Ísafold - 13.04.1926, Síða 1

Ísafold - 13.04.1926, Síða 1
Ritstjórar: Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Sími 500. Auglýsingasími 700. ISAFOLD Árgangurinn kostar 5 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Afgreiðsla og innheimta í Austurstræti 8. Sími 500. DAGBLAÐ:MORGUNBLAÐIÐ 51. árg. 19. tbl. I»pidjudaginn 13. appll 1926. ísafoldarprentsmiðja h.f. Þingmaöur fær hirting Sameinað Alþing finnur ástæðu til þess að hirta Jónas Jónsson, 3. landskjörinn þm., fyrir það, að hann ekki þekkir hin óskráðu lög þjóðf jelagsins. Tillaga Jónasar um ísl. sendi- menn erlendis, var eina málið á dagskrá 8. apr. í sameinuðu þingi, og stóðu umræður um hana í tæp- iega 3 klst. í uppliafi las Jónas upp hálf tíma framsöguræðu. Var hún ein af þessum almennu blaðursræðum, um heima og geima, með tilvitn- unnm úr öllum áttum. Með köflum var ræðan persónu legur skætingur til ýmsra manna, t. d. Gunnars Bgilsonar, andstæð- inga Jónasar í Borgarnesi o. fl. o. fl. Um tíma rann hann inn á skeiðvöll Gróusagna, um ölæði og slark einhverra manna, sem 'hann ekki nafngreindi. Talaði hann um slúður-sögur þessar, eins og allir þingmenn kynnu deili á þeim, — vissu við hvað hann ætti. En þar skjátlast Jónasi, er hann te'kur eigi tillit til þess, að enginn nú- lifandi íslendingur lifir og hrær- ist í allskonar söguburði um ná- ungann eins og Jónas gerir sjálf- nr. Ef Jónasi tækist að beita á- hrifum sínum þannig, að kjaft- askar og Leitis-Gróur landsins mynduðu fjelag með sjer, þá væri hann sjálfkjörinn heiðursfjelagi, og myndi óðfús leg'gja þar fram óskifta krafta sína. Er Jónas hafði lokið lestrinimi, bar Jakob Möller fram rökstudda dagskrá svohljóðandi: til þess að hann yrði „tekinn há- tíðlega“. Aðstaða hans nú í þinginu er orðin sú, að samþingismenn hans geta eigi borið fyrir honum þá virðingu, að tekið sje mark á hon um sem öðrum ful'ltrúum þjóðar- innar. Þarna, sem hann stóð út í horni í þingsalnum og rausaði upp úr sjer brigslyrðum, minti hann á gamlan nöldurssegg, sem er með því rnarki brendur, að hann þarf framrás fyrir nöldur sitt. og því hefði lestri hans verið best tekið með þögninni. í þetta sinn gerðu þó nokkrir þingmenn, auk þeirra, sem fyrr er getið, Jónasi það til eftirlætis, að svara honum; voru það þeir Jón Þox-1., pórarinn og Jón Anð- unn. Verður að þeim ádrepum, sem Jónas fjekk þar, ef til. vill vikið síðar. Að loknum umræðum voru at- kvæði greidd um rökstudda dag- skrá Jakobs Möller og var hún samþ. með 28 atkv. gegn 13. Auk fhaldsmanna gieiddu þeir atkv. nieð dagsla-ánni: sjálfstæðismenn- irnir Jak. Möller, Sig. Eggerz og Ben. Sv. Ennfremnf Ág. Helga- son og flokksbræður Jónasar, Ás- geir, Halldór Stefánsson og Kle- mens. Á móti dagskránni voru 11 Framsóknarmenn, Magn. Torfa- son og Jón Bald. „Með því að Alþingi telur óþarft, að bera fram ályktun um jafn sjálfsögð atriði og tillagan ræðir um, og það beri að skoða sem óskráð lög, að vanda sem best val á trúnaðarmönnum land.s insv tekur þingið fyrir næsta mál á dagskrá". Því næst töluðu þeir Magnús Guðmundsson og Jón Magnússon. Svaraði Magnús m. a. hinum ó- maklegu árásum Jónasar á Gunn- ar Egilson, en Jón Magnússo?i gaf Jónasi stuttar, en gagnorðar leiðheiningar í stjórnmála-afstöðu vorri við Dani. Taldi Jónas sem sje samband vort við Dani óhaf- andi eins og það væri, og var á honum að skilja, sem þessi þál. till. han.s væri einn liður í and- róðri hans gegn núv. stjórnmála- sambandi milli þjóðanna. Er hjer var komið sögu fóru umr. allmikið á víð og dreif, sem eðlilegt var, því þannig var +il þeirra stofnað af frummælanda. Þó allhvassar linútur flygju um borð, var enginn verulegur 'hiti í umræðiun — leikuripn var of ójafn til þess að svo gjæti orðið, þingmenn orðnir of vanir Jónasi Það er líklega einsdæmi í þing- sögunni, að Alþingi finni ástæðu til þess, að hirta þingmann fyrir það, að hann beri fram inál í þinginu. Yitanlega á sjerhvert þjóðfje- lag, sem reist er á grundvelli sið menningar, sín óskráðu lög, sem allir þegnarnir telja sjer jafn- skylt, eða skyldara, að halda, sem hin skráðu lög. Þessi óskráðu lög þjóðfjelags- ins virðist Jónas frá Hriflu ekki þekkja, og þeir, sem nokkuð þekkja Jónas sjálfan og hans lunderni, trúa því að svo sje. — Framkoma hans, bæði fyr og síð- ar, —• hin óstöðvandi löngun hans til þess að sverta mannorð sinna pólitís'ku andstæðinga, og hin óvönduðu meðöl, sem hann notar til þess að koina vilja sínum fram, er besta sönnunin fyrir því, að þessi þingmaður þekkir ekki hin óskráðu lög þjóðfjelagsins. — Sgmt á hann sæti á löggjafarþingi þjóðarinnai'! En hann hefir nú fengið hirtingu, sem um munar. I Landmandsbankinn danski. hefir á 5 árum afskrifað V2 miljarð króna. Á myndinni hjer er gerð grein fyrir því, hve mikið verðgildi það er, sem farið hefir forgörðum. I. Kekstur Konunglega Leikhússins er eitt af þeim málum, sem þrefað er um í Danmörku ár eftír ár. Árlega er mikið tap á rekstr- inum. Margt er að honum fundið. En mest kveður að þeirri um- bótatillögu, að gera leilchúsið tvöfalt í roðinu ög hafa annað sviðið fyrir söngleiki en hitt fyrir leikrit. Fjeleysi er kent um, að eigi kemst þetta í framkvæmd. Efsta inyndin er af Kgl. leikhúsinu, eins og það er nú. 2 Hallarmyndin neðan við er af Kristjánsborgarhöll, sem nú er fallgerð, og er íburðarmesta stórhýsi, sem reist hefir verið í Danmörku, enda var svo til ætlast að þar væri alt nndir einu þaki, bústaður konungs, ríkisþing, hæstirjettur og fleira. Tuttugu ár eru síðan byrjað var að reisa höllina úr rústum, en hún brann 3. október 1884. Thorvald Jörgensen, heitir bj'gg’- ingarmeistari sá, er hafði forstöðu hallargerðarinnar á hendi. Mjög eru skiftar skoðanir um það, hve vel hann hefir leyst það verk af hendi. Þó ber öllum saman um, að byggingin sje eigi að sama skapi tignarleg í sniðum, samanborið við íburð og kostnað. — Myndin er af baklilið hallarinnar, tekin utan við hallargarðinn. 3 myndin er af ráðhúsi Kaupmannahafnar, og er teiknuð með mynd af svíni, er á að sýna stærðarhlutfall ráðhússins og flesb magus þess, er Danir flytja út úr landi á ári hverju. Þeir, sem staðið liafa á Ráðhústorgi í Kaupmannahöfn og muna no'kkuð um stærð ráðhússins, geta gert sjer grein fyrir hve út- flutningsflesk Dana er fyrirferðamikið. — Þeir innbyrða fyrir þaö 14 miljarð króna á ári. 4. Nýstárlegasta stórvirki, sem nú er á döfinni í Danmörku er brúin yfir Litla-belti, milli Fjóns og Jótlands. í marga tugi ára hefir verið um hana talað, og á það bent, hve mikill farar- tálmi það er öllum járnbrautarflutningum, að þurfa að flytja vöru- vagnana á ferjum. Töf er það og ferðamönnum, þó eigi finnist okkur íslendingum mikið til um slíkt. Mvndin er af uppdrætti þeim, sem gera á brúna eftir. Byrjað verour á verkinu í sumar. En tjón Landniandsbankans jafngildir: 100 söngleikhúsum, eða 15 Kristjánsborgarhöllnm, eða árSútflutningur Dana af fleski, eða 20 brúm yfir Litla-belti. --------0—0O0—0----------- Allir ánægðir. „Alt er gott þegar endirinn, allra bestur verður“, segir mál- tækið. Má heimfæra þetta upp á úrslit og endalok hinnar nýaf- stöðnu kaupdeilu. Útgerðarmenn eru ánægðir. — Samið var um það kaup, sem þeir höfðu áður boðið. Verkakonur eru ánægðar. Þær fá nú að vinna í friði fyrir kaup það, sem þær altaf voru ánægðar með. Og þriðji aðilinn — bolsabrodd- arnir, sem öllum ærslunum komu á stað, virðast vera harðánægðir, eftir því sem þeir skrifa í Alþ.bl. um „sigur verkalýðsins". Orð er það að sönnu, að verka- lýðurinn sigraði — í baráttunni við bolsahroddana. Stúlkurnar á fiskstöðvunum vildu vinna. Bolsabroddar sporn- uðu við því með ofbeldi. Verkamenn vildu vinna. Hinir svo nefndu „leiðtogar“ flæmdu þá einnig frá vinnunni. En úrslitin urðu þau, að samið var um sama kaup að mestu og það, sem boðið var í byrjun. Út- gerðarmenn og verkafólk sigraðist á ofbeldi bolsanna. Alþýðublaðsriturunum er illa við að viðurkenna þann sannleika. — Greinar Alþ.bl. nm úrslitin eru hver annari spaugilegri. Nýlega stóðu þar m. a. þessi orð: „Þeir (þ. e. verkamenn), hafa reynst trúir eigin samþyktum sín- um. pess vegna varð verkfallið þeim bæði til sóma og samtökum þe/rra til eflmg-ar. Þeir stóðust raunina og gengn sigri hrósandi af hólmi. Þeir liöfðu fært stórút- gerðarmönnum og öðrum heim sanninn um, að samtök vinnandi stjettarinnar hjer eru órjúfandi, því að samþyktir vei-kamanna 'eru þeim lög.“ (Leturbr. lijer). Heyr á endemi. Þeir „grjigtt sigri hrósandi af hólmi.“ Svo rar að sjá, sem sigurbros væri á var- um ,,foringjanna“, þegar þelr hvöttu menn til atlögu gegn Hafn- firðingum. Var ekki sigurbros á Birni Bl. Jónssyni og fjelögum lians á hryggjunni í Hafnarfirði? Þá var ekki lítið sigurbros á Jóni Baldvinssyni, Magnúsi V. og þeim sem niðurlútastir gengu af Hafn- arbakkanum, þegar ,,Suðurland“’ var afgreitt. „Samþyktir • verkamanna eru þeim lög.“ Svo var að sjá í Hafnarfirði, þegar verkamenn gengu af fundi hinna reykvísku forkólfa, og niður á bryggju til vinnu sinnar. Álíka mikla virð- ingu var fundarsamþyktunum sýnd lijer í Rvík. Svo til daglega voru fundir haldnir og ákveðið að halda verkfalli áfram. Það munu vera áhöld nm það, hvort seinasta fundarsamþyktin var gerð um framh. verkfalls, eftir eða áður en Jón Baldv. undirskrifaði sarnn- ingana. Þannig var hver höndin upp á móti annari.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.