Ísafold - 22.02.1926, Blaðsíða 3

Ísafold - 22.02.1926, Blaðsíða 3
 ISAFOLD ofan á sjer, sem varði hana dá- 'lítið meiðslum, en ógurlega var hún orðin aðþrengd, þegar hún loks eftir 22 klukkustúndir, var grafin upp úr fönn og torfdyngju ■ • og töluvert meidd á liöfði.“ Þrátt fyrir alt þetta gat hún § fylgt manni sínum til grafar að Hólum í Hjaltadal; var jarðar- förin fjölmenn og sýndu menn I ekkjunni á margan hátt samúð 1 sína og velvild. Henni hefir liðið fram yfir ■ allar vonir, en á þó oft bágt með svefn, hrekkur upp frá úg- * urlegum draumum, sem standa í sambandi við hið undangengna. Það eru fleiri hetjur en þeir, sem ganga fram á orustuvöll styrjaldanna. Og gott eiga þeir, I sem á hættunnar stund ’geta | stuðst við Guð í barnslegri trú. Guðrún Lárusdóttir. Læknisbústaður og sjúkrasktyi Mýrdælinga í Vík. Alúðarþakkir til allra nær og fjær, sem hafa sýnt okkur samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför systur okkar, Guðlaugar Halldórsdóttur, og föður okkar, Halldórs Jónssonar, Vík í Mýrdal, 18. febr. 1926. Ólafur Halldórsson. Jón Halldórsson. íslenska sýningin í páfagarði í sumar sem leið. ATHUGASEMD. Eins og þegiar er kunnugt, hef- Ir kosningarnefnd kvenna í Rvík sent út um land ávarp til kvenna viðvíkjandi liinum hlutbundnu kosningum, sem fram eiga að fará í júlí 1926 á þremur land- Ikjörnum þingmönnum. Hefir og jafn framt verið settur upp og sendur út kvennalisti með frú Bríetu Bjarnhjeðinsdóttur efsta á Ijlaði. Það skal nú fúslega. viðurltent, að frú Bríet á þakkir skildar af íslenskum konum, fyrir bar- úttu hennar í jafnrjettismáli lcvenna gagnvart körlum. En iþegar nú svo er komið að vjer konur höfum hlotið kosningarjett <pg kjörgengi til jafns við karl- mennina, þá verðum vjer að gæta þess, að á oss hvílir jafnt sem þ>eim full ábyrgð á því, að fara skynsamlega með þenna fengna rjett vorn. Vjer hljótum því að hugsa um fleiri mál enn aðeins sjermál vor kvenna, þegar um kosningu á þjóðarfulltrúa er að ræða. En á skoðanir vorar, að því er almennu málin snertir, hlýtur sú flokkaskifting', sem á þeim og þeim t.íma er ráðandi í landinu, að hafa allmikil áhrif, þannig, að vjer jafnt sem 'karlar hneigjumst að einum flokknum frekar en öðrum. Að vísu er það nú tekið fram í ávarpinu, sem hinum mnrædda lista fylgir, að konur þær, sem á kónum standa, sjeu með öllu óháðar pólitísku flokkunum, sem r,ú eru. En slíku er vart að treysta. Það liggur beint í augum uppi, að liver sú kona, sem kemst á, þing, lilýtur þegar til atkv. kemur í hinum almennu málum, nð veita einum flokknum frekar en öðrum fylgi sitt, enda þótt hún gangi máSke ekki formlega ’ eða til fulls í hann. Mje'r finst því að vjer konur, sem ávarpið Tiefir verið sent með tilmælum tun að styðja hinn umrædda lista, eigum heimtingu á, að fá vitn- eskju um það frá þessum fram- bjóðendum — sjerstaklega þeirri, sem efst stendur á listanum — bvar þær standa gágnvart þeim pólitísku flokkum, sem nú eru, eða hverjum þeirra þær helst mundu veita fylgi sitt, ef á þing' kæmust, Fáist, -eklri slík vitneskja, skil jeg eklti í, að nokkur hugs- =andi kona geti grejtt 1 i Aanum . I í sum«r sem leið var byrjað að byggja í Vík sjúkraskýli og læknisbústað fyrir Mýrdalshjerað, og- er byggingunni langt á veg komið. Húsið stendur á fögrum stað á Suður-Víkurtúninu. Þar nýtur vel sólar, en útsýni þaðan hið fegursta. Læknisbústaðurinn er aðalbygg ingin, að grunnmáli 8*4X9 m.; en áfast austan við er sjúkra- skýlið 9 1/4 X9 metrar; — eru þar tvær sjúkrastofur og tvö rúm í hvorri; ennfremur ein ein- angru'narstofa; en gjört er ráð fyrir að hafa megi 9 rúm; ef þörf krefur. Þar er og skurðarstofa og baðklefi. Kjallari er undir öUu húsinu. Húsið er úr steinsteypu, og all- ir veggir tvöfaldir, en stoppaðir mó. Miðstöðvarhitun verður í hús- inu, sinn ofninn í hvoru. Bygging þessi verður hin vand- aðasta, enda kappkostað að hafa hana svo, en þó sem ódýrasta, — án óþarfa íburðar. Teikning hússins og gerð ann- aðist húsameistari ríkisins, en smíðina höfðu þeir á hendi: stein- smíði Ejnar Jónsson múrari úr Reykjavík, og trjesmíðar Guð- mundur Einarsson smiður í Vík, og er hann yfirsmiður. Áætlun húsameistara var milli '40 og 50 þúsund krónur, og með viðbótaráætlun í hjeraðinu yfir 50 þús., en sýnt þykir, að sú á- ætlun muni of lág, enda sumt dýr ara en búist var við; olli því nokkuð hve síðla skip Ikom með I byggingarefni, vegna verkfalls ytra síðastl. vor o. fl. En líklega verður ekki um svo háa fjárhæð að ræða, að það reynist tilfinn- anleg byrði viðkomandi hrepp- um. Mýrdælingar hafa mjög þráð þetta skýli, enda eru staðhættir og samgöngur hjer þannig, að brýn þörf var á því. Flutningur sjúklinga hjeðan ,á sjó og landi, til annara sjúkrahúsa, er erfiður, enda oft og einatt ógerningur að koma sjúklingum hjeðan; en það hefir oft haft alvarlegar afleið- ingar. Upphafs- og forgöngumaður að þessu þarfa fyrirtæki er Gísli Sveinsson sýslumaður; hefir hann | og haft á hendi undirbúning og umsjá með þessari byggingu. Var honum, eins og fleirum hjer, mik- ið áhugamál að koma skýlinu. upp; enda var þegar í öndverðu ötullega að því gengið að safna fje til þessa augnamiðs, en það var haustið 1919 að almenn fjár-! söfnun byrjaði; safnaðist þá þeg- ar mikið fje, og hefir síðan einn-' ig bæst við það. Hvert einasta heimili í Mýrdal gaf nokkra fjár- hæð, og samskot komu einnig úr öðrum hreppum; nokkrir velvild- armenn hjeraðsins tóku og þátt í samskotunum. — Þetta sýnir góða og almenna þátttöku og á- huga fyrir þessu máli. Að ekki var þegar byrjað að f»yggja skýlið (1920) gjörðu þá- verandi örðugleikar og dýrtíð, en hreppsnefndir Mýrdalssveitar — Hvamms- og Dyrhólahreppa, sem tóku þá þegar málið í sínar hend- ur, þótti ekki kleift að byrja á byggingunni fyr en nú. Á fjárlögum síðastl. þings var /veittur styrkur til byggingu sjúkraskýla; hafa Mýrdælingar fengið styrk af þeirri f járhæð til síns skýlis; eru þeir þakklátir þingi og stjórn, og ekki síst land- lækni, fyrir góðan skilning og fylgi í þessu máli. Iljeraðslækni Mýrdæla, Stefáni Gísíasyni, hefir nú verið veitt lausn frá embætti, enda er hann mjög við aldur. Vænta Mýr- 'dælir nú að fá góðan lækni, og það því fremur, að vel er í hag- inn búið fyrir hann. Mýrdælingur. ^ atkvæði sitt og allra síst að hún ■ fái sig til þess að ganga mn a5 , afla honum fylgis. Sveitiakona. Ath . ; pað er öldungis rjett hjá hátt- virtri sveitakonu, að eins' og ‘ flokkum þingsins nú er háttað, • verður ekki lijá því komist fyrir** ^ þann sem á þingi situr, að taka ^ ákveðna afstöðu til helstu stefnu- málanna sem skilja stjðrnmála- ! flokkana. Kvenfulltrúi getur þar ekki haft .neina sjerstöðu. Hitt þarf heldur ekki að efa, hvar frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir mundi verða í þeim málum, ef á þingi væri. Hún mundi vera með sam- steypunni, Framsóknar- og Jafn- aðarmönnum. peir kven-kjósend- ur landsins, sem ekki aðhyllast skoðanir þessara manna í lands- málum, mega með engu móti ljá þeirn lista atkvæði sitt, sem hefir frú Bríeti efsta. Ritstj. Þess var getið fyrir skömmu hjer í blaðinu, að Meulenberg præfékt í Landakoti hafi fengið heiðursskjal og verðlaunapening úr silfri fyrir hina íslensku deild heimssýningarinnar miklu, erhald in var í páfagarði í sumar. Meiri viðurkenning en sú, sem Meulen- berg fjekk, er eigi veitt fyrir hlutdeild í sýningu þessari. Eins og kimnugt er, var sýn- ing þessi í páfagarði haldin í til- efni af helgiárinu 1925, og sem einn þáttur í viðbúnaði þeim, er þar var, vegna pílagrímanna, er þangað sóttu úr öllum áttum. Sýningardeildir voru þar, ein fyrir hvert land úr öllum áttum, og var sýning þessi því mikil og fjölbreytt. Var því líklegt, að lítið bæri þar á því, sem hjeðan var sent, enda hefði svo farið, ef hin ís- lenska deild hefði eigi verið fit- búin með sjerlegri kostgæfni. En svo mjög vandaði Meulen- berg til sýningar þessarar, að hin íslenska deild vakti alveg sjerstaka athygli. Mest kvað þar að bókum. Hann sendi fornritin öll helstu í hinu vandaðasta bandi, ásamt myndum af frumhandritunum og stuttum skýringum um aldur þeirra og -efni. En auk þessa safnaði hann saman dýrum og vönduðum smíð- isgripum, skartgripum o. þvl. En mesta áherslu lagði hann á að sýna íslenskar bókmentir, að fornu og nýju. Hann hafði að sjálfsögðu um- boðsmann þar syðra, til þéss að sjá um, að öllu væri raðað niður á sem smekklegastan hátt. Og þetta tókst. Hin íslenska deild, þó eigi væri hún rúmfrek, vakti athygli sem um munaði. Daginn sem sýningin var opn- uð, gekk páfinn sjálfur með hirð sinni um sýningarsalina. Hann staðnæmdist við hina íslensku sýningu, og skoðaði hana um stund. Nærri n*á geta, að þetta vakti mikla eftirtekt, enda var frá þvi sagt í frönskum blöðum, að hin íslenska deild væri svo sjerkenni- leg, að allir veittu henni eftir- tekt, og páfinn hefði sjálfur gefið henni sjerstakar gætur. Þegar íslensku pílagrímarnir komu til Bómaborgar í sumar með Móulenberg, hjelt hann fyrir- lestur um Island í háskóla einum í borginni. Auk pílagrímanna frá NorðurlÖndum var þar margt manna saman komið. Vorn það einkum mentamenn. í ræðu sinni talaði Meulenberg sjerstaklega um fornbókmentir vorar. Sýndi hann þar fram á, að engin þjóð í heimi ætti eins glæsilega bókmentasögu ög við íslendingar. Var það máli hans mikill stuðningur, aS þar sltyldi vera sýning þessi, svo hver maður; gat með eigin augum sannfærfe sig um sannleiksgildi orða hans. í yfirlits ræðu sem páfinn hjelt um áramótin, þar sem hann gat um viðbúnað og hátíðahöld júbil- ársins, og pílagrímakomunnar tjl Róm, taldi hann upp allan þann fjölda þjóða, er tekið höfðu þátfe í pílagrímsgöngu síðastliðið ár. Það vakti athygli og umtal, að þar skyldi hann fyrst nefna ís- land. Svo minnisstæð hefir honum orðið bókmentasýningin Jhjeðan, og pílagrímarnir frá þjóðinni lítt kunnu, sem í ár fjekk tækifæri tíl þess að sýna pílagrímum ótal þjóða, að hjer hefir^búið þjóð, er á sjer merkilega menningar- sögu. N oregshugleiðingar.* ) Á ferð milli Stavanger og Bergen. 6. nóv. 1925. Jeg hefi nú verið hjer í .14- daga og farið um vestanverðan Noreg, frá Bergen til Flekku- fjarðar. Ymist er maður í járn- brautum, bílum, gufuskipum, mó- torbátum eða keyrandi á sleðum. Margt ber fyrir augun og margt- dettur mannií hug. Og sumarþær hugsanir eru þess verðar að fleiri fái að brjóta uín þær lieilann, og því er best að Morgunbl. fleygjL þeim áfram — ekki samt í loftinu — út milli manna. Drengjakollurinn. pá 14 daga sem jeg var í Reykjavík, rak jeg oft augun í fólk með drengja- hár, en að öðru leyti klætt sem kvenfólk, þó ekki sem íslenskar stúlkur. Fyrst datt mjer í hug- að þetta væru kvenklæddir strák- ar, með einhvórja hrekki, en mjer var sagt að þetta væru stúlkur og að þetta væri „móðins“. J?g“' bjóst því við, að norsku stiilk- urnar yrðu líkar. En hvernig sém jeg hefi leitað að drengjakollum á norsku stúlkunum, þá sjást þeir ekki. Af hverju ikemur það ? — Stendur kanske drengjakollurinn á íslenskxx stúlkunum í sambandi við lúsina í barnaskólanura í Rvík sem öll blöð vonx að tala um í fleiri daga? Eða stendur hárið á norsku stúlkunum í sambandi við þá þjóðernislegu vakningu, sem á sjer stað hjer í Noregi samhliða baráttunni um málið? Eða eru norsku stúlkurnar þrifn- |ari? Af hverju kemur þetta? Yilja stúlkurnar heima svara því? Kaupið norskar vörur, er al- staðar auglýst, í blöðum, á göt- *) Páll Zophóníasson, skóla- stjóri á Hólum, fór í líaust til útlanda. Ætlar hann að dvel.ja erlendis til næsta hausts, til þess að kynna sjer bxxfræðiskensluna^ og nýjungar í búnaðj nágranna- þjóðanna.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.