Ísafold - 19.04.1926, Blaðsíða 4

Ísafold - 19.04.1926, Blaðsíða 4
4 ÍSAFOLD f ÞAÐ tilkynnist hjermeð vinumoo' vandamönnum, að kona mín, og móðir, Margrjet öuðmundsdóttir, andaðist að heimili sínu, Bjarnastöðum í Grímsnesi, sunnudaginn 4. þessa mánaðar. Jarðarförin fer fram þriðjudaginn 20. apríl 1926. Bjarnastöðum 6. apríl 1926. Eyjólfur Símonarson, E. M. Eyjólfsson. Nvkomiö: Karlmannaföt, unglingaföt og drengjaföt, með nýtísku sniði. Fermingarföt: Matrosföt og jakkaföt, allar stærðir. Hálstau, stórt úrval, einnig fyrir fermingardrengi. Sportbuxur, margar tegundir, skinnfóðraðar, — verðið að mun lægra en áður. Reiðjakkar, áreiðanlega vatnsheldir, verð kr. 26,00. 29.00. 36.00. v Sportsokkar, legglindar og legghlífar. Tjöld, ýmsar stærðir. Svefnpokar, baktöskur, ferðaprímusar. Mikil verðlækkun á öllum vörum! L. H. Míiller, Austurstræti 17. — Reykjavík. er haldbesta ryð- og rakavc jandi efnið, sem þekk/'st. — Til nótkunar á húsþök og' múrveg'g/, ut- anhúss og innan. Enn fremur á mið- stöðvarofna, vatnsrör, járnskip, járn- brýr, víta, og yfir höfuð alt, sem getur ryðgað og hætt er við raka. WATOELIN er grátt duft, sem blandast á sama hátt og venjulegt farfaduft, einnig má nota það saman við hvaða farfalit sem er, án þess að það missi gildi sitt. Not/ð WATOELIN því það mun reynast yður betur en J nokkuð þess háttar áður þekt efni, en er þó að mun ódýrara. j Fyrirliggjandi birgðir af þessu ágæta efni hefir "N. Hjörtur Hansson, j Austurstræti 17. Reykjavík. Utrýmið rottunum! R a t i n jeta rottur og mýs af mikilli græðgi og fá af því smitandi sjúkdóm, sem verður þeim að bana. Ratinin drepur rottur a 1—2 dög- um, ’en smitar ekki á sama hátt og bakt- eríuefnið Ratin. Bæjarstjórnir og hreppsnefndir ættu að senda pantanir sínar ti! Ratín-Kontoret Köben- havn K. Nánari upplýsingar læt jeg í tje, ef óskaö er. Ágúst Jósefssoá heilbrigðisfulltrúi. Reykjavík Nýjar vörur. Nýtt verð, og altaf lang ódýrast lijá Hannesi. Jeg hefi fengið miklar birgðir af rúgmjöli, hveiti og öðrum korn- vörum, einnig sykur og kaffi. — Verðið stórlækkað. — Taurullur og tauvindur, ágætis tegund, ávalt fyrirliggjandi. — Graetz olíu gasvjelarnar frægu á 13,50. Allskonar varahlutar í þær. Leirvörur og eldhúsáliöld afar fjölbreytt og ódýrt úrval. Skóflur og önnur verkfæri. Saunrar allskonar afar ódýr. — Það er óþarfi að spyrja um verðið, það er altaf lægst hjá mjer. — Sendið strax pantanirna og þið fáið strax góðar vÖrur með lægsta verði. Hannes Jónsson, Laugaveg 28. — Reykjavík. Box 491. Sími 875. Símnefni: Hannes. Árna G. Eylands verkfæraráðn- nauts Bf. Isl., og báðu hann að rannsaka, hvaða vjel myndi fáan- leg handhægust, til þess að grafa skurði í mýrum þessum. Hefir hann aflað sjer upplýsinga frá verksmiðjum víðsvegar um heim, og er rannsókn hans eigi lokið enn. En eftir því sem málið horfir nú við, er álitlegast að ráðast í 'kaup á graftrarvjel einni, sem (kostar um 30 þris. kr. Er hfui á pramma, sem flýtur eftir skurð- inum er hún sjálf grefur, en slík gerð er ein möguleg þarna. Er vjelin rekin með 12 hesta mótor og á að grafa 20 ten. metr. á klst. Þrjá menn þarf til að stjórna henni. Vjelin er með smáskóflum, sem festar eru á rennandi keðju (pat- ernoster-verk). Víða um land gæti það komiö að notum, ef hentug vjel fengist til þess að grafa fram kviksyndis- mýrar. Er þess að vænta, að hægt verði að fá þessa eða aðra hent- nga gröfu til landins. Síst af öllu gat mjer komið til hugar, er jeg reit grein mína í Morgunblaðið 25. f. m. »Enn um hrossakynbætur®, að hrossakyn- bótaráðunauturinn færi að abbast upp á mig fyrir það, en sú hefir raun á orðið; því hann sendir mjer kveðju sína í alllöngu máli, í Tímanum 6. þ. m. Sannleikurinn er sá að við erum í fiestum atriðum sammála um hvað gera beri til viðreisuar hrossakynbótunum. — Það sem aðallega akilur okkur er það, að hann vill rölta hægt að því starfl, en jeg þótt gamall sje, vill flýta mjer að því. Jeg vil stofna hrossa- kynbótabú strax, en hann vill doka við þangað til eftir 1930 Sje beðið það lengi með það, er jeg hræddur um að jeg lifl jekki að sjá árangurinn. Þegar jeg ritaði tjeða grein, hafði jeg þaullesið og fór mikið eftir ritgerð, sem stendur I Bún’- aðarritinu frá árinu 1924 eftir hr. hrossakynbótaráðanaut Theo- dór Arnbjörnsson. — Ritgerðin heitir «Tiilögur um hrossarækt*. Sannleikurinn er sem sje sá, að reynsla mín á kynbótastarf- semi hins opinbera og staðhæf- ingar hr. Th. A. í umræddri grein, fara að miklu leyti saman og kveður ráðanauturinn síst vægar að orði, þegar ritgerð hans er le8in niður í kjölinn. Og til þess að menn geti nú betur fylgst með skrifum okkar beggja ætla jeg að gefa kynbóta- ráðunautnum 9jálfum orðið og koma með nokkur orðrjett dæmi úr þessari ritgerð hans Hann byrjar á því að segja að hrossakynbætur hafi þá ataðið í fjórðung aldar. Um aldamótin hafi framsýnum mönnum verið ljóst, að ræktun landsins yrði að byggjast á vinnuþoli hestsins, og því » væri nauðsyn að koma hrossa- ræktinni í betra horf, svo hrossin yrðu hæfari til jarðyrkjunnar og annarar erfiðisvinnu. . . . Urðu þá ýmsir framtakssamir menn til að hefjast handa i fjelagi við aðra, að halda fullorðna valda stóð- hesta til undaneldis og um leið var bannað með lögum og sýslu- samþyktum, að láta óvalda fola ganga ógelta. Enn staHa mörg þessara fjelaga, en flest við mikla erfiðleika og of lítinn árangur*. Þarna kemst þá ráðunauturinn að sörau niðurstöðu og jeg, að lítill sje árangurinn af kynbóta- starfseminni eins og hún er rek- in nú. A öðrum stað í sömu ritgerð segir hann: »Onnur ástæðan til ólagsins er, að margir gelda ekki fola sína í tæka tíð, svo margar 'j bryssur fá við þeim, þá 2—3 vetra 'gömlum. Er hirðumönnum með :þe8su gert ómögulegt að halda frá þeim hryssum sinura er þeir vilja. Verður þetta mikið óhagræði, auk þess glundroða, sem það veld- ur í ræktinniogviðhaldárM#UnM.« •) A þessu sjest glögglega, að ráða- nauturinn vill útrýma ruslinu þótt hann í Tímagreininni segi, að hann sje mjer ekki sammála um, að útrýma Ijelegu hryssunurt^. Einn helsta agnúann á því fyr- irkomulagi, sem verið hefir á hrossakynbótum okkar, telur hann þann »að fjelöginhafihaftóbundn- ar hendur að skifta um hesta. Af þessu hefir hlotist sú lausung, að engin festa hefir komist i hrossa- œttirnar ífjelögunurn,f>vínœstum mci segja að sinn hesturinn hafi nérið með hvoru byggingarlagi.A) Og enn þá bætir hann við >það er nauðsyn að roekta hrossin betur en gert er nú.A) Svona farast þeim lærða hrossa- kynbótaráðunaut orð árið 1924, en i Tímagreininni 6. mars 1926 kveður við annan tón hjá honum í þar stendur þessi klausa: »Einnig þori jeg að fullyrða, bæði fyrirsögu8ögnmerkra raanna og samanburð við sveitirnar- í kring, að miklar umbætur hafa orðið í sumum fjelögunum.* Jæja; miklar hafa framfarirn- ar orðið á þessum tveim árum! í rítgerð sinni frá 1924 segir hann: »Mín hugsun í hrossa- ræktinni er, að fá hestana rjett vaxna, þjettbygða, harðgerða og þolna, en um fram alt annað lið- lega og viljuga * Þessum og lieiri kostum vil jeg líka keppa að, og hvgg að það náist fyrst með góðu kynbótabúi og betra uppeldi á hrossunum. I áminstri Tímagrein segir ráðu- nauturinn: »að það sje ómaklegt vanþakklæti af mjer til þeirra, sem brutu ísinn, bæði þeim er bundust fjelagsskap til að vinna að kynbótum og Sigurði ráðunaut er stjórnaði þeim af búnaðarfjel. hálfu frá þvi það var stofnað og fram til ársloka 1920.« Eg hefi hvergi í grein minni hallmælt Sig. sál. ráðun. nje nein- um einstökum, sem við kynbóta- starfserai hefir verið riðinn, enda er vist engum einum hægt, að kenna um mistökin í því efni, því það fer víst um það, eins og annað, sem margir stjórna, að aitt sýnist hverjum, Síðastliðið sumar átti jeg tal við Sig. sál. Ýáðun. um val á kyn- bótafolum o. fl. þar að lútandi, 1) Auðkent af mjer D. D. og kannaðiðt hann þá við, að oft hefði verið lagt of mikið kapp á 8ta>rð og þyngd kynbótafolannay en minna hugsað um fegurð og' fjör. Bæði jpg og Th. A. erum einnig þeirrar skoðunar, að áherslu beri að leggja á, að undaneldis folar sje í alla staði vel limaðir ogf fjörugir. — Þarna erum við þó- röltandi á Bömu götunni. Það sem ráðunauturinn segir um bókina »Hestar» í grein sinni hiiði jeg ekki um að svara. Hvergi hefi jeg sagt í grein minni, að Th. A. brýndi ekki fyrir bændum að fara vel með hrossin, euda veit jeg fyrir víst að hann gerir það. Jeg geri ráð fyrir að jeg kunni að hafu gleymt að svara einhverjn af aðfinslura ráðunautsins, en þa& skiftir mínstu máli, við verðum* jafngóðir vinir eftir sem áður. 12. mars 1926. Dan. Daníelsson. i' l M i

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.