Ísafold - 13.04.1926, Blaðsíða 4

Ísafold - 13.04.1926, Blaðsíða 4
I 4 ISAFOLD ,Mla" tekur 3 togara. í>eir era allir enskir, og fá tveir 12.500 kr. sekt hvor, og einn 7.000 kr. sekt. Aflt og veiðarfæn' gert upptækt. Reyk.javík 10. apríl. í fyrradag fór „Pjdla'1 hjeðan út, um hádegisbilið, og vissi eng- inn hvert ferð hennar var heitið, frekar en vant er. En í gærmorg nn, þegar bæjarbúar vöknuðu, var hún komin hingað, með hvorki meira nje minna en þrjá togara enska, sem hún bafði tek- ið að veiðum í landhelgi hjer fyrir sannan. Togararnir eru allir enskir, og heita: „Thomas Hardy“ frá Huil, „St. Amant“ líka frá Hull, og Waldorf“, frá Grimsby. Þótti þetta vel að verið hjá varðskipinu, eftir svo stutta úti- vist. Mál togaranna var tekið fyrir i gær, og stóðu pröf lengi, þar sem um 3 skip var að ræða. Var dómur ekki upp kveðinn fyr en kl. að ganga 10 í gærkvöldi. En hann er á þá leið, að skipstjór- arnir á „Thomas Hardy“ og „St. Amant“ eru dæmdir bvor um sig í 12,500 kr. sekt, og afli og veið- arfæri skipanna gerð upptæk. En skipstjórinn á „Waldorf“ er dæmdur í 7,000 kr. sekt, og afli og veiðarfæri upptæk. Pær hann aðeins „hlerasekt“, en hefur áður verið kærður og sdktaður hjer, og þvf er hjer um ítrekað brot að ræða. Skipstjórinn á „Thomas Har- dy“ heitir Albert Edward Cook, en á „St. Amant“ W. Parkinson, ©g á „Waldorf" John Henry Brown. Ekki hefir heyrst, að neinn skipstjóranna muncii áfrýja dómn- nm. ! Eeyktóbak \ 9 © ^ i brjefum frá g • Louis Dobhelmaun, Rotterðam J ® var tnjög þekt hjer á iandi fyrir striðið. f • Er nú aitur fáanlegt í heildsölu, • • fyrir kaupmenn og kaupfjelög, hjá • • 0 Johnson & Kaaber f • • >•••••••••••••••••••••••• TUMinn ðbnrðnr Superfosfat 18% og Noregssaltpjetur 13%, afgreiðum við nú af heildsölu okkar í Reykjavík, Isa- firði, Akureyri, Seyðisfirði. Noregssaltpjetur, getum við einnig afgreitt úr e.s. Nova næstu ferð, sem verður snemma í maí, á þess- um höfnum: Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eski- firði, Norðfirði, Seyðisfirði, Húsavík, Akur- eyri, Siglufirði, Patreksfirði, Reykjavík. Þýskan kalksaltpjetur 15x/2%fáum við með e.s. „Lagar- foss“, sem kemur til Reykjavíkur um 1. maí. Við skorum á menn, að gera einhverja tilraun með þennan nýja, ódýra köfnunarefnisáburð. Allar abrar tegundir af tilbúnum áburði, svo sem Chilisaltpjetur, Leunasaltpjetur, brennisteinssúra stækju, hlandefni, Kali, Thomasfosfat, útvegum við beint frá verksmiðjunum til kaupenda. Latínu-kenslan. Dragið ekki til siðustu stundar að panta tilbúinn áburð} það getur orðið of seint! Með minnihluta nefndaráliti mentamálanefndar í Neðri deild fvlgir brjef frá G. T. Zoega rektor. Þar kemst hann meðal ánnars þannig að' orði um frumvarp það sem liggur fyrir þinginu: „Um frumvarpið að öðru leyti tætla jeg ekki að fara mörgum orðum. Aðeins s-kal jeg taka það fram, að jeg tel mjög vafasamt, að það yrði til nokkurra bóta, þó að það yrði að lögum, að ekki sje líklegt, að aðsóknin að mentaskól- anum mundi minka fj'rir það, að latínan væri og kend í 3 neðri bekkjum skólans, og það því síð- ur, sem inntökuskilyrðin í fyrsta bekk eiga að verða mun vægari en þan nú eru, þar sem ekki á að heimta neina kunnáttu í mann- kvnssögu, landafræði og náttúru- sögu til inntökuprófs. Því aðeins ikynni að draga úr aðsókninni, að jafnhliða breytingunni risi upp góður og fullkominn gagnfræða- skóli hjer í bænum. Annars er það skoðun mín, að töluvert gagn sje að því latínu- námi, sem nú er í Mentaskólan- um, og að stúdentar hjeðan nú sjeu að ýmsu leyti hetur að sjer og engu síður þroskaðir en þeir voru fyr á tímum, meðan meiri áhersla var lögð á latínukunn- áttu.“ Skrúfnseglskip Flettners, á nú að fara yfir Atlantshaf. Síðan Plettner sigldi skipi sínu yfir Norðursjóinn, hefir verið heldur hljótt um hann. Nú er hann búinn að gera sjer nýtt skip, með sömu tækjum og hið fyrra, með skrúfseglum tveim, er reka það áfram. Eins og kunnngt er, er það eigi áform Flettners að gera hrað- skreið skip. En hann lítur svo á, að með engu Ihóti sje hægt að sigla skipum með ódýrari hætti, en með skrúfseglum. Er hann hef- ir farið yfir Atlantshaf, mun vera hægt, að gera • sjer ljóst, hvort þessi uppgötvun Plettners hefir verklega þýðingu fyrir farmflutn- inga í sjó. Við farþegaflutninga munu skrúfseglin aldrei verða notuð. Stóí-yrði Mussolinis. Símað er frá Rómaborg, að Mussolini hafi sagt í ræðu: Æðsta boðorð hinnar ítölsku þjóðar ætti að vera: Framtíðin liggur í haf- inu. Fylgið mjer fram til sigurs, og drepið mig, ef jeg hopa. Hið góðkunna GERD UFT er nú aftur komið í Þjóðarhreyf/ng í Frakklandi t/1 fjársöfnunar. Símað er frá París, að Poch og DoumergUe hafi komið af stað þjóðarhreyfingu ,til fjársöfnunar. Gjafafjeð á að nota til þess að greiða innanlandsskuldirnar og til endurreisnar frankanum. iðar. (I kappreiðar ársins.) Á annan í hvítasunnu, (mánud. 24. maí n. k.) efnir Hesta- mannafjelagið Pákur til kappreiða á skeiðvellinum við Ellið^ár. Kept verður á skeiði og stökki, og fern verðlaun veitt (200—- 100—50 og 25 kr.) fyrir hvorttveggja, stökk og skeið. Plokka- verðlaun —- 15 kr. — hlýtur fljótasti- hesturinn í hverjum fldkki stökkhestanna, þó ekki þeir, sem aðalverðlaunin hljóta. Sá stökk- hestur, sem nær betri lilaupatíma í flokkshlaupi eða úrslitaspretti, heldur en sá hestur, sem fyrstur er á verðlaunaspretti, lilýtur 50 kr. aukaverðlaun. Hlaupvöllur skeiðhesta er 250 metrar, en stökkhesta 300 metr- ar og lámarkshraði s'keiðhesta til I. verðl. 25 sek., en stökkhesta 24 sek. Enginn skeiðhestur hlýtur verðlaun ef hann er yfir 27 sek„ sprettfærið (250 m.) og stökkhejstar ekki, sjeu þeir yfir 26 sek. (300 m.) Gera skal aðvart um hesta þá, sem reyna á, formanni fjelagsins, Daníel Daníelssyni, dyraverði í stjórnarráðinu (sírni 306), eigi síðar en miðvikudaginn 19. maí n. k. kl. 12 á liádegi. Lokaæfing verður fimtudaginn 20. maí, og liefst á skeiðvell- inum á miðaftni; þeir hestar, sem 'keppa eiga, sliulu þá vera þar, svo æfa meg-i þá og athuga, áður en þeim er skipað í flokka. Þeir hestar einir geta fengið að keppa, sem koma á lokaæf- ingu og eru þar innritaðir í flokkaskrá. Reykjavík, 9. apríl 1926. STJÓRNIN. Smlðjan í Lækjargöfsi 10 hefir áýalt fyrirliggjandi með lægsta fá" anlegu verði: Hesiajái*n, sljett. Vagnlie^járn, með og án tá- skafla. Hringskeifcir, sem enginn hófsjúkur hestur má án vera. Wed- hlaupaskeifurnar, frægu, P sem þegar hafa sýnt að eru ómissandiíöll- um veðreiðahestum. Hóf fjaðrir, ódýr- astar í borginni. Ljáir og Ijábakk- ar. Nautabönd. Ávalt fyrirliggjandi allskonar stál og smfðajárn af bestu tegund, og lægsta verði. Rær, af öllum stærðum. Annast „allskonar járnsmíði með fuilkomnustu tækjum. Allskonar grindur kringum legstaði __ og garða, einnig hlið og handrið, sent eftir sjerstökum pöntun- um gegn eftirkröfu hvert á land sem óskað er, sem og allar aðrar pantanir. Vönduð vinna en verðið lágt. Kaupmenn og kaupfjelog! Munið að senda pantanir yðar á skeifum og skeifujárni í tíma því eftirspurn og annriki er mikið.. Lækjargötu 10. Einar ÁsmnnAsson Sími 1722. Reykjavík.. CEMENT frá útvegum við til allra hafna á íslandi, bæði í heiium fðrm- um og smærri sendingum. Biðjið um tilboð. H. Benediktsson & Go. Simnefni: Geysir. Reykjavik. Simi 8 (3 línur. ••mwiMjwniiviMMvnarittiiiiwnmiiinm ■iinw—nw—aw

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.