Ísafold - 07.05.1926, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.05.1926, Blaðsíða 4
4 ÍSAFOLD Oin- og kianfnaveikin i Danmöf’ku er heldur að aukast aftur. A tímabili var því nær búið að út- rýma heuni á Jótlaudi, og var hún eigi nema á stöku stað á eyjunnm. Gerðu menn sjer vonir um, að Dönum mundi takast að vinna fljótlega bug á henn í þetta sinn En nú er helst útlit fyrir, að langt sje í land með að það takíst. Veikin hefir gert vart við sig hjá 61.800 búfjáreigendum eða hjá 38°/0 af öllum búfjáreigend- um í Danmörku I IV2 ár hefir hún bakað þjóðinni beint tjón, sem talið er að nemi 204 railj. króna. Þó er talið að óbeint tjón af veikinni svo sem viðskifta- teppur 0. s. frv. er af henni hafa stafað, hafi bakað þjóðinni ennþá meirí skaða. Karlakór K. F. U. M. fcefir sungið á þrem stöðum í Noregi. Bergen FB. 30. apríl. Karlakór K. F. U. M. söng í fyrsta skifti í Bergen 27. þessa mánaðar, var húsið fullskipað. — Sverre Jordan skrifar um söng- inn og her mikið lof á flokkinn. Hann segir að söng.stjóranum hafi tekist að skapa íir söngkröftun- um heilsteypt og hljómfagurt kór, sem fari mjög vel með við- fangsefnin. í söngnum sje karl- mannlegur þróttur, hljómfallið hreint og hrukkulaust. Flokkurinn söng í Stavanger 28. þ. m. og í Haugesund 29. þ. m. Öll blöðin Ijúka hinu mesta lofs- orðj á sönginn. í Bergen syngur flokkurinn öðru sinni í kvöld og síðan á eftir í víðvarp. Myndariegt nýbýli. Uppi á mýrunum fyrir ofan Ak- ureyri hefir Jakob Karlsson kaup- maður gert nýbýli mikið á landi því sem þúfnabaninn hefir tætt. í sumar sem leið reisti hann þar bæjarhus. Er þar undir einn þaki húsnæði handa fjölskyldu hans (til sumardvalar) hústaður ráðs- manns og verkafólks, fjós fjrrir 20 kýr, hesthús fyrir 6 hesta, áburðarhús, þurlieyshlaða fyrir 600. hesta, votheyshlaða fyrir 100 hesta. — Sveinbjöm Jónsson húsameistari sá um bygginguna. Kostaði hún um 40 þús. kr. Allir útveggir, sem hlýir þnrfa að rera, eru úr r-steinum. Oll þök úr se- ments-þakhellum, sem steyptar eru þar nyrðra. 60 dagsláttur hefir Jakob þar í ræiktun. Sýnir hann nýbýli þessu mikla alúð og umhyggjusemi, — enda er þar myndarskapur hinm mesti — að því er Mbl. er akrifaS að norðao. Flugslyis í Póllandi. Símað er frá Varsjá, að við jarðarför fylkishöfðingja eins, hafi þrjár flugvjelar rekist á í loftinu yfir kirkjugarðinum og hröpuðu þær niður í hann. Flug- mannirnír biðn bana. 4 Sósíalista-„gangan“ 1. maí. \ Fyrir 1. maí bað „Alþýðu- blaðið“ fylgismenn sína heitt og innilega, að fjölmenna í „maí- gönguna,“ sýna það nú einu sinni, hve liðmargir jafnaðarmenn væru hjer í bæ. Var mönnum hóað saman niður í Báru, að aflíðandi hádegi. Þeg- ar „gangan“ kom úr Bárnnni, var talið við dyrustaf, »g komu 134 út af íullorðnum og líklega hart nær 100 höm. Var „skrúðganga“ þessi aumleg að sjá, yr hún Ikom undir bert loft. Var gengið gisið svq halarófan var hýsna löng. — Fyrstir gengu þeir Hjeðinn og Jón Baldvinsson, og var lítill for- ingjasvipur á báðum. par munu hafa verið allir „broddarnir“ með tölu, hæði þeir „hægfara“ og hinir „eldrauðu.“ „Kodéri“ göng- unnar var Ólafur, og er líklegi, að hann hafi verið til þess val- inn, sem maður árvakur, ef ein- liver vildi „lieltast úr lest.“ Fórst honum það vel úr hendi, því held- ur fjölgaði en fækkaði, og áður en gangan var komin á Austur- völl höfðu 50 manns slæðst í hóp- inn, sennilega frekar fyrir for- vitni en fylgi. Áhoríendur voru margir eins og vant er og höfðu gaman af ýmsu, einkum uppliti sumra „brodd- anna‘‘. Ánægðastur allra var þar Oddur Sigurgeirsson. Hann gekk við hlið Hallbjarnar. Á Austurvelli talaði Haraldur og síðan var haldið niður í Báru. En þeir sem vilja „hroddunum“ Vel, hefðu helst ráðlagt, að þaðan hefðu þeir aldrei farið með iiÖ þetta. Fyrir áhorfendur er það einkar hentUgt, að fá þenna mælikvarða á hverju ári, á hið rýrnandi fýlgi bolsa og jafnaðarmanna hjer í bre. En sennilega taka þeir það til yfirvegunar hjer á eftir, hvort það sje eigi flolkknum fyrir bestu, að leggja niður þessar „göngur“ sem eru ekki annað en útlendui apaskapur. Frjettir víðsvegar að. Aflabrögð. Seyðisfirði, 25. apríl. FB. Austfjárða-afli 1. apríl 1635 skpd. Mikið aflast siðan. Einkan- lega á Fáskrúðsfirði, Berufirði, og einnig nokkuð hjer innfjarða. Ýmir kom inn á Fáskrúðsfjöro á fimtudag með góðan afla af Hvalbak. — Sólskinsblíða. Seyðisfirði 1. maí. FB. Síldaraflú \ Síldarkast hjer á laugardags- fkvöld, 11 strokkar, örlítið á mánu- dag. Fiskafli tregur í Hornafirði. og suðurfjörðum/en hjer góðnr. Verkfall. Á Eskifirði hófst verkfall í fyrramorgun og var orsökin sú, að atvinnurekendui' mæltn á móti því, að semja nm kaupgjald yfir sumartímann. Togarinn ,Ari‘ kom inn til salttöku eftir verkfalls- hyrjun, en varð að hverfa frá óafgreiddur. — Samningaumleitun ýer fram og er útlit fyrir verk- fallslok á morgun. Ágætisafli hefir verið í Kefla- vík undanfarna viku. Hafa bátar •fengið frá 8—12 og jafnvel upp ,í 14 skpd. Aðeins aflast ríga- þorskur. Bátar eru hættir við net, en veiða ait á linw. Fiskur er nú mikill þveginn í Keflavík, svo að nóg mun vera til á alla fiskreiti. En þurkur hefir lítill verið, svo fiskur hefir ekki verið breiddur enn. Mikil síld hefir verið í ísaf jaro- ardjúpi undanfarna daga og hafa ínenn veitt hana talsvert. Sam- fara síldinni er mikil þorskganga og aflast þar svo mikið nú á smærri vjelbáta og árabáta, að menn muna ekki eftir öðru eins. Við Grímsey er mikill afli nú, að því er símfregn að norðan liermir. Akureyri, 24. apríl. FB. Höfrunga- og hnísuve-fðt. Höfrunga- og hnísuveiði er mik il í fjarðarmynninu og á Skjálf- anda. Bátur af Húsavík fjekk 50 hnísur í gær; annar frá Grenivík 35. Bátur frá Ólafsfirði fjekk 12 höfrunga; annar frá Siglufirði sama. Fisklaust að kalla; þó sil- ungsveiði talsverð á pollinum í fyrirdrátt. — Sumarblíða. Glímuflokkurinn sem fer til Danmerkur undir stjórn Jóns [Þorsteinssonar, verður á vegum Niels Bukh, leikfimiskennarans fræga. Sjer Bukh um allan kostn- að af förinni úin Danmþrku. — Sennilega fara fleiri nú en til Noregs í fyrra. Dánarfregn- Sigmundur And- rjesson bóndi á Vindheimum í Skagafirði, andaðist fyrir síð- ustu helgi úr lungnabólgu. Hann var fyrirmyndar bóndi í hví- vetna og sveitarhöfðingi. Jarð- ræktarmaður var hann ágætur. Við skipstjórn tók á „Þór“ á sumardaginn fyrsta, Friðrik Ól- afsson, sem Verið hefir undanfar- ið einn áf undirforingjum á Fylla. Með „Þór“ hefir verið, síðan J’ó- hann Jónsson ljet af stjórn hans, Einar Einarsson, og hefir sýnt mikinn dugnað í stöðu sinni. íslandsbanki hefir beðið oss að geta þess, að honum hafi verið falið að grenslast eftir, hvort hjer á landi kynni að vera nokkur, seln ætti þýsk ríkisskuldabrjef. Banlkanum! hefir verið tilkynt, að skuldabrjefin mundu ef til vill verða innleyst að einhverju leyti, og biður hann þá, sem slík skulda brjef kynnu að eiga, að koma í bánkann og útfylla eyðublöð með umsókn um innlausn skuldabrjef- anna. Eigandi þarf þó að geta sannað, að brjefin hafi verið í hans eign síðan 1920. Þýskir íslandsvráir. Með Lagar- fössi, er kom hingað síðast, komu þau dr. phil. Carl Kiiehler og fni hans, og málarinn Widepohl, sem hjer var í fyrrásumar ög mál- aði þá margar mei'kar og ágætar myndir, sem sýndar voru í Berlín í vetur. Konungsmóttakan á ísafirði. — Fullráðið mun nú vera, að íbúar Ísafjarðarkaupstaðar hafi frjáls samtök um að taka sæmilega á móti konungshjónunum í sumar. • Mitt innilegasta lijartans þakklæti votta jeg hjer með öllum þeim, bæði fjær og nær, sem á einn eða annan hátt hafa sýnt mjer kaerlejíksríka hluttekningu með fjegjöfum eða öðru er jeg varð fyrir þeirri þungu sorg að missa manninn minn í sjóinn frá efn* litlu heimili og níu börnum, átta af þeim innan fermingaraldur*. Sjerstaklega votta jeg þá djúpu samúð er mjer varð sýnd með því að fá lík mannsins míns sáluga flutt hingað heim úr fjar- lægu hjeraði. Bið jeg algóðan guð að launa þessum mínum velgerðamönnum af ríkdómi sinnar náðar þegar þeím mest liggur á og hann sjer þeim best henta. Sólveig Ólafsdóttir, Núpi, Haukadal. Borgarinnar fjölbreytfasta úrval af- allskonar ódýrum og vönduðum Skúfatnaði Skóbúð Reykjavíkur. ' Aðalstr. 8. — Sími 775. — Pósthólf 607. — Reykjavík. Sendum gegn póstkröfu hvert á land sem óskað er KJ'' Aktýgi, þrjár tegundir. Reiðtýgi, margar tegundir, | þar á meðal drengjahnakkar, mjög ódýrir. Beisli, stórt úrval. Allskonar ólar, svo sem: ístaðs-ólar, reiðar, tösku- I ólar, höfuðleður og taumar, mikið úrval, burðar-ólar, ] spann-ólar, hundahálsbönd o.fl. Svo og mikið úrval af beislisstöngum, beislismjelum, keyrslumjelum, reiðbeislis- mjelum, ístöðum og taumalásum. Seðlaveski, handkoff- ort og töskur. Peningabuddur. ISkjalatöskur. Rukkara- töskur 0. fl. Engum dylst, að margt af ofantöldti eru ágætar fermingar- og tækifærisgjafir. Fyrsta flokks vinna; — nákvæm og hroð afgreiðsla. \ . Vei«ðlð alfaf að lækka. Simnefni: SSeipnix*. Sími @4@. Skip Eimskipafjelagsins. Ferðum Lagarfoss og Goða- foss breytt, vegna verk- fallsins í Englandi. Eins og við er að húast, trufl- ast siglingar víða vegna verk£aHs- ins, sem skollið er á í Englandi. Og kemur sii truflun við okkur, ekki síðpr en aðra. Hefur nú t. d. Eimskipafjelagið orðið að breyta ferðum tveggja skipa sinna, Lag- arfoss og Goðafoss, vegna verk- fallsins. Lagarfoss líggur hjer, eins og kunnugt er, og átti að fara hjeð- an beina leið til Hull og Leitli, og hingað til lands aftur. En nú hefir verið ákveðið að Iiann fari til Hamborgar. Goðafoss átti að koma við í Leith þegar hann færi frá Höfn. En nú. hefir verið ákveðið, að hann fari beina leið til Aust- fjarða. Jörð. Jörð fæst til ábúðar; helst í tíkiftum fyrir hús. A. S. f. vísar á« Selur ódýrasta og besta erfiðis- j vagna með aktígjum. Simnefni: Sleipmr. Simi 645. Yillemoes liggur nú í Newcastle — og hefir skipstjórinn sent það- an skeyti um allsherjarverkfall þar. Ennþá hefir ekki verið tekin nein ákvörðun um ferð hans. l Sleipnir, Laitgaveg 74. v I I

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.