Ísafold - 07.06.1926, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.06.1926, Blaðsíða 1
Ritstjór&s. •fóu Kjartanssou. V'altvr Stefánsson. Sími 500. ISAFOLD Árgangurinn k ostar 5 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Afgreiðsla og innheinita í Austqrstræti 3. Sími 500. DAGBLAÐ: MORGU NBLAÐIÐ 51. Arg. 29. tbl. Ménudaginn 7. <únl 1929 laafoldarprentsmiCja h.f. LANDSK JÖRIÐ. III. Listi frú Bríetar. Þegar kosningar liafa farið 5'ram hjer í Reykjavík á síðari árum, hefir frú Bríeti Bjarnhjeð- iiLsdóttur aldrei dottið í hug að telja sig ópólitíslka ATeru, er stæði mjallhrein utan við alla stjórn- málaflokka. Þá hefir hún ætíð fvlgt jafnaðarmönnum að málum. En í fyrrasmnar tekur frúin sjer ferð á hendur út nm land otf heldur fundi með ýmsum kven fjelögum og víðar. Á fundum jiessum harmar frúin það mjög, að eigi skuli eiga. sæti á Alþingi kona, sem standi utan við póli tíáku flokkana. Slíka konu þurf um við nauðsynlega að fá á A1 jiing, sagði frú Bríet. Yið síðast-i landskjör, þegar íkonur báru fram •sjerstakan lista með frk. Ingi bjö'rgu H. Bjarnason skólastýru efsta, var, að sögn frúarinnar, ætlunin síi, að hún stæði utan við aila flolika. En svo gengur liún í ótætis íhaldið, þvert ofan í vilja þeirra kvenna, sem hana kusu- j Upp úr þessu ferðalagi frú Bri- etar varð svo það, að hún ákvað að verða í kjöri við landskjörið í sumar, og koma þar fram sem •óspilt, engilhrein vera. Það má merkilegt heita með jafn gamla og reynda manneslkju sem frú Bríeti, ef hún virkilega -heldur því fram af sannfæringu. a.ð konur eági að segja sig úr lög- um við karlmenn þegar á stjóra málasviðið er komið. Hvar í ver öldinni skiftast menn í stjórnmála flokka eftir kynferði? Væri hjer ekki jafnrjetti milli karla og Ikvenna, þá gæti verið skiljanlegt, að konur vildu einar ajer vinna að sínum kröfum.' er karlmenn hefðu ekki vilja.5 Hjer birtist mynd af liinu, nýja orgeli, sem verið er að byggja í Fríkirkjuna. Orgelið mun verða fullgert mn miðjan júní og verð- ur það þá vígt. Orgelið er af allra A'önduðustu gerð, bygt í nýtís'ku- stíl og sjerstaklega hljómfagurt. 1 orgelinu eru 36 „registuF' og 3 hljómborð (manualar) og fótspiL Auk þess er fjöldi af áhöldum til að gera hljóðbreytingar með. í orgelinu eru alls 2325 pípur. Margir munu hyggja gott til að ; heyra tónana í hinu nýja orgeli, sem svo mjög hefir verið vandað til í alla staði. Páll ísólfsson spil- jar á orgelið er það verður vígt, og heldur hljómleika á það fram- ; vegis. Framkvæmdarstj. Eimskipafje lagsins, hr. Emil Nielsen, kom með Goðafossi um daginn frá Höfn. Hefir hann verið þar um tíma, !íh. a. til þess að gánga frá samn- ihguin, mn byggingu á kæliskip- inu, sem myndin er af í glugga Mor gunblaðsins. Hefir Isafold spurt Niel- sen um skipið, og var lýsing hans á þessa leið: Skipið verður á stærð við Goðafoss, jafnlangt og liann, en ögn breiðara. Yerður skipið meðal annars að því leyti frábrugðið öðrum skip- j um fjelagsins, að farþegarúm verður alt á þilfari, svo lestar- rúm verður þar óvenjumikið. Lest ir rúma í alt 75,000 tenings fet, í eða taka 1500 tonn (D.W.) fyrir utan kæliútbúnaðinn. Tvö millidekk verða í öllum lestum, og á að verða hægt að kæ'la hvert lestarrúm fyrir sig, án þess að kuldann leggi í næsta farrými. Tvær frystivjelar eiga að vera í skipinu, en þær eiga að vera svö stórar, að hægt sje að halda. hitastigi allra lestarrúmanna í frostmarlki, með annari þeirra, ef það kemur fj-rir að hin bilar. — Fullfermt á skipið að geta farið 11% mílu á A'öku. • Farþegarúm á 1. káetu verða 20, í tveggja manna klefmn, og geta 6 legið í reykingask. 2. káeta verður á afturdekki, með 20 rúm- um. Fyrir stýrimenn og vjela- 'menn vet-ða herbergi á miðju dekki eins og á hinum skipum fjelagsins. „Bakki“ verður fram- ' an á slkipinu, og þar verða ágætir hásetaklefar með ræstingarher- bergi og baðherbergi. Einn af bátmn skipsins verður vjelbátur, er nota má til þess að draga flutningsbáta í höfnum. Sterkur „ljóskastari“ verður á skipinu. Á efrá millidekki Verða rafblævængir til þess að kæla 'loftið þar, þegar fluttar verða kældar matvörur. Lyftiútbúnað- ur skipsins verður svo vandaður, að lyfta má 10 tonna þyngd í einu. Skipið á að vera fullsmíðað 1. mars næsta árs. Þegar þetta skip er komið, verður Eiruskipafjelagið fyrst fsert um að leysa hlutverk sitt af hendi. Er Níelsen hafði lýst hinu fnýja skipi, gat hann þess, að hann liti svo á. að þá fyrst væri Eimskipqjfjelaginu vaxinn svo fiskur um hrygg, að það gæti leyst hlutverk sitt vel af heudi, er skip þess væru orðin fjögur, þ,ví við þurfum. sagði Nielsen. þrjú skip til þess að koma á smáhafnirnar. Ferðum kæliskipsins á að haga sem lijer segir. Það fer frá Höfn um Leith, til Reykjavíkur, Isa- fjarðar, helstu hafnir á Norður- landi, Seyðisfjarðar og þaðan út. Næstu ferð tkemur það að Aust- urlandi og fer hringinn norður um til Reykjavíkur og út. Ö Goðafoss á þá að taka Ham- (borgarferðirnar, fara frá Ham- Iborg um Hull til aðalhafnanna, ýmist austan um eða vestan um landið. Lagarfoss á að taka nú- verandi ferðir Goðafoss, en Gull- foss heldur sömu ferðum og nú. Frikirkjuorgelið nýja Kæliskipið. Vandaðra en ðll þau skip sem hjer> eru fyrir. Emil Nielsen framkwsBmdsistjóri segir frá. sinna. En því er eklki svo variö_ Hjer er fullkomið jafnrjetti milli karla og kvenna, og hefir lengi verið. Engum dettur í hug að ueita því, að mörg mál Ikoma fyrir á Alþingi, sem eru þannig í eðli sínu, að konur eru eins færar og færari en karlmenn, til þess að leiða þau farsællega til lylctá. En konan er þar jafn fær, þótt hún tilheyri sjerstökum stjórn- málaflokki. ein.s og þótt hún vilji standa þar fvrir ntan. Nei, frú Bríet ipeinar það alls ckki, þegar hún segir, að konur cigi að komast á Alþing til þess þar að láta afskiftalaus öll hin ciginlegu pólitísku stefnumál. Og þótt frú Bríet eigi eftir að Ikom- ast á þing, verður hún áreiðan- lega ekki í neinum vafa um, hvar hún eigi að setjast að. Frú Bríet cr í eðli sínu jafnaðarmaður, og þegar á þing kernur, hlýtur hún þangað að leita. Að nafninu til g-etur híin haldið sig utan við alla flokka, en stefnan verður ætíð ákveðin. — Á þin'gi á nú sæti einni jafnaðarmaður, Jón Bald., og mundi honum verða það mikil huggun í einverunni, ef frú Bríet kæmi á þing, þvi ekki er gott að maðurinn sje einsam- alL — Enginn kjósandi má ljá lista frú Bríetar atkvæði, fyrir það eitt, að það er Ikvennalisti. Og ekki má láta A'illast á því, að á listanum, með frúnni, eru nöfn ágætra kvenna, er mundu teljast til annara stjórnmálaflokka, en þess, er frú Bríet tilheyrir. Fái listinn næg atkvæði til þess að koma manni að, verðnr það vitan- lega efsta konan, sem kemst að. Og það geta menn reitt sig á. að frú Bríet er ekki eins engilhrein í pólitíkinni, eins og hún vill vera láta. Hún er jafnaðarmaður með húð og hári, og það er engin hætta á, að hún villist í önnur heimkynni, þótt hún Ikæmist á Alþing. Þeir einir, sem vilja fjölga jafn- aðarmönnum á Alþingi, mega kjósa frú Brieti; aðrir ekki. Suðurlandsskólinn. Fundur við I'jórsúrbrú. Tillaga um að leita saimnnnu. við Rangœinga, samþykt með yfir- gnœfandi meiri hluta. Fyrri laugardag var fund- ur lialdinn að Þjórsártúni til þess að ræða skúlamálið. Umræðurnar snerust aðallega um skólasetrið, hvar það væri heppileg- ast, og livort liraða ætti skólamáli Árnesinga, ellegar leita samvinnu við Raiigæinga um sameiginlegan skóla fyrir báðar sýslurnar. Fundurinn stóð ýfir þar til kl. 314 um nóttina. Voru haldnar 27 ræður og voru ræðumenn 23. Meiri lduti ræðumanna með þingmenn Árnesipga og Jónas frá Hriflu í broddi fylkingar, töluðu með því að hraða málinu og koma skólanum upp á Laugarvatni. Sr. Kjartan í Hruna henti á, að það myndi koma alloft fyrir, að vfirborðsvatn gangi í Laugarvatns-laugina og kæli hana, svo hitaleiðsla þaðan yrði ótrygg. Fer þá að verða lítið unnið við að koma skólanum fyrir þarna. .Tónas hafði eittliAað A-erið að tala um skíðaferðir námsfólksins í birkihlíð- unum. Yar lilegið að vaðli hans. Þegar til atkvæða kom, reyndust 77 fundarmenn því meðmæltir að ákveða eigi skólasetur að svo stöddu, heldur hugsa til samvinnu A'ið Rang- æinga, en 21 voru meðmæltir Laug- arvatnsskólanum. Virðist róðurinn því ætla að ganga seint fyrir þeim, Laugarvatnsmönnum og sannast sú spá, sem hjer kom fram í blaðinu nýlega, að Jónas þurfi að skrifa allmargar greinar í Tímaujn, áður en hann fær Sunnlendinga til þess að glevpa við þessari skólaseturs- flugú sinni. Tryggvi var á fundinum. Ilann var á báðum áttum, eins og stundum hefir komið fyrir áður. Annars virðist vera komið í hálf- gert óefni fyrir þessu skólamáli. Er það mest fyrir undirróður Hrifln- Jónasar og nokkurra hans dáta. Eins og málið liorfir við nú, er sýnilegt, að það er vilji langsam- lega meiri hluta Sunnlendinga, að fá sameiginlegan skóla fyrir Árnes- og Rangárvallasýslur. Er það óefað heillavænlegast til frambúðar. En Jónas hirðir ekkert um þennan al- m.enna vilja, keldur vill knýja fram skóla á Laugarvatni, þvert ofan í vilja hjeraðsbúa. Fari svo, að Hriflu-Jónas og hin- ir ráðandi menn Árnessýslu ætli að stefna þessu máli í tvísýnu, er ekki annað sýrnia en að stjórn landsins verði að taka í taumana áður en í ót-fni er lcomið. Heyrst hefir að nú hafi verið ákveðið að fresta framkvæmdiún á Laugarvatni fyrst um sinn og bíða og sjá hvort ekki verður sam- komíulag. Ilafði stjórnin skorist í leikinn. Er óskandi að Sunnlend- ingar sýni það nú í verkinu að þeir vilji fullkominn skóla á Suð- urlandsláglendinu, en láti ekki á sjer rætast orð Jónasar frá Hriflu að það sje sundrungin ein. sem sje ráðandi meðal þeirra.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.