Ísafold - 04.03.1926, Blaðsíða 3

Ísafold - 04.03.1926, Blaðsíða 3
ÍSAFOLD o O iS talið alveg óverjandi, og svo munu allir telja enn, a8 byrja á löggjöf um stýfingu með því að iækJca gengið. Þar sem stýfing hefir verið lögleidd hafa menn allsstaðar byrjað með því að halda sem föst-j ustu gengi um svo langan tíma, að j verðlagið í landinu kæmist í rjett Idutfall þar við. Jeg liafði haldið, að allir gætu verið sammála um það, að rjett væri aö leitast við að íiindra lækk- anir og halda því gengi, sem nú er, föstu f.yrst um sinn. En á hinn bóginn tel jeg rjett að yfirvega livað hægt sje að gera til þ>ess að draga úr erfiðleikum geng- íshækkunarinnar fyrir atvinnuveg- ina. í frumvarpi því, sem hjer liggur fyrir, er engin viðleitni í þá átt. En aðrar þjóðir hafa látið sjer ssrna aö taka þá hlið málsins fyrst •og fremst til athugunar. FRÁ ALÞINGI. Úr umræðunum: Á föstudaginn var til umr. í Ed.: j Frv. til laga um heimild fyrir j veðdeild Lunddxtnkans afí gcfa út\ mý bankavaxtab rjef. Stóðu umr. til kl. 31/2 og átt-; ust þar aðallega við Sig. Eggerz '•og Jónas. Sýndi Jónas eins og að ! vanda mikla leikni í því að dragaj margt inn í nmr, sem ekkert komj málinu við. Kvartaði Sig. Eggerz! um það, að undarlegt mætti það heita, að aldrei væri unt að rök- ræða neitt mál við Jónas, enda væri það móðgun við velsamii Alþingis, íivernig Jónas hagaði sjer. Kvað S. K. hart, að dýrmætur fundartími deildarinnar þyrfti að fara til þess >eins, að liirta 3. landsk. (J. J.), en því miður yrði sú raunin helsti oft, Ilarðnaði svo viðureign þeirra Sig- urðar og Jónasar, að báðir lágu óvígir að lokum og var þá hægt að 'ganga til aticv. Var frv. vísað til "2. umr. og fjárhagsn. Á laiigard. var til umr. í Nd.: Frv. til l. um breyting á fátœkra- lögunum frá 1905. Allshn. hafði klofnað. Pjórir nefndarm. vildu afgreiða málið með rökstuddri dagskrá, þar sem vitanlegt væri að fátækralögin iill væru til endurskoðunar hjá stjórn- inni og að þær breytingar, sem hún teldi æskilegt að gera, mundi verða lagðar fyrir næsta þing. Þótti meiri hl. ekki ástæða til að taka þetta at- riði út úr nú. P. Þórð. hafði fram- sögu af hálfu meiri hl. Minni hl. J. Bald. vildi samþ. frv. og lagði þann undarlega skilning í frv,, að allir menn ættu að fá full rjettindi þegar þeir yrðu 60 ára, og það enda þótt þeir stæðu í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk, er þeir hefðu fengið áður. — Nokkrar umræður urðn um málið, en svo fóru leikar, að dagskrá meiri lil. allshn. var samþ. með 14 :13 atkv. og málið ’þar með fallið. Komin er fram þál.till. um leigu á skipi til strandferða og munu verða um hana tvær umr. í hvorri deild. Á föstud. var frv. Tr.» Þ. um stöðvun á verðgildi íslenskrá pen- inga, til umræðu í Neðri deild. Hjelt flm. all-langa ræðu, sem nánar er skýrt frá á öðrum stað hjer í blaðinu, — því margt sagði Tr. Þ. í ræðu sinni, sem vel er þess vert að „haldið sje til haga“. Næstur talaði fjármálaráðherra. Hjelf hann langa ræðu og snjalla. Talaði fyrst um afstöðu stjómar- innar til gengismálsins, því næst um gengismálið alment, um alm. afstöðu til þess að sporna við gengissveiflum, um hagsveiflur og gengi, svo og ráðið til þess að bæta erfiðleika, sem leiða af gengishælkkuninni. Meðan fjármálaráðherra talaði var það eftirtektarvert hve Tr.Þ. hlustaði á hann með mikilli at- hygli. Þegar ræðumaður benti á hinar gífurlegu mótsagnir og barnalegu ályktanir í greinargerð Tryggva, sem fylgir frumvarpinu, gerði Tr. ekki annað en naga á sjer neglurnar og rífa í nef sjer, og v-ar á svipinn eins og hlýðinn og auðsveipur skóladrengur. Næstur talaði Jón Baldvinsson. Ræða hans fjallaði um það, hvern ig á gengismálið væri litið af sjónarhól verkamanna. Þá talaði Tryggvi aftur. Gerði hann ekki hina minstu tilraun til þess að hagga rökum fjármála- ráðherra, heldur gat þess, að ræða hans hefði verið hin fróðlegasta. Sneri hann máli sínu aðallega til Jóns Baldvinssonar og talaði að loþum með prestslegum fjálgleik um það, -að hann vonaðist eftir því, að verkamenn fyrirgæfu Jóni framkomu hans í málinu, — „því hann vissi eWki hvað liann væri að gera“. Þá brostu margir, því hafi nokkurntíma þingmaður flutt frv. í máli, sem hann hefir sárlitla þekkingu á, þá er það Tr. Þ. með Aærðgildisstöðvunar frv. sitt. Jak. Möller talaði nokkur orð, og benti m. a. á þá fjarstæðu, sem kæmi fram hjá Tryggva, að ,vilja spoma við hækkun krónunnar, en grípa livert- tækifæri sem gæf- ist til þess að lækka gengi henn- ar. Ágrip af ræðu fjármálaráðherra er birt á öðrum stað hjer í bl. EfSsr Pjetur A. Óiafsson lconsúl. Framsóknarfjdag. Um Borgaj-f jörð gengur Um þess- ar mundir fundarboð og eru fund- arboðendur Vigfús gestgjafi í Borg- arnesi og aðrir tryggustu fylgis- menn Ilriflu Jónasar þar efra. Pundurinn á að haldast 7. mars. Gengur sú saga þar efra, að Tíma- menn sjeu orðnir mjög hræddir um fylgisleysi meðal bænda, og eigi nú að reyna að stofna „Framsóknar- fjelag“ þar, ef ske kvnni að það gæti styrkt menn ofurlítið í trúnni. Bara að ekki fari þá eins fyrir þessu Framsóknarfjelagi, eins og fjelaginu í Grímsnesi, sællar minn- ingar. Finnur Tliordarson á ísafirði hefir um langt skeið verið varakonsúll Svía þar. Hann hefir nú sótt um lausn frá því starfi sökum heilsubilunar. Jafn- framt því, sem liann lætur af starf- inu, hefir hann verið sæmdur ridd arakrossi Vasaorðunnar af 1. flokki. Niðurl. 2. Síld. Misfellur á síldarútgerðinni. „Samlagið/‘ sem dó í fæð- ingunni. pað hefir ávalt leikið á ýmsu með síldina hjá oss íslendingum. En að meðaltali býst jeg varla AÚð að framleiðsla hennar hafi aukið þjóðarauðinn. En landssjóði hefir hún mjólkað, og mikla og góða atvinnu hefir hún oftast yeitt verkalýðnuni. En þó afkoma framleiðenda og útflytjenda oft hafi verið bág- borin, þá er það fráleitt af því að ekki hefði mátt betur fara ef samvinna og hagsýni hefði tærið annarsvegar. 1919 þegar mest var tapið á síldarframleiðsl- unni, þá áttu flestir helstu síld- arframleiðendur marga fundi með sjer til að reyna að koma á sam- vinnu um þessa framleiðslu. Og það var komið svo á veg, að fje- lagskapur þessi var vatni ausinn og nefndur ,Síldarsamlag íslands,' og átti hann að hafa ndkkurs- konar ríkisvernd, þannig, að eng- ir gætu flutt út síld, nema fyrir milligöngu Samlagsins. Aðalmark- miðið átti að vera þetta-: Markmið Samlagsins. 1. Pá vandaða iitflutningsvöru. 2. Gera ítarlegar tilraunir til að fá nýja markaði fvrir síld. 3. Stemma stigu fyrir að of- mikið yrði saltað af framleiðsl- unni. 4. Sjá um jafnan útflutning eft- ir því sem eftirspurnin rjettlætti. 5. Koma upp sölustöðum, þeg- ar nauðsyn krefði, þar sem henta þætti. 6. Gangast fyrir, að síldarverk- smiðjum fjölgaði svo skynsamleg samkepni fengist. um kaup á þeirri síld, sem ofaukið væri til útflutnings, eða sem’ ekki væri söltunarhæf. 7. Og yfir höfuð gæta hags- muna síldarframleiðenda, eftir því sem liægt væri. Hngsjónin með þessum samtök- um, var áreiðanlega heilbrigð. Og það hefir ætíð verið og er enn mín skoðun, að margt væri í öðru horfi nú með síldarútveginn ef þessi samtök hefðu komist í fram- kvæmd. En það fór með þetta fjelag eins og önnur samtök og samvinnu atvinnurekenda, að Samlagið kafnað; í fæðingunni. f engrj framleiðslugrein væri þó jafn mikil nauðsyn að hafa samvinnu, og einmitt síldarútveg- inum. Til þess ber svo margt, sem öllum er kunnugt og vitanlegt sem við þennan atvinnurekstur fást. Þó ekkert sje það í samlíkingu við ástandið frá árinu 1919, þá em horfurnar samt ískyggilegar fyrir marga, sem fengust við síld- arframleiðslu síðastliðið ár. 480 þús. tn. saltsíldar útflutt ar s.l. sumar. — 180 j)ús. tn. meira en sænski markaður- inn tekur venjulega. Síldarframleiðslan hjer á landi nam 1925, um 515 þúsund tunn- um, auk ca. 180 þúsund tunnum, sem veiddar voru utan landhelgis. Af þessari síld fór í síldarverk- smiÖjur um 220 þúsund tunnur, þannig að söltuð síld til útflutn- ings frá fslandi hefir numið um 480 þús. tunnum (þar af krydd- síld um 40 þúsund tunnur.) Aðalmadkaðrinn fyrir íslenska síld, hefir verið og er í Svíþjóð. Og 300 þúsund tunnur er hámark innflutnings þangað, svo nokkurn veginn viðunanlegs verðs megi vænta, Það er því ekki undarlegt þó aS eftirspurnin og verðið lælck aði stórum, strax í ágúst, og færi þar eftir sílækkandi. Eftir því, sem næst verður kom- ist, mun eftir óselt og óútflutt af íslenskri síld um 32/36000 tn. Og af útfluttri íslenskri síld óselt í Noregi, Danmörku og Svíþjóð um 60 þúsund tunnur. Eftir- spurnin mjög dræm, og fáanlegt verð A'arla yfir 20/22 sænskar krónui Menn vilja reyna nýjar leiðir; lielst til Austur- Evrópu. — Þar þarf að gefa gjalclfrest. Það er því ekki undarlegt, þeg- ar komið er fram á þennan tíma, að þeim, sem síld eiga eftir, finn- ist horfurnar óglæsilegar, og hafi hug á með samtökum, að revna aðrar leiðir með sölu á því sem eftir er af síld. En það munu því miður reynast örðugleikar á því. Helstu löndin, sem um er að ræða, eru: Rússland,, Pólland, Pinnland og kannske Rúmenía. En eins og áður er frá skýrt í skýrslu minni frá 1923, ern mikl- ir örðugleikar á að geta í hvelli selt nokkuð að ráði af íslenskri síld í þessum löndum, svo betur sje farið. Hún þykir þar of stór, og oflítill þungj í tunnunum. Og svo er annað, fjárhagsöi’ðugleik- arnir hafa verið og eru, að því mjer er frekast kunnugt, enn mjög miklir í flestum þessum löndum, og af þeim ástæðum útaf fyrir sig', vonlítið að geta vænst nokkurrar verulegrar sölu, nema með styttri eða lengri gjaldfresti. Og á þetta við öll löndin, nema kannske Finnland. Til Póllands er nn ekki hægt að flytja síld, nema með fyr- irfram fengnu leyfi, og með fylgi þá upprunaskírteini, ufipáritað af pólskum konsúl. Samkepnin mikil um síldar- markað ]iar, en síldarsala fer vaxandi, og verð viðunanle^t- Samkepnin um síldarsölu til landa í austanverðri Evrópn, er mjög mikil, því mestöll fram- leiðsla fer þangað. ITtflutningur frá Norðmönnum, Hollendinguin ,og Bretum, hefir síðastliðið ár numið '1 y2 milj. tunnum af salt- aðri síld. Við það bætist svo um % miljón tunnur frá Islandi, — eða samtals um 2 miljónir tunna, sem þó er nokkuð minna en 1924. Á sama tíma sem verð á ísl. síld liefir farið fallandi, og eins á norskri síld, hefir eftirspurnin auk ist að mun á breskri síld og verð á henni hefir farið hækk- andi; síðast borguð með 45—55 shillings pr. tunnu. En annars er varlega farandi eftir verðskrán- ingum, því þær þýða oft og tíðum, aðeins verð, sem seljendur heimta. Um áramótin voru tiltölulega litlar birgðir í Königsberg, Dan- zig, Stettin, og ITamborg. Samtals um 200 þúsund tunnur. Mest í Danzig og Stettin. Langmestur innflutningur til austurlandanna fer um Danzig og Stettin. Af útflutningi Norðmanna 1925, liafa kringum 60% farið til Sví- þjóðar, 25% til Rússlands, 6% til Danmerkur og 4% til Póllandsí- Þrátt fyrir agnúana, sem eru á því, að ryðja íslenskri síld nýja markaði, þá efast jeg samt ekki um, að það mætti takast með tíS og tíma. Það þarf að senda árl. stóra slumpa af síld til þeirra landa, þar sem helst er von um framtíðarsölu, dreifa henni sem mest, og leggja alúð við að koma henni út þar. En slíkar tilraunir kosta mikið fje, og þessu verður aldrei komið í kring, nema með öflugnm samtökum og samvinnu, en með þessu móti mundi með tímanum sjást einhver árangur — eins af því fje, sem ríkissjóður kynni að veita til þessa. Eina leiðin til ]>ess að tryggja útveginn, er að takmarka framleiðsluna. En það mun sannast, að meðan ekki verður takmörkuð söltun á íslenskri útflutningssíld, þá munu ófarirnar endurtaka sig —■ og þessi atvinnuvegur einlægt A_erða hættuspil. Atvinnure'kendur, þing og stjórn, verða að taka í taumana, — og endurlífga í svipaðri mynd og ætlast var 'til, hið fyrirhugaða ,Síldarsamlag íslands'. pað mundi fljótt sýna sig, að síldarútvegn- um yrði þá betur borgið, og áhættan langtum minni. Að svo komnu skal jeg svo láta staðar numið, en mun síðar ef til vill víkja nokkuð að markaðs- horfum hinna íslensku landafurða. Reykjavík 17. febrúar 1926. Enskir samvinnumenn nota fje úr fjelagssjóðum til liðstynks handa jafnaða-r- mönnum. Fjelagsmenn heimta rannsókn. í „Daily Mail“ 18. jan., er frá því sagt, að samvinnuf jelögi* ensku hafi mótmælt athæfi þvi, sem forstjórar samvinnufjelag- anna hafa gert sig seka í, að láta miklar fjárhæðir árlega úr fjelagssjóðum til liðstyrks handa jafnaðarmönnum. Pram til þessa, hafa samvinnu- menn eigi getað komið mótmælum þessum á framfæri, vegna þess, að jafnaðarmenn og kommúnist- ar hafa fjölment svo mjög á fundi þá, þar sem mál þetta hefir verið tekið til umræðu og kæft öll mótmæli. Samvmnu-samband Lundúna hefir nú heimtað að skipuð verði rannsóknarnefnd, sem á að rann- saka, á hvern hátt þúsundum sterlingspunda hefir verið varið nýlega úr sjóðum fjelaganna, til eflingar jafnaðarmannaflokknum. Nefnd þessi á þegar að taka til fjölda margir farmar farið í jan- starfa, og er svo ákveðið að eng- úar frá Bretlandi tíl Danzig, inn starfsmaður fjelaganna fái Königsberg og Murmansk. Og sæti í nefndinni.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.