Ísafold - 07.05.1926, Blaðsíða 2

Ísafold - 07.05.1926, Blaðsíða 2
2 ÍSAFOLD Uppruna-skýrteini. Öllum þeim, sem senda fisk frá íslandi til Spánar, mun vera kunn ugt um, að hverri sendingu verður að fylgja uppruna-skírteini. Flest- ir 'hafa einnig orðið varir við, að upprunaskírteini þessi þurfa að vera mjög nákvæmlega útfylt, svo þau fullnægi kröfum yfirvaldanna á Spáni. Því miður hefir það margsinnis komið fyrir, að upp- runaskírteini hafa verið endur- send, vegna einhverra gallá, sem þau hafa haft, og ekki mun* það vera einsdæmi, að skírteini hafi verið gefin út þrisvar sinnum fyr- ir sömu sendingunni. Þeir sem hafa orðið fyrir því óláni að þurfa að senda fleiri en eina útgáfu af upprunaskírteinum, fyrir sömu sendingunni, geta best dæmt um, hversu fyrirhafnarmikið það er, að fá þau uppás'krifuð af vfirvöld unum á íslandi, auk kostnaðar, sem slíkt hefur í för með sjer. Toll-jrfirvöldin á Spáni hafa á- kveðið, að ef upprunaskírteini frá íslandi eigi eru afhent þeim innan 6 vikna frá dagsetningu hleðslu- 6kjals fisks þe§s, er skírteinið vís- ar til, skuli móttakanda fisksins Dýpra og ðýpra. Ttyggvi Þórhallsson flytur innan þinghelginnar stað- lausar dylgjur og aðdrótt- anir í garð fjármálaráðh. Fjármálaráðherra kvaðst mundi fara fram á að þing- deildin leyfði málshöfðun. Dýpra og dýpra í spillingunni falla þeir, Tímaritstjórarnir, með hverjum degi sem líður. Dylgjur þeirra og ofsóknir á liendur eju- stökum mönnum, sem eru þeirra pólitísku andstæðingar, eru orðn- ar landfrægar og hlað þeirra, sem er látið flytja óhróðurinn, hefir hlotið andstygð allra manna með óbrjálaðri skynsemi. Á öðrum stað hjer í blað- inú, er skýrt frá ofsóknurn þessara manna á hendur hæj- arfógetanum í Rvík og dómend- um landsins yfirleitt. Um sama leyti notar Tryggvi Þórhallsson þinghelgina til þess að flytja stað- lausar dylgjur og aðdróttanir í garð Jóns porlákssonar fjármála- skylt að greiða hæsta toll, sem j ráðherra-. Með hinum alkunnu sje þrisvar sinnum hærri, en sá Tímadylgjum fer Tr. Þ. að skýra tollur, er ber að greiða samkvæmt! fr4 því, sem reyndar allir v.issu, tollsamningi milli íslands og Spán j ag ,Jón Þorláksson hafi um nokk- )ar. Hugsum oikkur, að 1000 skip- pund af fiski væru þannig tolluð, vegna þess, að upprunaskírteini vantaði, hafi komið fram órjett útfylt eða komið of seint. Toll- mismunur myndi verða sem næst kr. 70,000, — eða með* öðrum orð- um 70 krónur á hvert skippund. Má af þessu sjá, að hjer er um mjög alvarlegt efni að ræða, og þó ennþá hafi ekki komið fyrir, nema í eitt eða tvö skifti, að menn hafi verið látnir greiða hæsta toll á ísl. fiski, þá má altaf gera ráð fyrir, að slíkt ólán hendi þá, er gáleysislega útfylla upp- runaskírteini, eða vanræíkja að senda þau í tíma. Jeg skal taka það fram, að þó á’kveðið sje, að innan sex vikna verði að skila upprunaskírteinum, eins og fyr um getur, þá hafa spönsku yfir- völdin oft gefið dálítið lengri frest, ef skírteini hafa orðið að endursendast; en hins vegar hafa menn enga tryggingu fyrir, að framlenging á tímanum fáist alt- af. — Til þess að leiðbeina þeim, er þurfa að senda upprunaskírteini, hefi jeg útfylt eitt eintak, sem jeg hefi sent toll-yfirvöldunuin hjer, og hafa þau fallist á, að ekk- ert væri hægt að þeim að finna; en vegna þess, að mikið rúm þyrfti til þess, að birta það hjer í Morgunblaðinu, geri jeg etkki ráð fyrir að ritstjórnin sjai sjer fært að taka það upp í blaðið. Hefi jeg látið prenta skírteini þessi með spönskum, íslenskum og enskum texta, svo menn eigi hægra með að átta sig á upplýs- ingum og leiðbeiningum þeim, sem prentaðar eru á bakhlið skírtein- anna. Að endingu vil jeg geta þess, að útmáanir, stafavillur — hversu lítilfjörlegar sem þær virðast vera ■— gera skírteinin ógild. Sjeu skír- teinin vjelrituð, má ekkert skrifa með bleki, og ógreinileg slkrift getur gert skírteinið ónýtt. Bilbao, 3. apríl 1926. Þórður Flygenring- pr ár verið trúnaðarmaður ríkis- ins, landsverkfræðingur. En hann lætur þar ekki staðar numið. í fyrirspurnarformi beinir hann því til atvinnumálaráðh., hvort að þann hafi aðgætt, hvar lands- Verkfræðingurinn, Jón Þorláksson, 'hafi keypt hin ýmsu byggingar- efni, sem hann ljet svo byggja úr fyrirtæki ríkissjóðs. Með prest- legum sakleysis svip spjrr Tr. Þ. atvinnumálaráðherra ennfremur, hvort Jón Þorl. liafi selt rí'kinu, eða sjálfum sjeis sem trúnaðar- manni rikisins, alt byggingarefn- ið. Með sama prestlega sakleysis- svip spyr Tr. Þ. áfram, hvort at- hugað hafi verið, hvor hafi grætt meira á þessum viðskiftum, Jón porl., eða ríkissjóður. Jón Þorláksson var verkfræð- ingur landsins á árunum 1905— 1917. Fyrir framúrskarandi dugn- að hans dg framsýni, var á þess- um árum ráðist í miklar fram- kvæmdir á þessu landi, sem allar miðuðu til almennings heilla. Yar þessi ágæti starfsmaður ríkisins öll þessi ár að fjefletta ríkissjóð- inn, með því að láta ríkið 'kaupa áf sjer við ósanngjörnu verði alt iefni í fyrirtækin? Allir, sem ó- kunnugir eru málavöxtum, hlutu að leggja þann skilning í dylgjur og aðdróttanir Tr. Þ., sem hann flutti á Alþingi í gær. En hver er sannleikurinn í þessn máli? Hann er sá, að öll þau ár, sem Jón Þorl. var landsverk- fræðingur, seldi hann ekki rik*nu byggingarefni fyrir et’nn einasta eyrtr. Hann útvegaði byggingar- efnið beint frá verslunarhúsum erlendis, án þess að taka fyr.V það einn eyri í sinn vasa. Þetta er þá sannleikurinn í málinu. Hvernig lýst mönnum á mál- ktað þeirra Tímamanna, eins og honum nú er komið 1 Hver dómurinn rekur nú ann- an þar sem Tímaritstjórinn er dæmdur í þungar sektir og háar jskaðabætur til einstaklinga, fyrir svívirðingar, sem hann hefir látið blað sitt flytja. í 'stað þess að láta sjer segjast við þessar áminn- ingar, og haga sjer eins og heið- virðum manni sæmir, þá bætir hann gráu ofan á svart með því að láta sama blað flytja stað- lausar dylgjur um þann dómara, sem dóminn kvað npp. En yfir tekur þó, þegar þinghelgin er saurguð, með því að nota hana til þess að flytja órökstuddar og ósvífnar dylgjur um bestu menn þjóðarinnar. Jón Þorláksson var staddur í efri deild við fjárlagaumræðurn- ar þar, þegar Tr. Þ. hóf sína vin- gjamlegu tölu í hans garð. Hon- um var skýrt frá kveðjuorðum þm. Strandam. Lýsti J. Þ. því þá yfir í heyranda hljóði í þing- deddúini, að hann mundi fara fram á það v/ð hana, að hún leyfði málshöfðun gegn Tr. Þ. fyrir ummæli hans, ef þau hefðu j verið þannig, sem lionum var , skýrt frá. Þegar hingað var komið, fór Tr. Þ. í me.sta flýti að halda á flótta. „Jeg bara spurði, jeg bara j spurði", endurtók hánn í sífellu. ' „Enginn hefir á spurningunni", jhefir þessi þingmaður eflaust haft j í huga. Hann heldur vafalaust, að hann geti orðið sýkn saka fyrir allar svívirðingarnar, bara ef hann er að spyrja!! „Og jeg skal endurtaka spurn- inguna ut<m þings“, bætti Tr. Þ. við, svo þinghelgin þurfí ekki að vera til fyrirstöðu, að fjármála- ráðh. geti farið í mál. Þess kvaðst ’ fjárh. ekki óska eftir.Hann kvaðst láta sig það litlu skifta, hvað um sig væri sagt í saurblaði, en hitt gæti hann ekki þolað, að menn skriðu undir þinghelgina með svívirðingar sínar, og mundi þess vegna fara fram á, að deildin leyfði málshöfðun, ef rjett reynd- ist, að Tr. Þ. hefði borið á hann þær ásakanir á meðan hann var landsverkfræðingur, þær, er hon- um hefðu verið tjáðar. Sildarsölufpumvarpið. Útgerðarmannafjelag Akureyrar mótmælir í einu hljóði frumvarpi sjávarútvegsnefndar. Fyrir skömmu er fram ltomið í þinginu frv. til laga um sölu á sild. 1. grein frv. er svohlj.: „Ef einhverjir þeirra manna, er á síðastliðnu ári fengust við sölt- un. eða útflutning síldar, stofna j fjelag í þeim tilgangi að sjá um hagkvæmari sölu síldar á erlend- um markaði, þá er ráðherra heim- ilt að veita slíku fjelagi einkasölu á síld til útflutnings, enda samþ. ráðherra lög fjelagsins.“ Fjelag þetta á síðan að selja alla síldina fyrir sameiginlegan reikning, og skamta öllum jafnt, eftir því hve mikið þeir afhenda fjelaginu, svo og „eftir gæðum.“ (Við móttöku?) Allur kostnaður- inn, ,sem er samfara sölunni greiðist af andvirði síldarinnar. Fjelag þetta á að hafa heimili og vamarþing á Akureyri. Banna má að salta eða krydda síld til | útflutnings sem veidd er fyrir 25. júlí. j Við umræður um frumvarp þetta, voru flutningsmenn spurð- ir um það, hvort síldarútgerðar- menn væru frv. samþykkir. Töldu sumir þeirra, er tóku til máls, 'sem rjettast hefði verið að leita álits útgerðarmanna, áður en farið , væri að ræða frv. En flutningsmenn svöruðu því, jað þýðingarlaust væri, að spyrja útgerðarmenn — því margir þeirra væru „leppar.“ Frumvarp- ið væri til þess að koma „lepp- menskunni* ‘ fyrir kattarnef. . Síðastliðinn föstudag var hald- inn fundur í útgerðarmannafje- , lagi Akureyrar, til þess að ræða þetta mál. Var frestað að taka , álcvörðun á þeim fundi, og ákveð- 'ið að leita frekari upplýsinga Újeðan að sunnan. Framhalds- fnndur var svo haldinn á sunnu- daginn og þar samþykt svohlj. till. í einu hljóði: „Útgerðarmannafjelag Akur- eyrar er þakklátt sjávarútveg3- nefnd n. d. Alþingis, fyrir til- raun hennar til umbóta, á síld- arsölu. Þó lítur útgerðarmanna- fjelagið svo á, að tillögur sjáv- arútvegsnefndar, samkvæmt frv. þvj( sem fyrir liggur, stefni síldarsölumálum vorum í tví- sýnu. Aftur á móti telur úgerðar- mannafjelagið, að ef hindruð væri söltun á síld til 25. júlí ár hvert, útilokuð sala Norð- manna á síld í landi til sölt- unar og kryddunar, skerpt eftir- litið með ólöglegum veiðum út- lendinga, mætti þetta verða til mikilla umbóta og skorar fje- lagið á Alþingi að vinna að þessu.“ Var till. þessi samþykt með öllum atkvæðum. .,Dana “ iögð á stað. Rannsóknir við Islands- strendur í sumar. (Tilkyjaning frá sendiherre Daiift). Hefrannsóknaskipið „Dana" er lagt ú stað frá Kaupmannahöfn. eg er foringi þees nú dr. A. C. Johansen. Fram a8 miðjum mánuði stnnd- «r skipið rannsóknir við Dan- merkurstrendur, en síðan heldur það til Færeyja og íslands. Mesi- úm hluta rannsóknartímans ætlar skipið að verja til þess, að rann- saka síldaTgöngurnar hjá Norður- landi. Búist er við því, að rann- 8Óknunum verði hætt í s.eptember. Meðal rannsóknamanna er Arni Friðriksson kandidat, en Bjarni Sæmundsson verður með í rann- sóknunum við íslandsstrendur. Dr. Johannes Schmidt (sem hef- ir verið rannsóknarforingi að und- anförnu), kemur til Hafnar um miðjan júní úr ferðalagi til KyrrahafKÍna, og mun ftann þá far» lil fslanda og alást í hópinn. Hansaa ar akipatjóri i Daua aina og iðm. Nauðsyn ber vitanlega til þess, að hafist verði handa til að sporna við „leppmenskunni“ af fremsta rnegni. Aðgerðir fyrver- andi landsstjói’nar, gerðu róðurinn þyngri í þeim efnum, eins og kunnugt er. En ósemiilegt þykir að Alþingi, það er mí situr, sjái sjer fært, að verða við áskor- unum útgerðannanna um algert bann gegn sölu síldar á land, því það mundi koma á bág við kjöt- tollssamninginn. En eitt er víst, og það er, að ekki voru það „leppar“, sem fylgdu tillögu iitgerðarmanna fastast fram á Akurevri á sunnu- daginn var. Verður nú fróðlegt að sjá, hvort nuverandi þing er orðið svo ginkeypt við einkasölu fyrir- komulaginu, að það ætlar að unga út hverri einkasölunn af annari nú í þinglokin. -o—oOo—o- Komið með 7 togara til Vestmannaeyfa. „Fylla“ tekur 5 þýska, „Þór“ 1 belgískan og 1 enskan. Þeir eru allir dæmdir í venjulega sekt. Þýsku skipstjórarnir áfrýja allir. 26. f. m. komu strandvarna.skip- krónur, og afli og veiðarfæri upp- ’in Þór og Fylla með sjö togara til Vestmannaeyjá, er þau höfðu tekið að veiðum í landlielgi. Fylla tók þá 5, er hún kom með austur við Hjörleifshöfða, og voru þeir allir þýskir. Þór hafði tekið sína tvo við Súlnasker, suður undan Vest- ‘mannaeyjum. Var annar þeirra belgískur, og heitir Nautilus. Hinn var enskur, frá Hull. Skipstjórinn á belíska togaran- um, meðgekk strax hrot sitt, og var dæmdur \ fulla sekt, 10 þús. gullkrónur, og afli og veiðarfæri gert upptækt. En enski skipstjór- inn var hinn versti viðureignar — þóttist ekki hafa verið í land- lielgi. Þó urðu -málsúrslit þau, að hann fjekk fulla sekt, 12,500 rjettar. --------o—oOo—o— tæ.k. Hvorugur þessai-a áfrýjaði dómnum. Þá voru eftir þýsku skipstjór- arnir 5. Mátti heita, að mál þeirra væri undir rannsókn í tvo daga. Þrættu þeir í sífellu, og voru hin- ir þverúðarfylstu. Töldu þeir alt mæla á móti því, að þeir hefðn verið í landhelgi, en skýrsla strandvarnarskipsins va-r svo ein- dregið þeim í óhag, að dómarhm þóttist ekkert tillit geta tekið til framburðar þeirra. Fóru svo leikar, að þeir voru allir dæmdir í fulla sekt, 12,500 krónur og afli og veiðarfæri gert upptækt. Pegar búið var að birta þeim dóminn, lýstu þeir yfir því allir, að þeir mundu áfrýja til hæsta-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.