórar hugsan- legar orsakir til kvartanan»a um innlenda kreólínið sem sje: 1) „Að baölyfið sje ljelegt eða ónýtt.“ 2) „Að böðunaraðferð fjáreig- enda sje svo áfátt, að baðlyfið, þó gott sje, komi að litlu eða engu gagni.“ 3) „Að dómur manna um gagn- semi baðlyfsins sje bygður á röng- um forsendum.“ 4) „Að kvartendur sjeu undir á- hrifum eins eða fleiri baðlyfjasala.“ Jeg leiði hjá mjer að ræða um fyrsta liðinn, því jeg ætla sjerfræð- ingum og þeim, sem reynt hafa bað- lyfið, að dæma gæði þess. Annan lið telur dýralæknirinn líklega orsök kvartananna að ein- hverju leyti af því að mönnum hætti við að misbrúka baðlyfið, jafnvel blanda of mikið og halda skepnun- um of stutt niðri í baðinu. Nú hafa bændur talsvert vanist böðunum í 20—30 ár. Hafa þeir ekkert lært til þessa starfs þennan tíma ? ESa er vandfarnara með innlenda kreólín- ið en hið útlenda? — Meiri vandi að baða úr því, svo góður árangur náist ? Hjer getur nokkur ástæða falist, sem dýralæknirinn ætti þá fyrir löngu að hafa komið í veg fyrir, með glöggum reglum og góð- um fyrirskipunum, án þess þó að bændunum sje skipað að halda skepnunum svo lengi í baðinu, að færilúsin beinlínis drukni. Þriðja liðinn tel jeg mjög veikt sönnunargagn fyrir gagnsemi inn- lenda kreólínsins, og þar snertir dýralæknirinn einmitt það atriði, sem jeg tel þýöingarmest til útrým- ingar fjárkláðá og öðrum óþrifum, að notað sje baðlyf, sem lengst helst í ullinni og best drepur lirfurnar jafnóðum sem þær skríða úr egg- inu og ver endursmitun. Jeg skal játa með dýralækni, að ekki hefir ennþá tekist aö fram leiða baðlyf, sem með einni böðun er óbrigðult til kláðalækninga. En hinsvegar er það ekki rjett hjá hon um, „að jafn sjálfsagt sje að kláða- vottur komi fram eftir einfalt bað á kláðakind, eins og að dagur fylgi nótt,“ því mýmörg dæmi sanna, að bæði er hægt að lækna í einföldu tóbaks- og arsenikbaöi kláðann, sjer- staklega með hinu síðarnefnda lyfi, þó útaf þessu geti brugðið, sem gerir tvær baðanir nauðsynlegar. Einnig má benda á það, að dýra- læknirinn hefir sjálfur sagt á öðr- um staö: „eitt einstakt bað getUr verið þrifabað, en er aldrei full- trygt til þess að lækna kláða.“ Þá giskar dýrallæknirinn á, að kvartanirnar kunni að stafa af slæmum fjárhöldum síðastliðið vor. Telur hann lúsina, sem var óvenju- mikil á fjenu, bera vott um það og segir, að flestir muni kannast við það, „að óþrif sjeu fyrst og fremst fóðrunarsjúkdómur eins og nöfnin fellilús og hafíslús“ "bendi til. Ekki mun vera ætlast til, að þetta sje tekið bókstaflega, þannig að maur og lýs kvikni á illa fóðruðu sauð- fje, heldur að það veiti þessum meinvættum betri lífsskilyrði. Nú munu bændur ekki kannast við, að fjárhöld hafi verið slæm síðastliðið vor, þvert á móti hafi fje gengið óvenjuvel undan vetri. Má því geta sjer til, hvernig farið hefði, ef harðindi og liafís hefði lagst að landi, án þess jeg efist um að innlend kreólín ráði niðurlög- um hafíslúsarinnar — þó jeg þekki hana ekki. Ennfremur segir dýralæknirinn undir þessum lið: „Baðlyf er ekki hægt að dæma rjett með tilliti til kláða fyr en gerð liefir verið tilraun á viti bygð til að lækna kláðann með því.“ Þessi orð koma illa heim við upp- haf greinarinnar, sem hljóðar svo: „Samkvæmt vísindalegum rann sóknum sem á síðari árum hafa verið gerðar víðsvegar um heim, t.il þess að fá vissu sína fyrir því, hver efni sjeu best löguð til að drepa maur og lýs á sauðfje“ o. s. frv. Eftir fyrri tilvitnun dýralæknis- ins er svo að skilja að ennþá hafi ekki verið gerðar tilraunir til kláða- lækninga „á viti bygðar.“ ASstoð vísindanna hefir ekki náð til þessar- ar landplágu fjárræktarinnar. Lækn ingatilraunir utanlands og innan hafa allar verið kák, sem ekki er byggjandi á. Og sjálfur hefir hann ekki lagt út í það stórræði ennþá að lækna kláðakind eða gjöra „til- raun af viti“ með ýms kláðalyf, þrátt fyrir það þótt hann stöðu sinnar vegna hafi oft orðiS að standa í stappi út af þessu efni, og verið ráðunautur þings og stjórnar. Er ekki ástæða til þess, að fjár- eigendur þessa lands krefjist þess að þeim sje ekki með lögum þving- að til að nota baSlyf, sem ekki eru fvllilega reynd og viðurkend af sjer- fræðingum að vera heppilegust, meÚ tilliti til staðhátta, ef ekki má taka tillit til þeirra eigin reynslu Á fjórða liðinn ætla jeg ekkert að minnast því hann er að mestu aft urkallaður. Aðeins vil jeg í sam- bandi við hann geta þess að jeg er einn af stofnendum og eigendum H/f Hreins, sem síðustu 2 ár hefir búið til kreólín þa<5, sem notað hef ir verið. Þó ekki hafi jeg verið hvatamaður þeirrar starfsemi, hefi jeg ekkert gert til þess að spilla sölu i 3 % eða notkun kreólínsins. Aftur á_ móti á dýralæknirinn engan hlut ‘í því fyrirtæki, hefir mjér því eiqgi dottið í hug að saka hann um meS- hald meS þeim baðlyf jum vegna eig- inhagsmuna. VI. BÖÐUNARMÁLIÐ Á ÞINGI. Samkvæmt lögum frá 8. núy. 1901, hvílir sú skylda á ríkisstjórn- inni að leggja til ókeypis baðlyf þegar fyrirskipaðar eru almenpar kláðabaðanir á sauðfje. Eftir tóbaksböðun Myklestajds, sem landssjóSur kostaði veturna 1903—4 og 1904—05, var um möíg ár (eða til 1913) frjáls verslttn með baðlyf. Voru þá ýms útlend baðlyf á boðstólum sem bændur kyntust og höfðu þeir frjálst val um notkunina. Með lögum No. 46, 10. nóvember 1913, er svo fyrirskipað að þriía- böðun skuli árlega fara fram á iilhi sauðfje á landinu á tímabilinu frá 1. nóvember til 15. janúar. Átti. stjórnarráðið eftir þeim lögum að ákveða hvaða baðlyf skyldi noja. (löggilda baðlyfin) og annast pönt- un á nægilegum baðlyf jum, en áskil- iS að hreppsnefndir og bæjarstjórn- ir sendi stjórnarráðinu pantanir fyrir 1. júní ár hvert. Á þingi 1914 varð strax breytíng" á ofannefndum lögum, er laut að því að losa stjórnarráðið við út- vegun baðlyf janna, en að þaS skyldi samt sem áður áltveða hvaða baðlyf' skyldi nota, þó með ráði dýralœhnis- Urðu töluverðar umræður nm málið og komu fram sterkar raddir um það, að sauðfjárböðunarlögin og íhlutun stjórnarvalda væri óþörf. Sjerstaklega mætti vekja athygK á ræðu Jóns Jónssonar frá Múla, sem lýsir vel einni hlið málsins. Far:i~ hjer á eftir kaflar úr þeirri ræðu: „Mjer fellur illa sú stefna, sem verið hefir ríkjandi í þinginu undanfarin ár, að setja lög sem ganga afarnærri athafnarfrelsi manna. Mörg af þessum lögum og þar á meðal þau, sem hjer t1!*- verið að ræða um breytingu á, hafa verið meinlaus, en stefnan, sem þau lýsa þykir mjer, alt fyr- ir það, all atliugaverð. Það m mikil ósamkvæmni í því, þegar þingið gerir háar sjálfstæðiskröf- ur fyrir þjóðarinnar hönd, þn. lýsir því svo yfir í öðru orðinn, með lögum sem það setur, að þjóðinni sje ekki treystandi til neins, löggjafarvaldið verði að hafa vit fyrir henni í ijjlum grein- um. Manni gæti dottið í hug í þessu sambandi það sem sbáldið segir: Þeir sem fyrir sjálfum s.jer, sjer ei trúað geta o. s. frv. Þessi lög, sem hjer er verið að ræða um og samþykt voru á þing- inu í fyrra, ganga í þá átt, áð skipa' mönnum að drepa lúsina á sauðf je sínu. Með þessu er sagt, að almenningur hafi ekki vit á, hvað honum sjálfum er fytir bestu í þessu efni. Ekki geti haún haft hugmynd um, að honum sj.e gróði að því að þrífa sauðfje sitt. Löggjafarvaldið þurfi að taka þetta upp á sína arma. Þetta frumvarp, sem hjer ligg- ur fvrir er meinlítið. Það fer ekki fram á að grundvallarstefnu laganna sje breytt, en hún er sú, að allir sjeu skyldir að baða fje sitt. Frumv. fer einungis fram á þá breyt.ingu, að hver einstakur maðut fái að ráða hvar og hvern- ig hann kaupir baðefni sitt. Jeg. held að það sje hreinn og beinn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.