Ísafold - 07.06.1926, Blaðsíða 4

Ísafold - 07.06.1926, Blaðsíða 4
ISAFQLP Heilsufarsfrjettir. Suðurland. RejHkjavík: 1 tilfelli taugaveiki — ekki frá ísafirði, meinar hjer- aðslœknir. 1 tilfelli barnaveiki. -- Kvefsótt og hálsbólga heldur meir en að undanförnu. Yfirleitt allgott heilsufar á Suð- urlandi. Vesturland. Hefi stöðugt látið í tje ljósar frjettir af taugaveikinni á Isa- firði. Mín skoðun, og hjeraðslækn- i.s þar, að þeim faraldri muni nú að mestu lokið. En inflúensan, sem gengið hef- ir á Suður-, Austur- og Norður- landi, nú í vor, er komin til Isa- fjarðar. Sú veiki hefir verið bæði 'hægfara og væg. Má vænta þess, að svo ,muni .einnig verða á Vest- udandi. Norðurland. f Miðfjarðarhjeraði er I tilfel’i af taugavéiki, stendur ekki í sam- andi við ísafjörð, stafar frá göml- um smitbera; sem við vitum af, og hefir ekkert niein gert í mörg ár. Hjeraðslæknir á Akureyri sím- ar: „Væg inflúensa á strjálnifígi, annars heilsnfar allgott.“ Austurland. Raðan eru þessar frjettir: „Rauðir hundar nokkuð útbreidd- iir Vopnafirði. Mislingftr gengið 'Fljótsdalshjeraði, en hægfara. Kvef og hálshólga stinga sjer nið- ur víða hjer eystra.“ 3. júní 192«. G-. Björnson. Reyðtýgi og alt sem tilheyrir, ódýrast og best í Sleipni, Lauga- \eg 74. Rantanir afgreiddar um alt land. Fyrsta floks efni og vinna. Nákviem og fljót afgreiðsla. Sím- nefui: .Sleipnir, sími (i4(i. ■ í»ór tekur 3 botnvörpunga, Vestmannaevjum 1. júní. Varðskipið „Rór': ikom hingað seinnipartinn í dag með 3 þýska botnvörpunga, er hann hafði tek- ið í landhelgi, einn við Tngólfs höfða, og tvo við Portland. Þeir ‘heita „Roland“, „Rheinland“ og „Emma Reiner“. Allir fengu þeir fulla sekt, 12500 kr., og afli og veiðarfæri upptækt Frjettir. Aflinn við Grímsey. Frá 30—50 skpd. fengu bátar þeir a'f Eyja- firði, sem fóru til þorskveiða þar í vor. Er það óvanalegt að vjel- bátar norður þar sjeu búnir að fá þann aíla á þessum tíma. Próf í forspjallsvísindum fóru fram í háskólanum dagana 1.—3. júní. 27 stúdentar gengu undir prófið, og fengu þessar einkunn- ir: 6 fengu ágætis einkunn, 13 tfengu 1. einkunn, 6 aðra betri einkunn og 2 aðra lalkari einkmm. Sárabætur. Jafnaðarmenn á ísafirði höfðu lofað Ingólfi Jóns- syni cand. jur. á Akureyri, bæj- arstjórastöðu þar vestra. En svo illa tókst til, þegar til ikasta bæjarstjórnarinnar kom, þá vildi hún ekki stofna þetta nýja em- bætti, svo Ingólfur gat ekki orðið bæjarstjóri, og þóttist illa, leikinn. Nú hafa ísfirsku jafnaðarmenn- irnir veitt Ingólfi sárabætur nokkrar — hafa gert hann að bæ jarg j aldkera, f átækrafulltrúa, hafnarstjóra og spítalaráðsmanni. Hefir hann 4000 kr. b.yrjunarlaun, auk dýrtíðaruppbótar. Er sagt, að Ingólfur geri sig ánægðan með þetta og taki við embættinu. Bráðkvaddur varð verkamaður á Korpólfsstöðum í síðastl. viku. iHjet hann Jón Jónsson, frá Laug um, maður um sjötugt, búsettur í Hafnarfirði. Var hann að vinnu og hneig niður örendur. ■ — Annar maður varð bráð- kvaddur hjer í ba-num um líkt leyti, Sveinn Sveinsson á Stóra- Seli, maður á sextugs aldri. Um Mýrdalshjerað liafa þessir sótt: ííuðni Hjörleifsson, lælknir í Borgarfjarðarhjeraði (eystra); Kristmundur Guðjónsson læknir í Reylcja rf .jarðarh jeraði, Halldór Stefánsson fyrv. hjeraðslæknir og Páll Sigxxrðsson, settur læknir í Flateyrarhjeraði. íþróttavöllurinn. Unnið er nú daglega að því, að gii’ða hann og ganga svo frá honum, sem hann á að vera, — en verkinu sýnist þó miða heldur lítið áfram. Væri þó skemtilegra, að hann væri full ger fvrir 17. júní, því að þá hefst fdlsherjai'mót Í.S.l. Grænlendingar hylla íslenska víðvarpið. Á. fimtdagsnóttina ljek liljóðfæraflokkur Bernburgs í við- varpið danslög fjT.ir Ijfstmanna- eyjaskeggja. Dönsuðu þeir eftir þvx alla nóttina og tókst ágætlega/ En sagan er ekki öll sögð með þvl Daginn eftir kemur skeyti frá Angmagsalik í Grænlandi með þökkum fyrir hina ágætu „dans- músik“, sem ífaúar þar hafi dans- að eftir alla nóttina. Dánarfregn. Látin er í Kaup- mannahöfn 22. fyrra mánaðar frx Gyða Þorvaldsdóttir, ekkja dr. Bjöi-ns lxeitins Bjarnasonar frá Viðfirði, góð kona og vel ment. Kurt Lubinski, þýskur blaða- maðxxr kom hingað með Goðafossi síðast. — Hann er hingað send- ur af mikilsmetnum blöðum, ætl- ar að vera hjer nm tíma. Hann hefir lagt stund á íslensku. Sigvaldi Kaldalóns er settur hjeraðslæknir í Flateyjarhjeraði frá 1. júní. Landskjörið. Rúmlega 31 þús- und fkjósendur munu vera á kjör- skrá við landkjörið. „Skarphjeðinn“, hjeraðssam- hancb U.M.F.í. sunnanlands, hef- ir nýlega gefið út árbók sína fyrir 1926. Er þar birt fxmdar- gerð hjei-aðsþings sambandsins, er háð var að Þjórsártúni í jan- úar. Meðal annara ályktana þingsins er þessi um þjóðhátío- ina 1930: „Þar sem sómi íslands hlýtur mjög að velta á því, að þúsxxnd ára hátíð Alþingis fari myndjrlega fram, skorar hjer- er næringarmest, bragðbest og ódýrust eftir gæðum. Ávalt fyrirliggjandi hjá O. Johnson & Kaaber. Ágætir erfiðisvagnar ásamt ak- týgjum, ódýrast og best x Sleipni, Laugaveg 74, símnefni: Sleipnir, síixxi 646. Munið að Diaiddagl ’l SAFOLDAR •r I. Júli nœstkomandi. Tjöld af ýmsum stærðum, vagixa, bíla og fisk-yfir-breiðslxxr, ódýrast og liest- í Sleipni, Laugaveg 74, síin- nefni Sleipixir, sími 646. aðsþingið á sambandsfjelögin að láta ekkert tækifæri ónotað til undirbúnings hátíðarinnar. Vill þingið 'hvetja fjelögin til þess að taka nxx þegar að safna fje til þátttöku í hátíðahöldunum“. — Þá var og samþyikt svolátandx tillaga um skólamálið: „Hjeraðs sambandið „Skarphjeðinn“ skor- ar á sýslunefndir Árness- og tRangárvallasýslna að beita sjer fyrir því, sem allra fyrst,- ftð eirm skóli verði reistur á Suðurlands undii’lendinu, og á þeim stað, sem að áliti sjerfróðra manna er heppilegt skólasetur, — einkuxn hvað snertir hjálparmeðul frá náttúrunnar hendi, svo sem jarð faita eða raforku“. — Má af þessu marka að æskulýður í þessum sýslum muni vera á móti ,því, að hafa skólann að Laugar- vatni, þar sem það mundi útiloka samvinnxx milli sýslnanna. Góður fyrir sig1. Tíminn segir síðast, eða J. J., svo nánara sje ákveðið, að Magnús Kristjánsson „hafi rekið landsverslxxn, eins og þegar góður búmaður stundi eigxn atvinnu“. Það þarf ekki að skýra þessi ummæli neitt nánar. Góður bximaðxxr stxxndar eigin atvinnn til þess að faagnast. Magnxxs hefir rokið landsverslun eins — fyrir sjálfan sig, — eftir því, sem Jónas, segir, og hann má gerst vita það. Allir sem þnrfa að nota Kol og Salt, ættu sjálfs sín vegna að fá tilboð hjá okkur áður en þeir festa kaup. Útvegum allar tegundir af kolum og salti og seljum ætíð með sanngjörnustu verði, sökum þess að við höfum bestu bein sambönd, bæði um útvegun á kolum, salti og skipakosti. H. Benediktssoo & Co. Sími 8 (3 linur). Símn.: »Saltimport«. Berahard Petersen. Símar 598 og 900. Símn.: »Saltimport«. 1 B. S. B. Ferdamenn! Athugið minar hagstæðu áætlunarferðir aðy' Hraunsnefi í Norðurárdal. Alla daga sem e.s. »Suðurland« kemur til Borgarness áætlaðar ferðir. Farið verður á stað frá Borgarnesú mjög bráðlega eftir að farþegar eru komnir í land úr »Suðurlandi« Bifreiðastöð Borgarness. Magnús Jónasson. — Simi 16. Höfum fyrirliggjandi Gaddavir nr. 12 og 14, Sljetter vir, Girðinganet. Lœgst uerð„ J. Þorláksson A Norðmann. Bankastræti II. Simi 103. Búnaðarmilastlðra-sfaian ei’ laxxs til u'msóknar. Byrjiifíarlaun kr. 4500. hækkandi á þriggja ára fresti um kr. 500, upp í kr. 6000. Umsóknarfrestur til 1. septem- ber næstkomandi. Stjórn Búnaðarfjelags íslands.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.