Ísafold - 10.05.1926, Side 1

Ísafold - 10.05.1926, Side 1
Ritstjórar: Jón Kjartansson. Vaitýr Stefánsson. Sími 500. ISArOLD kostar 5 krónur. Árgangurinn Gjalddagi 1. júlí. Afgreiðsla og innheimta í Austurstræti 8. Sími 500. DAGBLAÐ:MORGUNBLAÐIÐ S< «r®t. 24. (fcL Mánudaginn 30. tnai 1928, í IsafoldarprentsmiSja h.f. STÝFING KRÓNUNNAR. Með 15 atkvæðum g'egn 12 samþykkir neðri deild Alþingis við 2. umræðu stýfingarfrumvarp Tryggva Þórhallssonar. Hverjar verða afleiðingarnar? 13 33! i! m Þess var getið hjer í blaðinn, ófær til flugs. Fjelagi hans, Bot- þegar hinir tveir dönsku flug- ved var kominn til Kína er síðast menn, Herschend og Botved, frjettist. Honum hlektist á skamt lögðu upp í leiðangur frá Höfn, sunnan við Shanghai. — Óvíst til að fljúga alla leið til Tokio.1 Eins og skýrt hefir verið frá áður hjer í blaðinu, lcom snemma á þinginu fram frumvarp frá Tr. Þórhallssyni, sem fór frafh á, að íslenska krónan yrði stýfð. Frv. var vísað til f járhagsnefndar með atkvæði þorra deildarmanna. í fljótu bragðj áttu menn erf- itt með að átta sig á þessum góðu viðtökum, sem fi”v. fjekk þegar í byrjun, og þegar það vitnaðist utan þings, að svona var andrúms- loftið, greip menn ótti um stund. Sá ótti kom fram m. a. í því, að bankarnir vildu ekki taka á sig nokkra áhættu við gengisverslun- ina meðan ekki væri sjeð fyrir hvað yrði ofan á í gengismálinu og heimtuðu ábyrgð ríkissjóðs á tapi, sem þeir kynnu að bíða vegna gengisverslunar. Nokkur ótti mun einnig hafa, gripið al- menning, sem m. a. mun hafa sýnt sig í því, að nokkrir menn heimtuðu út innstæður sínar úr bönkum. Mikil brögð urðu þó ekki að þessu. Menn treystu því alment, að hjer fylgdi ekki eins mikil alvara af þingsins hálfu, eins og nú hefir reyndin orðið. Alálið lá nú í fjárhagsnefnd, án þess nokkuð heyrðist frá nefnd inni. Töldu margir líklegt, að þar fengi frumvarpið að sofna sinn síðasta blund, og hefði farið vel á því. Seint í apríl fer svo að kvis- ast sú saga, að fjárhagsnefnd sje klofin í málinu, og 27. apríl kem- ur nefndarálit frá minnihluta nefndarinnar (Á. Á. og H. Stef.) og leggja þeir til, að frumvarpið verði samþykt með smávægilegum breytingum. Leið enn nokkur tími og ekkert heyrðist frá meirihluta fjárhagsnefndar. Fyrstu dagana í maí kemur fram krafa frá Fram- sóknarmönnum, ' þar sem þeir heimta málið tekið á dagskrá; þá var enn ekkert nefndarál. kom ið frá meirihl. f járhagsnefndar. 5. maí kemur loks nefndarálit frá meirihluta fjárhagsnefndar (Kl. J., J. A. J., B. L., Jak. M. og J.). Lögðu þeir til, að málið Jrði afgreitt með svo hljóðandi rökstuddri dagskrá: „Neðri deild Alþingis lítur svo á, að halda beri núverandi gengi íslenskrar krónu föstu til næsta þings. I fullu trausti þess, að þetta megi verða án verulegrar fjárhagslegrar á- hættu, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá.“ Síðastliðinn fimtudag (7. maí) var málið til 2. umræðu í neðri deild. JörB, MT, ÓlThors, POtt, PÞ, Sig- urj, SvÓ, TrÞ og porlJ. Kom þá frv. sjálft til atkvæða og fór það svo, að frumvarpið var samþ. með 15 atkv. gegn 12. peir sem greiddu atkv. með dag- skránni, greiddu nú atkv. móti. Ein ungis varð sú breyting við þessa atkvæðagreiðslu, að nú greiddi P. Ott. atkv. móti frv., en Jak. M. með. Með stýfingu krónunnar greiddu þannig atkvæði: 9 Framsóknarm., 3 íhaldsmenn (því miður) og 3 Sjálfstæðismenn. En móti stýf- ingu: 10 Ihaldsmenn, 1 Framsókn armaður (Kl.J.) og 1 Jafnaðarm. (JB). Ihaldsmennirnir þrír og Ja'k. M., sem greiddu atkv. með frv., tóku það að vísu fram við atkvæðagreiðsluna, að það væri „fyrst um sinn til 3. umr“, að þeir greiddu frv. atkvæði. En þarna fór fram greinileg atkvæða greiðsla um tvær gerólíkar stefn- ur, stýfing, eða ekki stýfing, svo menn hljóta að draga þá ályktun af atkvæðagreiðslunni, að stýfing- in haft fylgi meú-ihl. í neðri detld Alþingts. Málshöfðunartillagan Regn Sigurði Þórðarsyni. Annar þeirra, Herschend, braut hvort hann kemst lengra. — vjel sína í Austur-Indlandi. Hann Á myndinni sjást þeir fjelagar, slasaðist ekkert, en vjelin varð flugvjelar þeirra og flugleiðin. Undir umræðunum kom ekkert nýtt fram í málinu. Þó kom það skýrt fram, og um það voru menn sammála, að verðlagið á útlendri vöru mirndi nú vera komið það niður, að það mundi vera í sam- ræmi við núverandi gengi, eða því sem næst. Er vísitalan 234. Verðlagið á innlendu vörunni er aftur á móti allmikið hærra, vísi- talan er þar 306, en það er skilj- ahlegt, því að aðalverðbreytingin á inniendu vörunni, eða þeim hluta hennar, sem lang mestu máli skiftir, kjötinu, fer fram einungis einu silmi á ári, að haustinu. Öllum kom sainan um, að verð- lagið væri á rjettri leið, einungis þokaðist það miklu hægara á innl. ’vöru; og lengstan tíma mundi taka að fá kaupgjaldið í samræmi við gengishækkunina, þó mundi það einnig þokast í rjetta átt. Alt bendir því til þess, að okk- ur muni auðveldlega takast að halda núverandi gengi föstu fyrst um sinn, enda hefir gengið verið stöðugt nú í 6 mánuði; ekki hagg- ast um einn eyri. Landsbanka- stjórnin er líka einróma á þeirri skoðun, að það muni takast að halda genginu stöðugu áfram. Ekkert væri { sjálfu sjer óeðli- legt í því, meðan seðlaútgáfa og gjaldeyrisverslun vor er í þeirri óreiðu sem hún nú er í, að ríkið þyrfti að veita Landsbankanum einhvern stuðning, til þess að halda genginu stöðugu. Öll ríki .telja sjálfsagt að styðja ríkis- bankana til þessa. En nú var ekki líklegt, að ríkið þyrfti hjer að leggja neitt í sölurnar, nema sf Vera skyldi það, að ábyrgjast lán- töku fyrir Landsbankann erlendis, það sama, sem ríkið altaf hefir talið skyldu sína að gera, og það án þess að gjaldeyri landsins væri í nokkurri hættu staddur. Ekki var búist við því, að ríkið þyrfti að taka á sig nokkra beina fjár- hagslega áhættu, t,. d. þátttöku í gengistapi eða þvíumlíku. Að svo stöddu var engin hætta á slíku. pegar því þannig var ástatt, jeins og lýst hefir verið, var það í rauninni alveg sjálfsagt mál, að allir, hvort heldur þeir væru hækkunarmenn eða stýfingarmenn, yrðu sammála um það, að halda núverandi gengi stöðugu fyrst um sinn. En hvað verður ofan á? Þcgar búið er að þvæla málið heilan dag og komið er fram und- ir miðnætti aðfaranótt föstudags, er loks komið að atkvæðagreiðsl- únni. Enginn, ekki einn einasti þingmaður, bjóst við öðru, en að atkvæðagreiðslan færi á einn veg, þann, að rökstudda dags'kráin ýrði samþykt. En livað skeður? Hún var feld með 15 atkvæðum móti 12. Þessir greiddu atkvæði með dagskránni: BL, HK, JakM, JAJ, JBald, JK, JS, JÞ, KIJ, MG, MJ, og ÞórJ; en á móti :BSv, ÁJ, Ásg, Bernh, HStef, IngBj, Hvörjar vefða nú afleiðingar þess, að svona fór? Um það verð- ur ekkert sagt að svo komnu. Fyrsta afleiðing þessa hlýtur að verða sú, að þingsetan lengist eitthvað töluvert. Úr þessu hlýtur stjórnin að bíða eftir endanlegum úrslitum málsins. Eftir alt, sem á undan er gengið, getur stjórnin ómögulega sætt sig við annað, ea að málið gangi sína leið til efri deildar, og að hún fái að segja álit sitt á málinu. Því sje það vilji meiri hluta Alþingis, að stýfa beri krónuna, er sjálfsagt að fá úr því skorið nú þegar, svo þeir geti þá framkvæmt stýfinguna, sem hana heimta. En þessi afleiðing, sem hjervar nefnd, er hreint smáatriði hjá hinni, sem er miklu stærri og mjög alvarleg: Hver áhrif hefir þessi yfir- lýsta stefna neðri deildar Al- þingis á fjárhagslegt traust manna á íslenska ríkinu? — Sjerstaklega er ástæða til að óttast, að þessi áhrif verði þung út á við. Þessi hlið málsins er svo al^ar- leg, að vjer þorum að fullyrða, að ekki einn einasti þeirra þing- mamna, sem greiddi stýfingarfrr. atkræði, hefir gert sjer í hugar- lund, hre afleiðingarík hún getur orðið fyrir þessa þjóð. Frá Marokkó. Símað er frá París, að Marokkó flugliðið liafi mikinn útbúnað bak við varnarvirki Abd-el-Krims. — Trú á bráðan frið í Marokkó fer minkandi. í tvo daga fulla stóðu yfir um- ræður á þingi um þingsái.till. Jónasar frá Hriflu, um málshöfð- un gegn SigurSi Þórðarsyni, út af meiðandi ummælum um Al- þingi, núv. dómsmálaráðherra og hjeraðsdómarann í Rvík. Eins og títt er um slíkar till. frá J. J. fóru umræðurnar mjög á víð og dreif. Er ilt til þess að vita, að hinum dýrmæta tíma þingsins skuli vera varið til þess að ræða slík mál sem þetta, og svo mörg önnur svipuð, sem J. J. hefir flutt inn í þingið. Síðan J. J. 'kom á þing, hefir verið líkast því, sem hann hafi verið að sækjast eftir því, að draga þangað inn mál, sem frek- ar eiga heima í ljelegustu sorp- blöðum stórborganna, en í helg- ustu stofnun þjóðarinnar, Al- þingi. Hefir þetta framferði þing- mannsins sett sjerstakan svip á Alþingi. Þar hefir oft verið háð- ur ógeðslegur hildarleikur um mannorð einstakra manna, innan þings og utan. i pegar þinghelgin er svo gífar- lega misnotuð, sem raun hefir á orðið, síðan J. J. kom á þing, þá er von að þeir þingmenn, sem eiga sæti í sömu deild og J. J. I— hafi mist þolinmæðina. Þeir einir, sem kunnir eru andrúms- loftinu í efri deild, síðan J. J. kom þangað, geta skilið þá af- j greiðslu, sem þetta mál fjekk í ! efri deild. Afgreiðslan varð al- |veg sjerstæðj og mundi áreiðan- lega hvergi í heiminum hafa 1 getað komið fyrir, annarsstaðar ! en í efri deild Alþingis íslend- inga, þar sem J. J. á sæti. Þál.- till. var vísað frá með svohljóð- andi rökstuddri dagskrá frá Gunnari Ólafssyni, 5. landskj. þm.: „Með því að ríkisstjórnin get- ur ekki skipað embættismönn- um að fara í meiðyrðamál, og með því að flutningsmaður til- lögu þessarar hefir í opinberu, víðlesnu blaði, verið lýstur æru laus lygari og rógberi af hin- um sama manni, sem hann nú vill láta lögsækja, án þess að hafa, svo vitanlegt sje, gert ráð- stafanir til að hreinsa sig af þeim áburði, þá verður deildin að líta svo á, að henni sje með tillögu þessari lítilsvirðing sýnd af flutningsmanni hennar. Hún sjer því ekki ástæðu til að sinna tillögunn) að neinu leyrí, 6g tekur fyrir næsta mál á dagskrá“. Rökstudda dagskráin var sam- þykt með 8 atkv. gegn 4. Með dagskránni vorn: G. Ól., I.H.B., J. Jós., Jóh. Jóh., J. M., B. K.y E. P., H. Steinss., en móti: Guðm. Ól., I.P., S.E., E.Á. J.J. og Á.H. greiddu ekki atkvæði. L

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.