Ísafold - 25.02.1926, Blaðsíða 1
Eitst jórar:
Jón Kjartansson.
Valtýr Stefánsson.
Sírai 500.
Auglýsingasími
' 700.
ISAFOLD
Árga*tarnrinn
kostar 5 krónur.
Sjalddagi 1. júlí.
Afgreiðsla og
innheimta
í' Austurstræti 8.
Sími 500.
,
DAGBLAÐ:MORGUNBLAÐIÐ
51. érg. 12. tbl.
Fimtudaginn 25. febrúar 1926.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
Gengismálið
og
„fulltrúi landbúnaðarins'
íslendingar eiga ekki því láni;
að fagna, að eiga marga fjármála
menn. Er það líka varla von hjer
í fábreytninni og með þeirri
stuttu lífsreynslu, sem þjóðin enn
hefir á f jármálasviðinu. En ís-1
lendingar eru líka einstaklega
lagnir á það, að nota ekki þá
litlu fagþekkingu sem þeir hafa,
þegar þarf að leysa úr einhverju
mikilvægu fjárhagsmáli. Fer því
oft ver fyrir þeim, en ella hefði
þurft að fara.
Sú ógæfa hefir oft hent þessa
þjóð, að þeím mönnum hefir ver- j
ið falið að ráða fram úr mestu
vandamálum hennar, sem síst eru
til þess hæfir. Til þess að ráða
fram úr vandasömustu f járhags-
málum hennar «ru stundum valdir
menn, sem enga f jármálaþe&kingu
hafa, enga reynslu hafa á sviði
fjármálanna, aldrei nálægt fjár-
málum komið og aldrei sýnt það,
að þeir bæru minsta skyn á f jár-
mál.
Er þá nokkur von til þess, að
allar þær tillögur, sem f ram koma
í peninga- og fjármáluni þjóðar-
innar, sjeu bygðar á þeirri
reynslu og þekkingu á málefninu,
sem nauðsynleg er til öryggis fyr
ir því, að það eitt sje til málanna
lagt, sem alþjóð er fyrir bestu?
Agætt sýnishorn af því, hye
skaðlegt það getur orðið fyrir
þjóðarheildina, að óhæfum mönn-
um sje falið að ráða fram iir
vandasömustu málum hennar, er
nýkomin tillaga frá einum manni
iír Gengisnefndinni, um framtíð
ísl. krónunnar. Maðurinn nefnir
sig „fulltrúa landbúnaðarins" og
gerir tillöguna í nafni landbún-
aðarins; og maðurinn er Tryggvi
Þórhallsson.
Þessi „fulltrúi landbúnaðarins''
hefir lagt fyrir Alþingi frumvarp
um „stöðvun á verðgildi" ísl. pen-
inga. (Heiti frv. bendir til þess
að ísl. peningar eigi ekkert verð-
gildi að hafa, enda máske til þess
stefnt með frv.). Frv. fer fram
á, að verðgildi ísl. peninga skuli
endanlega fest, þar sem 'kaupmátt
ur krónunnar innanlands reynist
að vera eftir rannsókn. Með öðr-
um orðum, frv. fer fram á, að ísl.
krónan skuli „stýfð" þar sem
innanlands kaupmáttur hennar
er.
Astæður þær, sem flm. færir
fram fyrir þessari tillögu sinni,
eru margvíslegar, og sumar næsta
broslegar. En fjarstæðurnar keyra
svo úr hófi fram, að undrun sætir.
Greinargerð höfundarins er ein-
hliða hártog, og er forðast
að minnast einu orði á nokkurn
hagnað, sem þjóðin hefir af geng-
ishækkun; en erfiðleikar gengis-
hækikunarinnar eru málaðir þar
svo svart og einhliða, að dæmi
fyrir öðru eins finnast varla í
Tímanum, hvað þá annarsstaðar.
Ejkki er da\i orði bení á erfiK-
leikana á því að „stýfa" krónuna,
Slík er mi vandvirknin hjá þess-
um „fulltrúa landbúnaðarins".
Eigi skal að svo komnu nein-
um getum að því leitt, hvað af
þessu afkvæmi „fulltrúa landbún-
aðariris" í Gengisnefndinni verð-
ur, og eigi heldur að því, hverjar
afleiðingar það kann að hafa fyr-
ir þjóðina, að frv. þetta er fram
komið. Hitt dylst oss ekki, að
góðar afleiðingar hefir það aldrei
að frv. er fram komið, síst ef
það reynist rjett, sem heyrst hef-
ir, að annar stærsti f ldkkur þings-
ins fylgi óskiftur frumvarps-
ómyndinni. Verður því eigi trú-
að, fyr en á reynir, að þjóð vor
eigi á þingi marga fulltrúa, sem
svo eru sneyddir fjármálaþroska,
að þeir geti undirskrifað þetta
frumvarp um „stöðvun á verð-
gildi krónunnar".
Góöur öráttur.
.1
Tíma-menningin.
Út af skrifum Jónasar frá
Hriflu í síðasta blaði Tímans, er
rjett >að taka þetta fram:
1) Jónas kyngir með þögninni
einni fyrri lýgi sinni. Hann get-
ur eigi fundið neina leið til þess
að afsaka ummæli sín um „for-
menskuvafstur" í Búnaðarfjelagi
Islands.
2) Hann endurtdkur enn ósann-
indin um hinar alkunnu 613 þús.
(tekjuskattinn); (13 er dottið
aftan af í notkuninni).
3) Hann játar á sig ofnotkuu
hlunninda við þingið, en er auð-
sjáanlega sár út af því, að þurfa
framvegis að láta Sís borga undir
allar Gróusögur sínar út um land.
4) Hann reynir að leiða at-
hygli lesendanna frá því, að hann
sendi námspilta sína til þess að
vera fulltrúa bolsevikans Ólafs
Friðrikssonar við bæjarstjórnar-
kosninguna.
Ejett er að bændur athugi sam-
ræmið í framkomu Jónasar. í
hverju Tíinablaði dáir hann
bændamenninguna; en bak við
tjöldin fylgir hann Ólafi Frið-
rikssyni,
a) þeim manni, sem er fulltrúi
rússneskrar byltingarstefnu,
b) sem oft hefir viðurkent, að
hann telji íslenskt sjálfstæði og
íslenskg menningu einkisnýta,
og vill fyrir hvern mun koma
hjer á alræðisvaldi erlends múgs,
og
c) ætlast til að skrílstjóm sú,
sem hann hygst að innleiða hjer,
noti hjer hervald og ofbeldi und-
ir eins og færi gefst.
Fylgi sínu við Ólaf Friðriksson
getur Jónas ekki neitað. Það er
sannað.
Bændur eru óðum að vakna til
meðvitundar um það, að fyrsta
skilyrðið til þess, að landbúnaður
og bændafjelagsskapur geti
blómgast hjer og dafnað, er það,
að slorpenni Jónasar frá Hriflu
hætti að dreifa róg og lýgi um
sveitir landsins.
Mynd þessi er blaðinu send frá Kanpmannahöfn og fylgir
eigi önnur skýring en sú, að hjer iaf geti margur fengið góðan
málsverð. — En mynd þessi er auðþekt, að minsta kosti fyrir
Reykvíkinga, því að hún er úr íslensku kvikmyndinni hans Lofts
Quðmnndarsonar, oj ertekin um borð í „Skallagrími". Maðurinn,
sem heldur á þorskinum, heitir Magnús Lárusson, og var háseti
á skipinu.
-OQO-
Álit feankamefndariiiaar
er komið út.
Því fylgir m. a. álit aðalbankastjóra allra þjóðbanka á
Norðurlöndum um fyrirkomulag seðlaútgáfu, einnig á-
grip af sögu bankanna hjer á landi eftir Magnús Jóns-
son o. m. fl.
Bankanefndin var skipuð sam-
kvæmt þingsályktun 14. maí s. 1.
Á fundi í samein. þingi þ. 15.
maí voru þessir kosnir í nefnd-
ina:
Ásgeir Ásgeirsson, Benedikt
Sveinsson, Jónas Jónsson, Magnús
Jónsson og Sveinn Björnsson.
Þ. 25. maí var Sveinn Björns-
son skipaður af fjármálaráðherra
form. nefndarinnar.
Nefndin hjelt með sjer noflrkra
fundi í vor, og skifti með sjer
verkum. Var Magnúsi Jónssyni
falið a'ð rita sögu bankanna hjer
a landi.
Þrír nefndarmanna, þeir Sveinn
Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og
Jónas Jónsson, fóru utan í sumar.
Attu þeir Sv. Björnsson og As-
geir Ásgeirsson tal við aðalstjórn
anda seðlabankanna á Norður-
löndum. Lögðu þeir fyrir þá á-
kveðnar spurningar, er þeir svara
í brjefum þeim, sem prentuð eru
með nefndarálitinu.
Jónas Jónsson átti tal við ýmsa
stjórnendur fasteignalánsstofn-
ana, á ferð sinni.
Hefir meiri hluti nefndarinnar
samið frv. til 1. um heimild fyrlr
Veðd. Landsbanka tslands til að
gefa út ný bankavaxtabrjef.
Fylgir frv. þessu ritgerð eftir
Jónas Jónsson um veðlánastofn-
anir. ^
Fundir nefndarinnar byrjuðu
aftur þ. 7. okt. p. 9. nóv, kvaðst
Benedikt Sveinsson ekki lengur
geta unnið að málinu á þeim
grundvelli, að Landsbankanum
yrði falin seðlaútgáfan, en meiri
hluti nefndarinnar hefir samið
álit sitt á þeim grundvelli.
En niðurstaða nefndarinnar er
í öllum aðalatriðum í samræmi
fvið álit stjórnenda seðlabankanna
fjögra á Norðurlöndum, svo og
við álit þeirra próf. Axel Nielsen
og Jóns Krabbe forstöðumans
sendiráðsins í Höfn.
Viðtal við Svein Björnsson,
formann bankanefndarinnar
Mbl. hafði tal af Sveini Björns-
syni um nefndarálitið.
Jeg hefi í rauninn-i engu við
það að bæta, sem stendur í hinu
stutta nefndaráliti. Sjálft nefndar
álitið er ekki nema um 60 bls
Mest málið er álit hinna erlendu
sjerfræðinga og saga bankanna
eftir Magnús Jónsson.
Vil jeg taka það fram, að í
þessari bankasögu Magnúsar er
sjerlega mikill fróðleikur saman
kominn í stutt mál um bankana
hjer og atvinnulíf vort.
Deiluefnið.
— Hvað um deiluefnið?
— Deilt hefir verið um það,
hvort það væri óhætt að láta
Landsbankaim hafa seðlaútgáf-
una, þareð hann starfaði með
innlánsfje.
Menn hafa. viljað fá útlenda
sjerfræðinga til þess að skera úr
því máli. Nú er álit þeirra komið.
Það er einróma. Það fer í raun-
inni alveg í sömu átt og álit
þeirra Axel Nielsen og Jóiis
Krabbe, aem komið var áður.
Fróðlegast af þessum brjefuto
hinna erlendu bankastjóra é»
brjef Byggs bankastjóra Noregjs-
banka. Hann sýnir fram á, hve
kringumstæður eru margar líkar
hjer nú, og þær voru í Noregi
áður.
En um leið og við leggjum til,
að Landsbankinn fái seðlaútgáf-
una viljum við breyta fyrirkomtt-
lagi bankans.
Nokkur fyrirkomulagsatriði
— Við leggjum til, segir Sy.
Bj., að Landsbankinn sje ríkip-
eign, og leggi ríkið 'honum til A-
kveðið stofnfje, og ábyrgist, að
stofnfjeð sje jafnan óskert.
Hann sje sjálfstæð stofnun und
ir sjerstakri, óháðri stjórn.
Starfsemi hans sje í 3 deild-
um: seðladeild, sparisjóðsdeild og
veðdeild, sem haldið sje algjör-
lega aðgreindum reikningslega.
Einn á að vera aðalbankastjófi,
er. með honum tveir aðrir bankft-
stjórar.
Yfirstjórn bankans er í hönd-
um 15 manna nefndar, er þingið
kýs; en hún kýs fjóra í banOra-
ráð, en fjármálaráðherra kýs
einn bankaráðsmann og er hann
form. bankaráðsins.
Nefndarálitið er komið í bókia-
verslanir.
Mæðrabókin.
Jafnvel fáfróðum og ólærðuín
konum verður ekki skotaskuld úr
því, að setja börn inn í heiminn,
og það hraust og vel sköpuð, an
hitt er meiri vandinn, að kunnla
svo með börnin að fara í þessum
hættulega heimi, að þau þrífist
vel og verði heilsuhraust. Til
þess þarf þekkingu og hana verð-
ur að sækja í góða menn og —
bækur. Hver einasta kona, sein
eignast fyrsta barnið, þarf að
eignast leiðbeiningakver um með-
ferð þess.
„Baraaf óstra'' Jónassens og
leiSbeininga/kver Valdemars Stef-
fensens, hafa komið mörgum að
gagni. Nú hefir Hinrik læknir
Thorarensen gefið út nýja bók
um þetta efni, „Mæðrabókina."
Him er frumsamin á dönsku af
dr. Svend Monrad.
Bókin er yfirleitt góð bók og
áreiðanleg, og þýðingin góð, að
því mjer virðist. Jeg finn það
helst að henni, að hún er ekki
frumsamin. Jafnvel góðar útlend-
ar bækui' eiga aldrei eins vel við
og frumsamdar, ef góðir menn og
fróðir halda á pennanum.
G. H.
Sigurður Briem aðalpó«tmeist-
ari hefir verið skipaður formaður
gengisnefndarinniar í stað Odds
Hermannssonar skrifstofastjóraj,
sem er erlendis.