Ísafold


Ísafold - 25.06.1926, Qupperneq 1

Ísafold - 25.06.1926, Qupperneq 1
Ritstjórai. Jón Kjartansson. Valtýr Stefánsson. Sími 500. AFOLD DAGBLAÐ: MORGUNBLAÐIÐ Árgangnrínn kostar 5 krónur. Gjalddagi 1. júlí. Afgreiðala og innheimta í Austurstræti 8. Sími 500 Bl. árg. 23, fbl. Föstudaginn 25. júni 1926. Isafoldarprentsmiðja hX magnússon forscetiaráöherra íslanðs. FcEðöur 1G. |an. 1859 Döinn 23. júní 1926. Sú sorgarfregn barst liingað símleiðis í gærmorgtm, að forsætisráðherra hefði orðið bráðkvaddui' austur á Norðfirði. Ilöfðu þau forstetisráðherrahjónin þegið boð konungs- hjónanna, svo sem ge.st.tr þeirra að slást í för með þeiin norður um land með „Niels (JueI“ — alla leið til Seyðisfjarðar. En Jiaðan hjelt konungur og föruneyti ltans af stað alfarið frá lándinu á þriðjudagskvöld, én forsætis- ’ jráðherrahjónin ioru yfir í ,,Greyser“, sem átti að ílytja þau hingað. Ein.s og ltunnugt er, hafði forsætisráðlierra lii'að atskttár sín frá 7 ára aldri t.il þess er Iiann útskrifaðist- úr skóla 1881 á Skorrastað í Norðfirði. En síðan voru nú liðin 45 ár, og hafði hann aldrei þár komið öil þau mörgu ár, fyr en nú, að hann fjekk herskipið til að skjótast með sig inn þangað, þyí að iengi hafði hann langað til að sjá einu sinni aftur þessar æsku- stöðvar sínar. En á lie.ssum æskustöðvuni haxts áti það fyrír honmn að ligg'ja sviplega að hníga í dauðans faðm í fyrralcveld kl. 10,10. þar sem hann var staddur inni í húsi prófasts .sjera Jóns Guðmundssonar. I gær barst svo andlátsfregnin nm bygðir lands vors og mun hvervetna hafa verið tek- ið sem sviplegri sorgarfregn, þyí að hvað sem líður stjórnmálaskoðunnm, Jtá mumi allir jafiit, við það kannast nú, að með forsætis- ráðherra Jóni Magnússyni sje hniginn í val- inn ekla aðeins fremsti maður Jtjóðar vorr- ar vegna þeirrar stöðu. sem hann Jtafði á hendi scm æðstur stjórnandi þessa lands. heldur einnig og fyrst og fremst einn af gófiuiH sonum þjóðarinnar, sem. í einu og öllu vildi heiður og gagn ættjarðar sinnar, og þá líka hafði helgað henni alla krafta sína uni fullan mannsaldur. Jón Magnússon Var fæddur á Múla í Aðaldal í Þingeyjarsýslu Ití. jan. 1859 og varð því nálægt því hálfs 68. árs, er hann ljest. Foreldrar hans voru Magnús prestur Jónsson (bónda á Víðimýri Jóns- sonar) og komt hans Vilborgar Sigurðardóttur (bónda á Hofi í Kelduliverfi Þorsteinssonar). Var sjera Magnús aðstoðarprestur sjera Skúla Tómas- ■ ■' .■ * ■ sonar í Mttla, er Jtessi elsti sonur þeirra fæddist. i\eggja ára gatnall * fluttist ltann nteð foreldrutn sínnm að líofi á Skagastrtínd (1861), 0g Jiáðan aft- ur se>c árum síðar að Skorrastað i Xorðfirði (1867). Ilaustið 187.) kom hann í skóla og útskrifaðist það- an ISSJ. .]ón rektor Þ^rkelsson átti að konu föður- systur Jóns ilagnússoHíir og var hann því öll skóla- iirin að nokkru leyti á vegutn þeirra sæmdarltjóna. Þótti Jón Magnússon snemina ágtetur nánismaður, enda lauk ltann skólavern sinni með liárri prófs- einkunn. Á skólaárunum var Jón Magnússon ávalt kendúr við Skorrastað, til aðgreiningai frá nafna sínum frá Steiná í Svartárdal, sem honum var smntíðit í skóla. Áð loknu stúdentsprófi fór Jón Magnússon utaii til laganáms við háskólann í Kaup- mannahöfn og dvaldist J)á ytra 3 vetur. — Haustið 1884 gerðist hann skrifari hjá Júlíusi amtmanni Havsteen á Akureyri, því að efna- hagurinn leyfði honum ekki í bili að halda áfram námi ytra. En haustið 1889 fór hann aftur utan og lattk nrt námi sínu þar á tveim árum. Varð hann kandidat í lögum með hárri I. einkunn (97 stignm). Er þeim sem þetta skrifar og ýmsum þeim, er voru honum sam- tíða í Höfn þessi ár, enn í fersku minni, með hvílíku feiknarkappi hann sótti námið þessi tvö ár. enda varð prófniðurstaðan eftir þ\i. Mánuði síðar en prófi var lokið, var Jón Magnússon skipaður sýslumaður í Vestmanna- eyjasýslu og fór hann þá þeg^ir heim til sýslu sinnar. Gerðist hann brátt forgöngumaður evjaskeggja í ýmsum fjelagsmálum og fram- kvæmdum, og ávann sjer því fljótt vinsældir miklar og traust þar í Eyjum. En ekki varð dvöl Jtans í því emb^tti nema 5 ár. Þegar Hannes Ilafstéin gjörðist sýslumað- ur og bæjarfógeti á ísafirði haustið 1895, varð Jón Magnússon eftirmaður hans sem landshöfðingjaritari. Þeirri annamiklu stöðu gegndi hann þar til stjórnarfarsbreytingm varð í ársbyrjun 1904, og landshöfðingjadæm- ið hvarf með öllu úr sögunni. Mun þá Jóni • Magnússvni hafa leikið nokkur liugur á að verða eftirmaður Klemensar Jónssonar sem sýslu- maður og bæjarfógeti á Akureyri, en fyrir mjög eindregin tilmæli Haunesar Hafstein, hvarf liann frá því og gjörðist skrifstofustjóri í stjórnarráðinu um 5 næstu ár, eða til ársbyrjunar 1909, er hann varð bæjarfógeti hjer í bænum. Því embætti gegndi hann svo þangað til liann í ársbyrjun 1917 varð for- sætisráðherra, en það varð hann sem fulltrúi heima- stjórnarflokksins, sem fjöhnennastur var í þinginu. Það var á ófriðartímunum miðjum, að Jón MagnÚB- son tók stjórnartaumana sjer í hönd, enda veitti /

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.