Ísafold - 08.04.1926, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.04.1926, Blaðsíða 2
1SAF0LD m PMSSt Túnræktun lyftistöng allra búnaðarframfara. Kafli úr brjefi, er ungur bóndi skrifar göml- um kennara sínum. öldu hafa upptök sín, sem hrund- I ið hefir hreppsbúum áfram. Far- i fikóli starfar ár hvert, og ávalt I vandað til kennara. Bókasafn á í hreppurinn, hátt á annað hundrað jbindi". — Góður bóndi í góðri sveit. —• J. I „— — — Búskapurinn hefir gengið hálf erfiðlega, slæm ár vegna dýrtíðar, og töluverðar hankaskuldir hvíla á jörðinni, og svo fólksleysið. Af lifandi peningi hefi jeg 4 kýr, 2 vetrunga, 1 kálf, 8 hesta og 325 kindnr; en f ólkið á nokkuð af kindunum í fóðri. Jarðabætur hafa nú gengið mií- jafnlega áfram, eftir vinnukraft- inum, en þó er nú komið svo, að jeg fer ekkert út af túninu til að heyja fyrir þessura skepiium, og hef selt á hverjum vetri*2-3 þús. pund ai töðu. Fæ vanalega af túninu í fyrra og seinna slætti, innan girðingar, 7—8 hundruð 200 punda hesta af töðu og töðu gæfn heyi. Átt dálitlar fymingar eð vorinu og allar skepnur í góðu etandi. Annars er nú hver ein- asti bóndi hjer, sem elur nú orðiS vel sínar skepnur, enda eru þær orðnar hjer vænar, bæði vegna foðurs og með vali og nokkrum kynbótum. Dilkar finnast hjer nokkuð víða með ríimum 50 pd. ekrokk og þrevetran sauð skaut jeg í fyrra með 87 punda skrokk og veturgamlan hrút með 70 pund af kjöti. Flestallir skjóta nú fje Bitt. Einstöku nota helgrímu. Kýr eru flestar með 3000 lítra mjólkurhæð yfir árið, án mat- gjafa, sumar með 2—300 lítra á tjórða þúsundið; einstöku þar 3*f- ir. Jeg hefi sljettu- og rakstrar- vjel, auk jarðyrkjuverkfæra, en túnið er ekki enn nógu sljett til þess að geta haft full not af eláttuvjel. Garðrækt hefj jeg nokkra; fjefok 31 tunnu af kart,- öflum í haust og 5 tunnur af rófum, sumar 3,5 pund að þyngd. Jeg hefi ekki enn getað steypt peningshús, en geri það hið fyrsta jeg get. prjár sláttuvjelar eru í hreppn- or. Búnaðarfjelag fáment, en vel lifandi starfar hje.r að jarðabót- um árlega. Nú í vetur rjeðist það í, með sjálfsábyrgðum bænda og styrk að festa kaup á dráttarrjel (Traktor) til að plægja og herfa xneð á„ vori komanda. Víðast hjer er allvel húsað, — eumstaðar ágætlega, og yfir höf- uð framfarahugur, að vinna fyrir eftirkomendurna. 14 af 21 bónda eiga meira og minna í áhýli sínu, en aðeins tvö heil.. Peningaeign bænda í sjóðum, bönkum eða & kistubotni, er engin, því að pen- mgarnir fara jafnharðan til jarða- eða húsabóta, eða verkfærakaupa. Nábúakritur er enginn, og flest- allir vel samhentir. í hreppnum er kaupfjelag og ungmennafjelag og eru til mikillar blessunar, hvoru- tveggja. Skrifað blað gengur um hreppinn, er bændur ræða í áhuga mál sín. í fyrra komu hreppsmenn sjer npp hesthúsi í fjelagi á aðal funda- og samkomustað hreppsins, til þess að hestar manna hefðu hús og hey, meðan við væri stað- íð. — Og svo síðast en ekki síst: — Fræðslumálin hafa altaf átt hjer tatemenn, og þaðan tel jeg þá VEL AÐ VERIÐ. ,.Þór" tekur 3 togara í land- helgi og bjargar 2 bátum úr sjávarháska á sama sólar- hringnum. Aðfaranótt sunnud. 28. f.m., tók „Þór" tvo þýska togara, er voru við ólög]egar veiðar austur við Ingólfshöfða. Hjet annar togar- inn „Tyr", en hinn „Hans Pick- enpack." — Á leiðinni vestur með sðndnnum tók „Þór" einn frakk- neskan togara ,,Bais Rose", frá Féeamp, er haf'ði ólöglegan iit- búnað veiðarfæra inni í landhelgi. Það var nin hádegið á suhnu- dag, sem ..Þór" kom til Eyja með þessa veiði. Var þá brostið á hið mesta ofviðri af norðri, en fjöldi báta var á sjó og margir nauðulega staddir. Þegar eftir komu varðskipsins til Eyja, voru settir varðmenn úr landi um bðrð í sö'kudólgana, en varðskipið heimtaði sína menn, því nú var það björgunarstarf- semin, sem „Þór" bjó sig undir. Móti roki og sjó lagoi ,,Þór" nú út, til þess að liðsinna bátunum. pegar leið fram á kvöldið, voru margir bátar komnir undir Stór- höfða, og lágu þar, en vegna roks- ins treystn sjer ekki að ná til hafnar. f leiðangri sínum, hitti „Þór" einn bátinn, „Baldur", er var mjög illa til reika, vjelin biluð og reiðinn brntinn niðnr. „Þór" dró bátinn í höfn. Þegar leið fram á kvöldið kom- ust allir þeir bátar, sem lágu und- ir Stórhöfða, í höfn. En þá vant- aði enn einn bátinn. „Þór" fór nii nt að nýju til þess að leita hans. Klukkan 10 um kvöldið náðist Joftskeytasamband við „Þór", og bafði hann þá ekki fundið bátinn. Veðrið var hið sama, og voru eyjaskeggjar orðnir mjög hrædd- ir um bátinn. Menn töldu litlar líknr til þess, að „Þór" fyndi hann í því aftakaveðri, sem var um nóttina. Snemma á mánudagsmorgun náðist enn samband við „Þór", er þá hafði þau gleðitíðindi að segja, að hann hefði fundið^ bát- inn um miðnættið, og komst með hann í höfn eftir 12 klnkkustunda drátt. Vel og giftusaralega tókst ,Þór' þarna, eins og svo oft áður. — j Ekkert tjón hlaust af veðrinu í Eyjum, og má það óefað þakka .starfsemi björgunarskipsins. '¦m 8111 aiBIHRSÐOII Mefnda^s&wsla — Rodd úr sveif. Merkur rithöf. no/skur látjnn. Símað er frá Ósló, að prófessor Christian Collin sje látinn. Svo sem kunnugt er orðið, sendi nefnd bindindis- og bannvina brjef út um land í nóvember sl. ár. Voru brjefin send til allra presta og hreppstjóra og nokkurra annara málsmetandi manna. Var það til- gangurinn með brjefaskriftum þess um að fá vitneskju um álit þess- ara manna og annara, sem þeir hefðu kynni af, á áfengismálinu. Nefndinni hafa nú borist 101 svarbrjef. — Og með því að nefndin lítur svo á, að hjer sje um að ræða eitt af mestu og örð- ugustu viðfangsefnum þjóðar vorr- ar á yfirstandandi tíö, hefir hún orðið ásátt um að biðja blöðin að filytja fregnir af því helsta, sem hún fær vitneskju um í brjefum þessum. Skal hjer til að byrja með in skýrsla um þau brjef, sem kom- in eru, en síoar fram haldíð skýrsl unni, er fleiri hafa svarao". Af brjefunum eru 24 úr Sunn- lendingafjórðungi, 33 úr Vestfirð- ingafjórðungi, 22 úr Norðlend- ingafjórðungi og.22 úr Austfirð- ingafjórðTmgi. 23 brjefritararnir eru prestar, 3 læknar og 75 hreppstjórar eða hændur. Um afstöðuna til bannmálsins er það að segja, að 67 tjá sig Vera ákveðna bannmenn, þar af 19 prestar og 1 læknir. 18 teljast ákveðnir andbanningar, þar á meðal 12 prestar og 2 læknar, en um 16 verður ekki með vissu sjeð hvoru megin teljast skuli. Viðvíkjandi drykkjuskap í bygðarlagi brjefritara er það tek ið fram í 27 brjefum, að hann sje enginn, og í 31 er hann talinn lítill. Aðeins 3 telja hann mikinn, og eru 2 þeirra úr kaupstað, en einn úr sjóþorpi. 24 segja drykkjuskap vaxandi, en 16 mink- andi. Ein spurningin í brjefunum, sem send voru til annara en prestanna, var á þá leið, hvaða áfengi sje mest drukkið, — Spánarvín, læknabrennivín eða smyglað áfengi. Nefna 20 Spán- arvín, 25 læknabrennivín og við- líka margir smyglað áfengi. Þá var og í sömu brjefum svo- hljóðandi spurning: Teljið þjer æskilegt að leita aftiir þjóðaratkvæðis um bannlög- in? Þessari spurningu svara 23 ját- andi, en 41 neitandi. Aðrir eru í vafa, eða láta spurningunni ó- svarað. 55 brjefritarar vilja beita á- hrifum sínum þannig, að úr stjórnmálaflokki þeirra sje jafn- an völ á vel hæfum bannmanni í þingmannssæti Ikjördæmisins, og enn fleiri, um 70, vilja styðja að því, að þau stjórnmálablöð, sem þeim standa næst, leggist ein dregið á sveif með bindindis- eða bannmönnum gegn áfengisbölinu. Aðeins 1 synjar um nokkurn stuðning í því efni. Langmerkilegust og lærdóms- ríkust eru svörin við síðustu spurningunni í brjefi nefndarinn- ar, en hún var á þessa leið: Getið þjer ekki bent oss á ein- hver góð ráð til enn hetri sam- vinnu gegn áfengisbölinu en ver- ið hefir vor á meðal? Svo margvísleg eru svörin við þessari spurningu, að ókleift er að gefa í stuttu máli yfirlit yfir þau. Er þar einkum minst á bætt bannlög, aukna banngæslu, bind- indisfræðslu í skólum, samvinnu við önnur fjelög, sjerstaklega ung- mennafjelögin, eftirlit með opin- berum starfsmönnum o. s. frv. En í svörum þessum og brjefunum í heild sinni er margt svo gáfulega sagt og svo rækilega athugað, að nefndinni virðist rjett, að það komi fyrir almennings sjónir, og skal það telkið fram, að þetta á sjer jafnt stað um brjef sumra andbanninga eins og bannmanna. Mun nefndin því smámsaman biðja blöðin að flytja valda kafla úr brjefunum, og gerir hrin það í þeirri von', að háttv. höfundár misvirði það ekki. í þetta sinn leyfir nefndin sjer að birta meginatriðin úr brjefi hreppstjóra eins í Þingeyjarsýslu. Auðvelt er að finna þau brjef, sem lýsa enn eindregnara fylgi við oss, bindindismenn og bann- menn, heldur en þetta brjef ger- ir. En með ráðnum hug valdi þó nefndin þetta brjef til birtingar. gætandi þess, að vjer höfum líka gott af að oss sje sagt til synd- anna, ekki síst er það er gert af vináttuþeli til þess máls, sem vjer erúm að starfa fyrir. Brjefritarinn segir svo: „Hjer í sveit er mjög sjaldan neytt áfengis hin síðari ár, Mun það að þakka samhuga mótstöðu flestra miðaldra og roskinna manna í sveitinni gegn drykkju- skap og eyðslusemi, er honum fylgir, meira en fjelagsbundinni bindindisstarfsemi. Sýslumaður og læknir styðja líka mjög vel að út- rýmingu áfengis, að því sem mjer er kunnugt, bæði með því að gefa «kki fyrirmynd í drykkjuskap og með íhaldi á sölu þess til lyf ja og refsingum, ef reynt er að smygla. Stöku maður mun hafa pantað Spánarvín; en það eru undantekn ingar. Álít jeg að bannlögin sjeu mikilsverður hemill, .jafnvel eins og nú á stendur, og sje því var- hugavert og ástæðulaus undan- dréttur að skjóta þeim nú til þjóðaratkvæðis; vil. ekki heldur með því stofna til hamslausra æs- inga. Þegar bannlögin voru í und- irbúningi, áleit jeg að þau kæmu að haldi og væru rjettilega sett, ef þeim fylgdu tveir þriðju þjóð- arinnar af frjálsum vilja. Greiddi jeg þeim atkvæði með því skil- yrði. Nú varð þetta elkki svo, og hafa þau þó gert gagn. pví vil jeg ekki sleppa þeim nú. Þótt jeg sje hlyntur bannlög- unum, get jeg ekki gert þann skoðunarhátt að höfuðskilyrði fyrir þingsetu. Lífsreynsla mín hefir veikt traust mitt á starfi blaðamanna og „bindindismanna" fyrír jafn viðkvæmt mál og hjer er um að ræða. Of margir sýnast og eru ekki. Jeg hefi verið svo óheppinn að kynnast þeim með- limum hindindis- og hannstefnu af ýmsum landshornum, seia kenna öðrum það, sem þeir kunna efkki sjálfir. Þess vegna er svo komið, að því æstari sem prjedik- ararnir verða um þetta mál, því ver trúi jeg þeim. Mjer virðist að þeim, vitanlega mörgu, sem er einlægt áhugamál að styðja vel- sæmi og vellíðan fólksins, beri fyrst og fremst að gera sjer far um að hreinsa vel til í sínum hóp, þar næst að vinna út á við með hógværri fræðslu, gætandi þess, að áfengisnautnin er ein af leiðum, er ástríðurnar leita eftir, ástríður, sem ef til vill verða ekki stemdar að ósi, þó þessi leið sje lokuð. Aðrar leiðir geta líka v'erið hættulegar. Þá vil jeg mega segja, hvaða stofnun er best til þess fallin að annast þetta siðferðis- og hags- munamál. Það eru ungmennafje- lögin. Þar sem þau eru í sveitum taka þátt í þeim flestir menn upp að þrítugu. Ef þau hefðu bindindi sem eitt fyrsta stefnuskráratriði sitt, þá kæmist þorri manna í þeim sveitum á ráðsetta aldurinn, án þess að falla fýrir áfengisá- mni. — Hjer norðanlands, og líklega víðar, munu ýms ung- mennafjelög ekki hafa nein á- kvæði um þetta í reglum sínum. Bindindis- og hófsemismenn ættu að geta orðið samferða til að lag- færa þetta. Þar sem ungmenna- eru okki enn, væri æski- legt að þau kæmust ár-einmitt með þetta fyrir augum. Parísargrund- völlurinu, sem K.F.U.M. er bygt tti að vera grundvöllur allra ungmennafjelaga. J'afnframt í- aiðkunum sínum og öðrum samœfingum þyrftu þessi ijelög að fá góða fyrirlesara gefins heim til sm, ekki dómaclagsprjedikara, heldur lífsglaða, listelska fræðara og sögumenn ,til að Ijetta blóðrás- ina og lýsa hugskotið. Færu þá unglingarnir að hrenna af áhuga fyrir því að vinna sjer prinsess- una og hálft ríkið, þ. e. a. s. fengju löngun til að verða menn með mönnum. Mundi ekki G.-T.- reglan vilja verja til slíkrar fyrir- lestrarstarfsemi einhrerju af því fje, sem annars fer í prentað mál? Fyrir tæpum mannsaldri var víða svn ástatt hjerlendis, að lesendur vantaði bækur. Þetta er orðið öf- ngt, þar sem jeg þekki til. Víðast hvar eru nóg blöð og nógar bæ:k- nr, en lesendur vantar. Lifandi orðið verður lengst þegið. Og á þennan hátt fengju nnglingarnir holla nautn, er með nokkurum, hffitti gæti komið í stað þeirrar róhollustu, er frá þeim á að taka." Reykjavík, 17. mars 1926. F. h. nefndarinnar. Sig. Jónsson. Vinnukaup í Frakklandi. Hvergi s.jest það betur, hversu. fólksflutningur úr sveitum til borgaima er magnaður, heldur en í Frakklandi. Landið er frjósamt og loftslagið ákjósanlegt, en þó horfir þar til landauðnar víða í jsveitum. Af þessu hefir leitt, að menn úr ýmsum löndum flykkj- as1 til Frakklands. Svíar og Norðmenn hafa rann- sakað þetta mál og aflað sjer upp- lýsinga um kaup verkafólks í frakknesku; sveitunum, til þess að geta leiðbeint útflytjendum. — Kaup vinnumanna er sem stendur 175 frankar á mánuði, auk fæðis •og húsnæðis. Það svarar til 29 íslenskra króna, og myndi ekki þykja háti hjer. I

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.