Ísafold - 01.06.1926, Blaðsíða 2
18*
Bald. aleinn að ganga frá fjár-
lögunum fyrir eitthvert fjárhags-
tímabil, yrðu þau fjárlög baria
einkennilega útlítandi. — Hann
myndi fella niður flesta eða alla
tolla, en krefjast takmarkalausra
útgjalda úr ríkissjóði. — Hvernig
halda menn að Landsreikningur-
inn liti út, þegar þannig væn
ráðsmenskað? Mundi ekki eitt-
hvað af lausaskuldum safnast fyr-
ir? Og hvernig fœri svo, þegar
kœmi að skuldadögunum ?
Jón Baldvinsson er kosinn á
þing af jafnaðarmönnum, og verð
ur þess vegna altaf við og við
að lofa og vegsama „hugsjónir"
jafnaðarstefnunnar.
Jón notar líka öll tækifæri til
þess að vegsama þessar „hug-
sjónir." Aðal-,hugsjónir' jafnaðar
manna er svokölluð sameignar-
stefna: að ríkið, (bæjar- ogsveita
fjelögin) eigi og starfræki ÖH
framleiðslutæki og að öll verslun
sje rekin af ríkinu (sveita- eða
bæjarfjelögum).
Þetta er hin mikla „hugsjón"
jafnaðarmanna og bolsjevika.
Bíkið á að eiga alt og annast all-
ar framkvæmdir; enginn einstak-
lingur má eiga framleiðslufyrir-
tæki eða starfrækja nokkuð slíkt.
Til þess að stjórna öllum þess-
um fyrirtækjum ríkisins, eru vald-
ir einstakir menn eða nefndir. Til
aðstoðar þeim eru undirmenn eða
undirnefndir, uns heill söfnuður
af fóllki er í stjórn hvers fyrir-
tækis. Þá fyrst er „hugsjónin"
orðin að veruleika.
Annars er það leiðinlegt með
þessar „hugsjónir' jafnaðarmanna
hvað þær reka sig oft óþyrmilega
á veruleikann.
Beynslan hefir sannað það
margsinnis, að rekstur þeirra fyr-
irtækja, sem ríkið starfrækir,
verður miklu dýrara, en ef ein-
staklingur starfrækir það.
Er til mjög gott dæmi frá
verslunarfyrirtæki ríkissjóðs, sem
alveg nýlega hefir verið starf-
ræikt hjer, þ. e. tóbakseinkasöl-
unni. Hún átti ^að afla ríkissjóði
tekna. En hvað kostaði það ríkis-
sjóðinn að afla tekna á þennan
hátt, móts við hitt, að afla tekn-
anna með tollum, eins og nú er
gert ? Það kostaði ríkissjóð ca.
40% að afla teknanna með einka-
sölufyrirkonmlaginu, — en ekki
nema ea. 3% að afla þeirra með
tollum!
Sama reynsla er alstaðar þar,
sem ríkið vill grípa inn á verksvið
einstaklinganna.
Starfræksla þess opinbera vill
oft verða þung í vöfum, óhagstæð
og dýr. Og ef ríkið á að fara að
reka útveg, búskap, verslun o. þ.
u. 1., er hætt við, að einhversstað-
ar komist að í stjórn einhvers
fyrirtækisins, maður, sem lítið
skyn ber k þá atvinnugrein, sem
honum er falið að stjórna. ~
Hvernig fer þá?
Jafnaðarmenn eru ekki sparir
á fögur loforð. Þeir lofa gulli og
grænum skógum, „bara ef við
fáum að koma ,hugsjóninni' í
framkvæmd", segja þeir.
En öll loforð jafnaðarmanna,
sem bygð eru á „hugsjónamold-
viðri" þeirra, eru einskis nýt, því
þau fá ekki staðist veruleikann.
Þau verða skaðvæn blekking, og
hafa spillandi áhrif á þjóðina.
Þau hafa lamandi áhrif á dug og
dáð einstaklingsins, draga úr
framtaki hans og starfsþreki, og
sljóvga sjálfbjargarviðleitnina. —
Afleiðingin verður smámsaman sú,
að enginn fast til þess að vinna
ærlega vinnu, menn fá andstygð
lá allri vinnu.
í landi eins og íslandi, þar sem
svo margt og mikið er óunnið, á
slík stjórnmálastefna lítið erindi.
Hún er bcinlínis skaðleg fyrir
þetta litla þjóðfjelag, sem svo
mjög þarfnast þess, að allir ein-
staklingar þess leggi fram alla
vinnu, sem þeir geta í tje latið.
Okkar litla þjóðfjelag þolir
ekki stjetta- og sundrungapólitik,
sem jafnaðarstefnan vinnur að.
Við þörfnumst umfram alt sam-
starfs milli allra stjetta, þar sem
ríkir fullkominn skilningur á því,
að engin ein stjett getur án ann-
arar verið. Sundrungastefna sam-
eignarmanna verður hjer skað-
legt, eyðandi afl.
Jafnaðarstefnunni er ofaukið í
okkar fámenna þjóðfjelagi. Hún
á þar ekki heima, og er því best
að láta þann, eða þá, sem hún
býður fram til landskjörs, vera
í friði. Þjóðin hefir enga þörf
fyrir störf þeirra á Alþingi.
hreinsa sig af liinni þyngsta ákær
um — sem í augum alþjóðar er
stimplaður ærulaus — sem ár eftir
ár sýnir í opinberri framkomu,
að hann semur sig að sið óvand-
aðra gótudrengja.
Slíkan mann kjósa þingmenn
Framsóknar, sem fulltrúa í ráð-
gjafarnefndina og viðurkenra
með því hina fylstu samúð sína
með öllum strákskap Jónasar í op-
inberum málum. Svo djúpt er nú
hinn svonefndi „bændaflokkur"
sokkinn.
Einari Arnórssyni, prófessor, er
kastað úr nefndinni. Manni, sem á
hinn ágætasta þátt í góðri úrlausn
sambandsmálsins — og s-em reynst
hefir hinn* ákjósanlegasti fulltrúi
í ráðgjafarnefndinni, enda fer þar
saman þekking, einbeitni og sann-
girni við samninga.
En hafi það þótt nauðsynlegt
að kjósa Framsóknarmann í nefnd
ina, á nú sá maður sæti á þingí
innan Framsóknar, sem talinn var
sjálfkjörinn í það sæti, maður,
sem farið hefir með umboð Fram-
sóknarflokksins fyr, Klemens
Jónsson, fyrverandi ráðherra.
Enn furðulegri verður þessi
ákvörðun Framsóknarþingmanna,
þegar þess er ga^tt, hvernig Jónas
frá Hriflu hefir komið fram gagn-
vart sambandsþjóð vorri. Með það
fyrir augum, er kosning þessí bein
móðgun gagnvart Dönum.
Hvað segja menn um 511 sfcrif
Jónasar um ,nýtt Bessastaðavald',
ásælni Dana hjer á Iandi — og
lúalegar dylgjur, sem hann befir
alið á undanfarin ár?
Er það með ásettu ráði og með
tilliti til þessa, sem Framsóknar-
flokkurinn hefir nú kosið Jónas í
ráðgjafarnefndína? Fnll ástæða
er tíl þess að krefjast svars í því
efni.
Er Iíklegt að sendiherra Dana
hjer á landi, som fylgt hefir opin-
berri starfsemi J.J. síðustu árin,
og aðrir þeir Danir, er til þekkja,
telji kosningu þessa bera lítinn
Vott um kurteislega framkomu
þingflokks Framsóknar gagnvart
sambandsþjóð vorri.
HNEYKSLIÐ MESTA.
Jónas frá Hriflu
í ráðgjafarnefnd.
Þingmaður einn í Efri deild
komst svo að orði nokkru fyrir
þingslit:
„Það mun vera talið að bera í
bakkafullan lækinr a* nefna 3.
landskjörinn, J. o., osanninda-
mann''.
Eins mun mörgum finnast um
það, þó nefnd sjeu þinghneyksli,
í sambandi við þann mann.
Þjóðin er orðin svo mörgju vön
og misjöfnu úr þeirri átt, að mik-
ið þarf til, svo að mönnnm bloskri.
En eftir því sem Jónas sek'kur
dýpra í áliti almennings, vekur
það meiri og meiri undrun, er það
vitnast, að enn skuli Framsókn-
arflokkurinn allur sem heild,
leggja blessun sína yfir gerðir
þessa manns, innan þings og ut-
an.
Fyrir endstæðinga Framsóknai"-
flokksins er þetta ákaflega hent-
ugt. í hvert sinn sem flokkurinu
lýsir velþóknun sinni á gerðum
Jónasar, hrapar drjúgt skarð í þá
undirstöðu almenningsálits, sem
flokkurinn og flokksfylgið hvílir
á. —
En þegar Framsóknarflokkur-
inn, sem flokksheild, sýnir af sjer
þann ósóma, að ætla sjer að
flagga með Jónasi sem fulltrúa
fyrir utan landsteina, er vissulega
svo langt gengið, að ástæða er til
að taka alvarlega í strenprinn.
Má kalla það kaldhæðni örlag-
anna, að Framsóknarflokkurinn,
sem fylgdi Jónasi að málum um
tillögu hans, viðvíkjandi sendi-
mönnum til erlendra þjóða, skuli
á sama þin^i kjósa hann í ráðgjaf
arnefndina.
Síðan þetta vitnaðist, hafa mena
í og utan Framsóknarflokksins,
verið ásáttir um það* að svartara
Imoyksli hafi þhigmenn Fram-
sóknar ekki fram.ið.
Það gengur ósvinnu næst, að
gcra mann að fulltrúa í ráð-
gjafarnefnd, sem sýnt hcfir, að
hann treysti sjer eigi til þess að
Hin þýska æskuhreyfing.
Eftir Relnh. Prlnz.
Framh.
Hreyfingin magnasí.
En æskan varð sterkari. Það
sem var álitin frekja og strák-
skapur kom af nagandi neyð og
frumlegum lífsvilja. Það voru
'djörf orð og ábyrðarþung, sem
ungir menn ræddu þar á milli sín,
Iþegar þeir lágu kringum brenn-
andi bál úti í næturdimmum skóg.
En þessi orð komu úr djúpi hjart-
'ans ósjálfrátt: „Vjð erum ungir og
ekkert vald í heiminum skal ræna
okkur a^skunni. Látum feður vora
fara í kirkju á sunnudögum til
þess að þeir gcti syndgað þeim
mun meira á virku dögunum —
við gerum það ekki. Látum kenn-
ara okkar fara með andlegan arf
eins og með hundamat og með
okkur sjálfa eins og mjölpoka —
við neitum því. Látum aðra ung-
Hnga herma eftir þeim fullorðnu,
sætta sig við úreltar kenningar,
tómleika götulífs og svíkja þannig
s.jálfa sig — við fyrirlítum það.
Þegar uppeldið bregst — þá finn-
nm við til nógra krafta og nægi-
legrar samvisku til þess að stjórna
sjálfum okkur, til þess að ráða
sjálfir lífsháttum okkar. Þetta
voru hugsjónirnar, sem vöktu
fyrir þessum ungu mönnum og
'sem ólguðu í tUfinningum þeirrn,
þótt þær kæmi ekki undir ehxs
og ekki altaf í ljós í eins skýr-
um, storkandi orðum. Þessí æska
vildi okkert nema fá að lifa æsku
sinni; en fyrir hvern sem ekki er
;tildurrófa og tískuleppur gildir
það sama og lifa sterku eðlilegn
!lífi. Það er eðli æskunnar, að hún
hatar í hjarta sínu alt, sem úrelt
er eða tilgert eða ljótt; að hún
elskar alt, sem er f jör og æfintýri
og frumleg, eðlileg hreyfing
blómgvast og hrærist í- Eru þotta
aðeins loftkastalar, sem monn
picga aðeins láta sig dreyma um?
Eru æfintýrin, sem búa hinumog-
in við fjöllin, er sá fjelagsskapur
ungra manna som or kröfumeiri
og tignari og djarfari en það ¦$
stelast stundum saman á leynileea
drykkjufundi — er alt þetta að
'oins skýjaborg, sem má lesa um
! í bókum og heyra um í skólabekk-
jum og sem ungir menn aðeins
mega þrá en ekki njóta á meðan
þeir eiga altaf að ganga sömu
göturnar milli skóla, heimilis og
kirkju, þangað til ,staðan' tekur
»við og hinn glóandi neisti í sá'u
manna er farinn að slokna? pann-
ig virðist það hafa verið um lang-
an tíma — þangað til æskan loks-
ins einu sinni játaði eðli sitt a£
öllu hjarta, þangað til hún sann-
aði það, að hún gat framkvæmt þrá
og drauma sína, ef hún bara vildi.
i
„Parfuglarmr" fyrstu.
Karl Físcher.
Hinir fyrstu „farfuglar", eins
og þessir ungu menn sjálfír köll-
uðu sig, foru fram i^r öllu hófi.
En það fylgir upphafi allra upp-
reisna, sem nokkuð er varið í.
Þessir smáhópar af ungum mönn-
um, sem fyrstir fóru að flæíkjast
um Þýskaland, slógu fyrst eldi í
a^skufólkið. Það glóði nokkurn-
tíma í leyni. En þegar eftir nokk-
ur ár, fór að loga um endi-
langt Þýskaland. Þessi eldur
ruddi sjer braut eins og hann
fyndi alstaðar tilbúna íkveikju.
Það var eins og þúsundir af ung-
lingshjörtum hefði beðið eftir
þessu moðvitundarlaus. í skógum
og á fjöllum — holst altaf sem
lengsl l'i-á iilborðum oddborgara
og fangelsum stórborga —
streymdi ioskulýðunim saman á
fund. pað var oins Og citt segul-
«fl drægi þá alla að sjor. Hvor
•irtist þekkja annan og þótt hann
hefði aldrej sjcð hann áður. Það
var eins og þcir allir bæru merki
á enni — ósjáanlegt fyrir hina,
sem þeir meðvitandi skildu sig frá.
Svo sterk var sú þrá og sá vilji
sem knúði þetta áfram. Hreyfing,
som vai- oins frumleg og náttúran
sjálf, var komin af stað. Hinir
fyrslu .farfuglar' og mcðal þeirra
sjerstaklega háskólastíídent nokk-
ur, sem lijct Karl Fisoher, höfðu
brugðið upp fyrir æskunni hinní
stórkostlegu töfrandi hugmvnd
um nýtt a'skulíf, eem átti að veita
alt, scm æska þráir: frelsi, sjálf-
stæði, fjelagsskap og rómantík í
sinni stcrkustu og eðlilegustu
mynd. Bómantík — þetta töfra-
afU Skyldi Karl Fischer og
fyrstu fjelagar hans hafa grunað
'sjálfa, hvað töfrasprota þeir beittu
— þegar þeir reistu fyrir öllnm
þeim lífsþrungnu æskusálum hina
rómantísku faugmynd ferðalífsins?
Ferðalagið —• þar var seinast*
uppfylling allra óska! Þar var
frclsi, ótakmarkað frelsi! pví að
þar var ekki farið í ferðalag eins
og gamlir borgarar gera —¦ ann-
flaðhvort í bíl eða í járnbraut; með
fyrir fram pöntuðum „hótel pláss-
um" og eftir þeim þægilegu til-
sögnum í ferðabókum og leiðar-
vísum. Þar var tekinn bakpoki
og alt, sem menn þurfa til þess
að liggja úti. Þar var eldhúskét-
ill hafður í bakpokanum og fiðla
eða guitar ofan á katlinum. Þar
var tekið kort og áttaviti og fötin
vom höfð eins ljett og þægileg
og unt cr. Þar voru þær dýrmætu
stundir, sem fimm—scx fjelag-
ar sátti yfir (kortum og nutu þess
út, í æsar að hugsa um tilætlað
ferðalag. Og loksins var harni
kominn — hátíðisdagurinn mikli,
þegar skólanum var lokið og lagt
var á, stað í mikla sumarferða-
lagið. Fjórar og fimm vikur og
sttmdum lengur voru þeir úti á
flækingi; þeir gátu farið mjög
víða, þvf að það var ódýrt að
ferðast gangandi með tjald og
bakpoka, með því móti að mat-
reiða sjálfur úti á víðavangi.
Hin frjálsmannlega úíivera.
Hið listræna og h»ð karlmannlega.
Og það var gaman — ósegjan-
lega gamftn! Þarvarenginn pabbi
og engin mammg og enginn skóli
— en þar var fjelagsskapur, sem
allir áttu að haga sjer éftir og
hverjum þótti sómi að þjóna. Þar
var sjálfsuppcldi, sem var stund-
um býsna strangt og ikröfumikið
— én það hcrti hugann. Þar va'r
engin fyrirliggjandi .iífsreynsla"
— ^n þar var hætta, sem maður
varð að standast.
Þar var aflraun, sem var
'gaman að finna til. Þar var lifandi
fróðleikur, hvar sem maður leit
'í krin«iiun sig; og þar var æfin-
týri og fcrðagleðskapur, sem
töfraði hjartað. Á meðan uppeld-
isfræðingar sátu á mollulegum
fundum og rædda Lippeldismál
voria nngu mennirnir úti og eign-
uðust margt af þvi sjálfir, sem
kennarai' brutu heilann um að
færa í konshikerfi. Þá voru „far-
faglarnir" úti að kynna sjcr á
eigin spítnr átthaga sána og líf
nátfúrunnar. Þeir lærðu að taka
líka a hrífu og ljá, eða sátu við
gamíar kirkjur, kastala, einkenni-
lega brunna, hús. o« meðal kjrn-
legra manna, og toiknuðu eða-
reyndu að l'a^ra í letur öll þau
sjerkenni og þá fegurð, scm í
glíku er t'alið. Þeir fyltu heil tíma-.
rit, sem þcir sjálfir gáfu út, með
myndum og ritgjörðum. Þeim
þóíti það yndi að baða líkamatm
allsnaikinn í sjó ojí í sólu og vindi,
og að a?fa og royna ungu kraft-
ana: að klífa hæstu tinda og
synda broiðustu ár. p'úr leituðu
æfintýra, þar sem þau biða — á
ferðalögum um fjöl) og firnmdi
og ókunnar borgir. Þeir drukkn
í sig hið mikla, vilta. margbrotna