Ísafold - 22.02.1926, Blaðsíða 2

Ísafold - 22.02.1926, Blaðsíða 2
2 ÍSAFOLD éfcskan togara, þann fyrsta, sem |»að hefir tekið á þessari vertíð. Rjettarsalnrinn var troðfullur, þegar málið var tékið fyrir. En ekki gat varðskipið leitt neinar sönnur að því, að togarinn hefði verið að ólöglegum veiðum, þeg- ar hann var tekinn. Skipstjó’rinn var þessvegna sýknaður, að því undanteknu, að hann varð að borga 7 sterlingspund fyrir það að hafa ekki stöðvað skipið við fyrsta aðvörunarskot varðskips- ins. — Þau sjö pund borgaði feann úr vestisvasa sinum þarna í rjettarsalnum. Síðan tæmdist rjettarsalurinn, og áheyrendur feöfðu orðið fyrir miklum von- brigðúm. Nú hefir það heyrst, að eig- epdur þessa enska togara ætli að höfða skaðahótamál á hendur varðskipinu fyrir hindrun á veiði- síkapnum, en þó einkum fyrir það að tefja skipið frá því að komast nleð aflann til Englands fyrir vissan markaðsdag. ,Beskytteren‘ er nú orðið skip, se'm ekki ber nafn með rentu; og er það viðurkent bæði af Fær- eyingum og Dönum, að eigi hjer að komast á tryggari landhelg- isgæsla en nú er, þá verði að koma betur útbúið skip“. „ísafold“ veit ekki, svo sem skiljanlegt er, um sönnur á þessu. En sje greinin sönn, þá ber hún vott um það, að víðar eru erlendu togararnir ásælnir og nærgöng- ulir en hjer, og eins hitt, að Færeyingar eru ekki ánægðir með strandvarnir Dana, en hafa þó svo sem vonlegt er, fullan vilja á því, að þær mættu verða sem öflugustar. Símasamniugariiir. Framsöguræða Magnúsar, Guðroundssonar atvinnumálaráðherra í Neðri deild 13. febr. ' (Kaflar.) Gengismálið í Noregi. Rannsóknarnefndin leggur til, að endanlegum ákvörðunum sje sleg- ið á frest, en genginu haldið sem stöðugustu, á meðan sjeð verður hverju fram vindur. Á síða8tliðnu hausti skipaði norska stjórnin nefnd, til þess að rannsaka, hrað happasælast væri að gera í gengismálinu, hvort rjett myndi vera að hverfa að því ráði, að stýfa krónuna í líku gengi og hún er nú, ellegar rjett- ara væri að leitast við, að h’ækka hana upp í gullgengi. Nefndin skilaði áliti sínu til stjórnarinnar fyrir nokkru. — Nefndin vildi eigi að svo komnu kveða upp úrskurð um það, hvort hverfa ætti að því ráði, að stýfa krónuna eða eigi, heldur taldi bún rjett að bíða átekta, og sjá feverju fram vindur. En meðan málið er ei'gi endan- lega til lykta leitt, engin ákveðin stefna tekin, vill nefndin að leit- ast sje við, að halda genginu sem næst því sem það *er nú, eða nál. 75% gullverðs. Fyrst að nokkrum tíma liðnum telur nefndin tímabært að ákveða hvort rjettara sje, að stýfa eða hækka gengið upp í gullverð. -3.ÍSÓ£»— Landsstjórninni var á síðasta þingi falið að gera samninga um skeytasamninga við útlönd frá þeim tíma er einkaleyfi Mikla norræna ritsímafjel. væri á enda, eða frá 1. okt 1926, þó þannig, að samningar þessir skyldu lagðir fyrir Alþingi til samþyktar á e|tir. Þessir samningar hafa nú verið gerðír og er farið fram á, að Al- þingi veiti samþykki til þess að gera megi endanlega samninga. Saga málsins. Samningar um rekstur sæsimans í Norðursjónum 1924. Saga þessa samningamáls er sú, að á árinu 1924 vissi stjórnin um, að danska stjórnin og Mikla Nor- ræna ritsímafjel. áttu í samning- um Um endurnýjun á leyfi fje- lagsins um rekstur sæsímanna í Norðursjónum, en rekstur þessara sæsíma, eða ijettara sagt gjaldið fyrir notkun þeirra, kemur oss mjög við, vegna þess, að öll sím- skeyti vor til Norðurlanda og víðar, verða að fara um þessa .sæ- síma. Af þessu var það ráð tekið haustið 1924 að sen'da landssíma- stjóra utan, til þess að vjer gæt- um haft hönd í bagga um samn- inga þessa, og jafnframt til þess að grenslast eftir, hvort Mikla Norræna fjel. mundi vilja ganga að þeim kröfum, sem vjer yrðum að gera, til þess að endurnýja sjerleyfi fjelagsins. Sömu kjör fást við Norðursjávar- símann fyrir skeyti til fslands eins og Bretlands. Árangurinn af þessari ferð varð sá, að vjer fengum bindandi lof- orð um, að svo framarlega sem samningar tækjust við fjel. um íslandssímann, skyldi ekki hærra gjald tekið fyrir hvert orð í skeyt um til og frá íslandi, er færu um Noðursjávarsímana, en tekið væri á hverjum tíma fyrir hvert orð í skeytum milli Danmerkur og Englands, en hingað til hafði hærra gjald verið tekið fyrir okk ar skeyti en dansk-ensk skeyti. Ennfremur var það ákveðið, að ef það yrði ofan á, að færa niður símgjöldin milli Danmerkur og íslands, svo að þau yrðu ekki hærri en milli Englands og ís- lands, skyldi hlutfallsleg lækkun koma á gjaldið fyrir notkun Norð ursjávar símans. Mikla norræna læst ekki geta orðið við kröfum vorum. Að öðru leyti strönduðu samn- ingarnir aíveg um íslandssímann og Mikla norræna fjel. ljet í veðri vaka, að það mundi alls ekki geta gengið að kröfum vox’- um, og í samræmi við það ljet fjelagið þess getið í skýrslu sinni fyrir árið 1924 til aðalfundar, að hluthafar mættu búast’ við, að einkaleyfið um íslandssímann yrði ekki framlengt. Samkomulag fæst eftir mikla vafninga. Eftir þetta strand samninganna 1924 voru svo samningaumleitanir teknar upp aftur síðastliðið haust og fór þá enn svo, að fjelagið kvaðst ekki geta gengið að kröf- unum; en eftir mikið þóf fór þó svo, að fjelagið slakaði til og komust á samningar, sem samn- ingamenn vorir töldu oss hag- kvæma, og liggja þeir nú fyrir hjer til samþyktar eða synjunar. Leiðirnar fimm. Þegar um er að ræða skeyta- samband við umheiminn, er, eftir því sem nú er komið, um þessar leiðir að velja: 1. Sæsímasamband eingöngu. 2. Sæsímasamband og loft- skeytasamband til vara. 3. Sæsímasamband og 1 oft- skeytasamband jöfnum höndum. 4. Loftskeytasamband eingöneru. 5. Loftskeytasamband og sæ- simasamband (il vara.. TntækUegastft leiðin Ollam þeini, .-om við sa-'inihg- í f: h fengust af okkar hálfu kom saman um það, að hvorki síma- samband eing >nga nje loftskeytar samband eingöngu væri nægilega trygt, en símasambandið þó trygg- ara. Einnig voru þeir allir sam- mála um það, eftir nákvæma at- hugun, að það væri altof dýrt að halda uppi bæði símasam’bandi og loftskeytasambandi sem aðal- sambandi jöfnum höndum, eða eftir vali sendanda, því að þá þyrftj miklu fleira starfsfólk, og skeytin hlytu að verða dýrari. Aðal samband loftleiðina og sími til vara, mundi einnig verða mjög dýrt, vegna mannah^lds og við- halds símans, sem er jafnmikið, hvort. sem hann er notaður mikið eða lítið. Lang tiltækilegast þótti því símasamband og loftsamband til vara, svo framarlega sem sím- skeytagjöldin yrðu ekki hærri’um símann en loftleiðina. Símasam- bandið er enn sem komið er trygg ara en loftsambandið, og ef hið fyrnefnda yrði ekki dýrara fyrir almenning, væri það hentugra. Lækkun símagjalda. Viðleitnin gekk því mjög í þá átt, að fá símskeytagjöldin svo langt niður, að loftskeytasam- bandið gæti ekki orðið ódýrara, og þetta heppnaðist, eftir þeim upplýsingum að dæma, sem um þessi efni fengust, enda hafa síma gjöldin lækkað um 8y2 ctm. pr. orð, eða um 34%, og munar þetta 170000 gullfrönkum á ári, eða um 150000 kr. Nokkuð af þessu, eða 4 ctms. fyrir orðið, hverfur þó aftur, vegna þeirrar hækkunar á sendi- og móttökugjöldum, sem alþjóða símafundurinn í París síð- astíiðið haust samþykti; en sú hækkun er vitaskuld þessum samningum algjörlega óviðkom- andi, enda kemur hún til fram- kvæmda 1. apríl í vetur, en samn- ingamir ganga í gildi 1. sept. í haust. Með hinum nýju samning- um græðist því 8y2 ctm, eða sem næst 71/2 eyrir á hverju símuðu orði, og þessi sparnaður rennur vitanlega til þeirra, sem sím- skeytin senda. Beaeii Fp ipússoo frá Spákonufelli, nú í Reykja- vík, Grundarstíg 3, telmr að sjer að reka erindi hjer í höfuðstaðn- um fyrir menn út um land, gegu sanngjarnri borgun. Fjárhagslegur hagnaður ríkis- sjóðs af sanmingnum áætlaður 150 þús. kr. á ári. Lækkun síma- gjalda nemur svipaðri upphæð. Þá kem jeg að hinni hlið máls- ins, þeirri, sem veit að ríkissjóði eða landssímanum. par liggur málið þannig fyrir, að vjer fyrst og fremst losnum við 35000 dansk ar kr., ársgreiðsluna; í öðru lagi fáum vjer 30000 gullfranka á ári eða sem næst 30000 kr., sem nokkurs konar sjerleyfisgjald frá fjelaginu. í þriðja lagi tökum vjer að oss rekstur símastöðvarinnar á Seyðisfirði, gcgn 65000 gull- franka greiðslu á ári, og telur landssímastjóri að vjer munum græða á því um 25000 kr. á ári, með því að vjer getum reldð stöðina ódýrar en Mikla nor- , ræna. 1 fjórða lagi fáum við nú I umráð yfir veðurskeytum vorum og getum sennilega haft upp úr þeim um 20000 kr. á ári. í fimta lagi fáum við helming brúttó- tekjuauka sæsímans, miðað við orðáfjölda 1924, og áætlar lands^ símastjóri það 37000 kr. á ári að jafnaði, en vit.askuld er þetta að- eins líkindareikningur, en hann st.yðst við þá aukningu símavið- skiftanna, sem hingað til hefir verið frá árinu 1924 til þessa tíma. Alls ætti því ríkis- sjóður að bera úr býtum að jafn- aði á ári á hinum umsamda leyí- istíma hjerumbil 150000 kr. um- fram það, sem verið hefir hingað til, og er það þá sem næst jafnhá upphæð og skeytasendendur fá í lækkuðum símgjöldum. Fyrir rík- issjóð og símanotendur ætti því munurinn að verða um 300000 kr. á ári. Hagnaður ríkissjóðs er þó eins og jeg tók fram, að sumu leyti ágiskun, og verður að meðal- 1 tali minni, ef samningnum verður ! sagt upp við fyrsta tækifæri, og * veldur því væntanleg aukning símaviðskiftanna. Því sem á hefir unnist við samninga þessa hefir því verið skift nokkumveginn jafnt milli ríkissjóðs og símanotenda. Ef sampingar þessir verða sam- þyktir erum výer bundnir við þá í 3y3 árs eða til 1. janúar 1930, og síðan má segja þeim upp ann- ! aðhvert ár, og verði þeim ekki jsagt upp, falla þeir úr gildi í árslok 1934, enda eru þá á enda samningar þeir, sem Mikla nor- ræna hefir gert bæði við Eng- . lendinga og Dani, um sæsíma þá, 1 er liggja til þeirra landa. Áður en jeg lýk máli mínu ,þykir mjer skylt að votta um- umboðsmanni vorum í Kaup- ■ mannahöfn, Jóni Krabbe og For- , b'erg landssímastjóra bestu þakk- ' ir fyrir hlutdeild þeirra í samn- J ingunum. Er því meiri ástæða til þess að þakka hinum síðarnefnda, þar sem öllum er vitanlegt, að liann vann að samningunum, þótt hann væri mikið veikur, svo veikur, að flestir mundu hafa tal- ið ófært að fást við mál sem þetta. t Valdimar Briem. Látinn er að Stóra-Núpi í Ár- nessýslu 8. þ. m. Valdimar Briem, elsti sonur sjera Ólafs Briem, 21i/2 árs að aldri. Hann lagðist í lungnaberklum í hittiðfyrra um miðjan vetur og var þá í 5. bekk Mentaskólans; lá hann hjer á sjúkrahúsi rúmfastur fram á vor. Þá var hann fluttur heim og fór dagbatnandi um sumarið. Var hann síðan heima í fyrra vetur og las undir stúdentspróf, en fór sjer mjög hægt og virtist alls ekki taka nærri sjer. Lauk hann próf- inu í vor er leið og ætlaði utan til háskólanáms, þó rjeðst það a£ að fresta því til næsta vors, í því skyni að heilsan styrktist betur við hvíld og hreinna loft. En sú von brást. Heilsunni fór hnignandi og eftir jólin lagðist hann á banasængina. par er á bak að sjá afbragðs- mannsefni að viti og öðrum kost- um. Frá Sviðningi. — Þegar hörmungarfregnirnar bárust norðan að, rjett fyrir jól- in, um hið ógurlega slys, sem varð á Sviðningi í Kolbeinsdal, urðu hjer ótal hendur útrjettar til hjálpar og samúðar. Eins og oft áður, sýndu Reykja- víkurbúar örlæti sitt og hjálp- semi. Jeg tel því rjett, að þeim gefist kostur á að fá sem nánust kynni af kjörum konunnar, sem þeir á svo margvíslegan hátt studdu og glöddu. Um slysið sjálft skrifar mjer kunnug kona á þessa leið, eftir eigin frásögn Ikónunnar, Jónínu Jónsdóttur. „Hörmulegast og átakanlegast var henni þó á meðan lífið var að kveljast úr blessuðn litla barn- inu, rúmlega ársgömlu í rúminu fyrir ofan hana, og geta enga björg veitt því. Hún gat þreifað á fótunum og upp eftir lærinu á því, en þar fyrir ofan var viður og torf ofan á því, og eins 4 milli þeirra. Konan giskar á, að barnið liafi lifað um eina klukku- stund, og altaf var það að gráta og kalla á mömmu, á meðan það gat komið upp hljóði. Sjálf var konan komin að falli, 61 barnið viku eftir þessa vo'áa nótt. Hún segist altaf hafa verið að biðja Guð um, að gefa sjer þrek til þess að deyja rólega, því hún hugði sjer engrar bjargar von, og taldi það víst, að alt. fólkið á bænum væri þegar dáið. Hún vissi þegar maðurinn hennar dó; ha»n svaf í næsta rúmi við hana, ®g gat talað við hana öðruhvoru á . meðan lífið ent.ist. Það, sem flýtti fyrir dáuða hans, var nagli, sem rakst í ennið á honum. Hann lagði henni ýmisleg ráð að skiln- aði, ef ske kynni, aÖ henni yrði bjargað, og bjóst vel og hetju- lega við dauða sínum, með trú og trausti til Guðs. Það sem varð konunni til lífs, mun að nokkru leyti hafa verið það, að hún lá á hliðinni í rúminu, þegar þekjan fjell inn, og hún/ hafði þykka yfirsæng \ 1 i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.