Ísafold - 17.02.1926, Blaðsíða 2

Ísafold - 17.02.1926, Blaðsíða 2
2 ÍSAFOLD Öllum mönnum, Sem voru því fylgjandi að einkasölur ríkisins væru lagðar niður, ætti að vera mjög kært að þessar tillögur komu fram. Tillögur þessar sýna betur en nokkuð annað, hvað forsprakkar Framsóknar, sem Ijetu verst meðan verið var að leggja þessi einokunarvígi í rúst- ir, eru nú hræddir við fyrri stað- hæfingar sínar. Þessir menn höfðu sagt svo margt í þessu máli, og ekki voru stóru orðin spöruð nje fullyrðing- arnar um tap ríkissjóðs og hall- ann sem neytendur myndu híða, vegna þess að varan myndi verða 'dýrari þegar verslunin yrði frjáls. Skyldu þeir nú, þessir veslings menn, vera farnir að sjá fram á, að stóru orðin þeirra ætla ekki að reynast söiin? Óttast þeir, að steinolíuneytendunum verði það á, að líta meir á þá miklu verð- lækkun sem varð á steinolíu þeg- ar eftir að verslunin varð frjáls, heldur en á stóru orðin sem einok- unarpostularnir ljetu frá sjer falla um þetta á þinginu í fyrra? Yerðlækkun þessi nemur um 12 kr. á fati, auk eðlilegrar lækk- unar vegna gengishækkunar. Er ekki sömu söguna að segja um tóbakið ? Hvað finst tóbaksneyt- endum? Finst þeim að staðhæfing einokunarpostulanna um það, að verðið mundi hækka þegar versl- unin yrði gefin frjáls, hafi stað- ist? Rjólverðið var á árinu 1925 bæst kr. 22.50 kg. og lægst (seiut í des.j kr. 17.50 kg., en er nú kr. 16.00. Rulluverðið var á árinu kr. 24.00 kg. meðan það var hæst, en lægst komst það í des. 18.50, en er nú kr. 17,00. Svipað hlutfall er með annað tóbak. Sú reynsla, sem þegar er feng- in, í þessu máli, hefir gersamlega hrundið öllum fyrri staðhæfing- um einokunarpostulanna. Hin frjálsa samkepnisverslun hefir hjer, sem ætíð, sýnt sína miklu yfirburði: Vörugæðin verða betri og varan lækkar í verði. Þegar þessi reynsla er fengin, er þeim vorkunn einokunarpost- ulunum, þótt þeir ekki vilji bíða eftir frekari reynslu. Þeim þykir nóg að fá kjaftíáiögg á annan vangann og langar ekki að fá það einnig á hinn. Þess vegna hafa þeir verið að reyna það nú, að fá þjóðina strax til þess að mótmæla. Þeir þorðu ekki að bíða eftir reynú- unni. En nú hafa þeir einnig þarna fallið á sjálfs síns bragði Fyrirspurn. ísafold hefir verið send eftir- farandi fyrirspurn: Hverjum er skylt að kosta band á embættisbókum hreppstjóra, Stjórnartíðindum, Landshags- skýrslum o. fl.? — Óska svars við spurningum þessum í yðar heiðraða blaði. ávar: Samkvæml hreppstj órare glu gerð frá 29. apríl 1880 eru embættis- bækur hreppstjóra kostaðar af sýslusjóði. En þeim bókum, sem hreppsstjórar fá ókeypis sendar, svo sem stjórnartíðindi, hagskýrsi ur og þessháttar, eiga þeir að halda saman og kosta band á, og er þess krafist, er hreppstjórar ( skila af sjer, að þá sje bó'kum þessum skilað í fullu standi. Slinriiir Signrðsson Fæddur 4. okt. 1864 — Dáinn 14. febr. 1926. Nú hefir sú fregn borist um bæinn, 'og með símanum út um allar sveitir landsins, að Sigurður ráðunautur sje dáinn. Með Sigurði er hnig- * inn til íoldar sá maður, sem einna víðkunnastur var á landi hjer og mest hefir ferðast um sveitir landsins og flest bændabýlin heim- sótt. Sigurðar verður því minst og saknað fjær og nær. Ilann hafði verið hraustur þar til s. 1. haust. Þá var hann á leið austur í Skafta- fellssýslu, á vegum Búnaðar- fjelagsins. Kendi hann þá vanheilsu og varð að halda kyrru fyrir í noklcra daga á Rauðalæk í Rangárvallasýslu. — Sneri hann síðan aftur heimleiðis, og gat aldrei á heilum sjer tekið — lá mest'í rúminu, þar til hann andaðist um kl. 12 s. 1. sunúudag. Sigurður var fæddur 4. okt. 1864, á Langholti í Flóa. Hann var sonur hjónanna Margrjetar Þorsteinsdóttur og Sigurðar Sig- urðssonar. Þau hjón bjuggu í jDanghoíti, og ólst Sigurður þar upp, en árið 1887 fór hann norð- ur í Þingeyjarsýslu og dvaldi þar eitt ár á Stóruvöllum í Bárðardal, og nam þar fjárhirðing. Þá 'fór hann á búnaðarskólann á Hólum, og útskrifaðist þaðan vorið 1890. Vann síðan í tvö sumur að jarða- hótum hjá Búnaðarfjelagi Þing- evrarhrepps í Dýrafirði. Rjeðist að þeim loknum í þjónustu Bún- aðarfjelags Suðuramtsins, og starf aði hjá því á árunum 1892—97, aðallega á sumrum, en var heima á vetrum. Árið 1897 fjekk hann styrk frá Búnaðarf jelagi Suðuramtsins til utanfarar, og dvaldi utan nær 2 ár. 1 þessari utanför dvaldi hann lengst við mjólkursljiólann í Lade hmd í Danmörku og búnaðarskól ann í Ási. Ennfremur ferðaðist hann víða nm Danmörku, Svíþjóð og Noreg, til að kynna sjer eftir föngum alt, sem að bxinaði laut og að gagni gæti komið hjer á landi. Eftir heimkomuna rjeðist Sigurður í þjónustu Búnaðarfje- lags íslauds, og hefir óskiftur helgað því starfskrafta sína síðan. Utan fór Sigurður aftur í búnað- arerindum árin 1903 og 1923. Á þingi sat hann sem þingmað- ur Árnesinga á þingunum 1901, og 1911 til 1919. Sigurður hefir starfað lengst og manna mest í þarfir íslensks hún- aðar. þar var hann með lífi og sál, einlægur bænda- og sveita- vinur, enda munu þar margir hafa hlýjar endurminningar um hann. Sigurður var viljasterkur og sístarfandi, vanst því mikið, og enga erfiðleika ljet hann aftra sjer frá að framkvæma fyrirætl- anir sínar. Sjerstaklega var hanu ágætis ferðamaður, og óx þar ekki alt í augum, á hvaða tíma árs Sem var. Hjer verður eigi rakið starf hans í þágu búnaðar- ins, en á nokkur atriði skal þó bent. Sigurður kemur fram á starfs- sviðið þegar allur búnaðarfjelags- skapur bænda er lítt þroskaður og hugsjónirnar um miklar hún- búin í Danmörku og Noregi 1899“, „Smjörhúin og smjörsal- an“ (1905),, „Starfsemi smjörhú- anna“ (1900—1910)., „Smjörbú- in“ (1911—15), „Nautgriparækt- in og nautgriparæktarfjel.“ (’15), „Um vatnsveitingar“ (1919) o. fl. o. fl„ sem eigi þýðir upp að telja. Vjer þnrfum eigi að lýsa Sig- urði ráðunaut, allir þekkja hans glaðlegu og priiðmannlegu fram- komu, sem eigi m.un hafa átt lít- inn þátt í vinsældum hans. Hann var ætíð hress í anda og glað- lyndur, og hafði þau áhrif á þá, Sigurður sem með honum voru. Veikindi hans voru nokkuð langvinn og oft kvalafull. Þau bar hann með ■stakri stillingu og var albúinn að mæta því sem að höndum bæri. Síðasta daginn sem hann lifði var hann hress vel, og ljet þá skrifa upp eftir sjer nokkuð, sem hann vildi eigi láta gleymast. Sigurður var giftur Björgu Guðmundsdóttur frá Haukadal í Dýrafirði, og lifir hún mann sinn, ásamt tveim sonum, Sigurði stud. theol. og Geir Haukdal verslunar- manni. Sigurðsson búnaðarmálastjóri. -oOo- SsWsmdB í UœgTerjalaœii. Eftit* Tryggva Sveinbjornsson. aðarumbætur hafa fáa fylgismenn. Ráðunauta- eða leiðbeiningarstarf semi í búnaðarmálefnum var þá nær óþekt. Af þessu leiddi, að starfið var, og er enn að nokkru leyti, misjafnlega metið. En Sig- urði lieppnaðist að vinna tiltrú bænda. Hann flutti þeim engin háfleyg vísindi, en benti þeim á, hverjar verklegar framkvæmdir gætu horft til framfara. Það tíma, bil, sem Sigurður starfaði hefir búnaðarfjelagsskapurinn aukist mjög og eflst og orðið marggreind ari en áður, og liefir Sigurður ; átt sinn þátt í þessum framför- ,11111. Þannig var hann aðal hvata- inaður að stofnun smjörbúanna ■ (1900) hjer á landi, og naut- I griparæktaifjelaganna (1903) — Hvorttveggja feessi fjelagsmál liafa gert mikið gagn, og verið brautryðjandi á þeirra sviði. í á- veitumálunum var Sigurður og í broddi fylkingar. Hann byrjaði að vinna að áveitum á meðan hann var í þjónustu Búnaðarfje- lags Suðuramtsins, og vann síðan mikið að undirbúningi áveitanna á Miklavatnsmýrinni, Skeiðum og Flóa. Var hann þar samverkamað ur Thalbitzers, við rannsókn á þeim svæðum 1906. Síðan var hann í Flóaáveitunefnd þeirri, er skipuð var 1916. — Auk þessa hefir hann mælt og sag't fyrir fjölda áveita víðsvegar um land. Þótt þetta sjeu talin aðalstörf Sigurðar, þá má eigi minna meta allar þær leiðbeiningar, er hann hefir gefið bændum víðsvegar um land. Þessar hendingar hafa ver- ið í nær öllum greinum búnaðar- ins, og næsta margbrotnar og breýtilegar, eftir því, sem við átti á hverjum stað. Hann var ætíð boðinn og búinn til að leið- beina öllum, sem sóttu hann ráða, enda hafði hann gott tækifæri til þess á ferðum sínuin og bænda námsskeiðum þeim, sem haldin hafa verið síðan um aldainót, og sem haiíti flest hefir sótt og hald- ið fyrirlestra á. Ferðir Sigurðar, hvat.ningar hans meðal bænda heima á býluin þeirra, byggjum vjer að hafi haft mjög mikla þýðingu. En auk þess hefir hann skrifað fjölda af leið- beinandi ritgerðum, hæði í hlöð og tímarit. Hann var með-útgef- andi „Freys“ á árunum 1909—23 og skrifaði í það blað mjög mikið. f Búnaðarritið hefir hann og skrifað margar ritgerðir, eitthvað í hvern árgang síðan 1899. Marg- ar þessar ritgerðir eru ítarlegar og fróðlegar, t. d. „um mjólkur- Peningafölsun þessi mun vera hin stærsta sem sögur fara af. Er sjerstök ástæða til, að rann- saka þann pólitíska grundvöll, sem málið að einhverju leyti hlýtur að hvíla á, og áhrif þau, sem það kann að hafa á stjórn- mál Evrópu. Tilgangur peningafölsunarinnar pólitísks eðlis. Ef peningafölsunin aðeins hefði verið tilraun til að hæta fjárhag þeirra manna, sem við málið eru riðnir, mundi það ekki hafa haft áhrif á afstöðu Ung- verjalands til erlendra ríkja. Nú er álitið, og í rauninni fullsannað, að tilgangurinn hafi ekki ein- göngu verið að auðga sjálfa sig, heldur og einnig ,sá, að koma pólitísknm áformum í fram- kvæmd. Endurreisn konungsvalds og óleikur fyrir fjárhag Frakka. Að’altilgangurinn með að prenta þessi reiðinnar ósköp af frönskum bankaseðlum var sá, að ritvega hægri flokkunum ungversku fjár- magn, til að endurreisa kon'ings- valdið með faseistisku snárrræði, gera þingræðið útlægt og koma Gyðingnm í landinu fyrir katt- arnef. Prins Windischgratz, er álítast verður aðal frumkvöðullinn, moð ríkislögréglustjóra Nadossy við hlið sjer, hefir sagt, að hann hafi ætlað að auka f járvan Jeæði Frakklands með framleiðslu 'pen- inganna, svo Frakkar stæðu ver að vígi, ef þeir ætluðu sjer að skifta sjer af-hver yrði konungur í Ungverjalandi. Þetta er ung- versku þjóðernissinnunum, hinum svo kölluðu hægri gerbótarmönn- um til skammar. Þeir hafa um langan tíma farið á bak við stjórnina ungversku með ýms áform, sem orðið hafa þjóðinni til tjóns. Þeir hafa komið á fót, ýmiskonar fjelags- skap, sem vinna átti föðurlandinu gagn, en sem í raun og veru hef- ir komið hættulegri sundrung 4 í þjóðlífi Ungverjalands og skert álit þjóðarinnar. „Blóðfjelag hinnar heilögu kórónu.“ Fjelög þessi hafa ■ þeir kallað ýmsum nöfnum, t. d. „Blóðfjelag hinnar heilögu kórónu", og þeir hafa náð valdi og áhrifum af því ríkislögreglustjórinn var með í leiknum. Upp á síðkastið var framferði þessara manna orðið mjög áberandi, svo farið var að tala um ofbeldi af líku tagi og það ítalska eða spanska, og talað er um að mannhvörf meðal vinstrimanna hafi komið fyrir á einkenuilegan hátt. Fyrir ekki all löngu síðan druknuðu tveir sósí- aldemokratiskir hlaðamenn í Don- ■au. Álitið er, að hægri-gerbót- armenn hafi stytt þeim aldur. Tilætlun þessara manna í stjórn- málum var sú, að koma erkiher- toga Alhreeht > í konungsstólinn, gera tilraunir til að fá friðar- samningnum i Trianon breytt 'fteð valdi, og. ná aftur undir sig þeim Iandssvæðum, sem Ungverjaland varð að láta af hendi, þegar frið- urinn var saminn. Eins og kunn- ugt er, þá er prins Otto löglegur ríkiserfingi í Ungverjalandi, verði konungdómur endurreistur. Þetta vilja hægri-gerbótamenn með engu móti viðurkenna. P.annsóku stendur yfir. Frakkar taka þátt í henni. Vinstriflokkamir kröfðust þeg- ar í stað að stofnuð yrði rann- sólcnarnefnd og að alt vrði gert til þess að koinast fyrir rætur málsins. Frakkar studdu þéssa 'kröfu, sendu monn til Budapest, og fóru fram á, að Frökkum vrði veitt leyfi til að taka þátt í rann- sókninni. Ungverska stjórnin kinokaði sjer við að verða við þessari beiðni Frákka. Um síðir Var þetta þó leyft. Rannsóknirn- ar standa yfir þessa dagana. Er sjálfur forsætisráðherrann við fölstmina riðiim? Að þ^ú er síðast hefir frjest, mun forsætisráðherrann, Bethlen, hafa vitað um fölsunina þegar fyrir löngu. en annaðhvort ekki þorað eða viljað skifta sjer af málinu. Haun hefir hingaðtil verið í miklu áliti, sýnt dugnað »g framtakssemi í mðlefnum þjóðar- innar, svo því virðist vart trú- andi, að hann sje meðsekur um þenna fá'heyrða glæp. Hitt vita. menu, að fjöld- iun allur af hæststandandi em- bættismönnum ríkisins, t. d. einn af ráðherrunum, ríkislögreglu- stjórinn, einn hiskup og aðrir valdsmenn, hafa vitað um fölsun- ina, og sumir hverjir tekið þátt í henni. 125 miljónir franka. Hin brjálæðislegu áform. Sagt er, að prentaðir hafi verið 125,000 . þúsnndfrankaseðlar ®g

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.